Dagur - 08.02.1996, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 8. febrúar 1996
MINNIN6
Olöf Aðalheiður Friðriksdóttir
fæddist 7. nóvember 1914 á
Selabóli í Önundarfirði og lést
23. janúar 1996 á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. For-
eldrar hennar voru hjónin Frið-
rik Guðmundsson, bóndi og
smiður á Selabóli, Breiðadal og
síðar Flateyri, f. 3. nóv. 1875, d.
29. mars 1960 og Guðbjörg
Guðmundsdóttir frá Súganda-
firði, f. 15. apríl 1880, d. 3. júlí
1960. Þau áttu 13 börn og var
Ólöf níunda í röðinni. Hin voru:
Stefán, Ólöf (lést í bernsku),
Torfi, Guðmundur Einar, Sig-
rún, Una, María, Össur, Jón,
Oddur, Magnús og Björgvin.
Þau eru nú öll látin nema Una
sem býr á Flateyri. Ólöf giftist
6. júlí 1940 Aðalsteini Einars-
syni, síðar aðalgjaldkera Kaup-
félags Eyfirðinga á Akureyri.
Hann var fæddur 2. maí 1906 á
Eyrarlandi og Iést á Akureyri 8.
maí 1985. Foreldrar hans voru
Einar Arnason, bóndi, alþingis-
maður og ráðherra á Eyrar-
landi, og kona hans Margrét
Eiríksdóttir.
Börn Ólafar og Aðalsteins
eru: 1) Einar tæknifræðingur, f.
1941, fyrri kona hans var Halla
Ólafsdóttir, eiga þau tvo börn
og tvö barnabörn, þau skildu.
Síðari kona Einars er Anna S.
Björnsdóttir, eiga þau tvö börn
auk þess sem Anna á tvö börn
frá fyrra hjónabandi og tvö
barnabörn. 2) Erlingur Friðrik
tæknifræðingur, f. 1946, kvænt-
ur Láru Maríu EUingsen, þau
eiga tvo börn. 3) Margrét hjúkr-
unarfræðingur, f. 1946, gift
Matthíasi Matthíassyni, þau
eiga tvö börn. 4) Gunnar Víðir
smiður, f. 1947, d. 1977. 5) Gylfi
hagfræðingur, f. 1950, kvæntur
Nönnu Kristínu Christiansen,
eiga þau þrjú börn en eitt þeirra
er látið. Einnig á Gylfi dóttur úr
fyrri sambúð með Sigrúnu
Proppé.
Olöf ólst upp í Önundarfirði,
fyrst hjá foreldrum sínum en
þegar móðir hennar veiktist af
spænsku veikinni var hún send
á fimmta aldursári í fóstur til
ættingja. Þar var hún til tíu ára
aldurs en fór þá til foreldra
sinna á Flateyri. Ólöf lauk námi
við Hjúkrunarskóla Islands vor-
ið 1939 og starfaði þá hálft ár
við Kleppspítalann og veturinn
1939-40 við Sjúkrahúsið á ísa-
firði þar til hún fiutti til Akur-
eyrar og hóf hjúskap með Aðal-
steini. Þau reistu sér hús við
Helgamagrastræti 24 og bjuggu
þar frá árinu 1949. Árin 1956 til
1962 starfaði hún við Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri,
vann síðan við skólahjúkrun í
Barnaskóla Akureyrar árin
1962-1964 er hún tók við starfi
hjá Heilsuverndarstöð Akureyr-
ar við ungbarnaeftirlit. Við það
vann hún þar til hún fór á eftir-
laun í okt. 1980.
Meðfram hjúkrunarstörfum
annaðist hún heimilis- og upp-
eldisstörf og tók vikan þátt í fé-
lagsstarfi. Olöf var félagi í Guð-
spekifélagi Islands í um 50 ár,
einnig starfaði hún í marga ára-
tugi með Sam-frímúrararegl-
unni og í Stúkunni Brynju á Ak-
ureyri, en þar var hún gerð að
heiðursfélaga. Hún var í félags-
skap postulínsmálara og síðustu
árin söng hún með Kór aldr-
aðra.
Ólöf verður verður jarðsung-
in frá Akureyrarkirkju í dag
fimmtudaginn 8. febrúar og
hefst athöfnin kl. 13.30.
Hún amma mín er nú búin að
kveðja þetta líf. Hún kenndi mér
að eftir þetta líf tekur annað til-
verustig við og því er ég sannfærð
um að nú líður henni vel og að við
munum um síðir hittast aftur. Hún
kveður viðburðaríkt líf, líklega
hefur engin kynslóð fengið að
upplifa aðrar eins umbyltingar í
lífsháttum og hennar. Ég er full af
söknuði vegna þess að hún var
sterkur persónuleiki sem hafði
mikil áhrif á alla sem í kringum
hana voru. Hún var líka vön að
segja að sterkasta fólkið kæmi frá
Vestfjörðum, þar sem rætur henn-
ar liggja og hún var svo stolt af.
