Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 9 > > I i i Neðanjarðarmusteri REUTER Þversnid af neðanjardarmusteraþyrpingu sem samfélag handverksmanna og spíritista byggði á laun inn í ítalska fjallshlíð. Ellefu hæða hús kæmist fyrir í hvelfingunni Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: Iranir ætla að setja viðskipta- bann á Noreg vegna meintrar andúðar Norðmanna á múslím- um. Viðskipti landanna eru nán- ast engin ef frá er talinn lítils háttar útflutningur frá Noregi sem íranir hafa undanfama mán- uði ekki greitt fyrir. Norski ríkis- ábyrgðarsjóðurinn greiðir skuld- ina og eru Norðmenn því fegnir viðskiptabanninu. Undanfama mánuði hefur spaugilegt áróðursstríð staöið milli írans og Noregs. Upphafið var aö sendiherra írans var kall- aður heim í haust vegna þess að hann lýsti því yfir að norskir borgarar væru ekki réttdræpir vegna stuðnings við Salman Rus- hdie. Hann situr nú í ónáð í íran. Norðmenn svömðu með að kalla sendiherra sinn heim. Nú ætla íranir að beita við- skiptabanni á Noreg og saka Norðmenn um að standa fyrir alþjóðlegu samsæri gegn múslím- um. Deilan hefur magnast stig af stigi án þess að nokkur geri sér almennilega grein fyrir hvaö valdi. Bæöi Danir og Sviar hafa tekið upp þykkjuna fyrir Norð- menn og neita að ræða við sendi- menn frá íran. Clinton nýtur meiri vinsælda Bfil Clinton Bandaríkjafor- seti nýtur vax- andi vinsælda meðal sinnarefmarka má nýja skoð- anakönnun sem gerð var fyrir CNN sjónvarpsstööina og dagblaðið USA Today. Þar lýsa 49 prósent yfir ánægju með störf forsetans en 44 prósent eru óá- nægð. Clinton hefur ekki veriö vin- sælli frá því í fyrrasumar. Reuter Félagar í Damanhur-samfélaginu taka lagið í einu musteranna sem þeir hafa grafið út í fjallshlíð á norðurhluta Italíu. Simamynd Reuter SöngvarSatans leiðatilvið- skiptabanns John Majorvar séreldrikonu John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, var ást- arleikfang frá- skilinnar konu sem var þrettán árum eldri en hann þegar hann var um tvitugt, að sögn breskra æsiblaða. Umrædd kona, Jean Kieran, sem nú er 65 ára, flutti í næsta hús við fjölskyldu Majors árið 1963 og hóf fijótlega ástarsam- band við forsætisráðherrann til- vonandi. Ástarsamband þetta stóð í nokkur ár þrátt fyrir að foreldrum hans litist illa á. Kieran var virkur félagi í íhaldsflokknum og hvatti hun hinn unga Major til að fá sér vinnu í banka og ganga í flokk- inn. Sem hann og gerði, „Við lítum á okkur sem þjóð, með sérstaka menningu, sögu og efna- hagskerfi. Við erum ekki sértrúar- söfnuður,. við stúderum töfra og hið heimullega og höfum sett mannkyn- ið í öndvegi," segir Oberto Airaudi, leiðtogi sex hundruð manna hóps sem kallar sig Damanhur-samfélagiö og hefur grafið sér musteri djúpt inn í norður-ítalska fjallshlíð. Helgistað sinn kallar hópurinn Musteri mannsins. Framkvæmdir við það hófust árið 1977 þegar tólf stofnendur hópsins tóku að höggva í grjótið á laun með hömrum og meitl- um og öðrum verkfærum, knúnir áfram af draumi um að eignast helgi- stað til að hugleiða á. Óvissa um framtíðina Sautján árum síðar nær musterið yfir fjögur þúsund fermetra neðan- jarðar og það er svo djúpt að það mundi gleypa ellefu hæða hús. Nokkur óvissa hefur ríkt um fram- tíð musterisins frá árinu 1992 þegar fyrrum félagsmaður reyndi að kúga sem svarar 30 milljónir króna út úr hópnum fyrir að segja ekki frá leynd- armálinu. Airaudi neitaði að borga og tilvist