Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 Frétdr ___________________________ Óvissa um staðfestingu á GATT vegna ágreinings stjómarliða: Stjórnarandstaðan vill skýra yf irlýsingu - hafnar loðmullu og duldum ágreiningi á bak við fíkjublað „Verði yfirlýsingiri í þessum hefð- bundna loðmullustíl, sem einkennt hefur málamiðlanir Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í landbúnaðarmál- um á kjörtímabilinu er staðfestingu GATT teflt í mikla hættu. En verði yfirlýsingin skýr og afdráttarlaus verður aö öllum líkindum hægt að afgreiða GATT fyrir áramótin. Spurningin er bara hvort yfirlýsing- in sé fikjublað til að dylja ágreining í stjórnarflokkunum eða er hún raunveruleg stjórnaryfirlýsing?“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, for- maöur Alþýðubandalagsins. Utanríkismálanefnd kom saman til fundar í morgun til að ræða staðfest- ingu íslands á GATT-samkomulag- inu og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um með hvaða hætti ríkisstjórnin ætlar að standa að þvi. A Þorláks- messu sendi Davíð Oddsson forsætis- ráðherra bréf til aðalstöðva GATT í Genf um að hann tryði því að Al- þingi myndi staðfesta GATT-sam- komulagið fyrir áramót þannig aö ísland yrði stofnaðili. Innan ríkisstjómarinnar hefur verið deilt um með hvaða hætti skuh staðið aö skuldbindingum íslands í landbúnaðarkafla GATT. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra hefur gert kröfu um að hafa forræði tolla- mála á sínum höndum en ráðherrar Alþýöuflokks og fjármálaráðherra hafa verið því andvígir. Til þessa hefur ekki náðst sam- komulag í ríkisstjórninni um þetta mál og er það mat margra þing- manna að slíkt samkomulag náist ekki á næstu dögum. Fyrir vikið séu litlar líkur á að hægt verði aö stað- festa GATT fyrir áramót eins og for- sætisráðherra hefur boðað. . í samtali við DV í gærkvöldi sagði Sighvatur Björgvinsson að ekki lægi fyrir neitt samkomulag um að land- búnaðarráðherra færi með ákvörðun jöfnunartolla á landbúnaðarvörum. Á hinn bóginn segir hann krata mjög sátta við þá aðferð að afgreiða þings- ályktunartiUöguna um staðfestingu á GATT fyrir áramót þó ekki sé búið að ganga frá framkvæmdinni. „Ágreiningurinn verður leystur," segir Sighvatur. Davíð Oddsson kveðst trúaður á að samkomulag náist um efni þingsá- lyktunartillögu um GATT sem sé það skýr að þingið geti afgreitt hana fyr- ir áramót. Varðandi tollamáUn segir hann ljóst að þau muni heyra undir fjármálaráðherra þó hið efnislepa forræði verði hjá landbúnaðarað- herra. Aðspuröur kveðst Davíð ekki eiga von á andstöðu krata við þetta fyrh'komulag enda hafi Össur Skarp- héðinsson lýst sig samþykkan því. „GATT er í eðU sínu neytendamál og með GATT hverfur bannreglan. Ákveðinn lágmarksinnflutningur hefst og síðan er annar innflutningur háður aðlögun þar sem landbúnað- urinn nýtur toUverndar um ákveðið skeið. Ég hygg að flestir geti verið sammála um að þetta sé sann- gjarnt,“ segir Davíð. -kaa Stuttar fréttir r>v Rugl í innaniandsf luginu Tvær Fokker-flugvélar Flug- leiða biluðu í gær. Skv. RÚV olU • það um tíma miklum rugUngi í innanlandsfluginu því hinar Fokker-vélarnar voru erlendis. Hækkandiverð Verð á sj.ávarafurðum heldur áfram að hækka.á erlendum mörkuðum. Skv. Mbl. er hækk- unin-8,7% frá þvi í april. Hjónin ósammála Davíð Oddsson er ósamála þeirri ákvörðun eiginkonu sinn- ar að þiggja ekki dagpeninga í opinberum ferðum eriendis. Stöð tvö greindi frá þessu. Hækkanir I borgarráði Borgarráð hefur samþykkt að hækka tryggingagrunn húseigna í Reykjavík um 1,78% og hækka -iðgjöld brunatryggmga jafn mik- ið. Mbl. greindi frá þessu. Samningur undirritaöur Iðnaöarráðherra undirritaöi nýverið alþjóðlegan orkusátt- mála. Samkvæmt RÚV hefur samningurlnn nú þegar verið undirritaður af 45 öðrum ríkjum. Þóröur verðlaunaður Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum, fékk i gær heiðursverð- laun úr Verðlaunasjóöi Ásu Guð- mundsdóttur Wright. -kaa Ibúar Þingholtanna: Vilja ekki sendiráðið „Eg fæ ekki séð að þetta sé óheppi- legasta nýtingin á lóðinni en bg skil vel sjónarmiö íbúanna sem hafa séð hana ónýtta um langt árabil," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavík. Yfir 500 íbúar í Þingholtunum hafa skorað á borgaryfirvöld að falla frá áformum um að leyfa byggingu skrif- stofuhúss á lóðinni Laufásvegi 31, en þar er áformað að byggja sendiráð Breta og Þjóðverja. Ingibjörgu Sól- rúnu var afhentur undirskriftalisti með áskorun þessa efnis í gær. Skorað er á borgarstjóm að leita samstarfs við íbúa Þingholtanna um gerð deiliskipulags með það að markmiði að nýta lóðina sem best fyrir þjónustu í þágu hverfisins. Bent er á að gatnamótin sem lóðin stendur við séu flókin, enda mætast þar íjór- ar götur; Hellusund, Laufásvegur, Skothúsvegur og Þingholtsstræti. „Við fögnum fréttum um að hafinn sé undirbúningur að því að breyta gatnamótunum fimmföldu sem lóðin er viö, en skorum jafnframt á borgar- stjórn að gera nýtt umferðarskipulag fyrir Þingholtin öll til að tryggja ör- yggi gangandi vegfarenda, ekki síst skólabarna," segir í áskoruninnni. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar hefur breska sendiráðið átt umrædda lóð á Laufásveginum í marga áratugi og því sé erfitt að hindra byggingu á henni nema með því að borgin leysi lóöina til sín. Þá bendir hún á að í raun sé sendiráðsbygging mun heppilegri nýting á lóðinni heldur en til dæmis dagheimili þar sem gatna- mótin þoli takmarkaða umferð. Af sömu ástæðu sé lóðin óheppileg sem útivistar- og leiksvæði. -kaa Rafmagnsleysið við DýraQörð: Raf magnið kom á í fyrrinótt „Það var komin spenna á um þrjú- leytið í fyrrinótt þegar við vorum búnir að tengja annan spenni í stað þess sem brann yfir,“ segir Sigurður Þ. Gunnarsson, umsjónarmaður Orkubús Vestijarða á Þingeyri. Rafmagnslaust var í sveitinni við noröanverðan Dýrafjörð í einn og hálfan sólarhring, frá því á jóladag þar til aðfaranótt 27. desember. Sæ- strengur sem liggur yfir Dýrafjörð gaf sig og við það fór rafmagn af sveitinni. Þá var brugðið á það ráð að fá spenni sjóleiöina frá ísafirði til að keyra á gömlu sveitalínuna. Spennirinn brann yfir og þá var ann- ar fenginn sem nú þjónar sínu hlut- verki. Sigurður segir ekki vitað hvað gerðist í sæstrengnum sem var settur niður 1958. Það verði kannað á næst- unni, en þangað til verði rafmagn flutt um sveitalínuna. -rt Löndunarbann á Rússafiski: Á ábyrgð útgerðarmanna - segj a rússnesk stj ómvöld „Við fengum það svar að þetta væri ekki á ábyrgð rússneskra stjómvalda. Þetta væri ákvörðun útgerðarmanna í Murmansk sem stjómvöld ættu enga aðild aö. Full- trúi íslenska sendiráðsins í Moskvu fékk þetta svar í gærmorgun," segir Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður ut- anríkisráðherra, vegna fyrirspurnar til rússneskra stjómvalda vegna löndunarbanns á Rússafiski á ís- landi. Þröstur segir að svar Rússanna hafi verið munnlegt en næsta skref sé að fá það skriflegt og málið verði tekið upp á fundi utanríkisráðherra í Murmansk 15. janúar. -rt Linda Pétursdóttir alheimsfegurðardrottning átti 25 ára afmæli í gær. Haldið var upp á afmælið á Kaffi Reykjavik. Á myndinni er Linda ásamt foreldrum sínum, Pétri S. Olgeirssyni framkvæmdastjóra og Ásu Hólmgeirsdóttur. DV-mynd GVA Ólafur Ragnar Grlmsson um ríkisfjármálin: Skuldirnar tvöff aldast á kjörtímabilinu - segir viövörunarljós kvikna hjá alvarlega þenkjandi mönnum „Þegar forystumenn núverandi stjórnarflokka voru að dæma fjár- málastjórnina 1990 og 1991 höföu þeir um það mjög stór orö. Engu aö síður voru hreinar skuldir hins opinbera aðeins um 15 prósent af landsfram- leiöslunni. Núna eru þær 35 prósent. Þessi vöxtur getur auðvitað ekki haldið áfram. Skuldir ríkisins eru orðnar svo frekar til fjárins í efna- hagslífi okkar íslendinga. Það yrði óskaplega lítið svigrúm fyrir at- vinnulífið Og heimilin til þess að bæta sína stöðu,“ segir Ólafur Ragn- ar Grímsson, fyrrverandi fjármála- ráðherrra. Ólafur Ragnar gagnrýndi harðlega stjórn ríkisfjármála á liðnu kjörtíma- bili í umræðum um iánsfjárfrum- varpið á Alþingi í gær. Fram kom í máli hans að nettóskuldir ríkisins á næsta ári stefndu í að verða ríflega 55 prósent af landsframleiðslu og aö heildarskuldir ríkisins stefndu í ríf- lega 48 prósent af landsframleiðslu. Ólafur gerði sérstaklega að umtals- efni auknar kröfur Seðlabankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir. í árslok 1991 hafi þessar kröfur verið um 8,7 milljarðar. í lok nóvember síðastliö- inn hafi þær verið 15,8 milljarðar. „Það er mjög alvarlegt að kröfur Seðlabankans skuli hafa vaxið með þessum hætti. En það er athyglisvert að árið 1991 hefur oft verið notað sem viðvörunarár um alvarlega stöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum. Þetta ásamt auknum skuldum end- urspeglar það hrikalega verkefni sem blasir við hér í ríkisfjármálun- um. Þessar tölur eru þess eðlis að það hlýtur að kvikna á öllum viðvör- unarljósum hjá alvarlega þenkjandi mönnum í íslensku efnahagslífi.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.