Dagur - 30.04.1996, Page 5

Dagur - 30.04.1996, Page 5
FRÉTTIR Þessi inynd var tekin á námskeiðinu á Akureyri sl. sunnu- dag. Á innfelldu myndinni er annar tveggja leiðbeinenda; Einar Guðmundsson. Hinn leiðbeinandinn er Sumarliði Guðbjartsson. Fulltrúi Sjóvá-Almennra á Akureyri var Lísbet Grönvaldt Björnsson. Mynd: BG Sjóvá-Almennar hf.: Efndu til námskeiðs fyrir unga ökumenn Síðastliðinn sunnudag efndu Sjóvá-Almennar hf. til námskeiðs á Akureyri fyrir unga ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Námskeiðið var ætlað bæði þeim ungu ökumönnum sem lent hafa í tjónum og hinum sem hafa komist í gegnum öngstræti um- ferðarinnar án tjóna. Þátttaka í námskeiðinu gaf þeim sem það sóttu hækkun á bónus um tvo flokka hjá Sjóvá-Almennum, þannig að fjárhagslega var til nokkurs að vinna. Að sögn talsmanns Sjóvár-Almennra hafa slík námskeið verið haldin um skeið í Reykjavík og er góð reynsla af þeim. Þetta var hins vegar í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið á Akureyri og samskonar námskeið var raunar einnig haldið á Sauð- árkróki. Það er ekki að ástæðulausu sem námskeið er hald- ið fyrir þennan aldurshóp, enda er það staðreynd að allt að 8 af hverjum 10 17 ára ökumönnum lenda í tjóni á fyrsta ári sínu undir stýri. Þess má geta í þessu sambandi að á morgun birtir Dagur fyrsta pistilinn um umferðaröryggismál sem blaðið hefur látið vinna. Höfundur þeirra er Steinþór Þráinsson, ökukennari, og munu þeir að jafnaði birt- ast á miðvikudögum næstu mánuði. óþh Eimskip fékk útflutnings- verðlaun forseta Útflutningsverðlaun forseta ís- lands komu í ár í hlut Eimskips. Þetta var tilkynnt í hófi á Bessa- stöðum sl. sunnudag. Þetta var í áttunda skipti sem verðlaunin eru afhent. í ávarpi formanns úthlutunar- nefndar, Páls Sigurjónssonar, kom fram að Eimskip hafi á undanföm- um tíu árum aukið verulega rekst- ur sinn erlendis og séu tekjur fyr- irtækisins af erlendri starfsemi orðnar um 18% af heildartekjum og hafi jafnt og þétt farið vaxandi. „Ein megin auðlind okkar íslend- inga er vel menntað og duglegt fólk sem fær tækifæri til að nýta krafta sína. Ég tel að Eimskip hafi með því að nota fjárhagslegan styrk sinn til að styrkja vaxtar- brodda á ýmsum sviðum atvinnu- lífsins stuðlað að því að þetta fólk fái tækifæri til að byggja upp betra ísland,“ sagði Páll Sigur- jónsson m.a. í ávarpi sínu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, þakkaði þessa viður- kenningu og sagði hana fyrirtæk- íslands inu mikils virði. Hörður sagði reynslu þeirra Eimskipsmanna hafa kennt þeim að sjaldan náist árangur á erlendri grundu með leiftursókn. Varanlegur árangur náist ekki nema með margra ára markvissu og þrotlausu starfi. Heimamarkaðurinn þurfi að vera sterkur og fjárhagslegur styrkur þurfi að vera fyrir hendi til þróun- ar og markaðsstarfs. Mikilvægast sé þó að hafa á að skipa góðu starfsfólki með grundaða þekk- ingu og stjómunarhæfileika. óþh Skagstrendingur hf.: Hlutafé aukið Á aðalfundi Skagstrendings hf. á Skagaströnd ný- verið var samþykkt að greiða hluthöfum 5% arð og jafnframt var samþykkt 20% hækkun hluta- fjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, sem mun nema um 35 milljónum króna. Heildarhlutafé í Skagstrendingi hf. nemur þá um 211 milljónuin