Hana einkenndi mikil þörf fyrir
sjálfstæði, sem m.a. lýsti sér í því
að hún braust áfram til náms í
hjúkrun áður en hún gifti sig. Það
var hennar trygging fyrir því að
geta alltaf staðið á eigin fótum í
lífsins ólgusjó. Ég man þegar ég
var lítil hvað það var alltaf gaman
að fara norður í heimsókn í Helga-
magrastrætið og heimsækja ömmu
og afa. Þar var ávallt margt um
manninn því fjölskyldan safnaðist
alltaf saman norður á Akureyri á
sumrin. í minningunni er því hús-
ið í Helgamagrastrætinu fullt af
fólki og þar vorum við frændsyst-
kinin að leika okkur inni eða úti í
garðinum hennar ömmu þegar
veðrið var gott. Amma ræktaði
svo falleg blóm í garðinum og á
sumrin þegar jurtimar voru í
blóma var garðurinn svo fallegur.
Ég man sérstaklega eftir rósunum,
en amma var mjög natin við rækt-
un þeirra. Á haustin þegar kominn
var tími til að taka upp matjurtirn-
ar fengum við bamabörnin rabar-
bara sem við dýfðum ofan í sykur
til að smjatta á.
I garðinum framan við húsið er
klettur. Þar vorum við barnabörnin
vön að klifra í óþökk foreldra okk-
ar. Amma var sannfærð um að í
þessum kletti byggju álfar enda
hefur þeim alveg áreiðanlega liðið
vel í návist hennar. Amma var Iíka
afar listræn kona og hún átti mörg
áhugamál. Ég hef fáum manneskj-
um kynnst sem hafa verið eins
orkumiklar og framkvæmdasamar
og hún amma. Hún prjónaði lopa-
peysur á okkur öll barnabömin og
mér er minnisstætt þegar ég fór
aftur til Svíþjóðar eitt haustið hve
sænsk vinkona mín öfundaði mig
af lopapeysunni sem amma hafði
prjónað á mig um sumarið. Henni
var fleira til lista lagt. Hún málaði
líka á postulín og við bömin,
bamabömin og bamabarnabömin
höfum öll fengið postulín sem hún
hefur málað. Ég á enn diskinn með
myndinni af Dísu ljósálfi sem ég
fékk í afmælisgjöf þegar ég var lít-
il. Hún iðkaði þetta áhugamál sitt
alveg til hins síðasta og mér þykir
því alveg óskaplega vænt um ket-
ilinn sem hún málaði óstyrkri
hendi og gaf mér í jólagjöf um síð-
ustu jól. Ketillinn var sennilega
eitt síðasta sem hún málaði, en það
eru þessir hlutir, sem hún skapaði
til að gleðja aðra, sem eru nú eftir
þegar hún er farin.
Hún amma var líka afar smekk-
leg kona. Hún var ávallt glæsileg
og hafði ánægju af því að klæðast
fallegum fötum. Hún átti líka mik-
ið af fallegum skartgripum en sá
eftirminnilegasti er gullmenið sem
hún bar alltaf um hálsinn með
tákni Guðspekifélagsins og hring-
rásar lífsins. Amma kveikti áhuga
minn á andlegum málefnum strax
þegar ég var lítil stúlka. Við áttum
löng samtöl um lífið, tilgang þess
og leiðir. Hin kristnu siðgæðisvið-
horf og trú var sterkur þáttur í lífi
hennar og uppeldi bamanna en
þetta óf hún með hugmyndafræði
guðspekinnar og elsti sonur henn-
ar, Einar, er nú forseti Guðspeki-
félags íslands. Það má að vissu
leyti segja að amma hafi verið
langt á undan sinni samtíð því
sem ung kona fór hún að hafa
mikinn áhuga á andlegum málum.
En hugrækt og karma, auk skyld-
leika sálanna voru hlutir sem hún
hóf að kynna sér fyrir hálfri öld og
hafði hún tileinkað sér mikinn
fróðleik á því sviði. Hin sterka
sannfæring hennar hjálpaði henni
mikið þegar Gunnar sonur hennar
dó aðeins þrítugur að aldri af slys-
förum. Hún amma var virk í Guð-
spekifélagi íslands auk þess sem
hún var félagi í Sam-frímúrara-
reglunni og Stúkunni Brynju.
