Dagur - 17.02.1996, Side 6

Dagur - 17.02.1996, Side 6
-------V 6 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1996 Valdimar Örn Flygenring hefur verið fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur en næsta haust er stefnan sett á Los Angeles í Bandaríkjunum. „Ég hef verið heppinn í lífinu að því leyti að ég hef fengið að gera það sem mig hefur langað til,“ segir Valdimar m.a. í viðtalinu. Mynd: BG Þegar hann hafói leikið í leikhúsum í höfóuborginni í tæpan óratug fannst Valdimari Erni Flygenring kominn tími til að breyta til. Hann lagði því land undir fót og flutti norður yfir heiðar ásamt konu og þremur börn- um og hefur verið fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Ak- ureyrar í vetur. Tími breytinganna er ekki lióinn og í haust hyggst fjölskyldan færa sig um set enn á ný. Næsti áfangastaður er Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem Valdimar ætlar að freista gæfunnar í Mekka kvikmyndagerðar, sjálfri Hollywood. „Ég er Reykvíkingur í húð og hár. Olst upp í Álftamýrinni rétt austan við Kringluna. Reyndar var engin Kringla þar á þeim tíma held- ur var bara mói sem við krakkamir lékum okkur í,“ segir Valdimar, þegar spurt er hvaðan hann sé. Hann fæddist árið 1959 og verður því 37 ára á þessu ári. „Ég hélt aldrei að ég yrði 37 ára og mér finnst ég ennþá vera 25 ára inni í mér. Kannski er það vegna þess að tíminn hefur liðið svo hratt síðustu tíu árin enda verður hvert ár alltaf minna hlutfall af lífinu." Við sitjum inni á veitingahúsi með kaffibolla okkur við hlið. Ætl- unin er að ræða við Valdimar Öm um vemna á Akureyri, hvaðan hann kemur og ekki síst, hvert hann stefnir. Þegar spurt er um fortíðina kemur örlítið hik á Valdimar. Ekki vegna þess að hann vilji ekki um hana tala heldur segist hann vanari þvf að hoifa fram á við en um öxl. „Ég fór í Menntaskólann í Hamrahlíð og held að það hafi heyrt til undantekninga í allri minni skólatíð að ég hafí nokkum tímann lært heima nema bara deginum fyrir próf. Ég hafði heldur ekki neinn sérstakan metnað í sambandi við námið og það var ekki fyrr en á síð- asta ári í menntaskóla sem mér fannst eitthvað varið í það sem ég var að læra. Fram að því fannst mér námið vera mötun, en allt í einu fómm við að fá tækifæri til að sýna fmmkvæði og mér þótti það miklu skemmtilegra. Enda ruku einkunn- imar upp.“ Skiptinemi í Mfó-Ameríku Að loknu stúdentsprófi vann Valdi- mar í eitt ár sem gæslumaður geð- fatlaðra. Hann velti mikið fyrir sér hvað hann vildi gera í framtíðinni en þar sem hann var ekki viss ákvað hann að fara út í heim og fór sem skiptinemi til Costa Rica á vegum skiptinemasamtaka Þjóðkirkjunnar. „Ég hef verið heppinn í lífínu að því leyti að ég hef fengið að gera það sem mig hefur langað til,“ segir hann, þegar hann rifjar upp árið í Mið-Ameríku og ráðleggur öllum, sem þess eiga kost, að fara út í heim og gefa sér tíma til að gera það sem þeir vilja. „Fólk er kannski búið að vera í skóla frá sex ára aldri til tví- tugs og því kominn tími til að tengj- ast einhverju öðru og kynnast ólík- um lífsviðhorfum. Ég held að það sé of mikið af því að fólk rjúki beint í háskóla eftir menntaskóla." Sem skiptinemi átti Valdimar að dveljast í Costa Rica í eitt ár en eftir hálft ár var hann búinn að fá nóg. „Á margan hátt var það sjálfum mér að kenna en skiptinemasamtökin sem ég fór með stóðu sig heldur ekki mjög vel,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi að erfiðlega hafi gengið fyrir hann að fá að fara úr landi. „Ég þurfti hálfvegis að múta þeim til að komast úr landi en það tókst og í hálft ár þvældist ég á puttanum í gegn um alla Mið-Am- eríku og upp til New York en þaðan átti ég flugmiða til íslands. Þetta var mikil upplifun, ekki síst þar sem ég var orðinn altalandi á spænsku og gat því kynnst þjóðlífinu betur en ella. Ég lenti í mörgum ótrúleg- um ævintýrum og þegar ég kom til New York var ég komin niður í 64 kíló, var bara skinnið og beinin,“ segir Valdimar. I lok ferðalagsins um Mið-Am- eríku tókst honum að svindla sér inn á leiklistarhátíð sem hafði mikil áhrif á hann. „Ég og ferðafélagi minn komumst inn með því að þykjast vera blaðamenn og fengum alla fyrirgreiðslu,“ segir Valdimar og brosir að minningunni. „Við sá- um ótal sýningar og á einni sýning- unni skaut þeirri hugmynd upp í kollinum á mér að ég vildi verða leikari.