Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 28
28
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994
Uffe Ellemann-Jensen.
Vill
íslendinga
ÍESB
„Ég vona aö íslendingar sæki
um aðild að Evrópusambandinu
en tek það fram að það eru aðeins
íslendingar sjálfir sem geta svar-
að þeirri spurningu hvort af því
verður,“ segir Uffe Ellemann-
Jensen í DV.
Sækjum ekki um í
einhverju bríaríi
„Við verðum að skilgreina hvað
við viljum og láta reyna á það.
Við sækjum ekki um í einhverju
bríaríi heldur verður þetta að
vera vel undirbúið," segir Vil-
hjálmur Egilsson í DV.
Ummæli
Húsið meira og minna
ónýtt
„Þegar átti að opna heimilið kom
í ljós að húsið var allt meira og
minna ónýtt. Þegar þetta kom í
ljós var öllu málinu frestað og
síðan hafa menn verið í hálfgerð-
um vandræðum með húsið,“ seg-
ir Pétur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Ríkisspítalanna, um fæð-
ingarheimilið í Reykjavík í Tím-
anum.
Alveg sama hvað hver
segir, kortin gilda ekki
„Ég var fullvissaður um að ég
þyrfti svo lítinn gjaldeyri. Það
átti ekki að vera neitt mál að taka
út á debetkort. En í fimm banka-
fór ég og hvergi var tekið við
kortinu," segir Albert Þorbjöms-
son, ferðamaður í Hollandi, í DV.
Banna togveiðar báta
og togara
„Það á að banna allar togveiðar
báta og togara út af Austfjörðum
frá Glettinganesflaki, norður og
vestur um, alveg vestur í Djúpál
út í 3 sjómílur. Á þessu svæði
ætti að mínu mati eingöngu að
leyfa krókaveiðar,“ segir Stur-
laugur Stefánsson, formaður
Sindra í DV.
Aðalfundur
Tattoo-klúbbsins
Hinn nýstofnaði Tattoo-klúbb-
Fundir
ur íslands heldur sinn fyrsta að-
alfúnd á Tveimur vinum i kvöld,
miðvikudaginn 20. júli kl. 20.30.
Skráðir félagar mætið og kjósið í
stjóm klúbbsins. Tekið veröur á
móti nýjum félagsmönnum.
Sagtvar:
Ef hann mundi taka það að sér
mundí ég verða feginn.
Rétt væri: Ef hann tæki það að
sér yrði ég feginn.
Kaldast er á
Homströndum
I dag verður hæg suðaustlæg eða
breytileg átt. Skýjaö með köflum
Veðrið í dag
norðaustanlands, súld frameftir
morgni suðaustan til en annars smá-
skúrir. Hiti verður á bilinu 7 til 20
stig, hlýjast norðaustanlands yfir
daginn en kaldast á Hornströndum.
Á höfuðborgarsvæðinu er hæg aust-
læg átt og smáskúrir. Hiti 9 til 14 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 23.11.
Sólarupprás á morgun: 3.58.
Síðdegisflóð í Reykjavík 16.37.
Árdegisflóð á morgun: 5.01.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjað 12
Egilsstaðir léttskýjað 12
Galtarviti skýjað 12
Keíla víkurilugvöllur skýjað 9
Kirkjubæjarklaustur r. á s. klst. 10
Raufarhöfn þoka 9
Reykjavik skýjað 10
Vestmannaeyjar skýjað 9
Bergen léttskýjað 13
Helsinki léttskýjað 16
Ósló léttskýjað 19
Stokkhólmur skýjaö 19
Þórshöfn alskýjað 12
Amsterdam léttskýjað 18
Berlín léttskýjað 17
Chicago skýjað 24
Feneyjar þrumur 19
Frankfurt rigning 17
Glasgow lágþokubl. 13
Hamborg léttskýjað 16
London mistur 15
LosAngeles mistur 17
Lúxemborg léttskýjað 16
Madríd léttskýjað 18
Malaga þokumóða 23
Mallorca skýjað 24
Montreal léttskýjað 20
New York léttskýjað 27
Nuuk rigning 10
Orlando skýjað 24
París heiðskírt 17
Vín r. á s. klst. 18
Washington þokumóða 27
Winnipeg alskýjað 17
Beinum ausum okkar að út-
„Við erum með samning við eina
stóra ferðaskrifstofu í Þýskalandi
sem sendir okkur töluvert af ferða-
fólki. Víð erum búnir að senda
Maður dagsins
mikið út af kynningariti til ferða-
skrifstofa í Evrópu og verðum að
halda markvisst áfram að láta vita
af okkur. Það tekur 3-4 ár að byggja
þetta upp í alvöru tjaldstæða- og
ferðaþjónustu. Þá vonum viö að
það sé þess virði að standa í þessu,“
segir Erlingur Hannesson, rekstr-
araðili þjónustumiðstöðvar og
tjaldsvæðis í Njarðvik og Keflavík.
