Dagur - 17.02.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR
Laugardagur 17. febrúar 1996 - DAGUR - 3
Viðræðunefnd Vestur-Húnvetninga um skólaskrifstofu gefinn mánaðarfrestur:
Möguleikar á að Vestur-Húnvetningar
standi einir að skólaskrifstofu
Yestur-Húnvetningar og Skag-
firðingar funduðu í fyrri viku
um framtíðarskipan skólaskrif-
stofu í Norðurlandskjördæmi
vestra og var samþykkt að
reyna enn frekar að finna ein-
hvern samkomulagsgrundvöll
á grundvelli tillögu Ingibergs
Guðmundssonar, skólastjóra á
Skagaströnd, sem leggur til að
stofnuð verði skólamálaskrif-
stofa og forstöðumaður hennar
hafi umsjón með og beri
ábyrgð á rekstri hennar. í til-
lögu stjórnar Sambands sveit-
arfélaga á Norðurlandi vestra,
SSNV, er lagt til að starf skóla-
fulltrúa heyri undir stjórn
SSNV og framkvæmdastjóra
þess.
Bjöm Sigurbjömsson, skóla-
stjóri á Sauðárkróki, segir mikinn
áhuga fyrir því að ná samkomu-
lagi á áðumefndum gmnni en
Siglfirðingar hafi ákveðið að
samþykkja tillögu stjómar SSNV
og séu því ekki með í þessum
viðræðum lengur. Bjöm segir þá
skoðun ríkjandi meðal Skagfirð-
inga að sem fyrst þurfi að fá nið-
urstöðu í málinu og reynt verði
að koma á fundi í næstu viku.
Bjöm segir að sú skoðun eigi
einnig fylgi að réttast væri að
Skagfirðingar stæðu einir að
skólaskrifstofu og þær raddir hafi
einnig heyrst í Vestur-Húna-
vatnsssýslu. Ef það yrði niður-
staða mála, yrði Austur-Húnvetn-
ingar einnig að standa einir að
sinni skólaskrifstofu og skrifstof-
umar þá fjórar í kjördæminu með
eða án sameiginlegrar, faglegrar
yfirstjómar.
Guðmundur Guðmundsson,
sveitarstjóri á Hvammstanga,
sem sæti á í Héraðsnefnd Vestur-
Húnvetninga, segir að Skagfirð-
ingar hafi verið að leita eftir við-
brögðum Vestur-Húnvetninga
við tillögu Ingibergs, þ.e. hvort
hægt sé að ná samkomulagi um
fyrirkomulag þessara mála.
„Síðastliðinn þriðjudaginn var
sameiginlegur fundur með for-
svarsmönnum sveitarstjórna í
Vestur-Húnavatnssýslu um hvort
samstaða næðist um einhverjar
leiðir og þá hverjar. í fyrsta lagi
var rætt um eitt byggðasamlag
um skólaskrifstofu, sem tæki til
Skagafjarðar og beggja Húna-
vatnssýslanna og í öðru lagi að
stofnað yrði byggðasamlag með
skrifstofum í Skagafirði og
Húnavatnssýslum og í þriðja lagi
var rætt hvort ástæða væri til
þess að Vestur-Húnvetningar
leystu þetta mál á eigin spýtur.
Allar hugmyndimar áttu tals-
menn á fundinum og sú síðasta
fleiri en ég bjóst við.
Samþykkt var samhljóða að
taka þátt í frekari viðræðum við
fulltrúa frá Austur-Húnvatns-
sýslu og/eða Skagafirði um
stofnun byggðasamlags um þau
verkefni sem heyrt hafa undir
Fræðsluskrifstofu Norðurlands
vestra. Fundurinn kaus þriggja
manna nefnd til viðræðnanna og
verða verkefni hennar að gera
drög að rekstrarsamningi ef sam-
komulag næst með fyrirvara um
staðfestingu sveitarstjóma. Náist
ekki niðurstaða á þessu gmnni
innan eins mánaðar er nefndinni
falið að móta fyrirkomulag fram-
angreindar þjónustu innan Vest-
ur-Húnavatnssýslu,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson, sveitar-
stjóri á Hvammstanga.
Guðmundur sagði að tíminn
væri að renna mönnum úr greip-
um og því kynnni síðasti kostur-
inn að verða upp á borðinu innan
tíðar samhliða hinum tveimur.
GG
Bátar Langaness hf. á Húsavík komnir meö 7 þúsund tonna ioðnuafla:
Loönufrysting hjá SÚA á Seyð-
isfiröi nemur um 500 tonnum
Fjöregg hættir
kjúklinga-
framleiðslu
Samkomulag hefur náðst milli
Ármanns Gunnarssonar, dýra-
læknis, og forsvarsmanna
kjúklingabúsins Fjöreggs á
Svalbarðsströnd um að kjúkl-
ingaframleiðslu verði hætt á
búinu að sinni, en áfram verða
framleidd egg á markað.
Ármann segir að ekki hafi
tekist að uppræta salmonelluna
og enn sé til staðar smitmengun
á búinu. Búið hefur m.a. verið
skoðað af embætti yfirdýralækn-
is og sérfræðingi þess í alifugla-
ræktun.
