Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Page 2
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 20. JULÍ 1994 Samningar Tryggingastofnunar og sérfræðinga lausir frá í september Heilbrigdisráðherra segir til vísunarskyldu líklega - rúmlega 100 milljóna króna spamaður úr myndinni „Það þarf tvo til að ná nýjum samningi. Hins vegar var ég á sínum tíma að undirbúa tilvísunarskyldu þannig að þeim mun lengur sem það dregst að ná samningi við sérfræð- inga þeim mun líklegra er að leiðin út úr þessu verði tilvísunarskyldan, þannig að ekki verði greitt öðruvísi en samkvæmt tilvísun frá heimilis- lækni,“ segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Samningar sérfræðinga og Trygg- ingastofnunar hafa verið lausir frá því í september síðastliðnum eftir að núverandi heilbrigðisráðherra sagði þeim upp. Hingað til hafa samninga- fundir reynst árangurslitlir, reyndar hafa samninganefndimar ekki ræðst formlega við síðan um áramót. Menn hafa hins vegar hist á óform- legum fundum og rætt ýmsa mögu- leika til sparnaðar. Samkvæmt upp- lýsingum DV hafa hugmyndir um eins konar kvótakerfi eða eininga- kerfi, þar sem einstökum læknum yrði úthlutað ákveðnum fjölda ein- inga, verið ræddar en sérfræðingar ekki talið það álitlegan kost. Samkvæmt fjárlögum átti að ná niður sérfræðikostnaði á þessu ári um rúmlega 100 milljónir en þar sem starfað hefur verið eftir gamla samn- ingnum hefur enginn útgjaldasparn- aður orðið. Segir Sighvatur að ekki þýði að tala um spamað þar sem ekki hafi tekist að ná nýjum samn- ingi eins og að var stefnt. Heilbrigðiráðherra hefur áður lýst yfir óánægju með samninginn og sagði hann meðal annars, í samtali við DV, galopinn krana í kerfmu sem veitti sérfræðingum frjálsan aðgang að greiðslukerfi Tryggingastofnun- ar. Læknar þyrftu ekki annað en að tilkynna sig sem sérfræðing til að fá beinan aðgang að greiðslukerfi Tryggingastofnunar. Sighvatur segir að vænta megi aðgerða í málinu mjög fljótlega og engar aðrar leiðir en til- vísanakerfið séu sjáanlegar. Formaöur sérfræðinga: Bolabrögð og þving- unarað- gerðir „Á þessari stundu vil ég ekki fuílyrða um hver viðbrögð okkar verða ef tilvísunarskyldu verður komið á. Mér finnast þetta óheið- arlegar aðferðir vegna þess að almannatryggingalögunum var breytt eftir að gamli samningur- inn hafði verið gerður. Þessi ráð- herra fékk breytt almannatrygg- ingaiögunum til þess að fá heim- ild til þess að setja á tilvísunar- kerfi. Þetta er eins og í Suður- Afríku þar sem lögunum var breytt tii að fá höggstað á and- stæðingnum. Þetta eru ekkert annað en bolabrögð," segir Guð- mundur Ingi Eyjólfsson, for- maður samninganefndar sér- fræðinga, um ummæh heilbrigð- isráðherra um að líklega verði að koma á tilvísanakerfi þar sem ekki takast samningar milU sér- fræðinga og Tryggingastofnunar um greiðslur tíl þeirra fyrr- nefndu. Guðmundur Ingi segir allsendis óvíst hvort takist að ná kostnaði niður um 100 miUjónir með því aö setja á tUvísunarkerfi. Hann lítur reyndar svo á að hér sé ein- ungis um þvingunaraðgerðir að ræða. „Ráðherra vUdi ná niður rann- sóknarkostnaöi líka. Þar er í gildi tilvísanakerfi þannig að í því tíl- viki er um að ræða vindhögg." „Ég hef ekki minnstu trú á þessu kerfi. Það er húið að veifa þessu plaggi oft, þessari tUvísun- argrýlu, og við erum eiginlega hættir að taka mark á þessu.