Að sögn Erlings voru gistinætur
tæplega 300 í júní en fyrstu dagarn-
ir x júlí lofa góðu vegna góðrar
veðráttu. Þrátt fyrir 20% samdrátt
i tjaldferðalögum þá telur hann að
fólkið sé mun seirrna á ferðinni í
ár en verið hefur. „íslendingar láta
Erlingur Hannesson.
lítið sjá sig ennþá en aðstaðan er
fyrir húsbila, hægt er að tengja í
rafmagn, komin er upp skolaðstaða
fyrir klóakið úr bílunum og er los-
að og tekið vatn inn á tankana en
þessi aðstaða var ekki fyrir hendi.“
Tjaldsvæðið er staðsett við Sam-
kaup í Njarðvík en svæðið var opn-
að í fyrra. „Það er alveg öruggt að
ef við fáum ferðamanninn til að
koma hingað fyrstu nóttina þegar
hann kemur til landsíns þá skilar
hamx sér aftxir síðustu 2-3 næturn-
ar áður en hann heldur af landi
brott og notar síðustu dagana til
að skoöa svæðið hér í kring. Við
bjóðum miklu meira en bara íjald-
stæði, við reynum að þjóna ferða-
manninum á sem flestan máta,
bjóðum ferðir, útsýnisflug, bíla-
leigubíla, sjóstangaveiði og margt
fleira. Fólk sem hefur komið hing-
að hefur óspart nýtt sér þessa þjón-
ustu en mest eru það Þjóðveijar,
þeir eru það sem af er árinu um
60% af öllum gestum en voru 83%
í fyrra. Norðurlandabúar hafa sést
töluvert þetta sumarið en það má
segja að hér tjaldi fólk alls staöar
að úr heiminum."
Áhangandi Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
Leikir í fjórðu
deildinni
Nú er heimsmeistarakeppnin
búin sællar minningar þótt ekki
séu menn á eitt sáttir um gæði
úrslitaleiksins verður því ekki
breytt að Brasilía verður heims-
íþróttir
meistari næstu flögur árin,
Hvaða lið vei-öur íslandsmeistari
í ár er ekki hægt að segja til um
enda er keppni í 1. deild tæplega
hálfhuð. Á morgun verða leikir í
1. deildinni en i dag verða þrír
leíkir í fjórðu deild. Á Njarðvík-
m-\'elli leika Njarðvíkingar gegn
Grindvíkingum. Þarna er að
sjálfsögðu ekki um að ræða 2.
delldar lið Grindvíkinga heldur
er þetta lið á vegum golfklúbbs-
ins. Á Þórshöfn leika UMFL og
KBS og á Reyðarfxröi leika KVA
og Sindri.
Skák
Stórmeistarinn Alonso Zapata frá Kól-
umbíu deildi efsta sæti á minningarmót-
inu um Capablanca í maí. í þessari stöðu
frá mótinu stýrir hann hvítu mönnunum
og er í stórsókn gegn Becerra. En hvem-
ig leiðir hann taflið til lykta?
1. Dc6+ Kb8 2. Hxc5! dxc5 3. Bf4+ Bd6
4. Bxd6+ Hxd6 5. Dxd6+ Dxd6 6. Hxd6
og með peði meira og virkari stöðu vann
hvítur létt.
Jón L. Árnason
Bridge
Aðsókn virðist vera að aukast 1 sumar-
bridge í Sigtúni 9 og síðastliðiö mánu-
dagskvöld var metþátttaka í sumar, 40
pör skráðu sig til leiks. Ræður þar eflaust
miklu um að heimsmeistarakeppninni í
knattspymu er lokið. Hér er eitt spil frá'
sumarbridge síðasta mánudagskvöld.
Suður taldi sig vera í góðum málum þeg-
ar austur kom skyndilega inn á hindnm
á þriðja sagnstigi á hættxinni gegn utan.
Suður átti hins vegar eftir að vakna upp
við vondan draum. Sagnir gengu þaimig,
norður gjafari og AV á hættu:
♦ K10753
V --
♦ Á3
+ ÁKG973
♦ ÁDG62
V 753
♦ K10874
4* --
♦ 984
V ÁG9
♦ DG62
+ D108
* —
V KD108642
♦ 95
-1. CCAO
Norður Austur Suöxir Vestur
1* 3» Dobl p/h
Austur sagði djarflega á spilin og hefði
getað fengið refsingu en örlögin vom
honum hliðholl og hann þáöi hreinan
topp fyrir spilið. Suður spilaði út spaða-
níu og vestur lagði niður og sagðist um
leið oft hafa lagt niður lélegri blindan.
Sagnhafi drap á ás og henti tígli heima
og spilaði síðan spaðadrottningu. Norður
setti lítið spil og þá hvarf síðari tígull
austurs. Nú kom tígulkóngur, ás frá
norðri, trompað heima, lauf trompað, tíg-
ull trompaður, lauf trompað og tígull
trompaður. Eim var lauf trompað í blind-
um og síðan fjórði tigullinn. Sagnhafi
fékk yflrslag í spilinu og 930 í sinn dálk.
Útspil suðurs var ekki vel ígrundað, betra
hefði verið að spOa út tíguldrottningu.
Besta útspilið er hins vegar hjartaás og
meira hjarta, þó erfiðar sé að frnna það
útspil við borðið. Það vekur hins vegar
rneiri furöu að norður skyldi sitja í dobli
suðurs með svo góða skiptingarhendi.
ísak Örn Sigurðsson