Dagur - 03.07.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 03.07.1996, Blaðsíða 9
VEIÐIKLO Miðvikudagur 3. júlí 1996 - DAGUR - 9 Vatnsdalsá: Dúndurlaxar og öllum sleppt í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu hefur verið líflegt hjá stangveiði- mönnum undanfarna daga. „Það er búið að vera fín veiði. Hér var opnað þann 26. júní og það er búið að veiða rúmiega 50 laxa síðan, allt upp í 22 pund. Ég held að það sé aðeins 10 af þessum 50 sem eru undir 10 pundum,“ sagði Jón Arnar Guð- brandsson í veiðihúsinu Flóð- vangi við Vatnsdalsá. „Þetta eru allt dúndurlaxar og það eru komnir sex 17 punda.“ Sú nýlunda er í Vatnsdalsá að öllum fiski er sleppt aftur og fisk- arnir merktir áður en þeir fá frelsi sitt á ný. Þama er bara veitt á flugu en maðkur verður notaður á tímabili síðar í sumar. Jón Amar segir aðeins einn lax hafa bitið tvisvar á agnið og að veiðimenn virðast alveg tilbúnir að sjá á eftir löxunum aftur í ána eftir að hafa veitt þá. „Þeir segja að það sé al- veg ólýsanleg tilfinning að halda á 17 punda fiski og sleppa honum aftur, það gefi manni miklu meira,“ sagði Jón Amar. Áin er í mjög góðu standi en það hefur oft verið vandamál hversu vatnsmikil og mórauð hún hefur verið. Mesta veiðin hefur verið á 1. svæði og fiskurinn tregur að ganga upp en kunnugir segja að það fari að ger- ast á næstu dögum. Rólegt í Refasveit I Laxá í Refasveit var byrjað að veiða 20. júní en þar er veitt með tveimur stöngum. Þar fór veiðin hægt af stað og aðeins komnir á land þrír laxar. Veiðimenn segja að það sé fiskur í ánni en hann tekur illa núna. Áin er fremur vatnslítil og þegar svona bjart er vill fiskurinn ekki taka. sh Stangveiðimenn una sér vel þessa dagana enda fer veiðin víðast hvar betur af stað en síðasta sumar. Góð veiði í Fnjóská Veiðin í Fnjóská byrjaði 20. júní og hefur gengið ágætlega. Það eru komnir 30 laxar úr henni það sem af er en það er um Fljótaá: Þeir stóru sjást en bíta ekki helmingur aflans í fyrrasumar. „Það lítur ágætlega út og þetta er allt vænn fiskur, 10-15 pund,“ segir Páll Pálsson í Veiðisport á Akureyri, sem selur veiðileyfi í Blöndu, Fnjóská, Eyjarfjarðará og Hörgá. Veiði byrjaði á sama tíma í Eyjarfarðará og Hörgá en þaðan er lítið að frétta og lítið verið um veiði enda helsti veiðitíminn ekki byrjaður þar enn. Sömu sögu er að segja af Svarfaðardalsá því þar hefur allt verið kolmórautt síðan opnað var fyrir veiði og ekkert verið hægt að veiða. „Við erum að gera okkur vonir um að hún fari að hreinkast svo menn geti farið að veiða. Maður á von á þessu á hverjum degi en það hefur verið mikil rign- ing til fjalla og miklar leysingar, sem gera veiðimönnum erfitt fyr- ir,“ sagði Jón Halldórsson í Sport- vík á Dalvík. í Laxá á Ásum hefur gengið hægt í sumar en það eru komnir 59 laxar á land frá því veiðin hófst 1. júní. Sá stærsti er 20 punda en einnig hefur 19 punda lax komið á land. Sex hafa verið veiddir á flugu en allt hitt á maðk. Meira veiðist á neðra svæðinu en því efra. sh Reykjadalsá: Séra Sighvatur glímdi lengi við laxinn - og þakkaði drottni fyrir Veiðin byrjaði 20. júní í Fljótaá og þar hefur veiði verið með ró- legasta móti. „Það er kominn stórlax upp í ána og veiðimenn hafa verið að missa mikið af fiski. Það er kominn einn lax á land, 13 punda, og síðan eru mjög stórir laxar sem menn eru að glíma við en þeir hafa slitið og farið,“ sagði Trausti Sveins- son, sem selur veiðileyfi í Fljótaá. Sæmundará í Skagafirði var opnuð um síðustu helgi og segir Eiríkur St. Eiríksson, einn leigu- taka árinnar, að byrjunin lofí góðu. Á fyrsta degi kom ein 14 punda hrygna á land. Eiríkur segir að vart hafi orðið við lax á nokkrum stöðum til við- bótar opnunardaginn en ekki náð- ust þó fleiri. Alls komu um 70 laxar úr Sæmundará í fyrra og var Eiríkur bjartsýnn á að sá afli næð- Þegar