króna. Jafnframt var samþykkt heimild til að auka hlutafé um 50 milljónir króna og hafa hluthafar forkaupsrétt að þeim. Skagstrendingur hf. var rekinn á sl. ári með 71 millj. króna hagnaði og kom fram á fundinum al- menn ánægja með að fyrirtækið skuli nú skila hagn- aði eftir taprekstur að upphæð 400 milljónir króna á þremur árum. Það náðist m.a. með sölu togarans Am- ars HU til Grænlands og Amars gamla HU til Akur- eyrar og lækkun skulda um 500 milljónir króna. í stjóm félagsins vom kosnir Lárus Ægir Guðmunds- son, sem er formaður, Adolf H. Bemdsen og Magnús um 50 milljónir B. Jónsson, sem tilnefndir voru af Höfðahreppi, sem á 25% hlutafjár, Björgólfur Jóhannsson, fjármála- stjóri ÚA, en félagið á 20% hlut, Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri Eimskips, sem kemur inn fyrir Burðarás, Jökla og Tryggingarmiðstöðina. Úr stjóm gengu Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þor- móðs ramma hf. á Siglufirði, og Gylfi Sigurðsson á Skagaströnd, sem var búinn að vera í stjóm í 26 ár, þar af stjómarformaður síðustu árin. Örvar HU-21 er á grálúðuveiðum fyrir vestan land og Helga Björg HU-7 á rækjuveiðum á Flæmingja- grunni. Amar HU-1, sem keyptur var á síðasta ári, er í slipp í Reykjavík, en heldur í næstu viku á úthafs- karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Verið er að setja um borð nýja vinnslulínu fyrir flakafrystingu bolfisks og heilfrystingu á karfa og grálúðu. Skipið kernur í fyrsta skipti til Skagastrandar fyrir sjómannadaginn, sem ber upp á 2. júní í ár. GG Þriðjudagur 30. apríl 1996 - DAGUR - 5 Golfklúbbur Akureyrar Vinnudagur laugardaginn 4. maí kl. 10. Félagar í GA, nú mæta allir og hjálpast að við að undir- búa völlinn okkar og skálann fyrir sumarið. V Við hefjum vinnuna kl. 10 fyrir hádegi, þeir sem ekki komast þá geta komiö síðar. Kaffi og kökur í lok vinnudags. Stjórnin. Sókn til nýrra tækifæra Vöruþróun '96 Vúlt þú þróa nýja vöru og koma henni á markað? f VÖRUPRÓUK % í verkefninu Vöruþróun '96 er fyrirtækjum veittur fjárhagslegur og faglegur stuðningur við vöruþróun. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá atvinnuráðgjöfum og á Iðntæknistofnun, Keldnaholti, s. 587 7000. Umsóknarfrestur er til 3. maí 1996. Hugmyndasamkeppnin Snjallræði er kjörið tækifæri til að koma góðri hugmynd á framfæri og í framkvæmd. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Bjöigvini Njáli Ingólfssyni, Iðntæknistofiiun, Keldnaholti, s. 587 7000. Umsóknarfrestur er til 3. maí 1996. Sumarbúðirnar Vestmannsvatni Innritun er hafin í síma 462 6605. Barnaflokkar fyrir 7-10 ára. 1. fl. 19. júní-26. júní Grallararnir 2. fl. 27. júní-4. júlí Garparnir 3. fl. 8. júlí-15. júlí Útilegumennimir Barnaflokkur fyrir 11-13 ára. 4. fl. 16. júlí-23. júlí Könnuðimir Unglingaflokkur fyrir 14-16 ára. 6. fl. 12. ágúst-16. ágúst Smellurinn. Aldraðlr Vikuflokkur dagana 25. júlí-1. ágúst. Verð í 1 .-4. flokk kr. 14.500 en kr. 9.800 í 6. fl. í flokk aldraðra kostar kr. 19.500. Tekið við innritun og nánari upplýsingar veittar alla virka daga kl. 16-19 í síma 462 6605. Systkinaafsláttur. Innritunargjald, kr. 3.000, er óafturkræft en dregst frá dvalar- gjaldi. ✓ % ORÐ DAGSINS 462 1840 ✓

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.