Dagur - 30.11.1995, Side 1

Dagur - 30.11.1995, Side 1
 Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Hagnaður 173 milljónir sl. rekstrarár - ný rækjuvinnsla gangsett kl. 13 á morgun - mun verða fullkomnasta rækjuvinnsla landsins Hagnaður af rekstri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur nam 173 milljónum króna á ný- liðnu reikningsári, eftir að áhrif af rekstri dótturfélaga höfðu verið reiknuð, en þau námu 121 milljón króna. Rekstrarhagnað- ur fyrir afskriftir nam 136 millj- ónum króna, eða 9,4% af tekj- um samanborið við 84 milljónir króna 1994, sem var 9,8% af tekjum þess reikningsárs. En 1994 var reikningsári félagsins breytt í að vera frá 1. sept. til 31. ágúst og var það reikningsár því aðeins átta mánuðir. Heildarvelta Fiskiðjusamlags- ins á árinu nemur rúmlega einum milljarði og fjögur hundruð milljónum. Eigið fé er 300 millj- ónir, skammtímaskuldir 500 milljónir og langtímaskuldir tæp- lega 240 milljónir. Veltufjárhlut- faíl er 0.95. Arsverk sem unnin voru á reikningsárinu voru 130, en mun fleiri starfsmenn skiluðu þeirri vinnu. Launagreiðslur námu 215 milljónum. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 52 milljónum króna samanborið við 30 milljónir árið áður, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 41 milljóna króna hagnaði fyrir síðasta reikningsár og er af- koman því 26,8% betri en gert var ráð fyrir. Afkoma frystingarinnar er óviðunandi líkt og hjá öðrum, sem eru í frystingu, að sögn Hjalta Halldórssonar, fjármála- stjóra. Hann segir að orsakimar megi að hluta til rekja til veikrar stöðu dollars og punds, en 50% af framleiðslunni eru seld til Bandaríkjanna og uin 18% til Bretlands. í öðru lagi hafi launa- kostnaður hækkað um 6% á ár- inu. Verulegum hluta af fram- leiðslu vinnslunnar er pakkað í neytendaumbúðir og þar sem launakostnaður er stór hluti af framleiðslukostnaði sérvinnsl- unnar, hafa launabreytingar mikil áhrif á afkomu hennar. í þriðja lagi hafi hráefnisverð hækkað verulega, fyrst og fremst vegna hækkunar á leiguverði kvóta. Afkoma rækjuvinnslunnar hefur verið góð og afurðaverð hækkað um 20-25% á árinu. Horfur í rækjuvinnslu eru góðar fyrir komandi rekstrarár og líkur taldar á að afurðaverð haldist svipað. „Við erum sæmilega kátir með afkomu rækjuvinnslunnar þó gengisþróunin hafi orðið slæm fyrir okkur þar sem 80% rækjusölunnar fara fram í pund- um,“ sagði Hjalti. Hlutafé félagsins var aukið um 100 milljónir króna á árinu og er hlutfall eiginfjár í árslok 28,6%. Félagið hefur fjárfest í nýrri tækni í rækjuvinnslu, end- umýjað tækjabúnað hennar og flutt í nýtt húsnæði. Nýja verk- smiðjan verður tekin í notkun kl. 13 á morgun, 1. desember, og mun hún verða fullkomnasta rækjuverksmiðja landsins. Af- kastagetan verður mun meiri en í gömlu verksmiðjunni eða um 8- 9000 tonn af hráefni á ári. Stefnt er að því að auka framleiðslu í rækjuvinnslunni á yfirstandandi rekstrarári. Reikningar Fiskiðjusamlags Húsavíkur fyrir síðasta rekstrarár liggja nú fyrir og aðalfundur verður haldinn 20. desember á Hótel Húsavík. „Það þarf að sameina útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækin og þá getur Húsavík tekið þátt í þeim slag sem fram- undan er,“ sagði Hjalti í samtali við Dag. IM Hlíðarfjall: Ekki bjart útltt með skíðasnjóinn Skíðafólk á Akureyri hefur lít- ið komist til þess að stunda íþrótt sína í Hlíðarfjalli það sem af er vetri. Þetta á reyndar eink- um við um alpagreinafólk, en göngubraut