Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1994, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994
Spumingin
Ætlarðu í verslunarferð til
útlanda í haust eða vetur?
Linda Hreggviðsdóttir: Nei, það ætla
ég ekki.
Jónas Jónasson: Nei.
Berta Kjartansdóttir: Nei.
Þuríður Magnúsdóttir: Nei, það ætla
ég ekki að gera.
Hildur Þórisdóttir: Nei, ég ætla ekki
í verslunarferö.
Lesendur
Kjarni málsins: Við
verðum að veiða
Hilmar Árnason skrifar:
Ég get ekki á mér setið - verð að
senda þennan pistil. Ég veit líka að
ég verð ekki rekinn fyrir það því að
ég er hvergi ráðinn sem pistlahöf-
undur.
Fyrir nokkru sat ég og fylgdist með
sjónvarpsþætti um það hvað við ís-
lendingar gætum lært af vandræða-
gangi Kanadamanna i sjávarútvegs-
málum. Það var mikið álag fyrir
venjulegan mann að hlusta á sjávar-
útvegsráðherra veltast fram og til
baka í margtuggnum orðaflaumi um
stjórn fiskveiða, án þess að segja
nokkurn skapaöan hlut. - Meira að
segja fiskifræðingurinn komst ekki
að kjarna málsins og sama má segja
um formann félags smábátaeigenda.
Báöir virtust vita um hvað þeir
voru að tala en komu bara ekki orð-
um að því þannig að venjulegur
hlustandi skildi.
Sú kvöl að hlusta á menn, sem
ætti að vera hægt að treysta og virða,
er þó ekki ein þess valdandi að ég
skrifa þetta. - Á leiðinni heim í mat
daginn eftir heyrði ég mann segja frá
kunningja sínum sem er togaraskip-
stjóri. Sá var að toga út af Horni og
fékk gott í. Hann sagði vini sínum frá
því grátklökkur að hann heföi þurft
aö leysa frá og hleypa öllu niður
(hálfdauðu og dauðu). Hann átti
nefnilega ekki þorskkvóta. Það var
ekkert sagt um magnið né heldur um
þann skaða sem trollið vann á botn-
inum, heimkynnum fiskanna.
Á árunum eftir 1950 fékk ég náðar-
samlega að taka þátt í að eyðileggja
miöin við Nýfundnaland. Ég man að
mér þótti mikilfenglegt að koma und-
an pokanum, allur sjálflýsandi á
nóttunni en svartur á daginn. Þetta
voru karfaseyði. Þama var verið aö
drepa karfann á gotstöövunum eða í
nýfundinni gullnámunni sem menn
trúöu að aldrei myndi tæmast. Önn-
ur varð raunin og aldrei heyrði ég
minnst á að trollin hefðu skaðað
botninn þar sem fiskurinn leitaði
næðis og friðar svo að hann gæti við-
haldið stofninum. „Það er alveg sama
hvemig fiskurinn er drepinn," sagði
Gísli Jón Hermannsson.
Kjarni málsins er þessi: Við verð-
um að veiða og skapa þannig sem
flestum landsmönnum lifsmöguleika
(vinnu) með því í nútíð og framtíð.
Til þess eigum við að nota vistvæn
veiðarfæri, króka. Þeim tegundum
sem viö náum ekki þannig eigum við
að reyna að ná án þess að leggja í
auðn það umhverfi sem þær lifa í.
Lausnin er að úrelda (selja úr landi
eins og Kanadamenn) 90% togskipa-
flotans og úthluta verst settu sveitar-
félögunum kvótann til ráðstöfunar.
Látum ekki hringlið í skjótfengnum
krónum glepja okkur.
Kannski skiptir þá veiðiaðferðin máli eftir allt saman.
Haustferðir ráðherra haf nar
Pétur Kristjánsson skrifar:
Þingið er komiö saman - og það
fyrir allnokkru. Ekki leið á löngu þar
til þingmenn fóru að tínast í burtu,
hver á eftir öðrum. Ekki bara yfir
götuna eða svo, heldur til útlanda.
Rétt eins og fyrri daginn. Og nú eru
reglulegar haustferðir ráðherra
hafnar fyrir alvöru. - Þetta er ekkert
sérstakt fyrir þessa ríkisstjórn sem
nú situr, þetta gerist ár eftir ár.
Það sem þó er eftirtektarvert viö
stöðuna núna er að til stendur aö
ræða Vantraust á ríkisstjómina og
ráðherrana, hvern fyrir sig, að mér
skilst. Og einmitt núna eru ekki færri
en þrír ráðherrar erlendis þegar
þetta er sett á blað. - Forsætisráð-
herra í einkaerindum erlendis og
tveir ráðherrar krata eru á þingi
Sameinuðu þjóðanna í New York.
Ég efast ekki um að meira gaman
er á þingi í New York en hér í Reykja-
vík. Hins vegar er fátítt að ráðherrar
séu að sækja þing SÞ heldur láta það
eftir óbreyttum þingmönnum, jafn-
vel þeim sem aldrei hafa til Ameríku
komið, enda ferðin meira skemmti-
ferð en vinna og makar oftast með.
- Og að tveir ráðherrar úr sama
flokki fari á þingið í New York er
áreiðanlega ekki algengt.
ísland í augum útlendinga:
Hringið í síma
milli kl. 14 og 16
-eða skrifið
Nafn og símanr. verdur aó fylgja bréfum
Agaleysið er mest áberandi
Guðmundur Gislason skrifar:
Ég las grein í ensku blaöi sl. sumar
eftir kennara, sem hafði ferðast hing-
að til lands með fjölskyldu sinni, og
var hann að lýsa landi og þjóð fyrir
samlöndum sínum. Hann bar land-
inu vel söguna og aðbúnaði öOum.
