Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Side 15
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Syndakvittun ráðherranna KjaUaiirin Páll Pétursson alþingismaður „Stjórnarandstaðan fékk ekki forsætis- ráðherra til aðstoðar við tillögugerðina og því brást hann öfugur við og greip til þess örþrifaráðs að meina þinginu að greiða atkvæði um vantraustið.“ Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sem er „traustur maður“ og langar í þriðja sæti í prófkjöri íhaldsins í Reykja- vík, skrifar grein í DV 25. október þar sem hann reynir að réttlæta þau fráleitu viðbrögð er stjómar- liðið beitti að visa frá atkvæða- greiðslu tillögu stjómarándstöð- unnar um vantraust á ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Bolabrögð Davíðs Vitaskuld voru aðfarir forsætis- ráðherra fyrir neðan allar hellur. Hann byrjaði á að mana stjórnar- andstöðuna til að flytja vantraust. Stjórnarandstaðan fékk ekki for- sætisráðherra til aðstoðar við til- lögugerðina og þvi brást hann öfug- ur við og greip til þess örþrifaráðs að meina þinginu að greiða at- kvæði um vantraustið. Forseti Alþingis auðmýktur Forseti Alþingis, Salóme Þorkels- dóttir, tók við tillögunni, taldi hana þinglega og heimilaði framlagn- ingu hennar. Þess vegna eru mála- lyktir fyrst og fremst óbærileg nið- urlæging fyrir forseta Alþingis. Vandséð er hvemig Salóme treystir sér til að gegna forsetastarfi áfram eftir þessa rassskelhngu forsætis- ráðherra og flokks síns. Einsdæmi í þingræöislöndum Ég þekki engin önnur dæmi þess úr þjóðþingum vestrænna ríkja að vantrauststillögu hafi verið vísað frá og vekur málsmeðferðin hér furðu í öðrum löndum. Sýnir þetta stjómarandstöðunni að þýðingar- laust er að flytja vantraust á núver- andi valdhafa; því verður vísað frá. Geir reynir að rökstyðja sitt mál með því að vitna til þess að tillögu um vantraust á einstaka ráðherra skuh ekki flytja nema þeir hafi „gerst sekir um stórfehdar yfir- sjónir og afglöp í starfi". Nú vih því miður svo th að ahir ráðherrarnir em seldir undir þá sök. Ég nefni fáein dæmi af handahófi. Skrautleg afrekaskrá Forsætisráðherra ber ábyrgð á ríkisstjóm sinni og er það ærin sök. Þar að auki má nefna Hrafns- máhð. Jón Baldvin hefur visvitandi „Forseti Alþingis, Salóme Þorkelsdóttir, tók við tillögunni, taldi hana þinglega og heimilaði framlagninu hennar," segir Páll í grein sinni. borið hagsmuni íslands fyrir borð í fjölþjóðasamningum. Þá em emb- ættaveitingar hans og meðferðin á utanríkisþjónustunni ærin ástæða th vantrausts. Kolkrabbinn mataður Hahdór Blöndal hefur rekið er- indi Eimskipafélagsins með ótrú- lega grófum hætti og hyglað frænd- um sínum ótæphega. Þorsteinn Pálsson afhenti stóreignir almenn- ings, SR-mjöl, útvöldum gæðingum auk þess sem hann hefur verið dijúgur í embættaveitingum th misjafnlega hæfra flokksbræðra sinna. Ólafur G. Einarsson hefur með óviðurkvæmhegum hætti látið forsætisráðherra hafa sig til að hafa afskipti af málefnum Rikisút- varpsins og ráðstafað fé með gagn- rýnisverðum hætti. Friðrik gengur á gerða sanjninga við sveitarfélög- in. Ekki sá lakasti Guðmundur Árni