Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 Fréttir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Frambjóðendur kvarta yf ir miklu áhugaleysi Þegar aöeins rúm vika er til próf- kjörs Sjálfstæöisflokksins í Reykja- vík kvarta frambjóöendur yfir deyfð og áhugaleysi fólks. Gamlir próf- kjörssérfræðingar flokksins segja þaö eölilegt, þetta sé veikasti og minnst spennandi prófkjörslisti sem komiö hafi fram frá því prófkjör hóf- ust hjá flokknum í borginni. Þaö vanti alla breidd í listann og það vanti þann hressileika sem oft hafi verið í og í kringum prófkjörið. Þeir hinir sömu benda líka á að haldi flokkurinn sama þingmanna- fjölda og síðast nái allir núverandi þingmenn öruggu sæti vegna þess að Ingi Björn og Eyjólfur Konráð gefa ekki kost á sér og fyrrum borg- arfulltrúarnir Markús Örn og Katrín Fjeldsted lika. Þá er eftir einn sem talinn er geta blandað sér í baráttuna um eitt af þingsætunum en það er Pétur H. Blöndal stærðfræðingur. Aðrir frambjóðendur eru ekki taldir líklegir til þess. Flestir búast hins vegar við því að flokkurinn nái ekki aftur 9 þingmönnum í Reykjavík; sjö eða átta sé líkegri tala. Og þá harðn- ar keppnin. Keppnin um 3. sætið Engin keppni er sögð um 1. og 2. sætið á listanum; þeir Davíö Oddsson og Friðrik Sophusson, formaöur og varaformaður flokksins, eigi þau sæti. Þó er sagt að keppnin um þriðja sætið geti orðið til þess að þeir fái ekki eins góða kosningu og annars hefði orðið. Stuðningsmenn þre- menninganna sem keppa um 3. sætiö muni láta sitt fólk í 1. eða 2. sætið til að tryggja þau betur en ella. Atkvæði fyrir ofan 3. sætið telja en atkvæði fyrir neðan gera það ekki. Keppnin um 3. sætið á listanum er það eina sem virðist vekja einhvern áhuga um þessar mundir. Þar keppa þau Björn Bjamason, sem skipaði - prófkjörskostnaðurinnalltað2milljónirámann Þau berjast um þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik: Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og Sólveig Petursdottir. M það sæti í síðustu kosningum, Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Sólveig Pét- ursdóttir alþingismaður. Sá sem hreppir þetta sæti er talinn vera ör- uggur um ráðherraembætti ef Sjálf- stæðisflokkurinn verður áfram í rík- isstjórn á næsta kjörtímabili. Menn stimpla sig inn í framtíðar forystulið flokksins með því að ná því sæti. Þeir sem DV hefur rætt við um prófkjörið, og þekkja vel til innan Sjálfstæðisflokksins, segja að keppn- in um 3. sætið muni standa á milli Björns Bjamasonar og Geirs Haarde. Eins og málin standi nú sé Geir lík- legri til að hreppa 3. sætiö. Þeir benda hins vegar á að enn sé rúm vika til prófkjörs og takist að vekja upp ein- hveija stemningu í kringum próf- kjörið geti margt breyst. Kjami flokksins, flokkseigendafé- lagið svokallaða, studdi Björn Bjarnason í prófkjörinu fyrir 4 áram og gerir það án efa enn. Nú er sagt að Geir H. Haarde sæki þangað fylgi líka. Hann þykir hafa vaxið mjög af verkum sínum sem þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili. Sólveig Pétursdóttir er sögð vera harðduglegur þingmaður. En eins og svo oft í pólitík er hún sögð gjalda þess aö vera kona í þess- ari hörðu baráttu um 3. sætið. Hún á hins vegar sterka að í flokknum og enginn skyldi afskrifa hana auð- veldlega. Fjarri því. Fréttaljós Hver dettur út? Það er nokkuð ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn mun leggja mikla áherslu á að tryggja Guðmundi HaUvarös- syni öraggt sæti í prófkjörinu. Hann er eini þingmaður flokksins sem hef- ur einhver tengsl inn í verkalýðs- hreyfinguna. Það er talið flokknum lífsnauðsynlegt að hafa slík tengsl. Menn henda á dæmið af Pétri Sig- urðssyni, fyrrum alþingismanni. Þegar hann féll eitt sinn í prófkjöri stóð Ellert B. Schram upp úr öraggu sæti fyrir honum. Slíkt á ekki að endurtaka sig. Þá era þær Lára Margrét Ragnars- dóttir og Katrín Fjeldsted taldar lík- legar í öragg sæti. Markús Örn Ant- onsson virðist ekki hafa fengiö þann byr sem búist var við að hann fengi þegar hann gaf kost á sér. Ymsir spá Pétri H. Blöndal stærð- fræðingi velgengni í prófkjörinu. Hann er hins vegar alveg óskrifað blað í stjórnmálum þótt hann sé stjama í fjármálaheiminum. Það er því nokkur keppni um síöustu ör- uggu sætin á listanum. Allt að 2 milljónir Kostnaður þeirra sem taka þátt í svona prófkjöri er mikill. Sumir frambjóöendur, sem DV ræddi við, sögðu að kostnaðurinn gæti farið í allt að 2 milljónir króna hjá þeim sem mestu eyða. DV