„Framleiðslan var samkvæmt
leyfi yfirdýralæknis og með
mínu samþykki var leyft að
senda hitaða kjúklinga á markað-
inn en enga hráa kjúklinga. Hér
er aðeins um salmonellusýkingu
í kjúklingum að ræða, fullorðni
fuglinn hefur reynst ósýktur. Þau
sýni sem tekin hafa verið af
eggjunum hafa verið hrein,“
sagði Ármann Gunnarsson.
Heilbrigðisfulltrúi hefur að
undanfömu fylgst náið með
framleiðsluvörum Fjöreggs. GG
Sæunn Axelsdóttir:
Vænti afsökun-
arbeiðni frá
bæjarstjóra
Sæunn Axelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sæunnar Axels
hf. í Ólafsfirði, segist undrast
þau ummæli Hálfdáns Krist-
jánssonar, bæjarstjóra í Ólafs-
firði, í Degi á dögunum að
fréttir af flutningi starfa frá
Sæunni Axels hf. í Ólafsfirði
suður til Reykjavíkur séu stór-
lega ýktar.
Sæunn segir að með þessum
orðum sé bæjarstjóri að segja
hana Ijúga opinberlega og því
kunni hún afar illa. Sæunn skor-
ar á Hálfdán Kristjánsson að
biðja sig opinberlega afsökunar á
þessurn ummælum.
Sæunn segir að staðreyndimir
tali sínu máli. Flutt hafi verið um
tíu störf frá Ólafsfirði til Reykja-
víkur. Saltfiskverkun í nafni Sæ-
unnar Axels hf. sé nú hafin syðra
og gangi samkvæmt áætlun. Sæ-
unn segir að norður í Ólafsfirði
séu eftir álta störf við þurrfisk-
verkun, það geti bæjarstjórinn í
Ólafsfirði fengið staðfest með
því að kynna sér vinnsluna. óþh
Mokveiði heldur áfram á loðnu-
miðunum og færist veiðisvæðið
stöðugt vestar, var í gær við
Hrollaugseyjar og loðnan á
stöðugri ferð í vesturátt, eða allt
að eina mílu á klukkustund.
Landað er allt frá Akranesi og
austur um til Raufarhafnar.
Björg Jónsdóttir II ÞH landaði í
gær 530 tonnum á Raufarhöfn en
þáturinn er kominn með 2.340
tonn á þessu ári af um 7.000 tonna
heildarkvóta, sem að hluta til er
leigður. Nafn hans féll niður þegar
getið var um heildarkvóta loðnu-
báta nýverið.
Kona varð fyrir bíl í gærmorg-
un klukkan 7.30 á mótum Eyr-
arlandsvegar og Hrafnagils-
strætis. Farið var með konuna á
slysadeild en meiðsl hennar eru
minniháttar.
Slysið varð með þeim hætti að
Björg Jónsdóttir II verður á
loðnuveiðum til loka marsmánað-
ar, en þá verður báturinn afhentur
nýjum eigenda, G. Ben hf. á Ár-
skógsströnd. í stað þess fær
Langanes hf., útgerð Bjargar Jóns-
dóttur II, Höfðavík frá Akranesi.
Björg Jónsdóttir ÞH landaði
600 tonnum á Reyðafirði í gær og
hefur veitt um 4.500 tonn það sem
af er árinu en alls um 8.300 tonn á
allri loðnuvertíðinni frá því í
ágústmánuði 1995.
Frystiskip sem flokka loðnu
um borð sem og frystitogarar
fylgja flotanum eftir og frysta
bfll, sem var á leið niður Eyrar-
landsveg, rann til í hálku og lenti
á vegfaranda sem var að ganga
suður Eyrarlandsveginn. Konan
kastaðist fram af götunni en eins
og áður sagði meiddist hún ekki
alvarlega. AI
flokkaða kvenloðnu um borð en
hrognafylling hennar er nú orðin
nægjanaleg fyrir Japansmarkað.
Hjá SÚA, fyrirtæki Útgerðarfé-
lags Akureyringa hf. á Seyðisfirði,
hafa verið fryst um 500 tonn af
loðnu, sem fæst flokkuð frá verk-
smiðju SR-mjöls hf. á Seyðisfirði.
SÚA tók á leigu frystihús Norður-
sfldar á Seyðisfirði og starfa þar
20 menn frá ÚA á Akureyri auk 8
Seyðfirðinga. GG
Aðalfundur
Ferðamálafélags
atfarfiar Eyjafjarðar
verður haldinn á Fiðlaranum á Akureyri laugar-
daginn 24. febrúar nk. og hefst kl. 14.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar.
Fulltrúar Upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri mæta á
fundinn og rætt verður um tengsl félagsins og Upplýsinga-
miðstöðvarinnar.
Félagsmenn og hagsniunaaðilar eru hvattir til að nueta á
fundinn.
Nýir félagsmenn velkomnir, en fundurinn er öllum
opinn.
Stjórnin.
BKEMMTISTAQUR
Stephan Hilmarz
og milljónamæringarnir
Laugardagskvold
Stuðboltarnir úr Eyjum
Papar
í góftum sköpum
Fritt inn
Opið á milli Dáta og Sjalla
Kjallari
Laugardagskvöld
Bylting
Akureyri:
Kona fyrir bil