Dagur - 11.07.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 11.07.1996, Blaðsíða 14
14- DAGUR - Fimmtudagur 11. júlí 1996 Föstudagur kl. 20.55 Kryddlegin hjörtu Stöð 2 sýnir mexikósku kvikmyndina Kryddlegin hjörtu (Como Aqua Para Chocolata). Myndin sló í gegn um allan heim þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum fyrir örfáum árum. Hér er á ferð- inni erótísk ástarsaga sem gerist í litum bæ rétt sunnan Rio Grande. Þar hafa þau tíðindi gerst að Pedro Muzquiz og Tita de la Garza eru orðin ástfangin en ást þeirra er forboðin. Móðir Titu harðneitar að leyfa henni að giftast Pedro en býður honum hins vegar hönd eldri dóttur sinnar. Pedro þiggur þetta boð til að geta verið nálægt Titu. Göldrótt matreiðsla á síðan eftir að færa elsk- endurna saman og hafa óvenjuleg áhrif á tilfinningalíf persónanna í myndinni. Maltin gefur myndinni þrjár stjörnur. Laugardagur kl. 21.05 Schwarzenegger ófrískur Gamanmyndin Lilli (Junior) er á dagskrá Stöðvar 2. Þrír einmana vísindamenn leiðast út í tilraun sem veldur því að einn þeirra verður ófrískur og það er enginn annar sem Arnold Schwarzen- egger sem leikur þá per- sónu. Og það sem meira er: Hann getur ekki hugsað sér að láta frá sér barnið. í öðrum aðal- hlutverkum eru stórleik- ararnir Emma Thompson og Danny DeVito. Leik- stjóri er Ivan Reitman en hann á að baki margar vinsælar og athyglisverð- ar gamanmyndir, t.d. myndina Dave. Laugardagur kl. 22.55 Rafrásarmaðurinn Stöð 2 sýnir spennumyndina Rafrásarmaðurinn (Circuitry Man). Þetta er vegamynd (Road Movie) sem gerist í framtíðinni. Los Angeles er orðin óbyggileg vegna mengunarslyss en stofnað hef- ur verið nýtt þjóðfélag neðanjarðar. Lori er glæpakvendi sem stjórnar hættulegri klíku. Hana dreymir um að lifa heiðarlegu lífi en fyrst þarf hún að vinna sitt síð- asta verk í glæpaheiminum, fara með ólöglega sendingu til New York. Þar er um að ræða fíkniefni í formi tölvudisks sem tengdur er við heilastöðvar og vekur afar sterka sælutilfinningu. Snurða hleypur á þráðinn við þetta verk- efni Lori og hún leggur é flótta undan lögreglunni og hinum ill- ræmda glæpaforingja, Juice. Aðal- hlutverk leika Dana Wheeler Nic- holson og Jim Metzer. MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Ævintýri Mumma. 13.10 Skot og mark. 13.35 Heilbrigð sál í hraustum likama. 14.00 Froskarl. (Frogs!) Bráðskemmtileg sjón- varpskvikmynd um tvo vini sem vilja verða vinsælir í skólanum. En þeir lenda heldur bet- ur í ævintýrum þegar norn ein breytir þeim báðum í froska. Aðalhlutverk: Scott Grimes, Paul Williams, Elliott Gould og Shelley Duvall. Leikstjóri: David Grossmann. 1992. 15.35 Handlaginn heimilisfaðir. 16.00 Fréttir. 16.05 Taka 2 (e). 16.35 Glæstar vonir. 17.00 Aftur til framtíðar. 17.25 Jón spæjó. Jón Spæjó setur upp hattinn og sólgleraugun. Hann er tilbúinn í slaginn og gerir heiðarlega tilraun til að leysa snúin saka- mál. 17.30 Unglingsárin. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19>20. 20.00 Babylon 5. 