Dagur


Dagur - 30.11.1995, Qupperneq 9

Dagur - 30.11.1995, Qupperneq 9
Sviðsmynd úr Jósep, en foreldrar lögðu hönd á plóginn við búningagerð og tæknivinnu. Myndir: IM þetta sé heilmikil vinna. Foreldrar hafa lagt hönd á plóginn við undir- búninginn: Dómhildur Antonsdóttir haft yfirstjóm með búningagerð, Jón Amkelsson og Einar Halldórs- son með ljósum og Ámi Sigurbjam- arson, skólastjóri Tónlistarskólans, með hljóðblöndun. „Þetta er mikið verkefni en okk- ur stjórnendunum gengur vel að vinna saman. Það er með ólíkindum hvað María er þolinmóð við böm- in,“ sagði Hólmfríður Benedikts- dóttir. Hún sagði að uppsetningin væri menningarviðburður og fannst fara vel á að ráðist yrði í svo viða- mikið verkefni að þessu sinni þar sem 100 ára afmælis skólans yrði minnst á næsta ári. Jósep er biblíuefni og titilhlut- verkið syngur Pétur Veigar Péturs- son, en hlutverk faraós syngur Hjálmar Bogi Hjálmarsson. Sögu- menn eru fjórar stúlkur úr Stúlkna- kór Húsavíkur: Elísa Rún Heimis- dóttir, Silja Garðarsdóttir, Ása Mar- ía Guðmundsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Einnig kemur fram englakór, 11 nemenda úr 4. bekk og margir fleiri nemendur koma á svið, auk hljómsveitar nemenda sem ann- ast undirleik ásamt kennara sínum, Valmar Valjaots. 1M Akureyri: Utgáftitónleikar Byltingar í kvöld Hljómsveitin Bylting heldur út- gáfutónleika í kvöld, 30. nóvem- ber, í 1929 á Akureyri og hefjast þeir kl. 22. Auk tónlistarinnar verða veitingar í boði Pizza 67 og farið verður með gamanmál. Hljómsveitina Byltingu skipa: Tómas Sævarsson, hljómborð og raddir, Valur Halldórson, söngur, Bjami Valdimársson, bassi, Þor- valdur Eyfjörð, gítar og raddir, og Frímann Rafnsson, gítar og raddir. Tveir gestaspilarar spila með Byltingu á útgáfutónleikunum í kvöld; Sigfús Ottarsson, trommur- leikari, og Karl Olgeir Olgeirsson, hljómborðsleikari, sem einmitt á þrjú lög á nýju plötu Byltingar sem nefnist „Ekta“. Hver vegur að heiman... - eftir Guðmund Árna Stefánsson Skjaldborg hf. hefur gefið út bók- ina „Hver vegur að heiman... - ís- lendingar í útlöndum". Höfundur er Guðmundur Ámi Stefánsson, alþingismaður. I þessari bók ræðir Guðmundur Árni við sex íslendinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa flust af landi brott og dvalið er- lendis við störf og leik um langt árabil. Landsmenn vilja frá fréttir af „sínu“ fólki á erlendri grund. Hvað er það að fást við? Hvemig gengur? Er gott að vera íslending- ur í útlöndum? Hver er sýn þess- ara Islendinga til „gamla“ landsins eftir langa útiveru? Viðmælendur em: Ástþór Magnússon, athafnamaður, Eng- landi, Gunnlaugur Stefán Baldurs- son, arkitekt, Þýskalandi, Gunnar Friðþjófsson, útvarpsstjóri, Nor- egi, Linda Finnbogadóttir, hjúkr- unarfræðingur, Bandaríkjunum, Rannveig Bragadóttir, óperu- söngvari, Austurríki, hjónin Þórð- ur Sæmundsson, flugvirki, og Drífa Sigurbjarnardóttir, hótel- stjóri, Luxemborg. Verð kr. 3.480. Fimmtudagur 30. nóvember 1995 - DAGUR - 9 Tilboð frá KEA Nettó 30. nóvember-4. desember Svínabógur hringsk. 398 kr. kg Svínahryggir 798 kr. kg Bananar 108 kr. kg Amerísk vínber, rauð steinlaus 198 kr. Amerísk vínber, blá 245 kr. Klementínur 149 kr. Jólaostakaka 598 kr. Rjómaostur m/piparbl. 69 kr. Rjómaostur m/ reyktum laxi 69 kr. Létt og laggott 109 kr. Kjúklingar 575 kr. kg Viennetta vanillu 199 kr. Viennetta marsipan 199 kr. Jólasmjör 500 gr. 116 kr. Pepsi 0,5 lítri 49 kr. Pepsi Max 0,5 lítri 49 kr. Athugið! Laufabrauð 20 stk. 397 kr. Egg 1 fl. 168 kr. kg Föstudag og laugardag: Vörukynning frá Osta- og Smjörsölunni. Þegar þú uerslar ódýrt Ath. Opið laugardag frá 09-18 og sunnudag frá 13-17.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.