Hann dró hins vegar fram tvo nei-
kvæða þætti sem voru afar áber-
andi. Hátt verðlag, sem hlyti fyrr eða
síðar að sporna gegn ferðamanna-
straumi hingaö, og agaleysi í um-
gengni íslendinga, jafnt innbyröis
sem við ókunnuga. Hann sagði t.d.
Þetta er eflaust flest rétt, þótt okkur
finnist ekki þörf á néinum umbótum
í umgengnisháttum, en við eigum
málsbætur. Einkum tvenns konar:
Heimili og foreldrar hafa slakað á
uppeldisskyldum. Skólar sömuleiðis.
Eru góðir siðir, svo sem að ganga í
röð til skólastofu, standa upp fyrir
kennara eða öðrum aðkomandi, ekki
aflagðir? Auk þess erum við íslend-
ingar eina þjóðin í heiminum sem
ekki hefur herskyldu og engin önnur
skyldustörf sem ungu fólki er gert
að inna af hendi. Þetta eru stórir
þættir í uppeldisáhrifum annarra
siðmenntaöra þjóða. - Og okkur er
vorkunn að vilja ekki gangast undir
aga af neinu tagi. Agi er eitur í bein-
um okkar íslendinga, allt frá ráða-
mönnum til hinna óbreyttu borgara
sem láta ekki lögmáliö „enginn verð-
ur óbarinn biskup" trufla sig hið
minnsta.
Viðast er herskylda við lýði. - Norsk
ungmenni með liðþjálfa sínum.
að það heíði verið viðburður að
heyra fólk bjóða góðan dag, en það
sagöist hann hafa lært á íslensku
áður en hann hélt í íslandsferðina.
Og fleira taldi hann upp; fólk ryddist
um í biöröðum, t.d. við bari á veit-
ingahúsum, og svo fannst honum
fólkiö skorta tillitssemi í umferðinni
og almennt í samskiptum viö ókunn-
uga.
Hvaðsagði
lllugi?
Nanna hríngdi:
Nú er mikið fjasað um brott-
rekstur Uluga pistlahöfundar af
Rás 2. Máliö hefur jafnvel verið
þingfest og þar þvarga menn fram
og aftur og sýnist sitt hveijum,
Allir mæla þó á þann veg að
brottrekstur frá RUV sé dauða-
synd, þar eigi pólitík og skoðana-
skipti að blómstra. Ég sakna þess
hins vegar að enginn hefur enn
látið þess getið hvaða ummæli
Illuga pistlahöfundar hafi orðið
að því komi sem fyllti mælixm í
þetta sinn. Margir heyrðu ekki
þátt þennan, og því væri ráðlegt
aö upplýsa hvaða ummæli eða
gagnrýni urðu völd að brott-
rekstrinum.
íslendiiigum ýtt
útíhorn
S.P.Á. skrifar:
Ekki er uppörvandi að heyra
um þær móttökur sem við íslend-
ingar fáum nú nánast hvar sem
við berum niður. Það er andúðina
gegn okkur frá Norðmönnum
vegna veiða okkar á þeirra
heimaslóðum. Rússar sýna
klærnar og tala ekki við sendi-
nefnd okkar þar í landi, sömu-
leiðis vegna Smuguveiða okkar.
Norðurlöndin munu hvert af
öðru samþykkja inngöngu í Evr-
ópusambandið og þar með erum
við orðnir einir á báti og okkur
ýtt út i horn í hverju máli.
Upplagstölur
Morgunblaðsins
Bjami skrifar:
Sífellt er verið að birta fréttir í
Morgunblaðinu um einhverjar
„upplagstölur", nú siðast 19. okt.
þar sem greint er frá enn nýjum
tölum um seld eintök í mánuðun-
um apríl til september á árinu.
Er nú ekki lesendum blaöanna
nákvæmlega sama' um þessar
upplagstölur? Flestir vita að Mbl.
og DV eru stærstu blöðin i land-
inu og þaö nægir flestum. En
fréttaefni eru þær saimarlega
ekki, upplagstölur blaða og tima-
rita.
Ótrúlegardagpen-
ingaupphæðir
ívar Jónsson hringdi:
Skyldi fólk almennt gera sér
grein fyrir hve háar upphæðir
það eru sem hið opinbera greiðir
starfsmönnum sínum í dagpen-
inga? Það furðar marga ef ekki á
aö taka á þessum málum af festu
og alvöru. Það á að birta opinber-
lega sundurliöun á því hvernig
dagpeningar til ráðherra og emb-
ættismanna eru notaðir; þ.e. hve
mikið fer i hótelgistingu, hve
mikiö í mat og vínfóng eða aðra
afþreyingu.
Þeir þéna,
sjómennirnir
Valdimar Jónsson hringdi:
Eitt aflaskipið okkar er sagt
hafa fiskaö það sem af er þessu
ári fyrir 223 milljónir króna.
Skipið hefur eingöngu siglt með
ísaðan fisk til útlanda. Ekki hefur
atvinnuaukning skapast af skip-
inu því. Þaö er varla hægt að
segja annað en að þeir þéni, sjó-
mennirnir. Ekki bara á þessu
skipi, heldur yfirleitt. Og hlunn-
índi sjómanna eru margfóld á viö
okkur sem stundum venjulega
landvinnu. Ég hef ávallt verið
þeirrar skoðunar að tvær starfs-
stéttir umfram aðrar hafi komið
þessu þjóðfélagi á kúpuna; nefni-
lega sjómenn og byggingariðnað-
armenn. Sjómenn eru búnir að
ganga frá fiskstofnunum og bygg-
ingarmenn búnir að reisa ónýt
hús um þvert og endilangt landið.