Dagur - 17.02.1996, Qupperneq 5
Laugardagur 17. febrúar 1996 - DAGUR - 5
Sú var tíðin að mörg gömlu hús-
anna í Hafnarstræti og Aðal-
stræti á Akureyri voru talin
bæjarhneyksli og engum til
sóma. Viðhorfin hafa breyst á
síðustu árum, mörg húsanna
hafa verið gerð upp, og flestir
eru sammála um að gömlu hús-
in gefí bænum mikið gildi. í
Hafnarstræti, rétt innan við
Bautann, hafa staðið yfir tölu-
verðar framkvæmdir undanfar-
ið og meðal þeirra húsa sem
verið er að gera upp eru Hafn-
arstræði 88 og 86. Ingibjörg
Tryggvadóttir er einn eiganda
hússins númer 88 og sonur
hennar, Hannes Hartmannsson,
er meðal eigenda Hafnarstrætis
86. Blaðamaður Dags brá sér í
heimsókn í Hafnarstrætið og
spjallaði við þau mæðgin um
endurbæturnar.
Rúmir þrír áratugir eru liðnir
síðan Ingibjörg flutti í Hafnar-
stræti 88. Hún og maður hennar,
Hartmann Eymundsson, eiga aðra
íbúðina í risinu og einnig íbúðina
fyrir neðan á 2. hæð. Fyrir tíu ár-
um var stofnaður hússjóður til að
standa straum af kostnaði við end-
urbætur og taka allir eigendumir
þátt í þessum kostnaði. Ingibjörg
segir að það hafi gert fram-
kvæmdir erfiðar ekki síst þar sem
eignarhlutimir hafa gengið kaup-
um og sölum síðustu árin en nú
virðast þó allir eigendur vera sam-
mála um að halda endurbótunum
áfram og hún því bjartsýn á fram-
haldið.
Um er að ræða endurbætur
utanhúss og fela þær m.a. í sér að
allt jám verður rifið utan af húsinu
og síðan þarf að gera við
skemmdir sem eru undir. Skipta
þarf um alla glugga og setja nýja í
upphaflegri mynd og einnig hafa
verið settar nýjar hurðir. Þegar er
búið að gera þakið upp og norður-
stafninn og næsta skref er að gera
suðurgaflinn upp. Ingibjörg segir
kostnað hafa farið langt fram úr
áætlun þar sem í byrjun var talið
að gluggamir væru heilir. Þegar
farið var að nfa jámið af kom hins
vegar í ljós að gluggamir voru
settir innan í gömlu upphaflegu
gluggana, sem voru orðnir graut-
fúnir utan um hina. Það þurfti því
að rífa allt í burtu og smíða nýja
glugga í.
Allur tréskurður er nýr en í
upprunalegri mynd og segir Ingi-
björg tréskurðinn mjög dýran
enda þurfi að handvinna allt og
vinnan sé seinleg. Tveir smiðir
hafa borið hitann og þungann af
endurbótunum við Hafnarstræti
88 og koma reyndar líka við sögu
í viðgerðum á Hafnarstræti 86.
Þetta eru smiðimir Hólmsteinn
Snædal og Sverrir Meldal en þeir
hafa báðir sérhæft sig í að lagfæra
gömul hús.
Sonurinn í næsta húsi
Hannes Hartmannsson, sonur
þeirra hjóna, flutti ekki langt frá
æskuheimilinu því hann býr í
næsta húsi við og á íbúð í risi
hússins númer 86. Hann hefur
greinilega erft áhugann á gömlum
húsum frá móður sinni og þar á
bæ em eigendur langt komnir með
að gefa húsinu nýtt og betra útlit.
Hannes segir endurbætumar á
húsinu sem hann á hlut í hafa ver-
ið með nokkmm öðmm hætti en í
húsinu númer 88 þar sem ekki
hefur þurft að skipta um jám held-
ur hafi gamla jámið verið lagað
og málað upp á nýtt. Framkvæmd-
ir þar em líka lengra á veg komnar
og búið að laga og mála allar hlið-
ar hússins. „Við höfum ekki skipt
um glugga nema í þeim tilvikum
þar sem það þótti nauðsynlegt og
þeir hafa því setið nokkuð á hak-
anum. En við erum búin með þak-
ið og meira stendur til hjá okkur
enda er þetta verkefni sem aldrei
lýkur,“ segir Hannes.
Steinhús köid og líflaus
Endurbætur á gömlum húsum eru
bæði tímafrekar og kostnaðarsam-
ar og því vaknar sú spuming hvers
vegna fólk kjósi frekar að ráðast í
framkvæmdir sem þessar en að
búa í nýlegra húsnæði. Ingibjörg
er hins vegar ekki í vafa um að í
timburhúsi vilji hún búa. „Mér
finnst óþægileg að búa í steinhúsi.
Kannski er skýringin sú að ég átti
heima í torfbæ til tíu ára aldurs
þar sem var timburklædd bað-
stofa. Mér finnast steinhús vera
köld og líflaus og þar er engu
hægt að breyta. Fólk flytur inn í
steinkassa og verður að vera í
honum eins og hann er. í mesta
lagi er hægt að brjóta niður einn
eða tvo veggi. I húsi eins og ég bý
í eru ótal möguleikar og mér
finnst timbrið miklu hlýlegra,“
segir hún.
