Dagur - 23.08.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 23. ágúst 1996
LEIÐARI
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR
SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285.
HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRl'MANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
Magapína til vinstrí
Þjóðvaki virðist ekki eiga sér marga lífdaga framund-
an, ef marka má skoðanakannanir. Af þeim sökum er
Þjóðvakafólk greinilega orðið heldur stressað yfir
framtíð þess í landsmálum og reynir nú með öllum
hugsanlegum ráðum að finna sér farveg til framtíðar.
í nýútkomnu Þjóðvakablaði er fjallað um sameiningu
jafnaðarmanna, sem liggur við að sé að verða
skammaryrði í íslenskri pólitík, og þar kemst Mörður
Árnason, varaþingmaður, að þeirri niðurstöðu að
Þjóðvakafólk vilji sjá árangur á borði en ekki aðeins í
orði. Þessi árangur á þá væntanlega að felast í því að
Þjóðvaki og Alþýðuflokkur taki upp víðtækt samstarf
eða sameinist. Það væri vissulega ekki óeðlilegt
skref; að Jóhanna rataði aftur heim til sinna föður-
húsa, í faðm Jóns Baldvins og Guðmundar Árna, og
strikaði þar með yfir það hliðarspor sem hún tók
hérna um árið með stofntm Þjóðvaka.
Það eru að verða nokkuð mörg árin siðan fyrst var
byrjað að tala um stóra jafnaðarmannafylkingu á ís-
landi. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar flengdust um
landið þvert og endilangt og borðuðu lifur hjá Bryn-
dísi, en ekkert kom út úr því nema trúnaðarbrestur
milli krata og allaballa. Síðan kusu Alþýðubandalags-
menn Margréti í formannsstólinn og bundu, í það
minnsta sumir, við það vonir að hún myndi breyta
landslaginu svo mjög að ekkert yrði því til fyrirstöðu
að mynda langþráðan jafnaðarraannaflokk með sam-
runa Þjóðvaka, Alþýðuflokks og Kvennalista. Ekkert
hefur bólað ennþá á þessu frumkvæði Margrétar,
enda er hún ekki í öfundsverðu hlutverki að sameina
undir einn hatt ólík sjónarmið í Alþýðubandalaginu.
Innan þess eru vitaskuld öfl sem fáránlegt er að ætla
að nokkru sinni gangi í eina sæng með hægrisinnuð-
um krötum.
Þrátt fyrir að talsmenn Þjóðvaka liggi sólarhring-
ana út á bæn um pólitískt líf þess eftir þetta kjör-
tímabil, er ekki sjáanleg breyting á næstunni. Og það
hlýtur að vera Þjóðvakafólki nokkurt umhugsunar-
efni að stíga bræðralagsdans með krötum á sama
tíma og málgagn þeirra, Alþýðublaðið, upplýsir að
innra starf í Alþýðuflokknum sé minna en ekki neitt.
Enn einu sinni er talað fjálglega um sameiningu á
vinstri væng stjórnmálanna. Þetta tal á miklu frekar
heima í brandarabók en í íslenskri stjórnmálasögu.
Á skógar-
degí í Hánefs-
staðareit
Sunnudaginn 11. ágúst sl. efndi
Skógræktarfélag Eyfirðinga til
skógardags í Hánefsstaðareit í
Svarfaðardal, en reiturinn er í eigu
og umsjá Skógræktarfélagsins.
Um 160 manns lögðu leið sína í
skóginn þennan dag.
Skógræktardagurinn hófst með
helgistund í umsjá sr. Jóns Helga
Þórarinssonar, sóknarprests á Dal-
vík, og síðan flutti Vignir Sveins-
son, formaður Skógræktarfélags
Eyfirðinga, ávarp. Að því búnu
gekk Hallgrímur Indriðason,
framkvæmdastjóri Skógræktarfé-
lagsins, með gestum um Hánefs-
staðareit og loks stóð Skógræktar-
félagið fyrir kynningu á skógrækt-
arstarfinu þar sem sýnd voru „fræ
til fullunninnar vöru“, plöntur,
viðarvinnsla og tæki sem notuð
eru við skógræktina. Þá var boðið
upp á ketilkaffi og veitingar í boði
Skógræktarfélags Eyfirðinga og
sóknamefndar. Við þetta tækifæri
flutti Svana Halldórsdóttir á Mel-
um ljóð eftir Bimu móður sína og
hjónin á Tjöm, Kristján og Krist-
jana tóku lagið ásamt tveim böm-
um sínum.
50 ár frá upphafí skógræktar
í Hánefsstaðareit
Tilefni þessa skógardags í Hánefs-
staðareit var ekki síst það að á
þessu ári em liðin 50 ár frá því að
Eiríkur Hjartarson hóf trjárækt í
Hánefsstaðareit.
Eiríkur Hjartarson fæddist í
Uppsölum í Svarfaðardal árið
1885 og ólst þar upp. Ungur að ár-
um fór hann til Ameríku og nam
þar rafmagnsfræði. Hann fluttist
aftur heim til íslands með fjöl-
skyldu sína og reisti hús í Laugar-
dalnum í Reykjavík. Jafnframt
byggði hann gróðurhús og kom
sér upp sólreitum og ræktunarbeð-
um. Eiríkur stundaði þar umfangs-
mikla ræktun og lagði grunninn að
þeim grasagarði í Laugardalnum
sem síðan hefur eflst og dafnað.