“ Fram að þessu hafði Valdimar aldrei dottið í hug að leggja leiklist- ina fyrir sig. Hann hafði að vísu tekið þátt í leiksýningu í bamaskóla sem hann hafði mjög gaman af og eins samdi hann tónlist og lék í einni sýningu í menntaskóla. Þegar hann sá þessa ákveðnu sýningu á leiklistarhátíðinni í Mið-Ameríku gerðist hins vegar eitthvað. „Þetta var einskonar nútímadanssýning. Hún var svolítið sérstök, hét Roses, Mér fannst ég hafa fjarlægst Leikfélag Reykjavíkur og var ekki fyllilega sáttur vfó ýmislegt sem þar var i gangi. Sfó- ar hef ég komist aá því áb kannski er maáur aldrei fylli- lega sáttur og á ekki aá vera þab. Þegar ég komst inn i Leiklistarskólann sannreyndi ég í fyrsta sinn þá lífsspeki aá ef einhver vill eitthvaá nógu mikfó og trúir því nógu mikfó aö hann geti þaó, þá fær hann þaö sem hann vill. og það var breskt hommaleikhús sem setti hana upp. Ég veit ekki hvað mér myndi finnast um þessa sýningu í dag en þá mér fannst hún alveg mögnuð og ég heillaðist.“ Árin í leiklistarskólanum Á þessum tíma fékk Valdimar ótal flugur í höfuðið um hvað hann ætl- aði að leggja fyrir sig. Hann hafði þann háttinn á að þegar hann fékk hugmynd beið hann í einn mánuð til að sjá hvort hugmyndin væri enn í kollinum. Ef ekki var hún tæpast þess virði að velta henni fyrir sér. Flestar hugmyndimar höfðu fallið í gleymskunnar dá að mánuði liðnum en hugmyndin um að gerast leikari lifði áfram. Þegar hann kom heim til íslands eftir ævintýrið í Mið-Ameríku vann hann í eitt ár til sem gæslumaður geðfatlaðra en sótti síðan um leik- listarskólann og komst inn í fyrstu tilraun. „Þegar ég komst inn sann- reyndi ég í fyrsta sinn þá lífsspeki að ef einhver vill eitthvað nógu mikið og trúir því nógu mikið að hann geti það, þá fær hann það sem hann vill,“ segir Valdimar. „Ég veit ekkert hvemig ég stóð mig í prófinu enda skil ég ekki ennþá hvemig valið er í leiklistarskólann. En frá fyrsta degi var ég alveg með það á hreinu að ég myndi komast inn.“ Árin fjögur í leiklistarskólanum segir Valdimar hafa verið annasöm. „Mér fannst fyrsta árið vera eins og öll menntaskólaárin samanþjöppuð og næsta árið var eins og öll menntaskólaárin að viðbættu fyrsta árinu í leiklistarskólanum. Þriðja ár- ið vorum við 90 kennslustundir á viku og vomm því í skólanum frá átta á morgnana til miðnættis. Á fjórða ári var líka mikið að gera en þá unnum við í nemendaleikhús- inu.“ 1986 útskrifaðist Valdimar og og var svo heppinn af fá strax gott hlutverk í leikritinu „Dagur vonar" hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Næstu árin þar á eftir lék hann ýmis hlut- verk hjá Leikfélaginu en þegar fé- lagið flutti í Borgarleikhúsið fékk Valdimar styrk til að fara erlendis og kynna sér leikhús. „Ég var í Evr- ópu í einn vetur og þegar ég kom heim fór ég á fastan samning hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var þar í tvö til þrjú ár. Mér fannst ég hafa fjarlægst félagið og var ekki fylli- lega sáttur við ýmislegt sem þar var í gangi. Síðar hef ég komist að því að kannski er maður aldrei fyllilega sáttur og á ekki að vera það. En mig langaði að prófa fleira og fór að vinna í Þjóðleikhúsinu þar sem ég var í eitt og hálft ár.“ Eiginmaöur og faðir Þegar hér var komið sögu var Valdimar búinn að gifta sig og kominn með fjölskyldu. „Ég hitti konuna mína, Ásdísi Sigurðardótt- ur, fyrst árið 1981 þegar hún var sextán ára. En það var nú bara mý- flugumynd og ég rétt sá í hana. Ég hitti hana síðan alltaf öðru hvoru í gegnum árin en það var ekki fyrr en 1991 sem þetta small almennilega saman hjá okkur og við giftum okk- ur tveimur árum síðar á kvennadeg- inum, 19. júní, klukkan þrjú. Eg vissi reyndar ekki fyrr en eftir á að þetta var kvennadagurinn.“ Þau Valdimar og Ásdís eiga þrjú böm. Sá yngsti heitir Sigurður Stef- án og verður tveggja ára í þessum mánuði, eldri sonurinn heitir Þór Öm og varð þriggja ára í nóvember en elst er dóttirin Iris Tanja sem er

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.