Dagur - 17.02.1996, Side 13

Dagur - 17.02.1996, Side 13
Laugardagur 17. febrúar 1996 - DAGUR - 13 POPP MA6NUS 6EIR CUÐMUNDSSON Take That: Átrúnaðargoð unglinganna númer eitt hætta Take That að hætta á hátindi feril síns, öllum til mikillar furðu. Allt frá því Bítlamir, Stones, Kinks o.fl. komu fram á sjónar- sviðið í upphafi sjöunda áratugar- ins og hreint út sagt umbyltu menningarsamfélagi unga fólksins um allan heim, hafa hljómsveitir sem náð hafa sérstaklega að höfða til yngri kynslóðarinnar (og þá ekki síst til unglingsstúlkna jafnt sem drengja) oft fengið á sig stimpilinn „Unglingahljómsveit". Eitt frægasta dæmið um þetta sem kom á eftir áðumefndum frum- herjum, er líklegast Bay City Rollers, glimmerpopphljómsveitin frá Edinborg í Skotlandi. Náði hún þvílíkum vinsældum fyrir tveimur áratugum eða svo, að vart hafði þekkst annað eins síðan Bítl- amir voru og hétu. Hefur „ung- lingasveitarstimpillinn“ vart verið settur með meiri sanni á nokkra sveit en Bay City Rollers. Sú sveit sem segja má að ótvírætt sé helsta átrúnaðargoð vestrænna táninga í dag, er þó ekki langt frá því að ná svipuðum sess og BCR, a.m.k. hefur hún náð að heilla ungviðið svo af ber á síðustu þremur ámm bæði austan hafs og vestan. Hér er auðvitað átt við Take That, sem á reyndar eins og BCR, rætur að rekja til Skotlands. Nær óslitin sigurganga Frá því Take That drengimir komu fram á sjónarsviðið sumarið 1991 með Robbie Williams í broddi fylkingar, (sem svo hætti reyndar fyrir um ári, mörg þúsund ungum snótum sérstaklega til mikillar undrunar og skelfingar) hefur verið um nær óslitna sig- urgöngu hjá þeim að ræða og vin- sældirnar aukist um allar jarðir eftir því sem árin hafa liðið. Sem dæmi um vinsældirnar heima fyrir má nefna, að af síðustu tíu smá- skífum sem þeir hafa sent frá sér hafa sjö farið á topp breska vin- sældalistans og hinar þrjár annað hvort í annað eða þriðja sætið. Stóru plötumar þrjár, sem Take That hefur síðan sent frá sér hing- að til, hafa svo líka heldur betur gengið vel. Sú fyrsta, Take That And Party frá 1992, náði öðru sæti sölulistans breska og tvær þær seinni, Everything Changes 1993 og Nobody Else frá því á síðasta ári, fóru síðan báðar á toppinn. Víðar um Evrópu, Asíu og Amer- íku líka, er svo svipaða sögu að segja. Bæði stórar og litlar plötur hafa náð efstu sætunum. Allskyns' verðlaun og viðurkenningar hafa Take That líka hlotið í ofanálag, m.a. ófá bresk poppverðlaun og MTV verðlaun. Má fullyrða að hvorki Blur né Oasis,- sem þó njóta snöggt um meiri athygli og umfjöllunar núorðið, hafa a.m.k. enn sem komið er ekki náð eins víðtækum vinsældum og Take That. (Oasis er þó á góðri leið með það. Moming Glory hefur nú selst í yfir tveimur milljónum ein- taka í Bretlandi og situr þar sem fastast á toppnum og í Bandaríkj- unum virðist Oasis nú svo líka vera að ná að slá í gegn.) Heldur betur óvænt tíðindi Eftir að Take That hafði jafnað sig á brotthvarfi Robbies og náð að halda vinsældum sínum þrátt fyrir það á síðasta ári, virtist ekki annað vera upp á teningnum hjá hljóm- sveitinni en að halda ótrauð áfram. Fregnir af safnplötu og nýja smáskífulaginu, túlkun á Bee Gee smellinum How Deep Is Yo- ur Love, sem þeir „Gibbagibb- bræður" gerðu gríðarlega vinsælt 1979, í byrjun ársins, bentu heldur ekki til annars en að svo yrði. En á fréttamannafundi á tónlistarrásinni MTV á þriðjudaginn var boðuðu félagamir heldur betur óvænt, að þeir væru að hætta. Ástæðan virð- ist ekki vera sú að um ósætti haft verið að ræða, öðru nær, heldur munu þeir nú hafa áhuga á að snúa sér að einhverju öðm og nýju og að þeir skilji í mesta bróðemil. Engu að síður er þessi dánarfregn mörgum mikið áfall og er víst að mörg unglingsstúlkan grætur nú fögrum tárum, svo ekki sé nú fast- ar að orði kveðið. Rush tórir enn Á síðstu mánuðum hafa skipst á skin og skúrir hjá kanadíska of- urtríóinu Rush, sem eins og fram kom hér á síðunni fyrir margt löngu, fagnaði á síðasta ári