Dagur - 08.02.1996, Síða 1

Dagur - 08.02.1996, Síða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Jón Helgi ráðinn sláturhússtjóri KÞ Jón Helgi Björnsson, líffræð- ingur á Laxamýri, hefur verið ráðinn sláturhússijóri Slátur- húss Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Frá ráðningunni var gengið í vikunni. Jón Helgi tekur við stöðunni af Páli G. Amar sem gegnt hefur starfi sláturhússtjóra hjá Kaupfé- lagi Þingeyinga undanfarin ár en mun láta af störfum fljótlega og taka við starfi framleiðslustjóra hjá Kjötumboðinu hf. í Reykjavík, en Kjötumboðið er markaðs- og sölufyrirtæki Sláturhúss Kaupfé- lags Þingeyinga á höfuðborgar- svæðinu og gegnir því hlutverki fyrir meirihluta sláturleyfishafa á landsvísu. Jón Helgi Björnsson lauk stúd- entsprófi frá MA árið 1986 og BS-gráðu í líffræði lauk hann frá Háskóla íslands árið 1990. Á ár- unum 1991-1993 stundaði Jón Helgi framhaldsnám við háskóla í Manchester á Englandi og lauk þaðan mastersprófi í rekstrarhag- fræði. Frá árinu 1993 hefur Jón Helgi verið framkvæmdastjóri Norðurlax hf. á Laxamýri. Þá er hann varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. óþh Akureyri, fimmtudagur 8. febrúar 1996 27. tölublað Framsóknarfélag Akureyrar: Ekki verið gerð samþykkt um sölu hlutabréfa í ÚA Skuggi hf. á Akureyri: millibili komið upp umræða um sölu þessara bréfa. óþh Helgi Jónsson í Ólafsfirði Fær styrk vegna kvik- myndahandrits Helgi Jónsson, kennari í Ól- afsfirði, hefur fengið 300 þús. kr. styrk frá Kvikmynda- sjóði til ritunar handrits vegna kvikmyndarinnar í blóma lífs- ins. „Eg vil ekki úttala mig um hugmyndina, en í stuttu máli get ég sagt að hún er alvarlegs eðlis og fjallar um ungt fólk í Reykja- vík,“ sagði Helgi í samtali við Dag. Helgi sagðist hafa unnið að þessari hugmynd um nokkurt skeið. Styrkurinn gæfi sér kost á að einhenda sér að því að vinna við handritsgerð í sumar. í það verkefni færi hann um leið og skólastarfí lyki, en að aðalstarfí er Helgi kennari við Gagnfræðaskól- ann í Ólafsfirði. „Ég á eftir að tala betur við Bryndísi Schram, framkvæmda- stjóra Kvikmyndasjóðs, um hvernig að verkinu verður staðið. Ennþá er ekkert naglfast með framleiðendur myndarinnar, en vissulega hafa menn talað saman. En ég vil ekkert segja frá þeim málum á þessari stundu, né heldur segja meira frá því hver söguþráð- ur handritsins verður,“ sagði Helgi Jónsson. -sbs. Undirbýr lakkrísút- flutning til Svíþjóðar 79. árg. Jakob Björnsson um hugsanlega sölu á hlutabréfum Akureyrarbæjar í ÚA: Ákvaróanir teknar aö fenginni faglegri ráðgöf Fjárhagsáætlun Fram- kvæmdasjóðs sem við vorum að samþykkja er eðilegt fram- hald af þeirri bókun sem gerð var við samþykkt á ljárhagsáætlun bæjarsjóðs undir lok síðasta árs,“ sagði Jakob Björnsson, bæjar- stjóri á Akureyri, um þá stefnu sem sett er fram í fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs, að öll seljan- leg hlutabréf í eigu sjóðsins verði seld á árinu. Þar er lang stærst eign sjóðsins og þar með bæjarins í Utgerðarfélagi Akureyringa hf.. Jakob leggur áherslu á að þessi viljayfirlýsing, sem hann orðar svo, sé ekki það sama og að verið sé að selja hlutabréfin í ÚA. „Við þurfum á faglegri ráðgjöf að halda áður en teknar verða endanlegar ákvarðanir. Það eru ýmsar hug- myndir uppi og þær þarf að ræða til hlítar að fengnu áliti fagaðila,“ sagði Jakob. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir og á meðan segist hann eiga erfitt með að tjá sig um ákveðnar hug- myndir um hvernig standa eigi að sölu á ÚA-bréfunum. Þetta varðar t.d. það hvort hugsanlegt sé að einum aðila verði seld öll bréfin, hvort aðeins heimamenn koma til greina og svo framvegis. Jakob sagði það þó sína persónulega skoðun að þegar menn telji ekki rétt að bærinn sé einn með meiri- hluta í fyrirtækinu þá geti menn varla talið betra að afhenda þann meirihluta einhverjum öðrum ein- um aðila. Slíkt sé því ekki líklegur kostur í stöðunni. Hann sagðist jafnframt hafa lýst því yfir að hann teldi eðilegt að bakhjarlar fyrirtækisins yrðu áfram í heimabyggð. Þetta þýddi þó ekki endilega að einungis heimamönnum yrði gefinn kostur á að kaupa bréfin. Jakob sagðist ekki telja að þó bærinn seldi bréf sín í ÚA hefði það áhrif á það samkomulag milli bæjarins og SH um stuðning þeirra sfðamefndu við atvinnulíf í bænum gegn því að fá að halda af- urðaviðskiptunum. „Bæjarstjórn samþykkti í fyrra að hún myndi ekki hlutast til um afurðaviðskipti ÚA og það stendur. Afurðasölu- samningar em því í höndum stjórnar fyrirtækisins á hverjum tíma,“ sagði Jakob. Þess má geta að í bréfi SH til bæjaryfirvalda í tengslum við þetta mál á síðasta ári segir m.a.: „Ákveði Akureyrarbær að selja hlutabréf sín í ÚA að hluta eða öllu leyti óskar SH eftir að fá tækifæri til jafns við aðra að bjóða í þau.“ Að sögn Jakobs hafa engir aðilar sett sig í samband við hann nýverið með kaup á hlutabréfum bæjarins í ÚA í huga. HA Sælgætisgerðin Skuggi á Ak- ureyri undirbýr nú útflutn- ing á lakkrís til Svíþjóðar. Samningar eru í burðarliðnum og fyrsta pöntunin verður afgreidd í næstu viku. Sveinn Brynjar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Skugga, kveðst binda vonir við að um verulega stórt dæmi geti orðið að ræða, ef allar forsendur ganga upp. „Þetta mál hefur verið í þróun í nokkra mánuði. Við erum að framleiða besta lakkrís í heimi og vildum því leyfa fleirum en íslendingum að njóta þessa með okkur. Því settum við okkur í samband við sænska aðila, sem sýndu þessu strax áhuga. Við er- um að tala um lakkrísreimar- og borða, sem seldar yrðu í 200 gramma pokum. Ég á von á því að við afgreiðum tilraunasend- Albúnir í útflutning. Sveinn Brynjar, t.v., og Björn Páisson við sælgætis- rekkann. Mynd: -BG. ingu í næstu viku, sem verður eitt tonn. Ekki má minna vera. Okkur munar mikið um allan út- flutning, enda gæti hann orðið mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið," sagði Sveinn Brynjar í samtali við Dag. Hjá Skugga hf. starfa nú fimm manns við framleiðslu á nær 30 sælgætistegundum af ýmsu tagi. „Ef allt gengur að óskum gæti orðið framhald á þessu. Þá erum við í virkilega góðum málurn," sagði Sveinn. -sbs. Óhætt er að segja að Útgerðarfélag Akureyringa hf. sé mikið í umræðunni þessa dagana vegna hugmynda um sölu á hlutabréfum Akureyrarbæjar í félaginu. Mynd: BG. Gísli Kristinn Lórenzsson, formaður Framsóknarfélags Akureyrar, segir félagið ekki hafa gert samþykkt um að selja hlutabréf Akureyrarbæjar í Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. „Það hefur ekki verið tekin um það ákvörðun innan Framsóknar- félags Akureyrar að selja hluta- bréfin. En væntanlega verður þetta mál tekið til umfjöllunar í félag- inu,“ sagði Gísli. Gísli Kristinn sagði að umræða um sölu hlutabréfa Akureyrarbæj- ar í ÚA komi sér ekki á óvart, til fjölda ára hafi með reglulegu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.