“ Guðmundur Ingi telur að að- gerðir ráðuneytis í málum sem tengdust röntgengjaldskrá hafi orðið tU þess að shtnaði upp úr samningum í mars síðastliðnum. „Við sáum ekki samnings- grundvöU eftir þetta. Það sem við áttum að fá í staðinn fyrir okkar eftirgjöf var farið. Maður gerir ekki einhliða samning og gefur endalaust eftir,“ segir Guðmund- ur Ingi. Hann segir jafnframt að útgjöld Tryggingastofnunar vegna sérfræðiþjónustu á sein- asta ári hafi verið 600 milljónir. Yfir 100 mUljóna króna lækkun á þessari upphæð sé að minnsta kosti 16 prósenta lækkun á greiðslum til sérfræöinga. „Ef aðrir í þjóðfélaginu eru til- húnir að taka á sig svona tekju- skerðingu þá erum við einnig tU- búnir. Annars ekki,“ segir Guð- mundur Ingi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Friörik Sophusson fjármálaráðherra ræddu byggingarmálin fyrir HM '95 á fundi i gærmorgun. DV-mynd ÞÖK Borgarráð styður íþróttahús - borgin hefur samþykkt aö byggja hálft hús, segir bármálaráöherra Borgarráð hefur samþykkt að veita 270 mUljónir króna í byggingu nýs fjölnota íþróttahúss í Laugardal fyrir HM ’95 að því tUskUdu að forr- áðamenn Handknattleikssambands íslands, HSÍ, tryggi samsvarandi upphæð frá ríkisvaldi eða öðrum aöilum sem sjái sér hag í húsinu. „Við munum leita leiða til þess aö byggja hús sem yrði viðunandi fyrir okkur fyrir HM fyrir þessa upphæð og gæti orðið fyrsti áfangi að fjölnota íþróttahúsi. Ég ht svo á að 260 miUj- ónir séu til reiðu og eins og staðan er í dag hef ég ekki trú á öðru en að hægt sé að byggja hús fyrir þessa upphæð. Það er óreynt-ennþá hvort okkur tekst að fá samsvarandi upp- hæð og verður það bara aö koma í ljós. HSÍ mun ekki beita sér fyrir því,“ segir Ólafur Schram, formaður HSÍ. „Fjármálaráöherra vísar í samning milli HSÍ og fjármálaráðuneytisins frá 1991 þar sem fjármálaráðuneytið er laust allra mála og þarf ekki að leggja meiri framlög f HM ’95. Það er ekki nema menn séu tUbúnir að opna þetta aftur, tU dæmis með sam- þykki ríkisstjórnarinnar fyrir því. HSÍ verður náttúrlega að vinna þetta mál áfram en við höfum bara verið að bregðast við áhyggjum þeirra kringum þetta mót,“ segir Ingihjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Forsenda þess að þetta mót yrði haldið var að það yrði gert með nú- verandi húsakosti. Þetta mál hefur komist aftur á hreyfmgu vegna þess að frambjóðendur í Reykjavík reif- uðu hugmyndir um að byggja yfir íþróttastarfsemina og þess vegna kom fram ósk frá HSÍ. Með sam- þykktinni er borgarráð að koma sér hjá því að byggja húsið með því að setja skUyrði fyrir framlaginu um að HSÍ leiti eftir stuðningi hjá ríkisvald- inu. Reykjavíkurborg hefur sam- þykkt að hyggja hálft hús,“ segir Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. Ekkert erindi hefur horist frá HSÍ til fjármálaráðuneytisins um að rík- isvaldið skoði máhð á nýjan leik. Stuttar fréttir Bæjarstjórn neitar Bæjarstjórn sameinuðu sveit- arfélaganna á Suðurnesjum neit- aði að kaupa dráttarbraut af Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Framkvæmdastjóri stöðvarinnar sagðist í RÚV vera vonsvikinn. Sjálfhættá Hrafnseyri Menntamálaráðherra sagði í RÚV endurbyggingu fæðmgarbú- staðar Jóns Sigurössonar