Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Qupperneq 4
20 FÖSTUÐAGUR 28. OKTÓBER 1994 Sýningar Listasafn Akureyrar Síðasta sýningarhelgi á sýningu Sigurðar Árna Sigurðssonar í Listasafninu á Akureyri en sýningin stendur til 2. nóvember. Safn- ið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Listasafn ASÍ Grensásvegi Þar stendur yfir málverkasýning Hrings Jó- hannessonar. Þar eru sýnd 30 oliumálverk. Sýningin er opin daglega kl. 14-19, lokað miðvikudaga. Síðasti sýningardagurerö. nóv- ember. Listasafn Einars Jónssonar Njardargötu, simi 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Lokað í desember og janúar. Höggmynda- garðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Listasafn l'slands Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á úr- vali verka Ásgerðar Búadóttur. Sýningin er önnur í röð nýrrar sýningaraðar um starfandi íslenska listamenn. i verkum sinum túlkar Ásgerður kenndir sínar til landsins með svip- uðum hætti og frumherjarnir i íslenskri list og notar eiginleika miðilsins til hins ýtrasta. Sýn- ingin verður opin daglega nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Hægt er að panta leiðsögn um sýninguna fyrir hópa í síma 91-621000. Listasafn Kópavogs — Gerðarsafn Hamraborg 4, Kópavogi, sími 44501 Þar stendur yfir sýning Ragnhildar Stefáns- dóttur á skúlptúrum. Sýningin er opin alla daga kl. 12-18 nema mánudaga og henni lýkur sunnudagi.in 6. nóvember. Kaffistofan er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræða hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára af- mæli lýðveldisins. Sýningin mun standa til áramóta. Safnið er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum i eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listmunahús Ófeigs Skólavöróustig 5 Á morgun kl. 15 opnar Ásgeir Lárusson mynd- listarsýningu. Sýnd verða olíuverk. Sýningin er opin frá kl. 10-18 virka daga og 11-16 laugardaga, lokað á sunnudögum. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Geróubergi 3-5, Reykjavík Þarstenduryfir myndlistarsýning Ólafar Nord- al. Á sýningunni, sem ber nafnið Sjálfsmynd- ir, eru skúlptúrar og teikningar. Sýningin er opin kl. 10-21 mánudaga-fimmtudaga og kl. 13-17 föstudaga-sunnudaga. Sýningunni lýkur 6. nóvember. Þar stendur einnig yfir yfir- litssýning sem ber yfirskriftina islenska ein- söngslagiö. Á sunnud. í okt. og nóv. verða íslenska einsöngslaginu gerð skil með fyrir- lestrum, Ijóðasöng og hljóðfæraleik. Sýningin stendur til 1. desember. Menningarstofnun Bandaríkjanna Laugavegi 26 Ástríður H. Andersen sýnir málverk í sýningar- sal Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Sýn- ingin er opin frá kl. 13-17 daglega og stend- ur til 5. nóvember. Mokkakaffi v/Skólavöröustig Þar stendur yfir sýning á verkum Jenny Holz- er en hún er einn af virtustu listamönnum samtímans. Hluti sá sem er til sýnis á Mokka samanstendur af 14 Ijósmyndum af skinni og á það hefur Jenny Holzer handritað texta en texti hefur veriö aðalviðfangsefni hennar til þessa. Sýningin nefnist Lostamorð og fjallar um nauðganir á konum í Bosníu. Sýningin stendur yfir út október. Opið er kl. 9.30-23.30 alla daga nema sunnudaga kl. 14-23.30. Nesstofusafn Neströó, Seltjarnarnesi Sérsafn á sviði lækningaminja. í safninu eru sýndar minjar sem tengjast sögu heilbrigðis- mála á islandi frá miðri 18. öld og fram til okkar daga. Á tímabilinu 15. september 1994 til 14. maí 1995 verður ekki opið á neinum tilteknum tima en safnið einungis opið sam- kvæmt umtali. Er þeim sem hafa áhuga á að skoða safnið bent á að hafa samband við skrifstofu þess í síma 611016. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg 3b Sunnudaginn 30. október lýkur fjórum sýn- ingum. Sýnendur eru: Gerður Leifsdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ingleif Thorlacius, Níels Hafstein og Haraldur Níelsson. Gerður Leifs- dóttir sýnir í Setustofu Ijósmyndir og verk úr krossviði. Hreinn Friðfinnsson sýnir 1 verk, glerhillur með álímdum formum úrsilfurpapp- ír sem varpa frá sér Ijósi og skuggum. Ingileif Thorlacius sýnir 5 skúlptúra úr fatnaði og ýmsum búsáhöldum. Níels Hafstein og Har- aldur Níelsson sýna verk sem unnin eru und- ir áhrifum stríðsleikja, 10 metra langan út- saumaðan refil og samhangandi teikningar. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-18. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning á vefjarlist eftir dönsku listakonuna Ruth Malinowski. Á sýningunni eru veggteppi sem listakonan hefur unnið á þessu og síöastliönu ári. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur 6. nóvember. Leiðintil lýðveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, búningum, vaxmyndum og mörgu öðru, sem tengistsögu sjálfstæðisbaráttunnarfrá dögum Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátíöar 1944, er í Aðalstræti 6-gamla Morgunblaðshúsinu. Sýningin mun standa til 1. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sýning- arsalur Þjóðminjasafnsins v/Suðurgötu verður lokaður til 1. október. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirói, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Sýningar Ásmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfirskriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin er opin alla daga kl. 10-4 og mun standa til áramóta. Café Mílanó FaxafeniH Á morgun opnar myndlistarkonan Hildur Waltersdóttir myndlistarsýningu á nýjum verk- um. Þema sýningarinnar er Afríka. Verkin eru að mestu unnin í olíu á striga en einnig eru verk unnin með kol á pappír. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriðjud., miðvikud. og fimmtud., kl. 9-1 föstud. og laugard. og kl. 9-23.30 sunnud. Eden Hveragerði Sigurður Jónsson frá Einarsstöðum sýnir málverk unnin í olíu og akrýl sem hann hefur málað síðustu ár. Um er að ræða marg kyns verk, t.d. landsllagsmyndir, portrettmyndir og götumyndir. Allar myndirnar eru til sölu. Sýn- ingin stendur til 31. október. Gallerí Álafoss Mosfellsbæ í gamla Álafoss-húsinu stendur yfir málverka- sýning Tolla. Sýningin mun standa til 29. október og er opin kl. 13-18. Gailerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvík Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axels- dóttur, Helgu Ármannsdóttur, Elínborgar Guðmundsdóttur, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Margrótar Salome. Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Borg Síðasta sýningarhelgi á verkum Gunnars Arn- ar en sýningunni lýkur sunnudaginn 30. okt- óber. Gunnar Örn sýnir olíumálverk, högg- myndir og verk unnin á papplr. Verkin eru öll til sölu. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og 14-18 um helgar. Gallerí einn einn Skóla vöröustíg 4a Á morgun kl. 16 opnar Ásgeir Lárusson mynd- listarsýningu. A sýningunni verða sýndar inn- setningar. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Gallerí Fold Laugavegi 118d Þar stendur yfir málverkasýning Hrings Jó- hannessonar. Á sýningunni eru sýndar 25 pastelmyndir. Opiö daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Hverfisgötu 82 Þar stendur yfir myndlistarsýning Bjarna Hin- rikssonar. Sýningin ber yfirskriftina Mynda- sögur og maurakallar. Til sýnis er myndasagan Vafamál og nokkrar yngri og eldri maurakalla- teikningar. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga frá kl. 11-14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi Gallerí Regnbogans Þar stendur yfir sýning á málverkum Egils Eðvarðssonar. Egill sýnir olíumálverk úr mynd- röðinni Árstíðirnar. Galleríið er ávallt opið þegar kvikmyndasýningar standa yfir. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Þar stendur yfir sýning Höskuldar Harrýs Gylfasonar á dúkristum. Sýningin stendur til 16. nóvember. Galleríið er opið þriöjud- laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18. Lok- að mánudaga. Gallerí Sólon islandus I dag, föstudaginn 28. okt., ersíðasti sýningar- dagur á olíuverkum Önnu Jóhannsdóttur. Galleríið er opiö alla daga frá kl. 11-18. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Sýning Lindar Völundardóttur á uppistand- andi myndverki er framlengd um viku og stendur til 4. nóvember. Sýningin er opin á verslunartímum á virkum dögum kl. 10-18. Geysishúsið Á homi Aöalstrætis og Vesturgötu Þar stendur yfir sýningin „Handverk og iðn- mennt". Sjö félög og stofnanir iönaðarmanna, sem eiga stórafmæli á þessu ári, halda sameig- inlega sögusýningu og starfskynningu I tilefni þessara tímamóta. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 11-16. Götugrillið Borgarkringlunni Þar stendur yfir sýning Þórarins Blöndals I Ameríkumanni í París. Á sýningunni eru 4 verk, unnin í olíu á pappír. Verkin eru hugleið- ing um vatn, stíflur, vatnsleiðslur, rör, fossa o.fl. Sýningin er sölusýning og stendur til 10. nóvember. Hafnarborg Strandgötu 34 Síðasta sýningarhelgi á verkum Gísla Sigurðs- sonar. Á sýningunni eru 30 verk unnin með blandaöri tækni, en yfirskrift sýningarinnar er „Tíminn og hverfulleikinn". i Sverrissal stend- ur yfir sýning Sæmundar Valdimarssonar sem ber yfirskriftina Skógarmenn. Á sýningunni eru 32 verk unnin (rekaviö. Slðasta sýningar- helgi en sýningunni lýkur mánudaginn 31. okt. Sýningarsalir eru opnir kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan er opin kl. 11-18 virka daga og 12-18 um helgar. Kaffibarinn Ari í Ögri Ingólfsstræti Þar stendur nú yfir sýning Carls-Heinz Opol- ony á vatnslitamyndum. Myndirnar verða til sýnis næstu vikur og eru til sölu. Listahúsið Þingi Hólabraut 13, Akureyri Síðasta sýningarhelgi á verkum Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar. Ásýningunni eru málverk auk bókverka. Sýningin er opin daglega kl. 14-18. Listgallerí Listhúsinu í Laugardal Þar stendur yfir útgáfusýning bókarinnar Læknabókin, heilsugæsla heimilanna. List- galleríið er opiö 10-18 virka daga og 10-16 á laugardögum. Ásgerður sýnir verk frá 1974 til dagsins í dag. listasafn íslands: Verk írá mismunandi tíma - segir Ásgerður Búadóttir „Eg er með þrettán verk á þessari sýningu og þau eru frá mismunandi tíma. Elsta verkið er frá 1974 en það nýjasta er frá þessu ári. Það er Lásta- safn íslands sem býður mér að sýna en ég veit nú ekki hvort ég get sagt að þetta sé brot af því besta. Þetta eru frekar svona stærri verk mín og það mætti segja að þau væru valin,“ segir Ásgerður Búadóttir en á morg- un verður opnuð í Listasafni íslands sýning á úrvali verka hennar. Ásgerður nam myndlist við Hand- íða- og myndlistarskólann í Reykja- vík í tíð Kurt Zier og við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn 194&-49. Næstu árin leitaði hún fyrir sér á ýmsum sviðum myndlistar, m.a. í grafík en haustið 1949 keypti hún sér lítinn vefstól til að hafa með sér til íslands. Ásgerður hlaut gullverðláun fyrir verk sín á alþjóðlegri listiönaðarsýn- ingu í Múnchen 1956. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18 nema mánudaga. Tværsýning- arÁsgeirs Lárussonar Ásgeir Lárusson opnar tvær mynd- listarsýningar á morgun. í List- munahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 en þar eru sýnd olíuverk og í Gall- eríi 11, við sömu götu, en þar sýnir Ásgeir innsetningar. Asgeir hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Samhliða sýningun- um gefur hann út ljóöahefti. Sýning á verkum Þórarins Blöndal stendur nú yfir i Götugrillinu í Borgar- kringlunni. Listamaðurinn sýnir þar fjögur verk unnin í olíu. Sýningunni lýkur 10. nóvember. Hildur við eitt verka sinna. HildurWalt- ersdóttir í Café Mílanó Á morgun opnar myndlistarkonan Hildur Waltersdóttir sýningu á nýj- um verkum í Café Mílanó í Faxafeni 11. Hildur útskrifaðist með BFA-gráðu frá Rockford College í Illinois í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Hún hefur tekið þátt í fimm samsýningum þar vestra en þetta er fyrsta einka- sýning Hildar hérlendis. Þema sýningarinnar er Afríka en listakonan sækir myndefni sitt til Kenía þar sem hún bjó um tíma. Verkin eru að mestu unnin í olfu á' striga en einnig eru verk unnih með kol á pappír. Olíu- mál- verk og högg- myndir Sýningu Gunnars Arnar í Galleríi Borg við Austurvöll lýkur á sunnu- daginn. Hann hélt sína fyrstu sýn- ingu 1970 og hefur síðan haldið um þrjátíu einkasýningar hér á landi og einnig sýnt í Kaupmannahöfn, New York og Hollandi. Gunnar Örn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. M.a. í London, París, New York, Chicago, Sao Paulo, Tokyo og á Norðurlöndum. Þá var hann-fulltrúi íslands á Tvíæringnum ,í Féneyjum 1988. Verkin, olíumálverk, höggmyndir og verk unnin á pappír, eru öll unnin á síðustu tveimur árum. Myndverkin eru úr handgerðum pappír og Ijósmyndum. Pappírs mynd- verk í Stöðlakoti Þorgeröur Hlöðversdóttir opnar sýningu á pappírsmyndverkum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg á morg- un. Þorgerður útskrifaösit úr textil- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1990. Fram til þessa hefur hún aðallega unnið í tauþrykk en að þessu sinni sýnir hún myndverk úr handgerðum pappír og Ijósmyndum. Þetta er fyrsta einkasýning Þor- gerðar en sýningunni lýkur 13. nóv- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.