20.55 Kryddlegin hjörtu. (Como Aqua Para Chocolata) Spænsk bíómynd sem sló hressi- lega í gegn um allan heim og sópaði að sér verðlaunum mexihósku akademíunnar árið 1992. Hér er á ferðinni skemmtileg ástarsaga sem gerist í litlum bæ rétt sunnan Rio Grande. Þar hafa þau tíðindi gerst að Pedro Muzquiz og Tita de la Garza eru orðin ástfangin en ást þeirra er forboðin. Mamma Titu harðneitar að leyfa Pedro að giftast henni en býður honum hins vegar hönd eldri dóttur sinnar. Pedro þiggur þetta boð til að geta verið nálægt Titu sinni og fljótlega sannast að leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann. Maltin gefur þrjár stjörnur. Aðalhlutverk: Lumi Ca- vazos, Marco Leonardi, Regina Tome og Mario Ivan Martinez. Leikstjóri: Alfonso Arau. 1992. 22.50 Snillingar. (Masters Of Music) Upptaka frá rokktónleikum sem haldnir vom í síðasta mánuði í Hyde Park. Meðal þeirra sem koma fram em Eric Clapton, Bob Dylan, Alanis Mori- sette og. Pete Townsend. 00.50 Froskar!. (Frogsl). 02.30 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 09.00 Bamaefni. 12.00 NBA-molar. 12.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 12.55 Vald ástarinnar. (When Love Kills) Fyrri hluti sannsögulegrar, bandariskrar fram- haldsmyndar um vörubílstjóra og fyrrverandi stríðshetju sem auglýsti í tímaritinu „Soldier of Fortune" í þeirra von að það myndi færa honum aukapening. Hann óraði ekki fyrir því hvaða eftirmála og áhrif þessi auglýsing átti eftir að hafa. Seinni hluti er á dagskrá á morg- un. (e). 14.25 Handlaginn heimilisfaðir. 14.50 Svefnlaus í Seattle. (Sleepless in Se- attle) Rómantísk gamanmynd með úrvalsleik- umnum Tom Hanks og Meg Ryan. Jonah lith ber fram þá ósk sína í beinni útsendingu út- varpsþáttar að faðir hans finni sér nýja eigin- konu. Þegar Annie Reed heyrir rödd drengsins í útvarpinu hrifst hún af því sem hann segir og hrifningin eykst þegar faðirinn kemur í sim- ann. Myndin fær þrjár stjömur hjá Maltin. Leikstjóri: Nora Ephron. 1993. 16.30 Andrés önd og Mikki mús. 16.55 Storyville. í Suðurríkjum Bandarikjanna er fortíðin ekki liðin. Þessi orð lýsa best þeim aðstæð- um sem ungur lögmaður þarf að gh'ma við þegar hann tekur að sér mál sem dregur fram í dagsljósið iskyggileg fjölskyldu- leyndarmál. Aðalleikarar. James Spader, Joanne Whaliey-Kilmer og Jason Robards. 1992. Stranglega bönnuð bömum. 19.00 Fréttir og veður. 20.00 Fyndnar fjölskyidumyndir. (America’s Funniest Home Videos). 20.30 Góða nótt, elskan. (Goodnight Sweet- heart). 21.05 Lilli. (Junior) Amold Schwarzenegger verður ófriskur í þessari frægu gamanmynd sem auk. hans skartar stórleikumnum Danny De Vito og Emmu Thompson. Þau leika þrjá einmana vísindamenn sem leiðast út í tihaun sem hefur fyrrgreindar afleiðingar. Og það sem meira er: Kappinn getur ekki hugsað sér að láta frá sér barrrið. Leikstjóri: Ivan Reitman. 1994. 22.55 Rafrásarmaðurinn. (Circuitry Man) Vegamynd sem gerist í framtíðinni. Los Ange- les er orðin óbyggileg vegna mengunar og því hefur nýtt þjóðfélag orðið til neðanjarðar. Stúlkan Lori stjórnar. glæpagengi en vill lifa heiðarlegu lifi. En áður en það verður þarf hún að vinna sitt síðasta glæpaverk: flytja ólögleg- an varning til New York. Hún lendir í átökum við lögregluna og glæpaforingjanna Juice og upphefst æðisgenginn flótti. Aðalhlutverk: Dana Wheeler Nicholson og Jim Metzer. Leik- stjóri: Steven Lovy. 1990. 