Dagur - 08.02.1996, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. febrúar 1996
FRÉTTIR
Hlutabréfin í ÚA
verði seld hæstbjóðanda
- er álit Þórarins B. Jónssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Þórarinn B. Jónsson, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, segir
bæjarfulltrúa flokksins tiibúna
að selja öll hlutabréf bæjarins í
Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
ef viðundandi verð fáist. Hann
segir sjálfstæðismenn hafa feng-
ið verðbréfamenn til að fara of-
an í saumana á þessum málum
og niðurstaða þeirrar athugunar
hafi styrkt menn í þeirri trú að
raunhæft sé að fá allt að einum
milljarði króna hærra verð fyrir
bréf Akureyrarbæjar í ÚA en
menn hafí talið fram að þessu.
Þórarinn segir að þegar rætt sé
um sölu hlutabréfa Akureyrarbæj-
ar í ÚA megi menn ekki gleyma
svokölluðu innra virði félagsins.
Þannig sé sá kvóti sem ÚA hafi
fest kaup á og afskrifað, bókfærð-
ur upp á 219 milljónir króna í
reikningum félagsins. Sé horft á
allan þann kvóta sem ÚA hafi nú
yfir að ráða og fundið út virði
hans miðað við gangverð kvóta í
dag, komi í ljós að kvóti Útgerðar-
félags Akureyringa hf. sé metinn á
um 3,6 milljarða króna. „Þess
vegna tel ég að innra virði félags-
ins sé allt að 100% hærra en geng-
ið 3,2. Að mínu mati er réttara að
miða við 6,2,“ sagði Þórarinn.
Hann sagði að menn yrðu að vera
tilbúnir að svara þeirri spurningu
hvemig brugðist yrði við ef ein-
hver aðili byðist til að kaupa öll
hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA á
genginu 6,2. Þórarinn benti á í
þessu sambandi að þótt hlutabréf-
in yrðu seld til einhverra nokkurra
aðila á Akureyri á mun lægra
gengi, hugsanlega núgildandi
gengi, þá væri engin trygging fyrir
því að þeir sömu aðilar myndu
ekki selja bréfin.
Þórarinn segir þá afstöðu bæj-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins al-
veg skýra að eigi að fela verð-
bréfafyrirtæki að afla tilboða í
hlutabréfin og þau verði síðan seld
hæstbjóðanda. „Við viljum ein-
faldlega að leitað verði eftir hæsta
tilboði í UA-bréfin og við sjáum
hvað út úr því kunni að koma áður
en við tökum næstu skref. I okkar
huga skiptir það engu máli hvort
um yrði að ræða hugsanlega einn
kaupanda eða marga kaupendur."
„Til hvers?“ spurði Þórarinn
þegar hann var inntur eftir því
hvort hann teldi ekki rétt að bær-
inn ætti áfram hluta bréfa sinna í
ÚA, t.d. 20%. „Uppi eru aðrir tím-
ar en voru. Þegar Akureyrarbær
fór inn í ÚA á sínum tíma var það
stórkostlegt byggðadæmi fyrir
Akureyri. Núna á ÚA meirihluta í
Laugafiski í Reykjadal og það
stendur ekki til að flytja það fyrir-
tæki þaðan. Útgerðarfélagið hefur
sömuleiðis verið að kaupa hluta-
bréf í Skagstrendingi á Skaga-
strönd og það stendur ekki til að
flytja Skagstrending þaðan.
Einnig hefur ÚA farið inn í fisk-
vinnslu austur á Seyðisfirði að svo
ógleymdri landvinnslunni á Greni-
vík og meirihlutaeign ÚA í út-
gerðarfyrirtæki í Þýskalandi.
Svona lítur dæmið út í dag - það
eru aðrir tímar.“
Landvinnslan
Sá ótti hefur m.a. komið fram í
vettvangsgrein í Degi að stórlega
yrði dregið úr landvinnslunni og
þar með myndi hugsanlega tapast
fjöldi starfa, ef Akureyrarbær
seldi hlutabréf sín. Þórarinn segir í
þessu sambandi að stórhættulegt
sé fyrir fyrirtæki eins og ÚA og
það gildi í raun um öll önnur fyrir-
tæki, ef bæjarfélagið setji því stól-
inn fyrir dymar og segi að það
verði að halda uppi ákveðinni
starfsemi sem einskonar atvinnu-
bótavinnu. Slfk afstaða geti skað-
að hagsmuni Útgerðarfélagsins
mjög.
