Dagur - 21.11.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 21.11.1995, Blaðsíða 16
STÆKKIIN+RAMMI=900,- 15x21cm stækkun 20x28cm stækkun og rammi á aðeins kr. 1290.- GPedí6myndir‘ Skipagata 16 • 600 Akureyri * Simi 462 3520 Sýningum á Drakúla hjá LA er lokið: „Vissulega vonbrigði* - segir Viðar Eggertsson Auðvitað eru viss vonbrigði að fleiri skyldu ekki sjá sýn- ingu okkar um Drakúla. Um 1.000 manns sáu þessa upp- færslu sem okkur, sem að henni stóðu og fleirum, þótti takast mjög vel; leiklistarlega séð,“ sagði Viðar Eggertsson, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, í samtali við Dag. Lokasýning á verkinu um Dra- kúla var á laugardagskvöld uni þarliðna helgi. Viðar segir að venjulega sé sýningum á haust- verki atvinnuleikhúsanna að ljúka um mánaðamótin nóvember og desember og þá settur allur kraftur í æfingar á jólasýningu. Segir Viðar að leikfélagsfólk á Akureyri hefði því ákveðið að hætta sýning- um á Drakúla einhverju fyrr en staðið hefði til, en hella sér þess frekar af tvíefldum þrótti í upp- færsluna á Sporvagninum Gimd eftir Tennessee Williams, sem frumsýnd verður á þriðja dag jóla. Henni leikstýrir Haukur Gunnars- son, en hanin hefur getið sér góðs orðs sem leikhúsmaður í Noregi. -sbs. Húsavík: Klippt af bílum Astandið er leiðinlegt í þess- um málum,“ sagði lögreglan á Húsavík, sem hefur verið að klippa númer af bflum undan- farna daga. Það hafa á fjórða tug bíla í sýslunni misst númeraplötur sínar þar sem eigendunum hefur láðst að l'æra þá til skoðunar í tíma, greiða af þeim gjöld eða trygging- ar. IM Ágætis andi um borð - segir skipstjórinni á Akureyrinni EA sem í nótt kom meö Samherjatogarinn Akureyrin EA-110 kom til Akureyrar um miðnættið í gær með mesta aflaverðmæti sem togari hefur komið með úr einni veiðiferð, eða liðlega 120 milljónir króna. Túrinn stóð í 66 daga sem er með því lengra sem þekkist í seinni tíð, en þegar síðutogar- arnir voru á saltfískveiðum við Grænland á sjöunda áratugnum stóð túrinn í allt að þrjá mánuði. Aflinn er 430 tonn af frystum afurðum, aðallega stórum þorski, sem er um 1.100 tonn upp úr sjó, og segir Sturla Einarsson skip- stjóri að það sé ekki mesti afli sem eitt skip hafi borið að landi, en metafla til Akureyrar hins vegar hafi verið hægt að koma milli 15 og 20 tonnum til viðbótar í frystilest. Akureyrin EA verður á Akur- eyri fram undir næstu helgi en fer síðan í einn stuttan túr fram að jól- um hér við land og verður Sturla með skipið í þeim túr en einhverj- ir úr áhöfninni fara í frí. Sturla sagði að mannskapurinn væri bara hress þrátt fyrir svo langa útiveru, en haft hefur verið á orði að sam- skipti áhafna versni til muna eftir um 30 daga á sjó. „Hér hefur verið ágætis andi en það hjálpaði til að megnið af afl- anum, milli 70 og 80%, fékkst seinni mánuðinn í túmum og lang kröftugast síðustu tvær vikurnar. Það er alltaf léttara yfir mann- skapnum þegar vel fiskast. Heim- siglingin hefur gengið vel þar til á sunnudag er við fengum á okkur brælu þegar við vorum mitt á milli Jan Mayen og íslands. Þar sem við vorum við veiðar í Smugunni var nánast stöðugt myrkur allan sólarhringinn, aðeins dagsskrma milli 9 og 10 á morgnana. Ég held að það hafi ekki haft nein slæm áhrif enda mannskapurinn að mestu neðan þilja, frekar að það hefði áhrif á okkur héma uppi að vera stöðugt í mykri,“ sagði Sturla Einarsson skipstjóri. GG Lentu í umferðaróhappi á leið á fæð- ingardeildina Þeim Guðlaugu Önnu Stefánsdótt- ur og Richard Péturssyni á Dalvík fæddist sonur í gær á fæðingar- deild FSA sem reyndist 13,5 merkur og 51 cm og var drengur- inn frumburður þeirra. Þegar drengurinn vildi í þennan heim koma héldu þau Guðlaug og Richard til Akureyrar sl. sunnu- dagsmorgun. Ferðin endaði þó skyndilega á hæðinni sunnan Rauðuvíkur á Árskógsströnd er bifreiðin rann á veginum, lenti á vegarskilti og síðan út af, þó án þess að velta. Engum varð þó meint af í þessu óhappi, en ferð- inni varð að halda áfram á ann- arri bifreið. Á myndinni er hin hamingjusama fjölskylda á fæð- ingardeild FSA í gær. GG DÁNFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum %MEUT4 Hraðfrystistöð Þórshafnar: Fryst loðna og síld seld Rússum - í staðinn fyrir þorsk Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur tekið upp ný viðskipti við Rússa, en þeim er seld fryst loðna og síld til manneldis en í staðinn fær Hraðfrystistöðin frystan þorsk til vinnslu. A dögunum lestaöi rússneskt flutningskip 330 tonn af frystri loðnu og síld, og var það fyrsti farmurinn. í gær kom flutninga- skip til að kaupa loðnufarm, en Gunnlaugur Hreinsson, yfirverk- stjóri, sagði síðdegis að ekki væri búið að semja um magnið sem skipið tæki. A næstu dægrum er @ VEÐRIÐ Samskvæmt spá Veður- stofu íslands verður veðrið norðanlands ekkert sérstakt í dag. Von er á austan og norðaustan stinningskalda og skýjuðu veðri. Þegar líða tekur á daginn er spáð slyddu eða rigningu. Hiti verður á bilinu -2°C upp í 4°C og heldur kaldara á Norðurlandi eystra. þriðja skipið væntanlegt til að kaupa loðnu. Gunnlaugur sagði að viðunandi verð fengist fyrir þessar afurðir, loðnan og síldin væri heilfryst en þessi viðskipti á byrjunarstigi. Hann sagðist reikna með framtíð á þessum viðskiptum. Gunnlaugur CHICOGO sagðist ekki vita hvernig frysta loðnan væri nýtt, en hún væri ætl- uð til manneldis. Gunnlaugur sagði að alltaf væri nóg að gera hjá Hraðfrystistöðinni, sem ekki yrði hráefnislaus, hefð- bundin vinnsla væri á rússafiski og ferskum íslenskum fiski. IM Innimálning á ótrúlegu verði m I ■ ■ (S) ® oendio vinum og ® | i$) t vandamönnum % I I ■ (Q) erlendis $ sómssta KEA | hansihjötið tjffl m m m Sendingaþjónusta | dfl!) (jff) dff) tfi) ðí m m m m m mmmmmmmmmmmmmmmmmm Byggðavegi sími 463 0377 dfr t$) Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum á einfaldan hátt. NÝR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. HITI hf. Draupnisgötu 2 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.