00.30 Svefnlaus í Seattle. (Sleepless in Se- attle). 02.15 Dagskráriok SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 09.00 Bamaefni. 12.00 Fótbolti á fimmtudegi (e). 12.30 Neyðarlínan (e) (Rescue 911). 13.20 Lois og Clark (e) (Lois and Clark: The New Adventures). 14.05 New York löggur (e) (N.Y.P.D. Blue). 14.55 Vald ástarinnar. (When Love Kills) Seinni hluti sannsögulegrar, bandarískrar framhaldsmyndar um vörubílstjóra og fyrrver- andi stríðshetju sem auglýsti í timaritinu „Soldier of Fortune" í þeina von að það myndi færa honum aukapening. Hann óraði ekki fyrir því hvaða eftirmála og áhrif á lif hans þessi auglýsing átti eftir að hafa. (e). 16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 17.00 Saga McGregor-fjölskyidunnar. (Snowy River: The Mcgregor saga). 18.00 í sviðsljósinu. (Entertainment This Week). 19.00 Fréttir og veður. 20.00 Morðsaga. (Murder One). 20.55 Ástin ofar öliu. (No Greater Love) Róm- antísk og áhrifamikil kvikmynd gerð eftir sögu Daniellu Steel. Þetta er örlagasaga úr Titanic- slysinu. Fjölskylda og unnusti Edwinu láta lif- ið þegar. Titanic sekkur en en Edwina þarf að ala önn fyrir systkinum sínum og berjast við að halda fjölskyldufyrirtækinu gangandi. Ár- um saman helgar hún sig þessum skyldum en þá knýr ástin dyra. Aðalhlutverk: Kelly Rut- herford, Chris Sarandon og Simon MacCor- kindale. 22.25 Listamannaskálinn. (South Bank Show 1995-1996) Ný syrpa Listamannaskálans þar sem Melvyn Bragg fjallar ítarlega um nokkra helstu listamenn þessarar aldar og þau áhrif sem þeir hafa haft á samtíðina. Þættirnir hafa hlotið afbragðsgóða dóma en meðal þeina sem fjallað verður um á næstu vikum eru myndlistarmaðurinn Roy Lichtenstein, grinist- inn Dawn French, rithöfundurinn John Stein- beck, leikkonan Vanessa Redgrave, söngkon- an Miriam Makeba og svo mætti lengi telja. 23.20 Siðleysi. (Damage) Stephen Fleming er reffilegur, miðaldra þingmaður sem hefur allt til alls. En tilvera hans umturnast þegar hann kynnist Önnu Barton í kokkteilboði. Stúlkan er unnusta sonar hans en þrátt fyrir það hefja þau sjóðheitt ástarsamband. Stephen er hel- tekinn af stúlkunni og stofnar velferð fjöl- skyldu sinnar í hættu með gáleysislegu fram- ferði sínu. Aðalhlutverk: Jeremy Irons og Juli- ette Binoche. 1992. Stranglega bönnuð böm- um. Lokasýning. 01.10 Dagskrárlok. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Ævintýri Mumma. 13.15 Skot og mark. 13.40 Heilbrigð sái í hraustum likama. 14.10 í fylgsnum hugans. (Dying to Rem- ember) Lynn farsæll fatahönnuður sem starfar í New York. Einhverra hluta vegna er hún sjúklega hrædd við lyftur og ákveður að leita sér hjálpar. Lynn er dáleidd en hverfur þá aft- ur til sjöunda áratugarins og verður vitni að því þegar ung kona í San Francisco bíður bana eftir að hafa verið hrint niður lyftustokk af ókunnum árásarmanni. Aðalhlutverk: Melissa Gilbert. 1993. Stranglega bönnuð bömum. 15.35 Handlaginn beimilisfaðir. 16.00 Fréttir. 