Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Dreifing: Sími 632700 Stykkishólmur: Ung stúlka kærði nauðgun 17 ára stúlka kærði þrítugan mann fyrir nauðgun í Stykkishólmi um helgina. Atburðurinn mun hafa gerst á sunnudagsmorguninn og sá kærði var ölvaður. Að sögn Eðvarðs Árna- sonar, yfirlögregluþjóns hjá lögregl- unni í Stykkishólmi, er málið full- rannsakað. „Það er vafi á því hvort þarna er um að ræða nauðgun eða misneyt- ingu. Það er spurning hvort þetta orð nauðgun er ekki stundum ofnotað," segir Eðvarð. Hann segir að máhö verði sent til ríkissaksóknara. Forsætisráðherra: Boðar 155 frum- . vörp og tillögur í fylgiskjah með stefnuræðu for- sætisráðherra er skrá yfir 155 laga- frumvörp og þingsályktunartillögur sem unnið er að í einstökum ráðu- neytum og áformað er að flytja á nýbyrjuðu Alþingi. Tekið er fram að frumvörpin geti orðið fleiri og atvik geti hindrað flutning einstakra frum- varpa. Þess má geta að gert er ráð fyrir að þinghald í vetur verði ekki nema þrír og hálfur mánuður í allra mesta lagi. Botnsheiði: Skemmdirvegna „vatnavaxta“ Þingeyringur á leið yfir Botnsheiði frá Isafirði lenti heldur betur í ógöngum í nótt. Maðurinn var í bfi og varð skyndfiega mikið mál. Var brugðið á það ráð að leggia út í vegar- kant þar sem maðurinn hugðist kasta af sér vatni. Allt gekk að óskum framan af en þegar verkið var langt komið hrundi vegarkanturinn aht í einu undan manninum þar sem hann stóð og féll „ hann niður brattan kantinn. Maður- inn meiddist nokkuð og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði þar sem hann var skoðaður í nótt. SöfnuðuríSviss: 39fórustídular- f ullum brunum í það minnsta 39 manns létu lífið í dularfullum stórbrunum í Sviss í nótt. Talið er aö kveikt hafi verið í húsum sem trúarsöfnuður átti. Ekki er að fullu upplýst hvað gerðist en lögreglu grunar að um trúarofsóknir sé að ræða. Sum líkanna voru með ■^'plastpoka yfir höfðinu. Tæplega fimmtugur karlmaður á Suðurlandi: Akærður fyrir kynferðisbrot gegn piltum Tæplega fimmtugur karlmaður í vinnustaö sínura sem hann nýtti „Hversemmeðblekkingum,gjöf- bæjarféiagi á Suðurlandi hefur sér við brotin, samkvæmt ákæru. um eða á annan hátt tælir ung- verið ákærður fyrír kynferðisbrot Honum er gefið að sök að hafa tælt menni á aldrinum 14-16 ára til sam- gegn tveimur 15 ára piltum. Honum annan piltanna i tvö skipti en hinn ræðis eða annarra kynferðismaka er gefið að sök að hafa tælt piltana í eitt skipti. Þannig veitti hann skal sæta fangelsi allt aö 4 árum.“ til kynferðismaka og haft í frammi þeimáfengiogfékkþásíðantillags Umræddur maður er jafnframt ósæmilega kynferðislega tilburði viö sig. ákærður fýrir að hafa „sært blygð- við þá eftir að hafa veitt þeim Réttarhöld verða í málinu í Hér- unarsemi" piltanna með lostugu áfengi. - aðsdómi Suðurlands á næstu vik- athæfi - slíkt brot varðar einnig Atburðirnir áttu sér stað á tima- um. Manninum hefur verið birt fangelsi allt að 4 árum samkvæmt bilinufrá26.júlí 1993 til 22. október ákæran. í annarri málsgrein 202. hegningarlögunum. sama ár. Maðurinn hafði aðstöðu á greinar hegningarlaganna segin Tökur eru hafnar á kvikmynd sem ber vinnuheitið Einkalif. Þráinn