Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994
Nicholas Cage leikur lögregluþjón sem lofar gengilbeinu helmingnum af
lottóvinningnum sínum.
Bridget Fonda sem þjónustustúlkan Yvonne í rómantísku gamanmyndinni
Það gæti hent þig.
Stjömubíó:
Það gæti hent þig
- með Nicholas Cage og Bridget Fonda
Stjömubíó hefur hafiö sýningar á
bandarísku grínmyndinni Það gæti
hent þig eða It Could Happen to You.
Aðalhlutverkin leika Nicholas Cage
(Birdy, Peggy Sue Got Married, Wild
at Heart), Bridget Fonda (Single
White Female, Little Buddha), Rosie
Perez (Fearless, White Men Can’t
Jump), Wendell Pierce (Malcolm X)
og Isaac Hayes (Robin Hood, Men in
Tights). Leikstjóri er Andrew Berg-
man (Honeymoon in Vegas, The
Freshman) og framleiðandi er Mike
Lobell (Honeymoon in Vegas, Chanc-
es Are, The Freshman).
Charhe Lang er heiðvirð og góð
lögga í Bronx. Hann er sáttur við sitt
og gerir litlar kröfur til lífsins. Annað
gildir um eiginkonu hans, Muriel,
sem er fégráðug og undiríorul með
aíbrigðum. Muriel dreymir um betra
líf og eina vonin til þess að draumur-
inn rætist er að vinna stóra lottópott-
inn.
Dag nokkurn rekst Charhe inn á
kaffistofu og hittir þar fyrir gengil-
beinuna Yvonne. Hún er yfirleitt
glaðlynd og góðlynd en þennan dag
er hún heldur döpur því fyrr um
daginn hafði hún verið lýst gjald-
þrota. Þegar Charhe ætlar að greiða
Yvonne þjórfé á hann ekki eyri. í
vandræðum sínum heitir hann því
að koma daginn eftir og borga henni
þjórféð eða gefa henni helminginn
af lottómiðanum sínum ef svo ótrú-
lega vhdi til að hann ynni. Og viti
menn. Charlie og Muriel vinna fjórar
mihjónir dala og þá hefst ævintýrið
fyrir alvöru.
Sambíóin:
I blíðu og stríðu
Sambíóin hafa tekið th sýninga kvik-
myndina When a Man Loves a Wo-
man eða í blíðu og stríðu eins og hún
heitir á íslensku. Með aðalhlutverkin
fara Meg Ryan (When Harry Met
Sally, Sleepless in Seattle) og Andy
Garcia (Godfather III, Dead again)
Myndin fjahar um ung hjón með
tvö böm sem virðast lifa einstaklega
hamingjusömu lífi. Fjölskyldan er
samhent og ástin umlykur þau. En
undir sléttu og fehdu yfirborðinu
hggur leyndarmál. Ahce (Meg Ryan)
á við áfengisvandamál að stríða og
nú reynir á þessa hehsteyptu fjöl-
skyldu. í stað þess að fjarlægjast
hvort annað ákveða þau að standa
saman og vinna að lausn vandans.
Hinn fullkomni fjölskylduheimur
þeirra verður þó fyrst að hrynja áður
en þau geta byggt hann upp að nýju
og hafið annað líf. Michael (Andy
Garcia) þarf að sinna uppeldi dætr-
Undir sléttu og felldu yfirborði fjöl-
skyldunnar liggur leyndarmál.
anna á meðan Ahce reynir að koma
lífi sínu á rétta braut og finna sjálfa
sig.
Leikstjóri myndarinnar er Louis
MandoM en hann hefur áður gert
myndir á borö við Bom Yesterday,
White Palace og Gaby - A Tme Story.
Leikstjórinn Louis Mandoki að störfum.
Tvær islenskar bíómyndir hafa verið sýndar í kvikmyndahúsunum að undanförnu. Þetta eru Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar, sem sýnd er í Stjörnu-
biói, og Skýjahöll Þorsteins Jónssonar sem sýnd er í Sambíóunum. Báðar myndirnar höfða til allrar fjölskyldunnar.