„Sala á hlutabréfum Akureyrar-
bæjar í ÚA þarf hvorki að þýða
það að landvinnslu verði hætt né
fyrirtækið verði flutt frá Akureyri.
Utgerðaraðili í Vestmannaeyjum á
stærstan hlut í Krossanesverk-
smiðjunni en það stendur ekki til
að flytja verksmiðjuna."
Greiða niður skuldir
Þórarinn sagðist ekki geta spáð
fyrir um framgang þessa máls, en
hann minnti á að meira að segja
Alþýðuflokkurinn hafi kúvent í
málinu, kratar hafi aldrei viljað
heyra á það minnst að selja UA-
bréfin, þeir hafi talið sig standa
vörð um fyrirtækið. „Þeir eru
komnir á allt aðra skoðun,“ sagði
Þórarinn.
- En til hvers telur Þórarinn að
beri að verja þeim fjármunum sem
myndu fást við sölu ÚA-bréf-
anna?
„í fyrsta lagi að borga niður
skuldir Framkvæmdasjóðs Akur-
eyrarbæjar. í öðm lagi að borga
niður skuldir Akureyrarbæjar og
ég teldi koma til greina að lækka
skuldir Hitaveitu Akureyrar, sem
aftur myndi leiða til lækkunar á
hitaveitugjöldum bæjarbúa. Síðan
geta menn velt fyrir sér hvort til
greina komi að stofna sjóð til að
styrkja uppbyggingu nýrra fyrir-
tækja. En fyrsta boðorð er að
borga niður skuldir þannig að við
höfum meiri fjármuni til fram-
kvæmda í þágu bæjarbúa," sagði
Þórarinn B. Jónsson. óþh
Hagsmunir allra aö bærinn
selji hlut sinn í ÚA
- segir Guðmundur Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins
„Það hefur ekki verið tekin nein
ákvörðun um söluna. Það var
bókað við samþykkt fjárhags-
áætlunar bæjarsjóðs í desember
að meirihlutinn ætlaði að selja
hlutabréf í eigu bæjarins og
áætlun framkvæmdasjóðs end-
urspeglar bara þá bókum. Síðan
á eftir að vinna málið sjálft,“
sagði Guðmundur Stefánsson,
bæjarfulltrúi Framsóknarflokks
og formaður atvinnumálanefnd-
ar. Af þessu leiðir að ekki hefur
verið mótuð stefna um hvernig
verður staðið að sölu hlutabréf-
anna í Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, lang stærstu eigninni og
þ.a.l. þeirri sem flestir horfa til.
Guðmundur segir það sína
skoðun að það sé öllum aðilum
fyrir bestu að bærinn selji öll sín
hlutabréf í ÚA. „Mér finnst vera
þrír aðilar sem á að horfa á í þessu
máli. Það er Akureyrarbær sem er
eigandi rúmlega 50% hlutabréfa,
félagið sjálft og síðan þeir aðrir
hluthafar sem eiga tæp 50%. Ef
við lítum á hagsmuni þessara
þriggja aðila þá sýnist mér allt
mæla með því að bréfin verði
\
Þorrabingó
Stórglæsilegt þorrabingó verður
haldið næstkomandi fimmtudag
8. febrúar 1996 á Góða Dátanum.
Byrjað að spila kl. 20.30.
í boði er fjöldi stórglæsilegra vinninga, þar á meðal
leikhúsferð, matarkarfa frá Nettó, vel útilátinn sjáv-
arréttapakki, mánaðarkort frá Stúdíó Púls og síðast
en ekki síst Evrópuferð með Flugleiðum.
í leikhléi mæta leikarar úr Leikfélagi Akureyrar
með atriði úr Sporvagninum. Einnig verður Stebbi
með bráðfyndið standandi grín.
Spjaldið kostar aðeins 300 krónur.
Látið þetta tækifæri ykknr ekki úrgreipum
ganga og mætið á Bingó á fimmtudagskvöldið.
Sjávarútvegsfræðinemar H.A.
X
/
seld. Með því vinnst að bærinn
losar mikla fjármuni sem ég held
að hann geti haft mun meiri arð
af, jafnvel þó hann myndi bara
borga upp skuldir sínar.
Það skiptir hins vegar
einhverju máli hverjir kaupa og
okkur er áfram mjög annt um ÚA.
Þess vegna er mikilvægt að það
komi inn í félagið aðilar sem geta
fært því eitthvað meira en bara
fjármagn. Þeir komi líka með
þekkingu í útgerð og fiskvinnslu.
