Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1994, Síða 7
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994
23
Messur
Arbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu.
Breiðholtskirkja: Guðsþj. kl. 11.
Barnaguðsþj. á sama tíma. Samkoma Ungs
fólks með hlutverk kl. 20.30. Maríusystur
koma í heimsókn. Ræðum. systir Josuana.
Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11.
Guðsþj. kl. 14. Einsöngur Erla Þórólfsd.
Digraneskirkja: Barnasamkoma í
Digraneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Altarisganga. Þorbergur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11 við upphaf
Tónlistardaga Dómkirkjunnar. Minnst verð-
ur þess að 400 ár eru frá útkomu Grallar-
ans. Barnastarf i safnaðarheimilinu á sama
tíma. Skírnarguðsþj. kl. 14. Kl. 17. Tónleikar
Dómkórsins í Landakotskirkju.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta
kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson.
Eyrarbakkakirkja: Messakl. 14
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón
usta kl. 11. Barnaguðsþjónusta á sama tíma.
Umsjón Ragnar og Ágúst. Guðsþj. með alt-
arisgóngu kl. 18.
Fríkirkjan i Hafnarfirði: Barna
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Fríkirkjan í Reykjavík: Barna-
guðsþj. kl. 11.15. Guðsþj. kl. 14.
Grafarvogskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Valgerður, Hjörtur og Rúna að-
stoða. Guðsþjónusta kl. 14. Barnakórar
syngja, stjórnendur Bjarni Þór Jónatansson
og Áslaug Bergsteinsdóttir.
Grensáskirkja: Bamasamkoma kl.
'11. Messa kl. 14. Tónleikar kl. 16. Barnakór
Grensáskirkju og Vox Feminae syngja,
stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Undirleikari
Árni Arinbjarnarson. Foreldrafélag barna-
kórsins sér um kaffiveitingar á eftir.
Hallgrímskirkja: Fræðsiustund kl.
10. Hörður Áskelsson og sr. Sigurður Páls-
son ræða um efnið Lúther og safnaðarsöng-
urinn. Kynntir og sungnir nýir og gamlir
sálmar með aðstoð félaga úr Mótettukór
Hallgrímskirkju. Messa og barnasamkoma
kl, 11. Kl. 15.30 samvera fjölfatlaðra i umsjá
Maríu Eiríksdóttur.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Messa kl. 14. Barnakór Háteigskirkju
syngur undir stjórn Ásrúnar Kondrup. Ferm-
ingarbörn lesa ritningarlestra.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Barnastarf á sama tíma.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Kór Kópavogskirkju syngur. Barnastarf
I safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma.
Keflavíkurkirkja: Heigistund i
sjúkrahúsinu kl. 10.30 árd. Aðstandendur
sjúklinga eru velkomnir. Sunnudagaskóli kl.
11. Munið skólabílinn. Fjölskylduguðsþj. kl.
14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og
foreldra þeirra. Fermingarbörn aðstoða við
guðsþj. og sýna leikþátt um einelti. Kór
Keflavikurkirkju syngur.
Landspítalinn: Messakl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands
biskups: Messa kl. 11. Kór Menntaskólans
við Sund syngur, stjórnandi Áslaug Berg-
steinsdóttir. Nemendur í guðfræðivali
Menntaskólans við Sund annast undirbún-
ing. Prédikun í formi kennslustundar I guð-
fræðivali. Kór Langholtskirkju (hópur III)
syngur. Barnastarf á sama tíma I umsjá Árna
Svans Danielssonar og Bryndísar Baldvins-
dóttur. Barnapössun fyrir yngstu börnin á
messutima I umsjá skáta. Molasopi að
messu lokinni.
Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl.
II í umsjá sr. Ingólfs Guðmundssonar.
Bjöllusveit Laugarneskirkju leikur, stjórn-
andi Karel Sturlaugsson. Barnastarf á sama
tíma.
Mosfellsprestakall: Messa i Mos-
fellskirkju kl. 14. Rútuferð frá safnaðarheim-
ilinu kl. 13.30. Barnastarf I safnaðarh. kl.