fiskurinn sleppur eins og þama eru veiðisögumar bara skemmtilegri. „Þeir sem hafa komið og veitt hafa verið rnjög ánægðir. Það er rosalega spenn- andi þegar stórlaxarnir sjást í ánni og menn vita hvar þeir eru,“ sagði Trausti. Að sögn em 6-7 stórir laxar sem veiðimenn hafa náð að krækja í en misst. Það er dálítið slýrek í ánni, sem hefur ekki verið í þessarri á en það ist þetta árið ef veiðimönnum gengi ekki þeim mun verr í sumar. Það sem vakti mikla athygli veiðimanna var mikið magn af bleikju í ánni og segja má að veiðimenn hafi varla geta varist því að bleikjan tæki þó þeir reyndu að halda sig frá henni. Töluverð ásókn er í leyfi í Sæ- mundará því uppselt er fram yfir verslunarmannahelgi en laus leyfi eftir það. JÓH er alveg horfið núna. „Það stafar af því að áin hefur verið mjög vatnslítil í vor og vatni var ekki hleypt á fyrr en daginn fyrir veiði- tímann," sagði Trausti og bætti við að hann var ekki sáttur við RARIK af þeim sökum. „Það hefði þurft að opna fyrir vatnið svona tíu dögum áður en veiði- tímabilið hófst þannig að áin væri búin að hreinsa sig áður. Það er fyrst í dag að hún er laus við slý og þá er betra fyrir veiðimenn að athafna sig og meiri von að fiskur- inn gefi sig,“ sagði Trausti. Bleikjan gengur lítið upp ána en það hefur verið mokveiði í net- unum í Miklavatni en þar er leyfi fyrir 23 netalagnir. sh Hofsá og Selá í Vopnafirði: Byrjunin miklu betri ení fyrra í Hofsá í Vopnafirði hefur byrj- un laxveiðitímabilsins verið mun betri en í fyrra. Það eru komnir 33 laxar á land en opnað var fyr- ir veiðina þann 27. júní og komu 10 laxar fyrsta daginn, í saman- burði við einn í fyrra. Sá stærsti sem hefur verið land- að er 15,5 pund og yfir helmingur er yfir 10 pund. Það er alltaf full- pantað í Hofsá og núna eru íslend- ingar að veiða fram til 6. júlí en þá tekur við hópur Breta sem veiðir í þrjár vikur. Síðan koma Kanar í viku og þrír hópar af Frökkum. ís- lendingar komast síðan aftur að í þrjá daga í ágúst. I Selá voru 36 laxar komnir á land eftir fjóra og hálfan veiðidag og er það mikill munur frá því í fyrra. Veiðimenn voru sælir með aflann og flestir voru fiskamir vænir og fínir og sá stærsti 17 pund. Veitt er á fjórar stangir á neðra svæðinu og hingað til hefur mest verið veitt á maðk og spún en menn eru komnir yfir í fluguna líka. sh í Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu hófust veiðar 14. júní og búið að skrá á þriðja tug veiddra fiska. Þetta þykir mjög gott start ef miðað er við veiðina á síðasta ári þegar það komu aðeins 12 á land á sama tímabili í júní. Flestir eru þeir frá 9-15 pund nú. „Menn hafa mest notað maðk- inn en hann er einnig byrjaður að taka fluguna,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, sem hefur veitt þrjá af þeim fiskum sem veiðst hafa. „Það er gott vatn í ánni og fiskur- inn virðist ganga beint upp á efsta svæðið. Einn 13 punda er kominn á flugu og það var séra Sighvatur Karlsson sem veiddi hann og þakkaði drottni fyrir. Séra Sig- hvatur var búinn að glíma við lax- inn í einn og hálfan tíma þegar hann náði honum loks á land og þeir famir að þekkjast nokkuð vel. Nú er aðaltíminn framundan í Reykjadalsá og það eru nokkrir dagar til veiða í júlí og ágúst laus- ir og áhugasamir geta sett sig í samband við Ragnar Þorsteinsson, Sýmesi, í síma 464-3592 eða Guðmund í síma 464-1519. sh SKILAFRESTUR AUGLÝSINGA Auglýsendur! Athugið að skilafrestur í helgarblaðið okkar ertil kl. 14.00 á fimmtudögum ~ já 14.00 á fimmtudögum DAOUR auglýsingadeild, sími 462 4222, fax 462 2087 Opi'ð frá kl. 08.00-17.00 Það hefur verið góð veiði í Hofsá og Selá í Vopnafirði. Þessi mynd er tekin við Hofsá, þar sem 33 löxum hefur verið landað. Sæmundará í Skagafirði: Byrjunin lofar góðu - mjög mikið af bleikju í ánni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.