hefur verið að hlynna að ættingjum og vinum og vegna fiármálasnhh sinnar var hann um tíma settur yfir heilbrigð- isráðuneytið sem fer með 40% fiár- laga. Hann er engu lakari en hinir. Nú sitja þessir ráðherrar forklár- aðir á svipinn og búnir að fá per- sónulega syndaaflausn hjá meiri- hluta Alþingis, þessum þijátíu og fiórum sem greiddu frávísunartil- lögunni atkvæði sitt. Páll Pétursson I tölvuvörðum talnaheimi? Árangurslítið hefur undirritaður reynt að rýna í þær skýringar frumvarps th fiárlaga sem lúta að framkvæmd og fyrirkomulagi ein- greiðslna til lífeyrisþega á næsta ári. Þykist hann þó frá fyrri tíð sæmhega læs á slikt. í stað taxtahækkana Nokkuð víða í skýringum er á eingreiðslur minnst; á einum stað þjáningarandvarp yfir þeim býsn- um sem þessi fyrirbæri eru fyrir ríkisbúskapinn, á öðrum stað er afar hátíðleg aðvörun um það að ekki megi þessar háskagreiðslur raska jafnvægi ríkisfiármála - sem maður hélt nú að væri hallajafh- vægið eitt. Með góðum vilja má svo á þriðja staönum lesa það út úr loðnu orða- lagi að undir hðnum: Launa- og verðlagsmál megi gera ráð fyrir greiðslum vegna orlofs- og desemb- eruppbóta th lifeyrisþega, en engin sundurgreining eða skýr skhgrein- ing þar á, svo tryggt megi vera að enginn sé öruggur um neitt. Ljóst virðist þó það eitt að hér er verið að rjúfa þau tengsl mhh launaþróunar og lífeyrisgreiðslna sem Mngað th hafa verið haldreipi helst fyrir aldraða og öryrkja og það er út af fyrir sig alvarlegt mál, ef rétt reynist. KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ Nú vita það ahir eða eiga að vita, einnig þeir í fiármálaráðuneytinu, að eingreiðslur hðinna ára hafa hreinlega komið í stað taxtahækk- ana á laun og hafa því eðhlega átt að skha sér að fullu th hfeyrisþega miðað við þá góðu reglu sem ght hefur um áðumefnd tengsl. Á hðnu vori var hins vegar gerð thraun th þess að hindra það að eingreiðslur skhuðu sér að fuhu til lífeyrisþega og munaði miklu þar á í áformum, ættuðum úr fiármála- ráðuneyti. Sú atlaga mistókst vegna harðra viðbragða launþega- samtaka sem og lífeyrisþega. En nú virðist í sama knérunn vegið. Það var á orði haft sem röksemd rik á liðnu vori að ekki munaði nú öryrkja og aldraða mikið um 200 mhljónir miðað við þá mhljarða er th þeirra rynnu í heild. Hitt skildu menn illa þar á bæ að enn minna munaði um 200 mihj. í tugmillj- arðadæmi fiárlaganna. Eingreiöslur skili sér En málið er það að lífeyrisþega munar verulega um þessar upp- bætur og margir hfeyrisþegar segja hreinlega að þær geri gæfumuninn í heimihsbókhaldi ársins þar sem velta þcirf fyrir sér hverri krónu. Það verður því að bregðast hart við hverju því áformi sem stefnir að því að gera þennan gæfumun að engu. Að óreyndu skal því ekki trúað að Alþingi afgreiði fiárlög öðru vísi en svo að guhtryggt sé að ein- greiðslur allar skhi sér í umslög lífeyrisþega refialaust, að í engu verði rofin þau tengsl lífeyris- greiðslna við launaþróun í landinu sem launþegasamtökin hafa í raun tryggt og þökk sé þeim fyrir það. Eitt er alveg víst: Ef til eru þeir menn sem áhta aht í lagi að rýra enn lífskjaragrunn þessa