11. Bíllfrá Mosfellsleið fer venjulegan hring.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Mun-
ið kirkjubílinn. Guðsþj. kl. 14.
SeljakÍrkja:Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Óháði söfnuðurinn: Á sunnudag
inn, 30. október, kl. 2 verður guðsþj. I kirkju
Óháða safnaðarins. Fermdur verður Guð-
mundur Karl Guðmundsson, Vallarhúsum
18, Reykjavík. Kirkjukór safnaðarins syngur
undir stjórn Péturs Máté, organista safnað-
arins. Sunnudagaskólinn verðurá sama tíma
i Kirkjubæ.
Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.
Barnastarf á sama tíma I umsjá Elínborgar
Sturlud. og Sigurlínar Ivarsd.
Stokkseyrarkirkja: Bamaguðs-
þjónusta kl. 11.
Önfirðingafélagið: Guðsþj. i Nes-
kirkju I Rvík sunnud. 30. okt. kl. 14. Kirkju-
kaffi að lokinni guðsþj. kl. 15-17 I safnað-
arh. á vegum kaffinefndar Önfirðingafél.
Rondey Robinson og samherjar í Njarðvíkurliðinu taka á móti Valsmönnum
í Ijónagryfjunni á sunnudagskvöldið. Á myndinni er Rondey í baráttu við
Grindvíkinginn Guðmund Hrafnkelsson.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Heldur Njarðvík
uppteknum hætti?
Tíunda umferðin á íslandsmótínu
í körfuknattíeik verður háð á sunnu-
dagskvöldið. Það hefur vakið athygli
að sama hefur verið að gerast í körf-
unni eins og í handboltanum að tvö
félög hafa slegið í gegn á mótunum
fram að þessu. Njarðvíkingar hafa
sýnt mikinn styrk og eru óumdeilan-
lega með sterkasta liðið í deildinni,
valinn maður í hverju rúmi og því
ætti kannski árangur liðsins að telj-
ast mjög eðlilegur. Það lýsir kannski
best styrk Njarðvíkinga að á dögun-
um sagði Einar Bollason að það hð
sem næði að vinna þá yrði íslands-
meistari.
Á sunnudagskvöldið sækja Vals-
menn lið Njarðvíkinga heim í ljóna-
gryfjuna. Víst má telja að Njarðvík-
ingar vinni þennan leik og því Vals-
menn ekkert öfundsverðir að lenda
í klóm Suðurnesjaliðsins.
Skagamenn leika á heimavelli gegn
Grindvíkingum. Aldrei að vita nema
Grindvíkingar tefli fram erlendum
leikmanni í leiknum og óneitanlega
teljast þeir sigurstranglegri með út-
lending innanborðs. Hinu má ekki
gleyma aö Skagamenn eiga sterkan
heimavöll og hafa mörg lið fengið að
kenna á því.
Þór og Keflavík leika á Akureyri
og gætí hér orðið hinn skemmtileg-
asti leikur. Kristinn Friðriksson, sem
lék í mörg ár með Keflavík, fær þarna
tækifæri til að klekkja á sínum
gömlu félögum. Þórsarar eru sterkir
á heimavelh og verður hann beittasta
vopn hðsins í deildinni í vetur.
Tindastóll og Skahagrímur kljást á
Sauöárkróki og er um tvísýnan leik
að ræða. Liðin hafa verið að leika
upp og ofan það sem af er mótínu og
því um afar mikilvægan leik fyrir
bæði liðin.
Haukar og KR leika í Hafnarfirði
en Haukarnir hafa verið aö leika
mun betur en margir þorðu að vona
fyrir tímabilið. Miklar breytingar
hafa orðið á hðinu og enginn erlend-
ur leikmaður leikur með liðinu. KR-
ingar fá örugglega að hafa fyrir hlut-
unum við Strandgötuna á sunnu-
dagskvöldið.
ÍR-ingar halda í vestur í Hólminn
pg mæta þar hðsmönnum Snæfells.