Þannig held ég að félagið standi
sterkara en áður og þá ættu hluta-
bréf þeirra hluthafa sem nú eiga
minnihluta a.m.k. að halda verð-
gildi sínu. Sterkara fyrirtæki er
einnig hagsmunir þeirra sem þar
vinna og þar með bæjarfélagsins
alls,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði menn ekki horfa til
þess að selja einum aðila öll bréf
bæjarins, sem þar með yrði meiri-
hlutaeigandi. Slíkt sé þó ekki úti-
lokað. Því hefur verið haldið fram
að þannig fengist talsvert meira
fyrir bréfinn og Guðmundur sagði
þama togast á peningalega hags-
muni bæjarins og ábyrgð hans
gagnvart öðrum hluthöfum. „En
félagið er almenningshlutafélag
og ég held að það sé ekki eðlilegt
að einn aðili geti haft svo mikil
áhrif að hann ráði lögum og lof-
um. En eðli málsins samkvæmt
yrði það auðvitað sama og nú er
þegar bærinn er með hreinan
meirihluta."
Varðandi samkomulag Sölu-
miðstöðvar Hraðfrystihúsanna og
Akureyrarbæjar um afurðavið-
skiptin á síðasta ári þegar SH
flutti m.a. hluta af sinni starfsemi
norður, sagðist Guðmundur ekki
telja að sala Akureyrarbæjar á sín-
um hlut í ÚA hefði einhver áhrif á
þau mál. „Ef það var vilji félags-
ins í fyrra að vera áfram í SH þá
sé ég ekki að það þurfi að breytast
og ekkert slíkt sem liggur á bak
við okkar vilja til að selja hluta-
bréfin. í fyrra snérist málið um að
fá höfu.ðstöðvar ÍS en það er úr
sögunni. Ef Sölumiðstöðin stend-
ur sig vel í sölu afurðanna, sem ég
hef enga ástæðu til að halda að
hún geri ekki, sé ég ekki að breyt-
ing ætti að verða á þeim málum
þó bærinn selji hlut sinn í ÚA,“
sagði Guðmundur. HA
ÚA verði áfram í eigu Akureyringa
- er skoðun Sverris Leóssonar, fyrrv. stjórnarformanns ÚA
Sverrir Leósson, fyrrverandi
stjórnarformaður Útgerðarfélags
Akureyringa hf., segist undrast
að sjálfstæðismenn séu nú til-
búnir að selja hæstbjóðanda
hlutabréf Akureyrarbæjar í ÚA.
Svo hafí ekki verið þegar hluta-
bréf Akureyrarbæjar í Krossa-
nesverksmiðjunni voru seld.
„Sjálfstæðismenn meina ekkert
með þessu, það er mitt mat. Þeir
eru í pólitískum leik,“ sagði
Sverrir. „Ég segi það hiklaust að
KEA á að kaupa þessi bréf. í mín-
um huga kemur ekki til greina að
þessi bréf Akureyrarbæjar í ÚA
fari úr bænum. Það er frumskil-
yrði og forgangskrafa að hluta-
bréfin verði áfram í eigu aðila á
Akureyri. Þetta mál snýst ekki um
krónur og aura, að fá sem mest
fyrir bréfin í upphafi. Málið snýst
um það að Útgerðarfélag Akur-
eyringa hf. sé í eigu Akureyringa
og við höfum tryggingu fyrir því
að félagið verði í rekstri hér á Ak-
ureyri. Fyrirtæki hafa verið að
flytjast á milli landshluta og það
má ekki gerast með Útgerðarfélag
Akureyringa hf.,“ sagði Sverrir.
Landvinnslan hefur gengið illa
að undanfömu og þar er ÚA engin
undantekning. Sverrir segir að það
hafi ætíð verið svo í sjávarútveg-
inum að einn þáttur hans gangi
illa. „Núna gengur rækjan vel og
sömuleiðis sjófrystingin, loðnan
og sfldin. Stórfyrirtæki eins og Út-
gerðarfélag Akureyringa hf. þarf
að vera með fætumar alls staðar
og tryggja þegar einn rekstrarþátt-
ur gengur illa að aðrir rekstrar-
þættir haldi vinnslunni uppi. Þó ég
viti að landvinnslan eigi í erfið-
leikum í augnablikinu, þá hef ég
ekki svo sterkan beyg af því til
lengri tíma litið og ég tel enga
ástæðu til þess að hafa af því
verulegar áhyggjur," sagði Sverrir
Leósson. óþh