Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994^
Viðskipti
DV
Ýsa á fiskm.
aiii
120
100
kr/Kg ÞH Mi F!..........Fö....Mó
Ávöxtun húsbr.
94/1 Þri Ml Fi Fö Mð
Hráoiía
$/twnna Þri Mi Fi FÖ Mð
Jenið
n. Fð MS Þri
Kauph. í London
Jenið lækkar
Ýsa á fiskmörkuöunum hefur
verið að lækka undanfarið. Hæst
fór kílóverðið í 136 krónur í síð-
ustu viku en var 99 krónur á
mánudag.
Ávöxtun nýjustu flokka hús-
bréfa hefur stigið hægt og hljótt
upp á við seinustu daga. Vextirnir
voru komnir í 5,32% á mánudag.
Hráolía á markaði í London er
í fyrsta sinn í langan tíma komin
yfir 17 dollara tonnið.
Gengi japanska jensins gagn-
vart íslensku krónunni hefur
hríðlækkað á einni viku, eða um
1,5%. Sölugengið var 0,6822 krón-
ur í gærmorgun.
Hlutabréfaverö í London hefur
sveiflast til að undanfómu ef
marka má FT-SE 100 hlutabréfa-
vísitöluna. Þegar viðskipti hófust
í gærmorgun var visitalan að
nálgast 3000 stig á ný.
ísfirðingar vilja nýja verslun vestur:
800 áskoranir
til Hagkaups
- erum að skoða málið, segir forstjóri Hagkaups
Nokkuð er liöið síðan forráða-
mönnum Hagkaups í Reykjavík bár-
ust undirskriftalistar frá nær 800 ís-
firðingum með áskorun um að Hag-
kaup opni verslun á ísafirði. Óskar
Magnússon, forstjóri Hagkaups,
sagði við DV að verið væri að skoða
málið með opnum huga. Málið væri
ekki komið svo langt að Hagkaup
væri að leita að hentugu verslunar-
húsnæði á Isafirði.
Guðrún Hrólfsdóttir fiskverka-
kona átti frumkvæði að því á sínum
tíma að safna þessum undirskrifta-
hstum á ísafirði. Hún sagðist vera
orðin langþreytt á svörum frá þeim
Hagkaupsmönnum því hún fyndi
fyrir gríðarlegum áhuga á meðal
fólks um að fá verslun sem byði upp
á lægra vöruverð.
„Við viljum þess vegna fá Bónus
líka. Á ísafirði ríkir einokun í versl-
un og vöruverð er hátt. Fólk er ekki
með há laun héma og það vill svona
verslun eins og Hagkaup og Bónus
eru með í Reykjavík og víðar. Ég fór
1 öll hús á ísafirði nema þar sem ég
vissi að byggi kaupmaður. Annars
heföi ég verið drepin,“ sagði Guðrún.
Flugvakinn frá Fjarhönnun:
Tækninýjung í
flugumferðarstjórn
Fjarhönnun hf. aíhenti Flugmála-
stjórn á mánudag nýjasta myndræna
upplýsingakerfi fyrirtækisins, Flug-
vakann. Veröur hann í flugstjórn-
armiðstöðinni sem vígð var sama
dag. Flugvakinn er fyrsta kerfið
sinnar tegundar í heiminum fyrir
flugumferðarstjórn.
Flugvakinn byggist á lyklaborðs-
lausum óháðum vinnslustöðvum og
gerir vinnuumhverfi flugumferðar-
stjóra pappírslaust. í kerfinu eru allar
þær upplýsingar sem flugumferðar-
sljórar höfðu áður aðgang að á papp-
ír, s.s. koft, vinnuferlar, upplýsingar
um bilanir og allar handbækur.
Fiarhönnun undirbýr nú samn-
ingagerð við samstarfsaðila um
markaðssetningu og sölu Flugvak-
ans erlendis en hann hefur þegar
vakið athygh erlendra flugumferðar-
stjóma og tæknifyrirtækja.
Viktor B. Kjartansson, verkefnisstjóri Flugvakans, og Magnús Pálsson, flug-
umferðarstjóri við Flugvakann, nýjasta myndræna upplýsingakerfið frá Fjar-
hönnun hf. DV-mynd GVA
Hlutabréf Eimskips og Flugleiða hækka
Hvort tengja má tíðindi af batnandi
afkomu Flugleiða til hækkunar á
hlutabréfum félagsins skal ósagt lát-
ið en a.m.k. hækkuðu bréfin í verði
á mánudag um 5,65%. Þann dag bár-
ust þó fregnirnar frá Flugleiðum um
afkomuna fyrstu sjö mánuði ársins
sem greint er frá hér að ofan á síð-
unni. Gengi Flugleiðabréfanna fór
úr 1,24 í 1,31 þegar keypt voru bréf
fyrir rúma 1 mihjón. Þegar þetta er
ritað lágu viðskipti gærdagsins ekki
fyrir.