musterisins varð á almanna vitorði. í fyrstu vildu yfirvöld í nærliggj- andi bæjarfélagi aö musterið yrði hreinlega eyöilagt. Þeim snerist hug- ur síðar og lögðu til að það yrði gert að skemmtigarði fyrir ferðamenn. Airaudi og félögum leist á hvoruga tillöguna og binda nú vonir við að umdeild sakaruppgjöf til handa þeim sem stóðu í ólöglegum bygginga- framkvæmdum sem Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra, kom á, nái einnig til þeirra. Þar er gert ráð fyrir að brotlegir greiði aöeins sekt. Gengið er inn í musterið um litlar trédyr á húsi efst uppi á hæð einni. Þaðan er gengið inn langan gang þar sem veggirnir eru þaktir myndum úr egypskri goðafræði. Þegar ýtt er á hnapp á fjarstýringu opnast allt í einu veggur og við blasir undraheim- ur Damanhur þar sem loftið er þrungið reykelsisilmi og musterisbú- ar gera tilraunir með yfirskilvitlega hluti. Nokkuð sem hefur skotið hér- aðsbúum skelk í bringu. Eðlan og rósin Flestir íbúa Damanhur hafa hafnaö skímamöfnum sínum en þess í stað tekið upp nöfn plantna og dýra, eins og rósarinnar, eðlunnar, krákunnar eða bleika filsins. Þeir reka um fjöru- tiu lítil fyrirtæki sem framleiða m.a. skartgripi, matvæli, íot og furðulega málmhluti sem eiga að stuðla að ljúf- um draumum. Miklar framkvæmdir eru fyrirhug- aöar við musterið, ef leyfi yfirvalda fæst. Meðal annars á að reisa ellefu hundruð fermetra hvolfþak úr steindu gleri. „Það verður stærsta einstaka lista- verkið í heiminum. Við búum yfir tækninni en þurfum bara að fá leyfi,“ segirAraudi. Reuter Musteti mannsins 6renningin (gangar úr marmara og steindu glerí) @ Saladelt Acqua - Vatnssaturinn © Sala degli Speceht - Spegiasalurinn @ Sala della Terra - Jarðarsalurinn @ SaladeiMetaíi-Málmasalurinn © Sala delle Sfere - Kvelasalurinn @ Cripta - grafhvetfiog Hulunni svipt af töfraheimi Damanhur-samfélagsins: Musteri höggvið á laun í fjallshlíð Útlönd Fékkháarbætur fyrir varðhald Maður sem var sýknaður af ákæru um að hafa stolið 70 krón- um af breskum skólapOti fékk dæmdar skaðabætur upp á rúm- lega eina milljón króna fyrir að hafa þurft að dúsa í varðhaldi i fimm mánuði. Maðurinn sakaði lögregluna um ólöglega handtöku og slæleg vinnubrögö. Reutér ÍVZkLSLú. LC LVLL'MvL 1 1 5. leikvika, 5. febr. 1995 Nr. Lelkur:________________Röðln 1. Roma - Inter -X - 2. Torino - Lazio 1 - - 3. Bari - Juventus -X - 4. Milan - Cagliari -X - 5. Fiorentina - Genoa -X - 6. Brescia - Foggia -X - 7. Sampdoria - Reggiana -X - 8. Parma - Padova 1 - - 9. Palermo - Verona -X - 10. Perugia - Lucchese 1 -- 11. Cosenza - Piacenza -X - 12. Ascoli - Atalanta -X - 13. Chievo - Udinese -X - Heildarvinningsupphæð: 14 mllljónlr 13 réttir 2.322.240 kr. 12 réttir 18.970 [33 5. leikvika, 4. febr. 1995 Nr. Leikur: Rööln 1. Notth For. - Liverpool -X - 2. QPR - Newcastle 1 - - 3. Man. Utd. - Aston V. 1 - - 4. Wimbledon - Leeds -X - 5. Coventry - Chelsea -X - 6. Sheff. Wed - Arsenal 1 - - 7. Everton - Norwich 1 - - 8. Southamptn - Man. City -X - 9. Leicester - West Ham --2 10. Ipswich - C. Palace --2 11. Derby - Sheff. Utd - -2 12. Bolton - Wolves 1 - - 13. Luton - Oldham 1 - - Heildarvinningsupphæð: 115 mllUónlr 13 réttir! 726.940 kr. 12 réttir 11 réttir 10 réttir 17.470 1.560 440 kr. kr. kr. Misstu ekki af PLÚSVINNINGNUM AUDI A8 álbifreið framtíðarinnar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Náðu í miða núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.