Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1994 Dagur í lífí Marínar Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Nordisk Panorama: Opnunarhátíð nálgast Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nordisk Panorama sem lýkur annað kvöld. Marin hefur unnið að undirbún- ingi þessarar hátiðar nánast allt þetta ár. DV-mynd Brynjar Gauti Mér hafði varla komiö dúr á auga alia nóttina enda erfiður dagur fram undan. Um sjöleytið fór ég fram úr og skrúfaöi frá sturtunni en venju- lega er vatnið fimm mínútur að hitna. Dagurinn bytjaði ekkert sér- staklega því vatnið var enn kalt þeg- ar ég skellti mér undir bununa og engin hársápa eða næring við hönd- ina. Síðan vakti ég allt hðið, kveikti á útvarpinu og hlustaði á fréttirnar. Ég var komin í vinnuna klukkan átta. Þar biöu min mörg verkefni. Dag- inn áður hafði verið nokkurs konar generalprufa en þá höfðum við mót- tökuveislu fyrir erlenda gesti og mættu um fimmtíu manns. Hins veg- ar áttum við von á eitt hundrað og fimmtíu erlendum gestum þetta kvöld þannig að við þurftum að byrja á aö endurskipuleggja þá móttöku og fengum í lið með okkur vaskar stelpur frá Úrval/Útsýn. Þar sem ég er framkvæmdastjóri hátiðarinnar beið mín að fara upp á svið um kvöldið og þess vegna varð ég að skella mér í khppingu til Báru Kemp. Það var ekki laust við að sam- viskan nagaði mig að eyða tíma í það þegar nóg annað var að gera. En ég sofnaði í stólnum hjá Báru þannig að þar fékk ég smáhvíld. Eftir khppinguna hljóp ég viö fót þar sem ég átti að vera mætt í viðtal á Aöalstöðinni og síðan hjá Ríkisút- varpinu. Blaðafuhtrúi minn, Þor- finnur Ómarsson, hefur staðið sig frábærlega og hann hefur séð til þess að hátíðin er mjög vel kynnt. Ég var eiginlega orðin kolrugluð þegar ég mætti í þessi viðtöl og mig minnir aö ég hafi svarað einhverri tómri vitleysu. Eftir fjölmiðlarúntinn kom ég aftur upp á skrifstofu en þar sem verið er að flytja allar skrifstofumar út í Háskólabíó var ekki nokkur hræða þar. Síminn var því rauðglóandi og miðað við erindin finnst mér stund- um eins og ég þurfi að mata fólk með teskeið. Lítið atvik hafði mikil áhrif Aftur þurfti ég síðan aö rjúka út og í þetta skiptið út í Háskólabíó þar sem ég átti að mæta í viðtal við Sjón- varpið. Fyrst þurfti ég að útvega mér klæðnað og fór í verslunina Spak- mannsspjarir þar sem ég fann fin fót og mér leið mjög vel þegar ég mætti í viðtahð þótt ég væri rosalega stressuð. Það er samt svo einkennilegt þegar ' maður er að reka hátíð sem þessa og vandamálin era óteljandi sem koma upp bæði stór og smá að lítið atvik getur haft mikil áhrif. Þannig var að mjög reiður maður hringdi í mig og skammaðist yfir að honum hafði ekki verið boðið um kvöldið. Það var að mörgu leyti rétt sem hann sagði, ég hefði átt aö bjóða honum, en því miður misfórst það. Þetta sím- tal hins vegar eyðilagði daginn fyrir mér. Alls kyns reddingar voru á síðustu stundu, t.d. í hvaða röð átti að sýna myndirnar í Háskólabíói. Kynnir á myndunum kom frá Svíþjóö og hann þurfti að vita nákvæmlega hvernig þeim yrði raðað. Norrænu sendi- herrarnir gáfu kampavínið í móttök- una og það þurfti að koma því á stað- inn og glösum. Sjálfboðahðar vora fengnir til að bjóöa drykkinn. Það er slðan ahtaf stóra spumingin hvort alhr mæti sem vora boðnir eða hvort salurinn verði bara tómur. Um sjöleytið gat ég augnablik slappað af og fékk mér hvítvínsglas úti á Hótel Sögu. Klukkan hálfátta varð ekki aftur snúið, ahir komnir í fínu fotin og við klár að taka á móti gestunum okkar. Fyrsta fólkið sem ég sá koma voru foreldrar mínir og þá vissi ég einhvem veginn aö þetta myndi heppnast. Síðan rúhaði þetta glæsilega. Allir vora glaðir, í hátíðar- skapi, og miklu fleiri mættu en við bjuggumst við. Heimilið beið eftir mömmu Þegar opnunarhátíðinni lauk í Há- skólabíói var farið á Sólon íslandus þar sem Jóhanna Vigdís Arnardóttir söng við undirleik Þorsteins Gauta, eiginmanns síns. Þarna myndaðist geysilega mikil stemning. Ég var síð- an komin heim um miðnætti, eigin- lega alveg útkeyrð, en þar beið mín ýmislegt ógert enda með heimili og þrjú börn. Ég átti t.d. eftir að und- irbúa elsta son ntinn sem var að fara til írlands daginn eftir. Ætli ég hafi ekki lagst á koddann um hálftvöleyt- ið sæl með daginn. Mér fannst innst inni ég vera svohtil hetja því þaö er ekki auðvelt að fara upp á sviö fyrir framan mörg hundruð gésti þegar maður er ekki vanur því. En þetta tókst og ég fékk ekkert nema hlý orð. En það er auðvitað ekkert hægt nema hafa hæft fólk í kringum sig og ég vann með besta fólkinu sem eru Þorfinnur Ómarsson og Erna Valbergsdóttir. Firniur þú fimm breytingar? 276 Ég myndi nú vilja að þú fjarlægðir öxina áður en þú vigtar. Nafn: Heimili:. Vinningshafar fyrir tvö hundruð sjötugustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Sigrún Birna Björnsdóttir, Hæðargerði 5, 730 Reyðarfirði. 2. Hrönn Jónsdóttir, Skarðsbraut 15, 300 Akranesi. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáö kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni tii hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. M k ' c'0'UlS w 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Sítn- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri ijölmiðlun. Merkiö umslagið raeð lausninni: Finnur þú funm breytingar? 276 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.