Sömuleiðis hækkuðu hlutabréf
Eimskips í verði á mánudag þegar
gengi bréfanna fór í 4,75. Hefur geng-
ið ekki verið svona hátt í langan
tíma. Hlutabréf í fleiri fyrirtækjum
hefur hækkað þannig aö þingvísitala
hlutabréfa hefur verið á stöðugri
uppleið. Viðskipti með hlutabréf
námu 16,8 milljónum í síðustu viku,
þar af fyrir 9 mhljónir í Eimskip.
Tveir seldu í Þýskalandi
Tveir togarar seldu afla sinn í
Þýskalandi í síðustu viku, aðallega
karfa. Sindri VE seldi 141 tonn fyrir
15,7 milljónir króna og Guhver NS
fékk 18,7 milljónir fyrir 195 tonn.
Sindri náði betra meðalverði.
Ahs seldust 310 tonn i gámasölu í
Englandi í síðustu viku fyrir rúmar
46 mhljónir.
Álverð helst hátt
Álverð á erlendum mörkuðum
helst hátt um þessar mundir. Ástæð-
an er stöðugt minnkandi birgðir. Þó
er varað við of mikhli bjartsýni á að
álverð hækki enn frekar.
392 milljóna
uppsveiflahjá
Flugleiðum
Afkoma Flugleiða milh fyrstu
sjö mánaöanna 1993 og 1994 batn-
aði um 392 rahljónir króna. Með
vaxtakostnaði nam tap Flugleiða
468 mhljónum í fyrra en eftir
fyrstu sjö mánuði þessa árs er
tapiö af reglulegri starfsemi 76
milljónir króna. Hehdartap eftir
tímabiiið er 93 mhljónir. Rekstr-
arhagnaður án vaxtakostnaðar
var 442 milljónir í ár en var 283
milljónir í fyrra.
í frétt frá Flugleiðum segir að
fiölgun farþega, spamaður í
rekstri og hagstæðari vaxtakjör
hafi leitt til batnandi afkomu.
Ástæður þess að batnandi af-
koma af rekstri skilar sér ekki í
betri heildamiðurstöðu eru sagð-
ar tvíþættar.
„Annars vegar er munur á mis-
vægi gengis og verðlags 288 miflj-
ónir króna og félagið nýtur ekki
á þessu ári lækkunar tekjuskatts-
skuldbindingar sem skilaði tekju-
færslu að fjárhæð 180 mihjónir
króna i sjö mánaða reikningsskil-
um 1993. Á móti vega aðrir tekju-
og gjaldaliðir, aðallega betri af-
koma af rekstri dótturfélaga,
samtals að ijárhæö 62 mihjónir
króna,“ segir m.a. í tilkynníngu
Flugleiða.
Nýviðskipti
könnuðvið
Bandaríkin
Amerikudagar fara fram í
Reykjavik frá morgundeginum til
nk. mánudags. Dagarnir eru
haldnir til að minnast Ameríku-,
fundar Leifs Eirikssonar. í
tengslum við lrátiðina kemur til
landsins á þriðja tug Bandaríkja-
manna tii að kanna nýja, gagn-
kvæma viðskiptakosti hér á
landi. Þar af eru fulltrúar 17 ríkja
sem koma í umboði yfir 400
bandarískra fyrirtækja.
Tollvörugeymsl-
an meðdreifing-
armiðstöð
Tohvörugeymslan lif. hefur
opnað aðstöðu fyrir vöruflutn-
inga til og frá Reykjavik á at-
hafnasvæöi sínu við Héðinsgötu
í Reykjavík. Stöðin mun spanna
um 70 áfangastaði um landið til
aukinnar þjónustu.
Aö sögn forráðamanna Toll-
vörugeymslunnar kemur stöðin
th með að styrkja aha starfsem-
ina og öh þau fyrirtæki sem nú
þegar hafa aðstöðu á athafna-
svæöi Tohvörugeymslunnar. Má
þar nefna Flugfrakt Flugleiöa,
ÁTVR og Cargolux.
SPRONopnar
útibúíSkeifunm
Sparisjóður
Reykjavíkur og
nágrennis,
SPRON, opnaði
ádögunumnýtt
útibú í Skeif-
unni ll. Starfs-:
menn útibúsins
eru sjö talsins
og útibússtjóri
er Sigurjón Hjartarson. Með úti-
búinu hyggst SPRON auka og
bæta þjónustu sína þar sem
tjöldamörg fyrirtæki og íjölmenn
íbúðahverfi eru á næsta leiti.
Nýja útibúið veitir viðskipta-
vinum víðtæka þjónustu og ráð-
gjöf á sviði inn- og útlána, verð-
bréfaviðskipta, erlendra við-
skipta, gjaideyris og greiðslu-
korta. Áhersla verður lögð á að
laga starfsemina að þörfum viö-
skiptavina, jafnt fyrirtækja sem
einstakhnga.