hefur verið troðin um nokkurt skeið og í gær var þar skínandi gott færi. Ekki hef- ur hins vegar þótt grundvöllur Alpagreinakrakkarnir æfðu sig í Hlíðarfjalli síðdegis í gær og þar var þessi mynd tekin. Mynd: BG. fyrir að hafa opnar lyftur. Undanfarna daga hefur reyndar barnalyftan verið opnuð síðdegis fyrir skíðaæfingar á vegum Skíða- ráðs Akureyrar, rétt til þess að krakkamir geti rifjað upp hvernig skíðin eiga að snúa, eins og starfs- maður í Hlíðarfjalli orðaði það. Skíðafólki til hrellingar er veð- urspáin ekki uppörvandi. I dag er spáð hlýnandi veðri og allt fram yfir helgi er spáð suðvestlægri átt og hita yfir frostmarki. HA Tillaga aö endurskoðuöu aðalskipulagi Varmahlíðar: * Ahersla á feröaþjónustu Um þessar mundir liggur frammi til sýnis til- laga að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Varmahlíð í Skagafirði. Að sögn Sigurðar Haralds- sonar, oddvita Seyluhrepps, er ein helsta ástæða fyrir endurskoðun skipulagsins að á lofti eru hug- myndir um markvissari uppbyggingu ferðaþjón- ustu á staðnum. í hinni nýju skipulagstillögu er gert ráð fyrir upp- byggingu sérstaks ferðaþjónustusvæðis í hinu skjól- góða umhverfi sunnan skógræktar í Reykjahóli, en byggðin í Varmahlíð stendur í austurhlíð þess hóls. Á svæðinu er fyrirhuguð orlofshúsabyggð með allt að 20 lóðum fyrir slík hús og hafa allnokkrir sýnt því áhuga að byggja sumarhús á þessum slóðum, segir Sigurður Haraldsson. Þá er einnig gert ráð fyrir leik- svæði, golfvelli, íþróttavelli og fleiru á þessum slóð- um samkvæmt tillögunni. Segir Sigurður jafnframt að verslun og önnur þjónusta í miðkjama byggðarinnar í Varmahlíð séu innan seilingar, en til standi að tengja allt þetta saman með göngustígum. „I skipulaginu er einnig gert ráð fyrir sunrarhúsa- byggð skammt sunnan þorpsins og hesthúsabyggð. Á bökkum Húsaeyjakvíslar er einnig gert ráð fyrir hest- húsabyggð og skeiðvelli. Á þeim stað er fjallasýn á landinu óvíða fegurri. f þessari skipulagstillögu er einnig tekið á fjölmörgum fleiri atriðum, en unnið verður svo að deiliskipulagi einstakra svæða á næstu misserum,“ sagði Sigurður. Tillagan að aðalskipulagi Varmahlíðar, sem er unnin af Pétri H. Jónssyni skipu- lagsarkitekt og Haraldi Sigurðssyni skipulagsfræð- ingi, ásamt hreppsnefnd Seyluhrepps, er til sýnis á skrifstofu hreppsins í félagsheimilinu í Miðgarði allt fram til 17. janúar næstkomandi. Getur almenningur gert við hana skriflegar athugasemdir fram til þess tíma. -sbs. Þórshöfn: Hafspil-véla- verkstæði hf. úr- skurðað gjaldþrota Hafspil-vélaverkstæði hf. á Þórshöfn hefur með úr- skurði Héradsdóms Norður- lands eystra verið lýst gjald- þrota. Fyrirtækið rak bfla- og vélaverkstæði ásamt fram- leiðslu og sölu á vökvadrifn- um tækjabúnaði fyrir sjávar- útveg, en til þess var stofnað í framhaldi af gjaldþroti Haf- spils hf. á Svalbarðseyri. í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að erfiðleikar hafi komið fram í rekstrinum sem ekki hafi verið auðvelt að taka á, vegna afstöðu framkvæmdastjóra félagsins og aðaleiganda. Honum hafi verið sagt upp störfúm í júnt sl. og þá hafi átt að endurskipuleggja efnahag félagsins, en tilraunir í þá veru hafi ekki borið árangur. Eignir Hafspils-vélaverk- stæðis hf. námu um 10,7 millj- ónum króna en skuldir ca. 27.68 milljónum, þar af voru skammtímaskuldir um 16,7 milljónir króna. Fyrirtækið var innsiglað vegna vangoldins virðisaukaskatts. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.