Amma varð grænmetisæta fyrir
mörgum áratugum og ég hef oft
velt því fyrir mér hversu erfitt það
hlýtur að hafa verið að borða
aldrei kjöt né fisk þegar fáar
grænmetistegundir voru á boð-
stólnum á Islandi. Þrátt fyrir þetta
eldaði hún alveg hreint dásamleg-
an mat handa okkur hinum og
fiskibollurnar hennar ömmu eru
frægar í fjölskyldunni. Við bama-
bömin bárum alla tíð virðingu fyr-
ir hugleiðsluherberginu hennar
ömmu, en þangað hvarf hún ávallt
stund úr degi til að hugleiða. Þá
vissum við að ekki mátti trufla. 1
seinni tíð þegar ég hef farið norð-
ur og búið hjá ömmu hef ég feng-
Ingibjörg Magnúsdóttir
Fædd 21. október 1950 - Dáin 30. janúar 1996
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Ingibjörgu Magnús-
dóttur og starfa með henni í næst-
um heilan áratug. Hún var einstök
kona og bæði einlægari og hjarta-
hlýrri en fólk er flest. Svo var hún
alltaf svo sérlega jákvæð og bjart-
sýn og lífsglöð að þeir sem kring-
um hana voru hlutu að njóta þess
ríkulega. Ingibjörg var að auki
ákaflega duglegur og traustur
starfsmaður og alltaf boðin og bú-
in að ganga erinda blaðsins síns,
hvemig sem á stóð hjá henni
sjálfri. Slfkur starfsmaður er fjár-
sjóður hverju fyrirtæki.
En skyndilega er Ingibjörg
okkar horfin af sjónarsviðinu. Við
sem eftir sitjum erum snauðari en
orð fá lýst. Ég vil að skilnaði færa
Ingibjörgu hjartans þakkir fyrir
samfylgdina og vona að sú kveðja
berist henni eftir þeim leiðum sem
ekkert okkar þekkir. Þorbirni, son-
unum þremur, sonardótturinni
Ingibjörgu og öðrum aðstandend-
um færi ég hugheilar samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð styrkja
ykkur og styðja í sorginni.
Fyrir hönd fyrrum vinnufélaga
á Degi,
Bragi V. Bergmann.
ið að sofa í þessu herbergi og þar
líður mér ávallt mjög vel, það er
greinilega góður andi sem hefur
skapast eftir áratuga hugleiðslu og
jákvætt hugarfar þar inni. Það var
þegar amma kom suður til að
sækja fundi í margvíslegu félags-
starfi sem hún bjó oft hjá okkur
pabba, Nönnu og litlu systkinum
mínum. Þá spjölluðum við oft
saman um táknfræði og drauma
og hún hafði alltaf margt að segja
um Jrau mál.
Ég sá hana í síðasta sinn í fyrra
vor heima hjá pabba og Nönnu.
Þar áttum við saman ánægjulegan
dag, amma, bömin, bamabömin,
bamabamabömin og tengdafólk.
Einn sonarsonur hennar, hann
Addi sem er menntaður ópem-
söngvari frá Bandaríkjunum kom
ásamt japanskri konu sinni yfir
hafið og söng fyrir okkur fjöl-
skylduna við undirleik píanóleik-
ara. Þetta var afar hátíðleg stund
sem ég mun seint gleyma. Þessi
fallegi vordagur var sá síðasti sem
við hittumst öll saman á meðan
amma var á lífi. Það var við hæfi
að hlusta á fallegan óperusöng
þennan eftirminnilega dag vegna
þess hve amma sjálf var mikill
fagurkeri. Tónlistin var hluti af
fjölskyldulífinu og fengu öll böm-
in hennar og afa að læra á hljóð-
færi í bernsku. Sjálf var hún síð-
ustu árin í Kór aldraðra. Ég man
að hún amma var orðin ósköp lúin
í lok dagsins, enda átti hún ekki
lengur til það þrek sem hafði ein-
kennt hana alla tíð. Hún hafði átt
við veikindi að stríða um all nokk-
urt skeið og undanfama mánuði
vissum við öll að hún amma gæti
kvatt þetta líf hvenær sem væri.
Eftir að afi dó árið 1985 bjó hún
ein í Helgamagrastrætinu. Eg fann
að fráfall hans fékk á hana þó hún
bæri sig alltaf vel, því þau voru
svo góðir félagar síðustu árin eftir
að börnin fluttu að heiman. Þá var
gott til þess að vita að Erlingur
sonur hennar og fjölskylda hans
voru á Akureyri og alltaf var hægt
að treysta því að þau litu til með
henni. Síðustu mánuðina dvaldi
hún í öryggi heima hjá þeim í Þór-
unnarstrætinu og var búin að
koma sér vel fyrir með hluta af
búslóð sinni. Það leið ekki sá dag-
ur að Margrét dóttir hennar
hringdi ekki til að spjalla við hana
og var hún alltaf fljót að fara til
Akureyrar ef eitthvað bjátaði á hjá
mömmu hennar. Undir það síðasta
var sérhver dagur í raun gjöf en
hún amma var vel undirbúin undir
brottförina. Það er skrýtið að
hugsa til þess að daginn áður en
ég hélt aftur til náms í Englandi
eftir jólin var síðasta skiptið sem
fékk að tala við hana ömmu. Það
var þungbært að fá þær fréttir úl
að nú væri hún farin. Það er trú
mín að nú sé hún amma á góðum
stað þar sem henni líður vel. Ég
kveð þig amma með söknuði og
þakklæti fyrir allt sem þú hefur
gefið í þessu lífi. Samúðarkveðjur
sendi ég allri fjölskyldunni.