Hannes tekur undir með móður
sinni og segist kunna betur við sig
í timburhúsi en steinhúsi. „Þau em
hlýlegri og mér finnst þau hafa
ákveðna sál. Viðurinn er meira lif-
andi en steinninn og gefur meiri
möguleika á breytingum.“
Ingibjörg segir að auðvitað sé
misjafn hvemig hús henti fólki og
margir hafi verið mjög hissa þegar
hún flutti í húsið í Hafnarstræti
með þrjú lítil börn, ekki síst í ljósi
þess að maðurinn hennar er múr-
ari. „Þegar ég flutti hingað var
íbúin öll í rúst og mjög slitin. En
ég lét mig nú samt hafa það og hef
verið að gera íbúðina upp í
áhlaupum. Ég vil ekki breyta
svona húsi í eitthvert nýtískuhús-
næði því mér finnst það ekki eiga
við.“
Myndefni fyrir ferðamenn
Það er af sem áður var þegar ekki
Ingibjörg Tryggvadóttir hefur ^
búið í Hafnarstræti 88 í rúma W'
þrjá áratugi og segist ekki geta
hugsað sér að búa í steinhúsi. „Mér
fínnst timbrið miklu hlýlegra,“ segir
hún. Myndir: BG
W Hn ÍBI m ; ,s 7«. .' í. ' i 1
f0/ & - WKMmZ: i &
a Hannes Hartmannsson er einn
eigenda Hafnarstrætis 86. Hús-
ið hefur tekið stakkaskiptum á síð-
ustu árum, búið að mála það og lag-
færa. Meira stendur til enda segir
Hannes að þetta sé verkefni sem
aldrei lýkur.
þótti fínt að búa í gömlu húsi.
Húsin tvö sem Ingibjörg og Hann-
es búa í em aðeins tvö hús af
mörgum í bænum sem verið er að
gera upp eða er þegar búið að gera
upp og Ingibjörg segir að nú sé í
tísku að gera hús upp. „Áður þótti
þetta asnalegt og á tímabili stóð
t.d. til hjá bænum að rífa þetta
hús, en ég hugsa að það séu svona
fjögur ár síðan viðhorfið fór að
breytast gagnvart þessum húsum.“
Húsin í Hafnarstræti eru mið-
svæðis og oft fyrstu húsin sem
ferðamenn berja augum enda Um-
ferðarmiðstöðin til húsa í Önd-
vegi, sem er Hafnarstræti 82.
Hannes segir að eftir að fram-
kvæmdir hófust sé áberandi að
ferðamenn stoppi og taki myndir
af húsinu og Ingibjörg hefur sömu
sögu að segja. „Á sumrin er varla
að ég líti út um glugga án þess að
sjá einhvem með myndavél.“ AI
Hafnarstræti 88
í nóvember 1898 var Bergsteini Bjömssyni veitt leyfí til að gera
uppfyllingu fram í sjó og reisa þar hús og var húsið fullsmíðað árið
1900. Á ámnum 1904-1930 var útibúi íslandsbanda í suðurhluta 1.
hæðar og síðan Útvegsbankinn til 1939. Valdimar Steffensen bjó
lengi í húsinu og hafði þar lækningastofu og í áranna rás hafa þar
verið margar verslanir.
Útlit hússins er í megindráttum lítið breytt frá upphaflegri mynd.
Veggir vom þó í fyrstu klæddir með panel og þak pappaklætt en
snemma var sett bámjám bæði á veggi og þak. Gluggum hefur ver-
ið breytt síðar, grindur hafa verið fjarlægðar og póstum breytt í
sumum gluggum. Staðsetning glugga er þó að mestu óbreytt. Eig-
endur hússins eru nú níu talsins og eru íbúðir á 2. hæð og í risi, hár-
snyrtistofa og verslun á fyrstu hæð og í kjallara er verslun og
skóvinnustofa.
Hafnarstræti 86
Hafnarstræti 86 er tvflyft timburhús á kjallara með háu risi og kvist-
um og stendur frammi við gangstétt Hafnarstrætis. Grunnflötur
sjálfs hússins er 8,9x12,65 metrar en útbyggingar em austan á því
og að sunnan.
Húsið var byggð árið 1903 og það var Ólafur G. Eyjólfsson sem
fékk upphaflega leyfi til að byggja á lóðinni. Húsið komst síðar í
eigu Magnúsar Sigurðssonar sem starfrækti þar Grundarverslun um
skeið. 1920 seldi Magnús Kristjáni Ámasyni húsið og rak Kristján,
og síðar sonur hans Gunnar, þar verslunina Eyjafjörður. Árið 1940
keypti Gunnar 6 metra breiða spildu af næstu lóð norðan við og
byggði við gamla húsið. Aðalverslun fyrirtækisins var í þessari við-
byggingu en í gamla húsinu var matvörudeild. Árið 1976 var eignin
seld í mörgum hlutum og nú eru eignaraðilar fjórir. Þrjár íbúðir eru
í húsinu, ein á hverri hæð, en fjórði eignaraðilinn hefur aðstöðu fyr-
ir saumastofu í norðvesturhluta 1. hæðar og kjallara.