þeim áfanga að hafa starfað í 20 ár í sömu mynd. Eftir að hafa legið í dvala í meir en eitt og hálft ár sl. sumar, íhuguðu þeir félagamir Al- ex Lifeson gítarleikari, Geddy Lee bassaleikari og söngvari og Neil Peart trommari, alvarlega að slíta sam- starf- iiui endanlega, þar sem þeim þótti þeir vera famir að venjast því að vera ekki „órjúfanlegir hlutar af ofur- tríói“, eins og Lifeson orðaði það í viðtali nýlega. Var hann þá sjálfur farinn að leggja drög að fyrstu einherjaplötu sinni og Lee orðinn vanur því að vera settlegur heimil- isfaðir. Ákveðið var þó að íhuga málin betur og varð niðurstaðan sú að hætta við að hætta og er Rush nú að fara í hljóðver að taka upp nýja plötu. Plata Lifeson, sem nefnist Victor, er nú nýkomin út og hefur gítarleikarinn verið að fylgja henni eftir með tónleikum í klúbbum. Ætlaði hann upphaflega að fylgja henni betur eftir, en vegna þess að ekkert varð af brott- hvarfi úr Rush né endalokum sveitarinnar, hætti hann við það. Þriðja vers „Æðstuprest- anna‘ Á síðasta ári var söngvari og leiðtogi rokk- hljómsveit- arinnar of- urvinsælu, Alex Lifeson er aö senda frá sér sína eigin plötu jafnframt því að vera aö taka upp nýja meO félögum sínum í Rush. Stone Temple Pilots, Scott Wei- land, mikið í sviðsljósinu vegna fíkniefnaneyslu sinnar og lög- reglumála sem upp komu vegna eiturlyfja sem fundust í fórum hans. Weiland hlaut hins vegar vægan dóm vegna þessara mála, en á tímabili stofnaði þessi vand- ræðagangur hans hljómsveitinni í hættu og voru margir sem afskrif- uðu hana á tímabili. Raddir um endalok Stone Temple Pilots voru svo endanlega kveðnar niður (í þetta skiptið a.m.k.) í desember, þegar hljómsveitin kom heil og óskipt saman að nýju í hljóðveri til að byrja vinnu á sinni þriðju plötu. Hefur sú vinna gengið svo vel, að þeir kláruðu upptökumar nú í lok janúar á innan við tveimur mánuðum, sem ekki þvkir mikið nú til dags. Það er sem fyrr Brend- an O’Brien sem sér um takka- stjórnina á nýju plötunni, en hann tók líka upp Core og Puiple. Nafnið á plötunni er hins vegar ekki enn komið á hreint, en útgáf- an er áætluð 25. mars. Nýr „Millasöngvari“ Milljónamæringamir hafa síðustu þrjú árin verið ein vinsælasta gleði- og danssveit landsins með sína suðrænu og sætu sveiflu að vopni. Fyrst var það Bogomil Font, sem söng með sveitinni, svo Páll Óskar, þá hinn hálfíslenski Numo og nú er síðan fjórði söngv- arinn kominn til sögunnar, Steph- an Hilmarz. I fljótheitum gætu einhverjir haldið að þama væri á ferðinni einhver útlendingur, en þetta er auðvitað sjálfur Stefán Hilmarsson, sem nú er farin að syngja með Millunum. Hvort svo eitthvað í föstu formi kemur út í því samstarfi á eftir að koma í ljós. Supergrass freista gæfunnar meö nýju lagi innan skamms. Supergrass á Bítlabuxum Hin nokkuð skrýtna og skemmti- lega „pönkpoppsveit", Supergrass, sem heldur betur gerði það gott á síðasta ári með plötunni sinni, I Should Coco, er nú að senda frá sér nýtt lag sem kunnugir segja að sé mjög spennandi. Kallast það Going Out og segja þeir sem feng- ið hafa að heyra að það minni um nokkuð á lag Bítlanna, Lady Madonna. Kemur lagið út eftir um viku eða svo og mun síðan væntanlega ný plata koma út seinna á árinu. Elastica gert hátt undir höfði Elastica, nýbylgju/pönkhljóm- sveitinni stórgóðu, sem átti einn allrabesta frumburðinn á síðasta ári, hefur nú hlotnast nokkuð sér- stakur heiður er kann að auka hróður hennar á heimsvísu svo um munar. Budweiser bjórframleið- andinn, sem er einn af aðalstyrkt- araðilunt Ólympíuleikanna í Atl- anta í sumar, hefur nefnilega ákveðið að nota eitta laga Elast- ica, Connection, í auglýsingaher- ferð sinni í þær fjórar vikur sem leikamir munu standa. Kann einhverjum að finnast þetta vafa- samur heiður með tilliti til fyrir- tækisins, en um slíka gríðaraug- lýsingu fyrir hljómsveitina er að ræða, að vart hefur verið hægt fyr- ir hana að hafna slíku.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.