ÍR-liðið hefur ekki sótt gull í greipar
heimamanna í útileikjunum til þessa
en sigurlíkur ÍR-inga eru þó meiri
en heimamanna.
Bemardel - kvartett-
inn á Hótel Borg
Bernardel-strengj akvartettinn
heldur tónleika á morgun í Gyllta
salnum á Hótel Borg. Á efnisskránni
eru strengjakvartettarnir op. 18, nr.
4 í c-moll eftir Beethoven og nr. 3,
op. 67 í b-dúr eftir Brahms. Tónleik-
amir hefjast kl. 15.
Bernardel-kvartettinn hefur starf-
að í rúmt ár og haldið tónleika víða
um land. M.a. á Húsavík, í Borgar-
nesi, Keflavík og í Reykjavík á
áskriftartónleikum Kammermúsík-
klúbbsins.
Kvartettinn skipa þau Zbigniew
Dubik, Greta Guönadóttir, Guð-
mundur Kristmundsson og Guðrún
Th. Sigurðardóttir. Þau leika öll með
Sinfóníuhljómsveit íslands og hafa
tekið mikinn þátt í flutningi kamm-
ertónhstar hér á landi á undanfóm-
j um ámm.
Meðlimir strengjakvartettsins leika allir með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Iþróttir
NM í karate
Norðurlandamótið í karate
verður haldíð i Laugardalshöll-
inni á laugardag og hefst mótið
kl. 10 um morguninn. Mótið
stendur síðan yfir allan daginn
og lýkur um kl. 18.40. Allir bestu
karatemenn Norðurlanda mæta
til leiks og í þeim hópi eru kepp-
endur sem skipað hafa sér á
fremsta bekk i heiminum í þess-
ari íþrótt. Sjón er því sögu ríkari
og er fólk hvatt til að mæta i
Höllina og hvetja íslenska liðið.
Handboltí
kvenna
Fjórir leikir verða i 1. deild kvenna
i handbolta á morgun, laugardag,
Tveir leikir hefjast klukkan 16,
virðureignir Fram og FH í Fram-
húsinu og Hauka og Ármanns í
íþróttahúsinu við Strandgötu.
Klukkan 1 7 leika Valur og KR að
Hlíðarenda og Fylkir og ÍBV í
Austurbergí. Klukkan 20 á
sunnudagskvöldið leika síðan
Vikingur og Stjarnan í Víkinni.
Bikar-
keppni
Einn leikur verður i bikarkeppni
karla I handknattleik á laugardag
þegar Valur b og Ögri mætast I
Valsheimilinu.
Evrópu-
leikur
íslenska landsliðið í kvenna-
knattspyrnu leikur síðari leik sinn
gegn Englendingum í 8-líða úr-
slitum Evrópumótsins á laugar-
dag i Brighton. England vann
fyrri leikinn á Laugardalsvelli,
2. deild karla
í 2. deild karla I handknattleik eru
tveir leikir á dagskrá um helgina.
í kvöld leika í Vestmannaeyjum
ÍBV og Þór klukkan 20. Á morg-
un, laugardag, leika Fylkir og
Keflavík í Austurbergi kl. 14.
I
Reykjavík
og Reykja-
Ferðaféiag islands efnir til
tveggja gönguferða á sunnu-
daginn. Kl. 13 er farið út á
Reykjanesskaga og gengið
frá Gálgakletti á fjallið Þor-
björn og þaðan yfir að Bláa
lóninu þar sem hægt verður
að bregða sér í bað. Kl. 14
verður stutt ganga innan
borgarmarka Reykjavíkur.
Brottför í báðar ferðirnar er
frá BSÍ, austanmegin.
Útivist stendur fyrir dags-
ferð á sunnudaginn og hefst
hún kl. 10.30 frá bensínsölu
BSÍ. Gengið verður með fram
ströndinni frá Straumi að
Lónakoti en á þessari leið eru
malarkambar og fallegír
hraunhólar með tjörnum á
milli. Frá Lónakoti verður
gengið að Elínarborg og
Slunkarlki. Feróin tekur um
3-4 klukkustundir í göngu.