Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 Seldi fyrirtækið og fór í listaháskóla: Ég keypti mér æsku aftur - segir Guðbjöm Gunnarsson sem lét gamlan draum rætast „Maður þurfti auðvitað að stokka upp og breyta lífsháttum. Það var ekki lengur hægt að vera á fínum bil og kaupa fín föt.“ Guðbjörn Gunnarsson húsgagnasmiður seldi hlut sinn i fyrirtæki og fór í listaskóla i Engfandi. DV-mynd GVA „Þetta er viss fórn. Þetta kostar peninga og ég var að kaupa mér æsku aftur með því að gerast náms- maður á ný.“ Guðbjörn Gunnars- son húsgagnasmiður lét gamlan draum rætast, seldi hlut sem hann átti í fyrirtæki með íjórum öðrum og hélt til Nottingham í Englandi til að nema við listaháskóla. Þetta var áriö 1990 og Guðbjörn var þá nýkominn á fimmtugsaldur. „Það vildu nú allir meina að þetta væri óðs manns æði en ég sé ekki eftir þessu. Þó ég hefði haft tæki- færi til að hanna gríðarlega mikið í nær tvo áratugi þá var ég aidrei að gera það sem mig raunverulega langaöi til. Mér fannst ég líka of störfum hlaðinn. Ég er líka einn af þeim sem aldrei get sagt nei og var alltaf að bæta við mig verkefn- um, “ greinir Guðbjörn frá. Hannaði Kringlukrána Hann starfaði við fyrirtæki sitt Beyki hf. og hannaði meðal annars Gullna hanann, Kringlukrána og Púlsinn. Áður en Guðbjörn hóf nám í húsgagnasmíði við Iðnskól- ann hafði hann veriö við nám við Myndlistaskólann viö Freyjugötu. Að loknu náminu í Iðnskólanum tók við mynd- og handmennta- kennsla við Grunnskóla Fáskrúðs- íjarðar og þar var Guðbjörn í fjögur ár eða til 1974. Hann fékkst einnig við brúðugerð og leikmyndahönn- un. Á níunda áratugnum vann hann mest við smíðar og hönnun. 1989 sótti Guðbjörn kvöldnámskeið í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands áður en hann hélt út í heim. Leiö best í skólanum „Ég byrjaði á því að fara til Þýskalands og var þar í þrjá mán- uði. En ég kunni ekki nógu vel við Þjóðverja svo ég breytti til og fór yfir til Englands. Ég var búinn að heyra að skóhnn í Nottingham væri með þeim betri á þessu sviði þannig að ég fór og talaði viö menn þar og sýndi þeim hvað ég hefði verið að gera. Þetta var svolítil spuming hjá þeim því að ég var nú á þessum aldri. Ég fann að þeir héldu aö ég myndi ekki endast út árið. En ég var ákveöinn í að klára námið sem 'er í fjögur ár þó fyrstu sex mánuðirnir hafi veriö rosalega erfiðir. Þó ég kynni svolitla ensku þá var erfitt að fylgjast með fyrir- lestrum í myndhst þar sem mikið er um tækniorð. Ég fann líka fyrir vanmætti þegar ég þurfti að tjá mig um verkin mín. Þá varð ég sár því ég vildi úthsta hlutina vel en gat það ekki. Það hvarflaði stundum að mér að hætta en ég harkaði af mér. Málin þróuöust svo þannig að mér leið aldrei betur en í skólanum. Það var hægt að vera þar um helg- ar og vinna og ég stoppaði aldrei. Ég var hungraður í að fá að skapa.