16.05 Núll 3 (e). 16.35 Glæstar vonir. 17.00 FerðirGúUivers. 17.25 Kisa Utla. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19>20. 20.00 Neyðarlinan. (Rescue 911). 20.50 Lögreglustjórinn. (The Chief). 21.45 Muhammed AU. Heimildarmynd frá BBC um goðsögnina Muhammed Ali, mesta hnefaleikamann sögunnar. 22.50 Farandsöngvarinn. (E1 Mariachi) Spennumynd sem gerist í litlum landamærabæ í Mexíkó. Þangað koma um svipað leyti dular- fullur gítarleikari og hættulegur leigumorðingi. Gítarleikarinn er tekinn í misgripum fyrir leigumorðingjann og fær eftir það engan frið fyrir brjáluðum ofbeldisseggjum. Maltin gefur þrjár stjörnur. Leikstjóri: Robert Rodriguez. 1992. Stranglega bönnuð bömum. 00.15 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Ævintýri Mumma. 13.10 Skot og mark. 13.35 Heilbrigð sál i hraustum líkama. 14.00 Vogun vinnur. (Worh Winning) Gaman- mynd um veðurfréttamanninn Taylor Worth sem er mikið upp á kvenhöndina og getur ómögulega bundist einni konu. Vinir hans ákveða að taka málin í sínar hendur og finna handa honum hina einu réttu. Aðalhlutverk: Mark Harmon, Madeleine Stowe, Lesley Ann Warren og Maria Holvöe. 1989. 15.35 Handlaginn heimilisfaðir. 16.00 Fréttir. 16.05 Matreiðslumeistarinn (e). 16.35 Glæstar vonir. 17.00 Ruglukollamir. 17.10 Dýrasögur. 17.20 Skrifað í skýin. 17.35 Krakkamir i Kapútar. Ævintýralegur og spennandi myndaflokkur um tvo krakka sem búa með foreldrum sínum á geimrann- sóknarstöð. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19>20. 20.00 Sumarsport. 20.30 Handlaginn heimilisfaðir. (Home Improvement). 21.00 Matglaði spæjarinn. (Pie In The Sky). 21.50 Stræti stórborgar. (Homicide: Life on the Street). 22.40 Vogun vinnur. (Worth Winning). 00.20 Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Ævintýri Mumma. 13.10 Skot og mark. 13.35 Heilbrigð sál í hraustum iíkama. 14.00 Sonur Bleika pardusins. (Son of The Pink Panther) Allir þekkja Iögregluforingjann klaufalega, Clouseau, sem Peter Sellers lék svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum. Nú hefur komið í ljós að Clouseau eignaðist son sem er jafnvel meiri klaúfi en hann sjálfur var. Það er Roberto Bengnini sem er í aðalhlut- verki en leikstjóri er Blake Edwards. 1993. Bönnuð bömum. 15.35 Handlaginn heimilisfaðir. 16.00 Fréttir. 16.05 Sumarsport (e). 16.35 Glæstar vonir. 17.00 í Vinaskógi. 17.25 Mási makalausi. 17.50 Doddi. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.00 19>20. 20.00 BeveriyHilIs 90210. 20.55 Núll 3. 21.30 Sporðaköst (e) Vatnsá. 22.00 Brestir (e) (Cracker 2). 22.55 Sonur Bleika pardusins. (Son of The Pink Panther). 00.30 Dagskrárlok FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Ævintýri Mumma. 13.15 Skot og mark. 13.45 öid sakleysisins. (The Age of Innoc- ence) f þessari mynd leikur Michelle Pfeiffer á móti Daniel Day Lewis og fleiri stórleikurum. Sagan gerist á þeim tímum þegar strangar siðareglur héldu ástrnni í fjötrum og fæstir þorðu að segja og eða gera það sem hugurinn stóð til. Myndin er gerð eftir verðlaunaskáld- sögu Edithar Wharton. Myndin hlaut Óskars- verðlaun fyrir búninga og var tilnefnd til fjög- urra annarra. Leikstjóri: Martin Scorsese. 