Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 Fréttir Rúmlega sextugum ökukennara enn gefnar aö sök undarlegar starfsaðferðir: Kærður ffyrir kynferðislega áreitni í ökutíma Stálhólkur settur i stað gömlu brúarinnar á Höfðaá. DV-mynd Örn - nýlega sýknaður af ákæru um sams konar brot gegn þremur stúlkum Rannsóknarlögregla ríkisins hefur til rannsóknar kæru á hendur 62 ára ökukennara sem er gefið aö sök aö hafa haft í frammi kynferðisleg áreitni við unga stúlku sem hann var að kenna á bíl. Umræddur maður var nýlega sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um sams konar brot. Það mál kom upp eftir að þijár stúlkur sem hann kenndi á bíl kærðu hann fyrir kynferðislega áreitni. í ákæru kemur fram að ákærði hafi þrívegis frá því 1989 til 1992 strokið bijóst, læri og kynfæri 17 ára stúlkna sem hann var að kenna á bíl. Hann hafi meðal annars farið með þær upp í Heiðmörk, lagt bíl- sfjórasætið aftur og lagst ofan á þær. í eitt skiptið var honum gefið að sök að hafa hneppt frá tölum á buxna- klauf einnar stúlkunnar og legið ofan á henni í 10 til 15 mínútur. I annað skiptið fyrir sama hlut og jafnframt reynt að kyssa hana. Ákærði hélt því fram fyrir dómi að hann hefði iöulega farið með nem- endur sína í svokallaðan þjóðvega- akstur og þá oft farið Heiömerkur- hring. Lýsti hann því fyrir dóminum að kennsluaðferðir sinar væru að ýmsu leyti frábrugðnar hefðbundn- um kennsluaðferðum ökukennara. Þær væru einkum frábrugðnar aö því leyti að hann legði mikla áherslu á að fá nemendur sína til að slaka á við stjóm ökutækis. Aðferðimar væm hins vegar í engri líkingu við það sem stúlkumar lýstu. Starfsbræður ákærða, þar á meðal formaður Ökukennarafélagsins, greindu frá því að þeir hefðu heyrt af sérstökum kennsluaðferðum ákærða. Sagði formaðurinn „aðferð- ir ákærða ekki vera almennt þekktar og enga afstöðu taka til ágætis þeirra." í ljósi þess hve langur tími leið frá því að tvær stúlknanna kærðu hina meintu atburði, en þær lögðu ekki fram kæm fyrr en sú þriðja kærði meinta háttsemi ökukennarans, var ökukennarinn sýknaður. Einnig horfði dómarinn til þess að engin sýnileg sönnunargögn um áreitnina væm fyrir hendi. „Á þeim tíma sem Ari Edwald liefur starfað Jyrir mig hef ég fundið að hann ávinnur sér óskorað transt allra sem kynnast honum og stöifum Imns. Það segir meira en mörg orð. “ -Þorsteinn Pálsson „Ég hef starfað með Ara Edwald innan íþróttahreyfingarinnar og tel að hann eigi eftir að vinna vel að íþrótta- og æskulýðsmálum, eins og reyndaröðrum málum. “ -Lovísa Sigurðardóttir formuður Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. AÆriecbwaldí 1. Kosningaskrífstofa Ara Edwald er að Hafnarstræti 7 oger opin alla daga frá 10 til 22. Síniar skrífstofunnar eru: 2 40 25 og 2 40 65. Fax: 240 79 Skagafjörður: Einbreiðar stein- brýr mölvaðar Öm Þórarinspan, DV, Fljótum: í sumar var unnið að endurbótum á Siglufjaröarvegi milli Hofsóss og Fljóta og um vetumætur lauk fram- kvæmdum við Höfðaá. Þar var göm- ul brú mölvuð niður og settur stál- hólkur í staðinn. Áður hafði brúnni á Stafá verið gerð sömu skil. Þessi verk vom unnin fyrir svo- kallað öryggisfjármagn Vegagerðar ríkisins en báðar brýmar vom gaml- ar, einbreiðar steinbrýr. Kostnaður við hvora brú nam liðlega þremur milljónum króna. Verktaki var Þor- valdur Evensen frá Blönduósi en hann átti lægst tilboð í þessi verk. Þorvaldur mun einnig sjá um að end- umýja brúna á Grófargilsá, skammt norðan Varmahlíðar. Eftir að bundið slitlag var lagt á veginn frá Hofsósi að Sleitustöðum snemma á liðnu sumri er vegurinn frá Stafá að Hofi á Höfðaströnd, sem er 20,8 km langur, orðinn eini kaflinn milli FJjóta og Sauðárkróks sem ekki hefur verið lagt bundið slitlag á. Þessi hluti var yfirkeyrður í sumar og nam kostnaður við það 3 millj. króna en við mölun á efni hátt í 8 milljónir. Verktaki var Klæðning hf. í Reykjavík. Ekki er enn komið á vegaáætlun að leggja bundið shtlag á þennan vegarkafla og því var hann malarborinn nú. Blindrabókasafnið flutt í Kópavog: Færri heimsækja safnið - segir Helgi Hjörvar, forstöðumaður Blindrafélagsins Blindrabókasafnið er flutt úr Hamrahlíðinni, þar sem alla aðra aðstööu bhndra er að finna, á Digra- nesveg 5 í Kópavogi. Húsnæðið í Hamrahliðinni sprengdi starfsemina utan af sér en á sínum tíma var deilt um á hvorum staðnum starfsemin skyldi vera. „Það er miklu rýmra um okkur hér og aðstaðan er þægilegri. Hitt hús- næðið var orðið allt of þröngt og það hefur sýnt sig að það var ekkert vit í að safnið væri að stækka við sig í Hamrahlíðinni því þar var ekki nógu mikið húsnæði fyrir hendi,“ segir Helga Ólafsdóttir, forstöðumaður safnsins, í samtali við DV. „Upphaflega vildum við halda bókasafninu hjá okkur í Hamrahlíð- inni. Ég held að menn hafi fyrst og fremst viljað leysa húsnæðisvand- ann hér þannig aö þessi þjónustu- miðstöð fyrir blinda og sjónskerta væri þar sem önnur þjónusta við þá væri líka veitt,“ segir Helgi Hjörvar, forstöðumaöur Blindrafélagsins. „Ég held að færri heimsæki safnið í Kópavoginn. Best hefði verið aö hafa þetta undir einu þaki en við sættum okkur við orðinn hlut,“ segir Helgi. „Okkur leist alltaf vel á þetta hús- næði og við vorum með það í takinu meðan á umræðunni stóð fyrir meira en ári. Starfsemin byggist mikið á heimsendingarþjónustu. Það er ekki mikið um að blindir komi hingað en þeir geta það ef þeir læra leiðina," segir Helga. Vinnuslys á Hvammstanga Vinnuslys varð á Hvammstanga í byijun vikunnar þegar starfsmaður Vegagerðarinnar var aö snúa steypu- hrærivél í gang. Sveifin losnaði og slóst í andlit mannsins með þeim af- leiðingum að tönn brotnaði og hann skarst í andliti. Hann var fluttur á heilsugæslustöð þar sem skurðurinn var saumaður og gert að frekari meiöslum. Ekki mun vera um mjög alvarlega áverka að ræða. EINN, TVEIR OG GEIR! Styðjum formann þingflokksins - Geir H. Haarde í Prófkjörsskrifstofan Paxafcni 5 er opin kl. 16 - 22 virka daga og 14 - 19 um hclgar. Simar 811235, 811265 og 81 1275. Allir stuðningsmenn velkomnir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.