hefur heimildir fyrir því að æðstu menn flokksins hafi lagt að frambjóðendum að stilla kostnaði í hóf. Fram að þessu hafa auglýsingar frambjóðenda verið litl- ar og ódýrar. Hætt er samt við að þær eigi eftir að stækka þegar nær dregur prófkjöri. Pétur H. Blöndal sagöi að hann hefði gert kostnaðaráætlun sem nemur einni milljón króna. Hann sagðist búast við að eftirhreytur gætu lyft kostnaðinum upp í ll til 12 hundrað þúsund krónur. Aðrir og reyndari frambjóðendur sögðu að þaö væri vaninn að kostn- aðurinn færi úr böndunum síðustu dagana fyrir prófkjörið. Sumir eiga afgang Flestir frambjóðendumir fá styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum. Dæmi er um verulegar fjárhæðir frá stórum fyrirtækjum tfl frambjóð- enda. Einn þeirra fullyrti við DV að þess væru dæmi að prófkjörsfram- bjóðendur hefðu komið meö hagnaö út úr öllu saman. Þau era aftur á móti fleiri dæmin um að frambjóð- endur hafi orðið að leggja fram ein- hver hundrað þúsunda úr eigin vasa. Sérstaklega er þar um að ræða ungt og lítt þekkt fólk í stjómmálunum. Helstu kostnaðarliðirnir eru aug- lýsingar í fjölmiðlum og útgáfustarf- semi. Síðan kemur húsaleiga, síma- kostnaður, einhver laun til starfs- manna og fleira tínist tO. Fyrir allan þann kostnað og aUa þá fyrirhöfn sem prófkjörsframboð útheimtir - og siðan framboð tO þings - fæst, ef aUt gengur upp, starf al- þingismanns og fyrir það era greidd- ar um 180 þúsund krónur á mánuði. Athugun á málum fjórtán dæmdra bamaníðinga á árinu 1992: Flest f órnarlömbin telpur - meðferð mála fyrir dómstólum tekur skemmri tíma en áður, segir Þórir Oddsson Aldur ofbeldismanna og fórnarlamba 1992 í mánuöum — 70 60 © Ofbeldismenn □ Fórnarlömb stúlkur ■ Fórnarlömb drengir 18 10 FésekV 10 O L tjt % Dæmt samkvæmt almennum hegningarlögum frá 1940 en lagabreyting varð 1992. Samkvæmt tölulegum gögnum Rannsóknarlögreglu ríkisins er með- alaldur 14 barnaníðinga sem kærðir vora til Rannsóknarlögreglu ríkisins árið 1992 27 ár, þeir yngstu 18 ára og sá elsti 65 ára. AlUr hafa þessir menn veriö dæmdir og mál þeirra komið á skrár hjá RLR. Meðalaldur fómarlamba þessara manna er 13 ár, það yngsta 4 ára og það elsta 15 ára. Um er aö ræða 11 stúlkur og tvo drengi. Tvisvar voru menn einungis dæmdir til fésekta en í öðrum tUvik- um var um fangelsisdóm aö ræða, aUt frá 2 mánaða fangelsi tíl 4 ára fangelsis. Meðalfangelsisdómur í héraði var 17 mánuðir og meðalfang- elsisdómur þeirra 7 mála sem var áfrýjaö til Hæstaréttar var 21 mánuð- ur. Tölurnar era byggöar á skrá em- bættis RLR. Um er að ræða 14 mál sem kærð vora árið 1992 og hefur verið lokið með dómi og færð til bók- ar þjá embættinu. Ótalin era mál sem enn era til meðferðar dómstól- anna, hafa ekki borist embættinu eða voru til rannsóknar á landsbyggð- inni. Tvö málanna era dæmd sam- kvæmt hegningarlögum frá 1940 en 12 era dæmd samkvæmt hegingar- lögum frá árinu 1992. Athygli vekur að árið 1990 koma einungis upp 5 mál og 8 mál árið eft- ir en árið 1992 fjölgar þeim stórlega. Þá vora málin 14. „Ástæður fyrir þessari fjölgun era þær að meðferð mála fyrir dómstól- um tekur skemmri tíma en hún gerði. Það er lögð meiri áhersla á þessi mál hér og það hefur einnig tekist betra samstarf við félagsmála- yfirvöld. Þá hefur neyðarmóttaka verið opnuð og við höfum sett okkur verklagsreglur til að við getum staðið sem best að rannsókn mála af þess- um toga. Þannig er víða búið að leita fanga til að bæta meðferð þessara mála og aUt skOar það sér á endan- um,“ segir Þórir Oddsson. Úttektáháu vöruverði Stjóraarþingmennirnir Gísli S. Einarsson og Gunnlaugur Stef- ánsson hafa lagt fram þingsálykt- unartiUögu um að ríkisstjórnin láti gera úttekt á því hvers vegna vöruverð á nauösynjum sé svo mDdu hærra álandsbyggðinni en á Reykjavikursvæðinu. Því hefur verið haldið fram af ýmsum að heUdsölur, sem neyð- ast tíl að selja vörur sínar tU stór- markaða á höfuöborgarsvæðinu á nánast kostnaðarveröi, bæti það upp með háu vöraveröi tO verslana úti á landsbyggðinni. Þetta vUja þeir félagar að verði kannað. Brottvikning- in ástæðulaus í frásögn í DV af umræðum ut- an dagskrár um brottvikningu pistlahöfunda frá Rflásútvarpinu sagði að aUir þingmenn sem þátt tóku í umræðunum heföu mót- mælt þeim nema þingmenn Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er ekki al- veg rétt. Árni Mathiesen sagði i upphafl ræöu sinnar að uppsagn- imar væru ástæðulausar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.