Bertelsson bæði leikstýrir og er höfundur hand- rits. Myndin fjallar um þrjú ungmenni sem taka til við að gera heimildarmynd um foreldra sína og ættingja. Á myndinni sjást þrír aðalleikaranna við tökur í gær. Dóra Takefusa reiðir Ólaf Egilsson á rússnesku mótorhjóli en Gottskálk Dagur Sigurðarson situr í hliðarvagninum. DV-mynd Brynjar Gauti Þrír ungir piltarbörðu 10 ára stúlku Skóla-, bamaverndar- og lögreglu- yfirvöld í kaupstað á landsbyggðinni hafa til meðferöar mál þriggja 11 til 12 ára drengja sem síðastliðið laugar- dagskvöld gengu í skrokk á 10 ára stúlku. Samkvæmt upplýsingum DV átti atvikið sér stað eftir að útivistartíma barna lauk. Bömin, sem öll þekkj- ast, hittust í bænum og tóku að deila um eitthvað. Aö sögn kunnugra féllu ljót orð á báða bóga og endaði það með því að piltarnir réðust ruddalega að stúlkunni og slógu hana og spörk- uðu í hana. Stúlkan marðist talsvert og skrámaðist og var flutt undir læknishendur en reyndist ekki al- varlega slösuö. Hún er hins vegar talsvert eftir sig eftir árásina. Litlar upplýsingar fengust hjá lög- reglu, aðrar en þær að drengirnir hefðu ekki komið áður við sögu lög- reglu þar á bæ. Atvikið væri illa skilj- anlegt miðað við fyrri hegðan drengj- anna sem hefði verið óaðfinnanleg. „Móðir stúlkunnar kærði máhð til lögreglu þar sem það er til rannsókn- ar. Barnavemdar- og félagsmálayfir- völd fylgjast einnig með málinu eins og lög gera ráð fyrir," sagði sýslufull- trúi á staðnum við DV. Vegur yfir Hálfdán: Hver bauð til vígslunnar? Ágreiningur er um hver bauð til vigslu vegarins yfir Hálfdán sem sagt var frá í DV í gær. Halldór Blöndal samgönguráðherra hafði samband viö blaðið og sagði að athöfnin hefði ekki verið í sínu boði. „Það er auðvitað ekkert mál að hringja og bjóða til veislu og ætlast til að gestirnir sjái um veisluna. Ein- ar K. Guðfinnsson hringdi á bæjar- skrifstofuna hjá okkur að bað okkur að annast nokkur atriði varðandi vígslu vegarins yfir Hálfdán. Hann fól okkur að sjá til þess að núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnum yrði boðið, rúta yrði tilbúin á flugvellin- um og kaffi fyrir gestina. Okkur var ekki falið að sjá um annað og lítum þannig á að samgönguráðuneytið hafi staðið fyrir þessari athöfn sem var ekkert annað en klúður," segir Einar Pálsson, forseti bæjarstórnar Vesturbyggðar. Einar K. Guðfinnsson alþingismað- ur segir ljóst aö samgönguráðuneytiö hafi staöið fyrir vígslunni. „Samgönguráðuneytið hafði sam- band við mig og bað mig að sjá til þess að sveitarstjórnum á svæðinu yrði boðið. Ég gerði þetta og átti ekki annan hlut að máli,“ segir Einar. LOKI Þetta hefur verið mikil buna! Veöriðámorgun: Stormur og hvassviðri Um landið vestanvert veröur norðaustlæg átt, sums staðar stormur norðan til en annars hvassviðri. Austan til á landinu verður austlæg átt, allhvöss víð- ast hvar. Norðanlands og austan verður rigning en skúrir suðvest- an til. Hiti verður á bilinu 4-9 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 MEISTARAFÉLAG RAFEINDAVIRKJA S- 91-616744 Viðurkenndur RAFEINDAVIRKI t i i i i i i i i i i i i i i í i i i i t t t í i t í í t L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.