Elfa Ýr Gylfadóttir.
Mín kæra vinkona, Ólöf, er látin.
Ég sakna hennar mjög og veit að
ég mun sakna hennar um ókomin
ár. Hún var einstök kona, óvenju
einlæg og heil í hugsun og athöfn
og til hennar var alltaf hægt að
leita ráða varðandi ýmis vandamál
því að hún var afar réttsýn og átti
mikið innsæi og visku til að bera.
Ólöf var andlega leitandi alla
tíð og gerðist ung félagi í Guð-
spekifélagi íslands. Hún var virk-
ur félagi í Akureyrardeildinni um
áratuga skeið, var gjaldkeri félags-
ins til fjölda ára en annaðist einnig
bókasafn þess. Jafnframt þýddi
hún og flutti mörg erindi og fyrir-
lestra á fundum hjá félaginu, um
ýmis andleg efni eftir þekkta fyrir-
lesara og rithöfunda og auðgaði
þannig starfsemi félagsins svo um
munaði.
Ég kynntist Ólöfu fyrst þegar
ég flutti til Akureyrar árið 1972
og byrjaði að sækja fundi félags-
ins hér. Ég tók strax eftir hversu
heilsteyptur persónuleiki hún var
og að hún bjó yfir þeirri visku sem
aðeins þroskaðar sálir hafa til að
bera. Margar voru þær orðnar
heimsóknimar heim í fallegu stof-
una hennar þar sem hún bauð upp
á kaffi og heimabakaðar kræsing-
ar. Þama sátum við og gleymdum
okkur oft klukkutímum saman í
samræðum um andleg málefni,
ræddum hugsjónir, guðspekileg
viðhorf og margs konar reynslu,
bæði okkar eigin og annarra. Þess-
ar stundir urðu mér dýrmætar og
munu verða mér andlegt veganesti
um ókomin ár.
Ég vil þakka þér, kæra Ólöf,
fyrir allt þitt mikla og dýrmæta
framlag til Guðspekifélagsins, fyr-
ir vináttu þína og heilindi. Ég veit
að þú ert nú komin inn á þau svið
sem við minntumst svo oft á og þú
hlakkaðir til að heimsækja í fyll-
ingu tímans.
Fyrir hönd félaganna í Guð-
spekifélaginu hér á Akureyri vil
ég einnig senda þér hjartans
kveðjur og þakkir fyrir störf þín.
Þín vinkona,
Esther Vagnsdóttir.
Kveðja frá templurum
á Akureyri
Ólöf gekk til liðs við Góðtempl-
araregluna árið 1968 og varð þá
félagi í stúkunni Brynju nr. 99.
Hún tók virkan þátt í starfi templ-
ara hér í bæ og var ætíð reiðubúin
að vinna að framgangi bindindis-
mála sem og öðrum málum sem
tengjast reglunni. Lengst af var
Ólöf dróttseti og í yfir 20 ár sá
hún um að undirbúa salinn okkar
fyrir fundi. Síðustu ár gegndi hún
þó embætti Varatemplars í
Brynju.
Um skeið sat Ólöf í stjóm fyr-
irtækja IOGT á Akureyri ásamt
Friðbjamarhúsnefnd, sem sá um
húsið og að halda því opnu á
sunnudögum í júlí og ágúst. Buðu
reglusystur gestum sínum sem
komu til að skoða minjasafn
templara og fræðast um regluna
oftar en ekki ókeypis kaffi og
meðlæti. Ólöf hafði öll stig regl-
unnar og sat mörg Stórstúkuþing.
Hún var heiðursfélagi í st. Brynju
nr. 99.
Fyrir allt þetta þökkum við
templarar henni góða samfylgd og
allt það sem hún gerði fyrir regl-
una okkar.
Sjáframtíðarvonirnar vekja’ okkar dug,
á varðbergi trúir að standa!
Og brosandi geislarnir benda’ okkar Inig
til bjartari hugsjónalanda.
Þar stýrir sáfundi, er stóð oss við hlið
ístaiftnu, ríkari' og máttugri en við!
(Guðm. Guðmundsson)
Enn er stórt skarð höggvið í okkar
fámenna félagsskap, sem við köll-
uðum postulínsmálningaklúbbinn.