1993. 16.00 Fréttir. 16.05 í töivuveröld. 16.35 Glæstar vonir. 17.00 í Erilborg. 17.20 Vinaklikan. Fallegur teiknimyndaflokk- ur um nokkur skógardýr sem eru bestu vinir og alltaf reiðubúin að rétta öðmm hjálparhönd. 17.35 Smáborgarar. 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaðurinn. 19.0019>20. 20.00 Blanche. 20.55 Hjúkkur. (Nurses). 21.25 99 á móti 1. (99 to 1). 22.20 Taka 2. 22.55 Fótbolti á fimmtudegi. 23.20 Öld sakleysisins. (The Age of Innoc- ence). 01.35 Dagskrárlok Miðvikudagur kl. 20.55: NÚ113 Viðtalsþátturinn Núll 3 er á dagskrá Stöðvar 2 á miðviku- dagskvöldum. í þáttunum er rætt við íslendinga á aldrin- um 20 til 30 ára. Þetta er fólk með ólíkan bakgrunn og fæst við margbreytileg störf. í hverjum þætti koma fram þrír einstaklingar, hver í sínu lagi. Þetta fólk segir sögu sína, ræðir um áhugamál sín, trúar- skoðanir, atvinnu, nám og flest það sem viðkemur lífinu og tilverunni. Þættirnir verða á dagskrá vikulega næstu mánuði á Stöð 2. Mánudagur kl. 21.45: Muhammed Ali Á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldum er athyglisverð heimild- arþáttaröð frá sjónvarpsstöðinni BBC. Nefnist hún Orðspor eða Reputation. í þáttunum er fjallað um ólíkar en heimsfrægar per- sónur sem hafa markað spor í sögu 20. aldarinnar. Að þessu sinni verður varpað ljósi á hnefaleikarann Muhammed Ali, öðru nafni Cassius Clay. Ali er einhver besti hnefaleikari sögunnar auk þess að vera litrík og umdeild manneskja. í þættinum er fjallað um æv- intýralegan feril Alis í boxhringnum, einkalíf hans og æskuár, og rætt við fjölda fólks sem honum er nákomið. Hinn frægi leikari, Laurence Fishburne, segir sögu Alis í þættinum. Fimmtudagur kl. 23.30: Bein útsending frá leik Draumaliðsins íþróttaáhugamenn fá vænan skammt af nýju efni á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn Fótbolti á fimmtudegi er á dagskrá kl. 22.55 en þar verð- ur sýnt frá nýjum leikjum í Sjóvá-Almennra deildinni. Strax á eftir þættinum, eða klukkan 23.30, hefst síðan bein útsending frá leik Draumaliðsins, sem er landslið Bandaríkjamanna í körfuknattleik, gegn sterku landshði Ástralíu. Draumaliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana sem hefjast innan tíðar og þessi lands- leikur er síðasti liðurinn í undirbúningnum. í leiknum gefur að líta margar af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar og án efa er hér á ferðinni langsterkasta körfuknattleikslið heims. Sunnudagur kl. 20.55 Ástin ofar öllu Kvikmyndin Ástin ofar öllu (No Greater Love) er á dagskrá Stöðvar 2. Þetta róm- antísk örlagasaga, gerð eftir bók hins vinsæla ástarsagnahöfundar, Danielle Steel. Sagan hefst í Titanic-slysinu. Fjöl- skylda og unnusti Edwinu láta lífið þeg- ar Titanic sekkur og eftir það þarf hún að ala önn fyrir yngri systkinum sínum og berjast við að halda fjölskyldufyrir- tækinu gangandi. Árum saman helgar hún sig þessum skyldum en dag einn knýr ástin dyra. Aðalhlutverk leika Kelly Rutherford, Chris Sarandon og Simon MacCorkindale.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.