Dagur - 17.02.1996, Side 10

Dagur - 17.02.1996, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1996 FriOrik Ómar Hjörleifsson og Dagmar Halldórsdóttir stinga saman nefjum. Andrea Viðarsdóttir og Kolbeinn Friðriksson í hlutverkum konu og karls. „Við“ sýnir Dalvíski unglingaleikhópurinn „Við“ hefur sett upp sýningu sem ber heitið „Ýmis- legt“. Leikhópurinn samanstendur af 11 krökkum sem eru í 8.-10. bekk í Dalvíkur- skóla. Meðlimir í hópnum sömdu allt efnið í sýningunni sjálfir og þeir sjá einnig um að leikstýra. „Ýmislegt“ hefur þegar verið sýnt nokkrum sinnum fyrir fullu húsi í Ungó, þar sem Leikfélag Dalvíkur er til húsa, og leikhópurinn ætlar að halda sýning- um áfram á meðan aðsókn endist. Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn meðlima hins nýstofnaða leikhóps. Sú hugmynd að stofna leikhóp og setja upp sýningu segir Friðrik að hafi kviknað í kjölfar heimsóknar Leik- klúbbsins Sögu frá Akureyrar til Dalvíkur. Saga sýndi leikritið „Mysingssamloka með sveppum" og eftir að hafa horft á sýninguna ákváðu dalvísku krakkamir að gaman væri að setja upp sína eigin sýningu. „Við vorum eina og hálfa viku að æfa. Allt efnið er frumsamið og má segja að leiritið „Ýmislegt“ fjalli um venjulegt líf. Stærsti hlutinn fjallar um ríka fjölskyldu, fátæka fjölskyldu og venju- lega fjölskyldu. Seinni hluti sýningarinnar byggist síðan upp á stuttum þáttum, t.d. auglýs- ingum og fleiru,“ segir Friðrik. Til styrktar góðu málefni Leikhópurinn sýnir í Ungó á Dalvík og kostar aðgöngumiðinn 300 krónur. Þá peninga sem koma inn fyrir aðgöngumiða hefur leikhópurinn ákveðið að gefa til styrktar krabbameins- sjúkum og hjartveikum börnum. Friðrik segir að Leikfélag Dalvíkur hafi verið hópnum innan handar og eins hafi Ama Valsdóttir aðstoðað þau við sviðsmynd. Að öðru leyti hafa unglingamir séð um alla vinnu við sýninguna sjálf. „Þetta er búið að vera mjög gaman og við stefnum á að starfa saman áfram,“ segir Friðrik Ómar. Næta sýning leikhópsins verður á mánudagskvöld kl. 21.30. AI Katrín Sif Árnadóttir tekur lagið. Dagmar Halldórsdóttir (t.v.), Friðrik Ómar Hjörleifsson og Birna Sveinbjörnsdóttir með góða takta í sýningunni „Ýmislegt“. MEISTARAFELAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Námskeið Uppsteypa húsa - Mótasmíði Námskeið um uppsteypu húsa og mótasmíði verður haldið 23. og 24. febrúar nk. Á námskeiðinu verður m.a. farið í: • Kröfur til styrkleika. • Mótauppsláttur við sérstakar aðstæður. • Eftirlit með mótasmíði. • Eiginleika steinsteypu. • Niðurlögn steinsteypu. • Járnalagnir. • Almenn atriði um tilboðsreikninga. Námskeiðið verður haldið í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri. Námskeiðsgjald er kr. 3.000,- Skráning og nánari upplýsingar hjá F.B.E. í síma 462 2890 og M.B.N. í síma 461 1222. Skráning stendur til miðvikudags 21. febrúar. Fræðsluráð byggingariðnaðarins. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra: Fundaherferð í næstu viku Dagana 22.-25. febrúar mun hóp- ur forustumanna Alþýðubanda- lagsins og óháðra ferðast um Norðausturland. Fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt og haldn- ir almennir stjórnmálafundir. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 Meðal þátttakenda verða Ámi Steinar Jóhannsson, Sigríður Stef- ánsdóttir, Ögmundur Jónasson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Almennir stjómmálafundir verða sem hér segir: Húsavík - fimmtudagskvöld 22. febrúar kl. 20.30 í félagsheim- ilinu. Kópaskeri - föstudagskvöld 23. Vegna greinar undirritaðs í Degi þann 25. janúar, þar sem segir frá flugferð til Grímseyjar hafa nokkrir eyjarskeggjar spurt um þá vísu sem vitnað er til í upphafi greinarinnar. Þar segir: Grímsey í Ijómanum lyftist / líkt og hún cetli á flakk. Höfund þessarar vísu þekki ég ekki, en botninn er svohljóðandi: Þar sér um sálnanna velferð / hann séra Róbert Jack. febrúar kl. 20.30 í Öxi. Þórshöfn - laugardag 24. febrú- arkl. 15 í félagsheimilinu. Raufarhöfn - sunnudag 25. febrúar kl. 13.30 í félagsheimil- inu. Laugardagskvöldið 24. febrúar kl. 20 kemur Alþýðubandalags- fólk og stuðningsmenn saman til kvöldvöku á Hafnarbamum á Vísu þessa er meðal annars að finna í bókinni Dagar í Dumbs- hafi, en þar segir sr. Róbert frá prestskap sínum í eyjunni um miðbik þessarar aldar. Vísu þessa hef ég lengi kunnað og taldi sem svo að Grímseyingar hlytu þá líka að kunna hana og taldi því útskýr- ingar allar óþarfar. En rétt skal vera rétt og sjaldan er góð vísa of oft kveðin. -sbs. Þórshöfn. (Fréttatilkynning) Sjaldan er góð vísa...

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.