fólks þá eru þeir firrtir allri raunveruleika- skynjun en ráfa þess í stað í tölvu- vörðum talnaheimi eigin hugaróra. Við skulum vona að engir shkir fyrirfinnist þegar til kastanna kemur. Helgi Seljan „Ljóst virðist þó það eitt að hér er ver- ið að rjúfa þau tengsl milli launaþróun- ar og lífeyrisgreiðslna sem hingað til hafa verið haldreipi helst fyrir aldraða ogöryrkja... “ fllarvfirhviininn Við kaup- menn hérna á Laugavegi höfum veriö að berjast fyr- ir því aö Jiald- iðverðiáfram að endumýja götuna. Inn í þetta fléttast Gunnar GuðJAnsson, aö gera um- '°™a4ur Lauaavegs- , c-x. samlakanna. hvernð aðlað' andi fyrir viðskiptavini. Það hef- ur verið teiknuö yfirbygging yfir gangstéttir og okkur þykir nauö- synlegt að þetta nái fram að ganga th þess að skapa viöunandi andrúmsloft við götuna og passa upp á að viðskiptavinir okkar njóti skjóls f>TÍr veðri og vindum. Aðrir. verslunarkj arnar hafa ver- ið að hugsa í svipaðar áttir th þess að tryggja að nhðbærinn verði ekki undir í verslun þá tefi- um við mjög mikilvægt að þessi yfirbygging nái fram að ganga. Það er mjög óskhjanlegt að borg- anninjavörður geti haft þessa skööun að þaðhafi eitthvað Öðru- vísi sögulegt gildi þó aö \firbygg- ingarnar komi tiJ. Við teljuin að jietta sé framþróun á verslunar- kjörnum. Við teljum mikla þröngsýni ef þcssi skoðanaá- gi-einingur verður th staðar. Við teljurn að sú atvinnugrein sem stöðugt þarf að móta sig af kröf- uin nútimans skuli njóta eín- Jivers konar verndar sem við telj- um ekki að hún þurfi á að halda. Ég tel ekkert hús svo merkilegt eða hafa svo sögulegt gildi að það megi ekki fiarlægja það. Eldri húsin „Laugaveg- urinn er um margt sér- stæð gata í Reykjavík og skipar sess í huga borg- arbúa. Hann- ereinafalda- mótagötum bæjarins Og Margrét Hatlgrlmsdóttir llofursérstakt borgarminjavöróur. yfirbragð vegna mannlifsins sem þar hefur verið í gegnum árin; blanda af íbúðabyggð og atvinnu- starfsemi. Þaö sem fyrst og fremst gefur Laugavegi ghdi er saga götunnar sem undirstrikast af hinni gömlu byggð með iiinni yngri. Árið 1848 var fyrsta liúsið byggt við Laugaveg og taldist það vera í útjaðri bæjarins. Það hús stendur enn og er Laugavegur 1. Á 8. og 9. áratug 19. aldar fór húsunum við Laugaveg að fiölga verulega. Á 19. öldinni var aðal- lega íbúðabyggð við Laugaveg- inn. Enn standa nokkur hús frá þeim tíma. Af öhu þessu má sjá að byggöin við Inugavog er fiöl- breytt. En Laugavegur hefur sín sérkenni f húsagerðinni sem Iiver um sig er tákn þess tfma sem þau eru reist á og Jieirrar starfsemi sem fram hefur farið viö Ivauga- veg. Af þessum ástæðum er ekJíi hægt að sættast á samíellda gler- yíirbyggingu yfir gangstéttir við Laugaveg sem er þannig úr garði gerð aö lögun hennar og efni- snofliun taki frá núverandi byggð þá sögu sem hún miölar þeim sem um veginn eiga leið og er þar að auki úr hlutföllum viö Jrnna. Yrði sú thlaga af yfirbyggingu sem nú liggur fyrir gerð er hætt við að mörg hús við Laugaveg yrðu aí- káraleg auk þess sem mörg af eldri húsum Reykjavíkur hyrfu á bak við járn og gler.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.