á Hrafnseyri vera sjálfhætt i sumar vegna fjárskorts. PiúsáGrundartanga Fram kom í Mbl. að 40 milljóna króna hagnaöur varð af rekstri Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga fyrstu sex mánuöi ársins. Engarjarðirkeyptar Enginn áhugi viröist vera hjá útlendingum að kaupa jarðir á íslandi í kjölfar EES-samnings- ins. Þetta kom fram á Stöð 2. Launavísitala hækkar Launavísitala fyrir júlímánuð er 133,1 stig sem er 0,7% hækkun frá fyrra mánuði. Vísitalan var reiknuð miöað við meðallaun í júní si. 4,1 prðsent verðhólga Byggingarvísitala er núna 197,8 stig, 0,3% hærri en í júni Siðustu 3 mánuði hefur vísitalan hækkaö um 1% sem jafngildir 4,1 prósent verðbólgu á ári. Meirigrásleppa Sjávarútvegsráðherra hefur framlengt veiðitíma til grá- sleppuveiöa xun allt að einn mán- uö að beiðni smábátaeigenda. Hafrannsóknastofhun lagði blessun sína yfir framlenging- una. Hermann Níelsson, varaþingmaður krata á Austurlandi: Styð Jóhönnu en klýf ekki f lokkinn Emil Thorarensen, DV, Eskifiiði: Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður hefur hafið liðskönnun sína á Austfjörðum. Var á Höfn á mánudag og ók um kvöldið til Djúpavogs. Gisti á prestssetrinu hjá séra Sjöfn Jó- hannesdóttur, eiginkonu séra Gunn- laugs Stefánssonar alþingismanns. Jóhanna dvaldi á Djúpavogi í gær. Hélt þá til Breiðdalsvíkur. Þar tók séra Gunnlaugur á móti henni. Þau heimsóttu vinnustaði og spjöll- uðu við fólk á Breiödalsvík og Stöðv- arfirði. í gærkvöldi heimsótti Jó- hanna Fáskrúðsfjörð. Þar tók Eirík- ur Stefánsson, formaður kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins á Austurlandi, á móti þeim opnum örmum og voru þau með vinnustaðáfundi í morgun. „Við reynum að skipuleggja vel þessa heimsókn Jóhönnu. Hér vilja allir allt fyrir hana gera,“ sagði Ei- ríkur. Forsvarsmenn Goðaborgar hf. á Fáskrúðsfirði, sem hafa 40 manns í vinnu, létu gera sex rjómatertur sem boðið var upp á í kaffinu í morg- un þegar Jóhanna heilsaði upp á. Ég vona að Jóni Baldvin beri gæfa til þess að halda flokknum saman. Á þessari stundu vil ég ekkert um þaö segja hvort ég fylgi Jóhönnu að mál- um en það verður að taka tillit til allra sjónarmiða í flokknum. Þau 40% sem studdu Jóhönnu á flokks- þinginu verða að finna sig velkomin áfram í Alþýðuflokknum. Lítill flokkur eins og Alþýöuflokkurinn má ekki verða minni," sagði Eiríkur. Eftir hádegi í dag fer Jóhanna til Reyðarfjarðar og kemur til Eski- fjarðar í kvöld og mun gista. Á fimmtudag verður hún með fundi á Eskifirði. Fer síðan til Neskaupstað- ar og um kvöldið til Egilsstaða. Verð- ur þar til hádegis á fostudag og held- ur þá niöur á Seyðisfjörö. Hermann Níelsson, varaþingmað- ur Alþýðuflokksins á Austurlandi, kvaðst í samtali við DV hafa stutt Jóhönnu á flokksþinginu. „Hún hefur unnið geysigott starf í þágu alþýðu þessa lands og nú finnur hún vel stuðning við sínar skoðanir hjá þorra fólks. Allir vilja bjóöa henni gistingu og mat og gera þessa ferð sem ánægjulegasta. Sýna henni á þann hátt stuðning við hennar stefnu. Ég er stuðningsmaður Jó- hönnu en ég er ekki tilbúinn að klj úfa Alþýðuflokkinn. Jón Baldvin er formaður flokksins, kjörinn af meiri- hluta, og ég ber virðingu fyrir honum sem formanni," sagði Hermann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.