Dagur - 17.02.1996, Side 11
Laugardagur 17. febrúar 1996 - DAGUR - 11
Renault
á Akureyri
Þórshamar hf. er orðinn sölu- og
þjónustuaðili fyrir Renault bifreið-
ar á Akureyri og nágrenni, en
Bflasalan Bflaval mun sjá um sölu
á Renault eins og á öðrum þeim
bifreiðum sem seldar eru í umboði
Þórshamars.
Bifreiðar- og Landbúnaðarvél-
ar tóku við Renault umboðinu á
íslandi fyrir einu ári síðan og hafa
á þeim tíma selt rúmlega 300
Renault bifreiðar. Núna um helg-
ina gefst tækifæri til að skoða alla
Renault-línuna á stórsýningu hjá
Bílavali.
Þjónustan er einnig í góðum
höndum hjá Þórshamri, sem rekur
stórt og öflugt bifreiðaverkstæði,
sem er vel mannað og góðum
tækjum búið.
Bifreiðaverkstæðið Þórshamar
og Bílasalan Bílaval bjóða núver-
andi og tilvonandi Renault eig-
endur velkomna til samstarfs.
Fréttatilkynning.
Miðstjórn ASÍ:
Vaxtahækkanir
að undanförnu
eiga sér enga stoð
- krefst aðgerða ríkisstjórnar og Seðlabankans
Miðstjóm ASÍ hefur sent frá sér
ályktun þar sem krafist er að rflcis-
stjómin og Seðlabankinn grípi til
allra aðgerða sem dugi til að ná
niður vöxtum hér á landi. Mið-
stjómin telur þær vaxtahækkanir
sem komið hafa fram á undan-
förnum vikum ekki eiga sér neina
stoð í efnahagslegum aðstæðum
hérlendis.
„Þvert á móti ættu bæði nafn-
vextir og raunvextir að fara
lækkandi líkt og gerst hefur í ná-
grannalöndum okkar. Miðstjórn
ASI telur að bankar og sparisjóðir
hafi gengið á lagið eftir að Seðla-
bankinn hækkaði vexti á peninga-
markaði í desember síðastliðnum
vegna ótta bankans við meinta
þenslu í hagkerfinu.
Meðalvextir á almennum víxil-
lánum hafa hækkað úr 11,8% í
desember sl. í 12,8% um miðjan
febrúar, sem jafngildir 8,5%
hækkum vaxtakostnaðar, þrátt fyr-
ir að verðbólga gefi ekki tilefni til
slíkrar hækkunar. Vextir af víxil-
lánum eru nú álíka háir og þeir
voru fyrir almenna lækkun vaxta
haustið 1993 þrátt fyrir að verð-
bólga mælist verulega lægri,“ seg-
ir í ályktun miðstjómar ASÍ.
Bent er á að vextir af verð-
tryggðum skuldabréfum banka og
sparisjóða hafi einnig farið hækk-
andi undanfama mánuði án þess
að vextir á ríkisskuldabréfum hafi
hækkað. Nú sé svo komið að
verðtryggðir vextir banka og
sparisjóða séu lítið lægri en þeir
voru fyrir vaxtalækkunina haustið
1993. „Miðstjórnin vekur athygli
á að meginþungi þessarar vaxta-
hækkunar hefur komð fram í
skjóli frumskógar vaxtaálaga á
skuldabréfum sem bankamir tóku
upp fyrir nokkru. Minna má á að
við gerð kjarasamninga í aprfl
1992 var gert sérstakt samkomu-
lag við bankana um að vaxtamun-
ur á skuldabréfavöxtum og ríkis-
skuldabréfum yrði ekki meiri en
sem nemur 2%. Síðastliðin tvö ár
hefur þessi munur hins vegar ver-
ið 3%.
A sama tíma og þessar vaxta-
hækkanir dynja yfir hér á landi
hafa vextir erlendis farið lækkandi
á undanförnum mánuðum og eru
verulega lægri en hér á landi. Því
munu hækkandi vextir hér á landi
draga úr þeim hæga bata sem á sér
stað í efnahagslífinu og jafnframt
skerða samkeppnisstöðu okkar út
á við. Miðstjóm ASÍ krefst þess
að ríkisstjóm og Seðlabanki grípi
til allra þeirra aðgerða sem duga
til að ná niður vöxtum, enda hafa
bankar sýnt fram á að fjármagns-
markaðurinn tekur vel við hand-
aflsaðgerðum." JÓH
Bridgefélag Akureyrar:
MeistaratitíU í höfin hjá
sveit Antons Haraldssonar
Sveit Antons Haraldssonar varð
Akureyrarmeistari í sveitakeppni
félagsins árið 1996. Sigurinn var
glæsilegur því sveitin fékk 305
stig af 350 mögulegum eða 87%
vinningshlutfall og 81 stigi meira
en sveitin sem varð í öðm sæti.
Endanleg úrslit í sveitakeppn-
inni urðu þannig:
1. Sveit Antons Haraldssonar 305 stig.
2. Sveit Ormarrs Snæbjömssonar 224 stig.
3. Sveit Ævars Ármannsonar 222 stig.
4. Sveit Páls Pálssonar 214 stig.
í sveit Antons Haraldssonar
spiluðu auk hans þeir Pétur Guð-
jónsson, Sigurbjöm Haraldsson,
Stefán Ragnarsson og Ólafur
Agústsson.
I sveit Ormarrs Snæbjömssonar
spiluðu Stefán G. Stefánsson,
Hróðmar Sigurbjömsson, Skúli
Skúlason, Jónas Róbertsson,
Sveinbjöm Jónsson og Sveinn
Torfi Pálsson.
Næsta keppni hjá Bridgefélagi
Akureyrar verður tveggja kvölda
Barómeter tvímenningur og er
skráningin hafin hjá Páli H. Jóns-
syni í síma 462-1695. Óskað er
eftir að menn ljúki skráningu sem
fyrst en hún stendur til kl. 19.15
næstkomandi þriðjudag.
Urslit í síðasta sunnudags-
bridge urðu þannig að í fyrsta sæti
urðu Kristján Guðjónsson og Una
Sveinsdóttir með 157 stig. Jöfn í
öðm sæti urðu Kolbrún Guðveigs-
dóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir
annars vegar og hins vegar Sigur-
bjöm Haraldsson og Skúli Skúla-
son. Pörin fengu bæði 151 stig.
JÓH
Örvggi Ira
Hátæknibúnaður
FLYGT
Slógdælur
(# LOWARA
Þrýsitaukadælur,
miðflóttaafls-
og brunndælur
MONO
Dælur
INTERROLL
jdKi
Færibandabúnaður
JjSMT
Allt til rafsuðu
Sjómönnum er mikið í mun að öll áhöld, tæki og vélar um
borð séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og
lipur þjónusta í landi kemur í veg fyrir kostnaðarsamar tafir.
Þetta skapar öryggi.
Héðinn - verslun hefur þjónað íslenskum sjávarútvegi í
áratugi með traustum og vönduðum vörum og góðri þjónustu.
í versluninni starfa tæknimenntaðir sölumenn, sem veita þér
faglega ráðgjöf þegar þú þarft á henni að halda.
= HÉÐINN =
V E R S L U N
í KEA NETTÓ
í dag laugardaginn 17. febrúar kl. 14-15
verða Patrekur og Duranona staddir í
versluninni
Petta er tækifæri fyrir yngstu kynslóðina
að láta taka mynd af sér með hetjunum
ií arr r *