Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Blaðsíða 28
36
Sighvatur Björgvinsson.
Hiö opinbera
hækkar ekki
matarverð
„Aöferðin til að lækka mat-
vöruverð á íslandi er ekki, eins
og margir halda, að lækka ein-
hverjar opinberar álögur, vegna
þess að það eru ekki þær sem
orsaka hátt matvöruverð," segir
Sighvatur Björgvinsson í Tíman-
um.
Ummæli
Sjálfstæðismenn vinna
með stuðningi R-listans
„Þvert á móti held ég að Sjálf-
. stæðisílokkurinn eigi vísan ein-
hvern allrastærsta kosningasig-
ur fyrr og síðar. Við það mun
hann njóta dyggilegs stuðnings
R-listans, þessarar málamynda-
sameiningar á vinstri kantin-
um,“ skrifar Egill Helgason í Al-
þýðublaöið.
Fyrsta beina kvörtunin
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ
beina kvörtun yfir þessu. Varð-
andi meðlætið þykir það yfirleitt
mjög frambærilegt en að vísu
hafa einstöku sinnum komið
'■% kvartanir út af kaffinu," segir
Ragnar Örn Pétursson, veitinga-
maður í Fríhöfninni, í DV.
Listasaga fyrir
börn og unglinga
Á Kjarvalsstöðum hefst i fyrra-
málið námskeið fyrir börn og
unglinga á aldrinum 12-16 ára
um listasögu 20. aidarinnar.
Námskeiöið er í fyrirlestraformi
og veröa sex fyrirlestrar næstu
sex laugardaga. Fyrirlesari er
Þorbjörg Br. Gunnlaugsdóttir
safnaleiöbeinandi. Nánari upp-
lýsingar í síma 26188.
Eru aldraöir utangarðs og
einmana i samfélaginu?
Öldrunarráð íslands gengst fyrir
ráðstefnu í dag kl. 13 i Borgartuni
6. Ber hún yfirskriftina: Eru aldr-
aðir utangarðs og einmana í ís-
lensku samfélagi? Erindi flvtjá
Sr. Pálmi Matthíasson, Sigurgeir
Jónsson, f.v. hæstaréttarlögmað-
ur, og Sigríður Jónsdóttir félags-
fræðingur.
Afmælisfundur
Félag fráskilinna heldur afmælis-
fund í kvöld kl. 20.30 að Bverfis-
götu 105, Risinu.
Málþing um menningu
Framsóknarflokkurinn efnir til
málþings á morgun í Hótel Lind
og hefst það kl. 10. Verður farið
yfir stöðu menningarmála í land-
inu, hvað er á döfinni og hvað er
framundan. Þá verður fjallað um
samskipti listgreina við yfirvald-
ið. Málþingið er öllum opið.
:; Rétt væri: Hann fór■ saður til
Afríku.
Norðaustanátt á landinu
í nótt verður aiihvöss norðaustanátt
um mestalit iand, nema austast á
landinu, þar verður mun hvassara.
Sunnan- og austanlands veröur súld
eða rigning í dag, en skýjaö eða
slydduél norðan- og vestanlands þeg-
Veðrið í dag
ar líður á daginn. Hægt kólnandi veð-
ur, fyrst vestan- og norðanlands. Á
höfuðborgarsvæðinu léttir til síðdegis
með norðan- og norðaustan stinnings-
kalda. Allhvöss norðan- eða norðaust-
anátt og aö mestu úrkomulaust í nótt.
Hiti 4 til 7 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 17.48
Sólarupprás á morgun: 8.38
Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.22
Árdegisflóð á morgun: 07.37
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyrí rigning 2
Akurnes rigning ' 9
Bergsstaðir rigning og súld 2
Keíla víkurílugvöllur rign. á síð. klst. 6
Kirkjubæjarklaustur rigning 7
Raufarhöfn rigning 4
Reykjavík súld 7
Stórhöfði rign.ásíð. klst. 7
Bergen léttskýjaö 3
Helsinki skýjað 3
Kaupmannahöfn léttskýjað 6
Berlín léttskýjað 2
Feneyjar . þokumóða 11
Frankfurí léttskýjað 4
Glasgow mistur 8
Hamborg léttskýjað 3
London skúr 13
Nice rigning 13
Róm þokumóöa 15
Vín skýjað 5
Washington skýjað 15
Winnipeg skýjað 10
Þrándheimur léttskýjað -2
menn
„Ég ólst upp í Vestmannaeyjum
og lék í Eyjum með öllum yngri
flokkunum. Fór svo frá Eyjum til
Vopnafjarðar þar sem ég lék eitt
sumar. Þaðan lá leiðin 1984 til KA
en ég meiddist illa það sumar, fót-
brotnaði á Valsvellinum. Þegar ég
var búinn að jafna mig gekk ég til
liðs við Skagamenn og lék með ÍA,
1985-1987, endaði svo í Fram þar
sem ég hef verið síðan,“ segir
Maöurdagsins
landsliðsmarkmaðurinn Birkir
Kristinsson sem var valinn prúð-
Birkir Kristinsson,
asti leikmaðurinn í 1. deild á síð- „Ég hef orðið fyrir smáhnjaski í
asta leiktímabili. Þessi tilnefning leikjum og fínn oft fyrir meiðslun-
kemur engum á óvart sem til Birk- um frá 1984 en aldrei svo að ég
is þekkja; hann er manna viðraóts- hafi þurft að sleppa leik.“
þýðastur og má geta þess að hann Birkir er spuröur hvort það séu
hefur ekki fengið gult spjald allan minni líkur á aö markmenn fái
sinn feril í meistaraflokki og ekki gult spjald. „Það var þarrnig en nú
misst úr leik í tíu ár eða frá því er orðið mun erflðara fyrir mark-
hannmeiddistáValsvellinuml984. menn að foröast spjöldin því að
reglumar eru orðnar strangari en
þær voru. Til dæmis ef leikmaður
er kominn í gegn og lendir í návígi
við markmanninn þá er farið áð
taka strangar á þvi ef markmaður-
inn er sekur. Þá má hann þakka
fyrir að fá ekki rauða spjaldið.