Sextugur að aldri festi Eiríkur
kaup á jörðinni Hánefsstöðum í
Svarfaðardal, sem er næsta jörð
við Uppsali, fæðingarjörð hans.
Jörðina leigði hann til búnytja en
hélt eftir allstóru svæði til trjá-
ræktar og girti af. Þetta svæði er í
dag Hánefsstaðareitur.
í ávarpi sínu á skógardeginum í
Hánefsstaðareit rifjaði Vignir
Sveinsson upp vísu eftir Gunnlaug
bónda Gíslason á Sökku um skóg-
rækt Eiríks Hjartarsonar:
Afverkum þínum leggur ilminn inn,
um allan bœinn minn á hverju vori.
Blessi þig guðssól gamli vinur minn,
það grœr upp björk í hverju þínu spori.
Árið 1965, tveim áratugum eftir
að Eiríkur hóf skógrækt í Hánefs-
staðareit, ánafnaði hann Skóg-
ræktarfélagi Eyfirðinga jörðina
Hánefsstaði ásamt skógarreitnum.
Jörðin var síðar seld og andvirð-
inu varið til að byggja upp og þróa
plöntuframleiðslu, sem kom skóg-
ræktarstarfi á öllu Eyjafjarðar-
svæðinu til góða.
Vignir Sveinsson sagði í ávarpi
sínu á skógræktardaginn að þær
raddir hafi heyrst að skóginum
hafi verið of lítið sinnt og umhirða
mátt vera meiri. „Þetta er að vissu
leyti skiljanlegt þegar tekið er mið
af einstakri natni og alúð gefand-
ans, sem segja má að dekrað hafi
við hverja plöntu,“ sagði Vignir.
Þau hjónin Kristján Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir, 50% Tjarnar-
kvartettsins, tók lagið úti í hólmanum, gestum til mikillar ánægju.
Talið er að um 160 manns, flestir frá Dalvík og úr Svarfaðardal, hafi Iagt leið sína í Hánefsstaðareit á skógardaginn,
11. ágúst sl. Vilji er til þess hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga að taka upp samstarf við Svarfaðardalshrepp og Dal-
víkurbæ um rekstur útivistarsvæðis í reitnum.
„Vissulega er það rétt að alltaf má
gera betur og verkefnin gætu verið
óþrjótandi. Fjárhagsleg geta hefur
hins vegar sett framkvæmdum
skorður. Félagið hefur því haft
það að leiðarljósi fyrst og fremst,
að viðhalda friðun og eðlilegri
grisjun, án þess að grípa um of inn
í framgang náttúrunnar, og sjá til
þess að skógurinn sé opinn og öll-
um aðgengilegur. Eftir því sem
skógurinn hefur hækkað hefur
grisjun orðið erfiðari vegna mik-
illa snjóbrota, einkum í norður-
hluta reitsins sem safnar í sig
miklum snjó og oft á tíðum er
álitamál hversu mikið skuli grisja.
Það blandast þó engum hugur um
að reiturinn er náttúruperla og hef-
ur með auknu skjóli laðað til sín
fleiri og fleiri gesti.“
Útivistarsvæði í
Hánefsstaðareit
Vignir sagði að vaknað hafi hug-
myndir, bæði hjá heimamönnum
og forráðamönnum Skógræktarfé-
lagsins, að koma á fót útivistar-
svæði í Hánefsstaðareit fyrir Dal-
víkinga og Svarfdælinga. í því
felst að komið verði upp aðstöðu,
s.s. snyrtingum, leiktækjum, grill-
aðstöðu, göngustígum verði fjölg-
að o.fl. Vignir segir að slíkt muni
kosta meira fé en Skógræktarfé-
lagið ráði eitt við og því hafi sl.
vor verið leitað til Dalvíkurbæjar
og Svarfaðardalshrepps um stofn-
un og rekstur skógarins sem úti-
vistarsvæðis. Vignir upplýsti að
forsvarsmenn sveitarfélaganna
hafi nú lýst yfir að ekki verði af
þessu samstarfi að svo stöddu, en
ekki sé ólíklegt að málið verði
tekið upp að nýju, ekki síst ef al-
Jón Þórðarson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Eyfirðinga, við minnis-
varðann um Eirík Hjartarson í Hánefsstaðareit.
Hér er Þröstur Pálmason, starfsmaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, við
sýningarborð, en efnt var til sýningarinnar „Frá fræi til fullunninnar vöru“
mennur áhugi sé fyrir slíku hjá
íbúum svæðisins. „Ekki er heldur
loku fyrir það skotið,“ sagði Vign-
ir, „að af samstarfi geti orðið milli
Skógræktarfélagsins og annarra
félagasamtaka. í öllu falli hefur
félagið áhuga og vilja til að standa
hér vel að málum eftir því sem
fjárhagur leyfir og veita Hánefs-
staðaskógi þá umhirðu og veg-
semd sem hann og minning Eiríks
Hjartarsonar verðskulda." óþh