Kvikmyndir
BÍÓBORGIN
Sími11384
Fæddir morðingjar ★★
Amerískir fjölmiðlar og ofbeldisdýrkun
og Oliver Stone á útopnu: Skotið yfir
markið. -GB
Speed ★★
Ögnarhraðskreið mynd um fifldjarfa
löggu i baráttu við geðbilaðan
sprengjufikil. Ágætskemmtun. -GB
Umbjóðandinn ★★★
Góð spennumynd eftir skáldsögu
Johns Grishams. Aldrei þessu vant er
myndin betri en bókin. Susan Saran-
don og Tommy Lee Jones sýna bæði
stórleik. -HK
BÍÓHÖLLIN
Sími 78900
Forrest Gump ★*★
Einstaklega Ijúf og mannleg kvikmynd
sem lætur engan ósnortin. Undraverð-
ar tæknibrellur sem heilla og stórleikur
Tom Hanks er það sem hæst ber. Einn-
ig sýnd í Háskólabíói -HK
Sannar lygar ★★'/2
Risa-mynd frá Cameron og Co sem
stenst ekki samanburð við fyrri myndir
hans vegna ómerkilegrar sögu. Er samt
ágætis skemmtun með mikilfengleg-
um hasaratriðum og góðum húmor inn
á milli. Einnig sýnd i Háskólabíói. -GE
SAGA-BÍÓ
Sími 78900
Skýjahöllin ★★'A
Nýjasta íslenska kvikmyndin er um
ævintýri Emils og Skunda. Einföld og
öll á hægum nótum en er hin besta
skemmtun fyrir fjölskylduna, sérstak-
lega þó börnin. -HK
HÁSKÓLABÍÓ
Simi 22140
Næturvarðurinn ★★★
Framúrskarandi danskur gæðahúð-
artryllir um ævintýri næturvarðar I lík-
húsi. -GB
Bein ógnun ★★ /2
Harrison Ford berst gegn óvinum am-
erisks lýðræðis, utanlands og innan, í
sannkallaðri stórmynd. -GB
Blaðið ★★
Sólarhringur á æsifréttablaði í New
York, hraðinn mikill í mynd sem æðir
út um viðan völl með yfirgengilegpm
kjaftavaðli. Leikarargóðir. -HK
Fjögur brúðkaup ★★★
Breskur húmor eins og hann getur
bestur orðið í bráðskemmtilegri kvik-
mynd með rómatisku yfirbragði. Kvik-
mynd sem kemur öllum í gott skap.-HK
LAUGARÁSBÍÓ
Simi 32075
Gríman ★★★
Snilldarbrellur sem samlagast
skemmtilegum tilburðum hjá Jim Ca-
rey gera Grimuna nánast leikinni
teiknimynd. Góð skemmtun fyrir alla.
-HK
Flóttinn frá Absolom ★
Slök framtíðarmynd um lif í leynilegri
fanganýlendu og átök tveggja fanga-
hópa. Einnig sýnd í Stjörnubiói. -GB
Endurreisnarmaðurinn -k'/i
Einstaklega heimskuleg saga sem
hefði getað gengið upp ef aðstand-
endur hefðu ekki farið að taka hana
alvarlega. Penny Marshall og Danny
de Vito hafa bæði gert betur. -HK
REGNBOGINN
Sími 19000
Lilli er týndur ★★
Bráðfjörug mynd um hrakfarir þriggja
bófa sem ræna niu mánaða gömlum
snáða. Teiknimynd með lifandi fólki.
-GB
Neyðarúrræði ★ 'A
Yfirdrifin uppfærsla á ástarsögu sem
ekki á að taka alvarlega en er þrátt
fyrir það of klisjukennd og ósannfær-
andi. -GE
Ástríðufiskurinn ★★★
Sagan er ekki frumleg en fínlegt (og
óskarstilnefnt) handrit Sayles og
geysisterk persónusköpun leikkvenn-
anna tveggja bæta það margfalt upp.
-GE
Allir heimsins morgnar ★★★
Heillandi, dramatisk kvikmynd um
sannan tónlistarmann, sorg hans,
sköpunargleði og skapbresti sem láta
engan ósnortinn. Mynd sem sameinar
áhugaátónlistogkvikmyndum. -HK
STJÖRNUBÍÓ
Simi 16500
Úlfur ★★'/2
Vel gerð og leikin mynd um forleggj-
ara sem breytist í úlf en herslumuninn
vantar. -gb
Bíódagar ★★★
Friðrik Þór hefur gert skemmtilega og
mannlega kvikmynd um æskuár ungs
drengs í Reykjavik og í sveit. Sviðs-
mynd einstaklega vel heppnuð. -HK