Þetta hefur gert það að verkum að
maður er farinn að spá meira í
hvað á að gera þegar leikmaður
sleppur í gegnum vörnina.
Birkir sagðist mundu halda
áfram að leika knattspyrnu meðan
hann hefði gaman af. „Það kemur
að því að aðrir fara að banka á
dyrnar en á meðan ég hef getu og
er í góðu formi held ég áfram.“
Birkir hefur leikið 30 landsleiki;
lék sinn fyrsta landsleik 1988. Birk-
ir, sem er endurskoðandi, sagði að
hann hefði ekki haft tíma fyrir önn-
ur áhugamál en fótboltann á und-
anlömum árum og að rækta fjöl-
skylduna. Hann er í sambúð með
Sigrúnu Bryndísi Björnsdóttur og
eiga þau rúmlega ársgamlan dreng.
Myndgátan
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
Bikarkeppn-
ínihand-
bolta hafin
Bikarkeppni HSÍ hófst í gær-
kvöldi með leik Fram og Vík-
ings-b og verður henni fram hald-
ið næstu þijá daga. i kvöld verða
fjórir leikir. í Vestmannaeyjum
leika heimamenn í ÍBV við Ár-
menninga. Strax þar á eftir, kl.
20.30, leikur ÍBV-b gegn Gróttu. Á
Húsavík leika Völsungar gegn
UBK og á Akureyri tekur Þór á
móti Víkingi úr Reykjavík.
Einn leikur er í 1. deild kvenna
1 kvöld, þá leika Valur og Stjarn-
an í Valsheimilinu.
Skák
A útsláttarmótinu í Tilburg á dögunum
kom þessi staöa upp í skák stórmeistar-
anna Ivans Sokolovs, sem haföi hvítt og
átti leik, og Kirils Georgievs. Þetta var í
bráðabana þenra, með 20 minútna um-
hugsunartíma, en Sokolov var þó fljótur
aö koma auga á vinnmgsleiðina:
26. Bxg6! fxg6 27. Dh6+ Kg8 28. Hxg6 +
Dxg6 29. Dxg6+ og svartur gafst upp
nokkrum leikjum síðar.
Jón L. Árnason
Bridge
Á hverju ári velja alþjóðasamtök bridge-
blaðamanna spil ársins. Þetta spil fékk
verðlaun fyrir besta úrspilið en verð-
launahafinn er enginn annar en Frakk-
inn Mouiel. Sagnir gengu þannig, vestur
gjafari og AV á hættu:
♦ --
¥ ÁKD987432
♦ 92
+ G2
♦ ÁKDG543
¥ 65
♦ KG
+ 64
♦ 1097
¥ G10
♦ D87
+ ÁD1093
Vestur Norður Austur Suður
14 5V Pass Pass
54 Pass 64 p/h
Norður gat hnekkt spilinu með laufi út
en valdi hjartaásinn í upphafi. Mouiel
trompaði, svínaði tígulgosa, trompaði
hjarta aftur og renndi síðan niður öllum
trompunum. Aður en því síðasta var spil-
að, var staðan þessi:
¥ --
♦ 92
+ G5
♦ 3
¥ --
♦ K
+ 64
♦ --
¥ - -
♦ D8
+ ÁD
Suður varð að halda tíguldrottningu ann-
arri og varð því að fara niður á laufásinn
blankan. Vestur tók þá tígulkónginn og
spilaði sig út á laufl. Suður fékk á ásinn
en varð að gefa síðasta slaginn á tígul
(staksteinakastþröng - stepping stone
squeeze).
ísak Örn Sigurðsson