“ Kunnu ekki að nota hendurnar Guðbjöm var 25 ámm eldri en næstelsti nemandinn í skólanum. Hann kveðst þó Utið hafa fundið fyrir aldursmuninum því hann eigi gott með að aðlagast yngri kynslóð- inni frá því að hann kenndi auk þess sem hann hafi tekið þátt í íþróttum nemenda. „Kennaramir furðuðu sig á því að ég skyldi vera að eyða mínum tima í það að að hjálpa nemendum en ég hafði bara gaman af því. Þama kunnu nem- endur ekki að nota hendumar. Þeir í Lumsden i Skotlandi með „Fantasíu í landslagi" úr eik og grjóti. Með „vinkonu sína úr leir“ á verk- stæði skólans. Það tók um tvo mánuði að fullgera „leirkonuna". höfðu lítið verið í handavinnu í skóla og stúlka sem var að útskrif- ast úr háskólanum hafði til dæmis aldrei notað borvél, Kerfið okkar er gott. Hér heima fá krakkar strax að handleika lítil rafmagnsverk- færi í skólunum." Þurfti að breyta lífsháttum Fyrrverandi sambýhskona Guð- björns hélt með honum utan og læröi fatahönnun. Þau seldu rað- hús sem þau áttu og keyptu í stað- inn tvær íbúðir. Guðbjöm kveðst hafa getað haldið íbúðinni sinni á meðan á náminu stóð en hafa étið upp peningana sem hann fékk út úr fyrirtækinu. „Maður þurfti auð- vitað að stokka upp og breyta lífs- háttum. Það var ekki lengur hægt að vera á fínum bíl og kaupa fín fot. Það var ekki heldur hægt aö fara eins oft út aö borða og maður var búinn að venja sig á. En ég held að flestir hefðu gott af því að fara svona. Ég velti því stundum fyrir mér hvað við á íslandi værum að kvarta þegar ég horfði á þessi grey sem maður vissi að myndu ekki fá vinnu við hæfi. Af fímmtíu manna hópi í skólanum eru það kannski bara tveir sem komast eitt- hvað áfram.“ Guðbjöm segir að þar sem nem- endur vissu að þeir hefðu engin tækifæri hefði vantað ahan bar- áttuanda í þá. „Þeir fá borgað fyrir að vera í skóla. Þeir fá á milli 70 og 80 þúsund íslenskar krónur fyr- ir hveija önn. Þetta virðist vera lausn fyrir ríkið í öhu atvinnuleys- inu.“ í alþjóðlegri miðstöð fyrir listamenn Námið kláraði Guðbjöm á þrem- ur árum og útskrifaðist 1993. Hann kom heim og hélt sýningu á skúlpt- úrum, sem eru meginviöfangsefni hans, og fékk hann mjög góða dóma fyrir sýninguna. Snemma á þessu ári hélt hann th Lumsden í Skot- landi sem er 250 manna bær með miðstöð fyrir listamenn ahs staðar aö úr heiminum. Þar vinna þeir bæði að verkefnum fyrir ýmsa að- ha og svo th að sinna eigin hugðar- efnum. „Mig langaði th að sjá hvemig mér tækist að vinna án þess að vera undir álagi. Þar vann ég markvisst að því að vinna verk fyrir sýningu sem ég ætla að halda hér heima í haust. Aðstaðan þarna er mjög góð. Það er ódýrara að lifa þarna en hér. Efni, vinnuaðstaða og íbúðarhúsnæði kostar ekki nema um 40 þúsund á mánuði. Auk þess kynnist maður fjölda fólks.“ Guðbjöm greinir frá þvi að meðal þeirra sem dvöldu í Lumsden um leið og hann hafi veriö Japaninn Shinji Kikuchi, einn af bestu skúlptúristum Japans í dag. „Jap- anska ríkið borgaði fyrir hann árs- dvöl erlendis og þama ætlaði hann að vera í fimm mánuði. Hann hugð- ist einnig dvelja í Þýskalandi í nokkra mánuði. Það var ákaflega gaman að kynnast honum og skoða verk hans.“ Sjálfur ætlar Guðbjöm að leggja land undir fót á ný og fara á nám- skeið í Lumsden þar sem kennt verður að steypa skúlptúra í brons. „Mig langar líka th að snúa mér meira að því að mála samhliða skúlptúrvinnunni. Það er viss afs- löppun því það er mikið átak að höggva í grjót og tré.“ Meginþemað í verkum Guð- bjöms er andstæður íslenskréu- náttúm. „Ég er alltaf að glíma við landslagið. Ég er hehlaður af því og get ekki fengist við annað. Ég er í raun mjög sáttur við það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.