Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 11 Fréttir Skiptar skoðanir eru um hvort nóg hafi verið mokað og saltað: Pólitísk ákvörðun hvað menn vilja gera mikið - segir Agnar Strandberg, yfirverkstjóri hjá Kópavogsbæ, vegna hálkuslysa undanfarið „Það má alltaf gera betur en þetta veður skall á mjög skyndilega. Við liggjum aldrei með stóran lager af sandi því hann má ekki frjósa. Við urðum þó ekki uppiskroppa með sand því við höfum aðgang að viðbót- arbirgðum í Reykjavík eftir klukkan 4 á morgnana. Það tafði okkur kannski aðeins en óverulega," segir Agnar Strandberg, yfirverkstjóri hjá Kópavogsbæ. Eins og greint var frá í DV í gær leitaöi um 300 manns á slysadeild með áverka vegna hálkuslysa. Ágúst Kárason, bæklunarsérfræöingur á Borgarspítala, fullyrti í samtali við blaðið að hægt væri að koma í veg fyrir ástand eins og það sem skapað- ist um helgina með því að moka gangstéttir og götur jafnóðum og snjóar. „Við byrjuðum á því í ár aö moka helstu gangstéttir. Það er í sjálfu sér hægt að auka þessa þjónustu en þetta er frekar spurning um að sandbera sem fyrst og sú vinna fór fram með eðlilegum hætti hér í Kópavogi. Á hitt ber að hta að þetta voru afskap- lega erfiðar aðstæður. Það er í raun pólitísk ákvörðun hvað menn vilja leggja mikið í þessa vinnu.“ „Ég get engan veginn verið sam- mála því að ástæöan fyrir þessum mikla fjölda hálkuslysa um helgina sé sú að götur og gangstéttir séu ekki mokaðar nógu títt. í fyrsta lagi höf- um við á undanförnum árum aukið mjög mokstur á gangstígum og gang- stéttum. Við höfum keypt til þess tæki og búnað og verjum til þessa verkefnis 160 tii 170 milljónum króna á ári. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur en það er reynt að standa að þessu eins vel og kostur er. Við ráð- um hins vegar ekki við veðuraðstæð- ur eins og þær sem sköpuðust nú á dögunum," segir Sigurður Skarphéð- insson, gatnamálastjóri í Reykjavík, aðspurður um hvort ástæðan fyrir miklum fjölda hálkuslysa um helg- ina sé slæleg frammistaða við mokst- ur og hreinsun gangstétta. - En myndaðist klaki ef betur væri mokað? „Þetta er spurning um hve menn eru viljugir. Að sjálfsögðu væri hægt að tvö- eða þrefalda þá upphæð sem varið er til þessa nú en það myndi ekki að sama skapi skila bættum Flugleiðir: Fyrsta reyklausa f lugfélagið í Flugleiöir verða fyrsta reyk- lausa flugfélagiö í Evrópu frá og meö gildistöku sumaráætlunar 26. raars nk. Reykingabann í Norður-Atl- antshafsflugi, sem tekur gildi í næsta mánuði, er í samræmi viö nýútgefna reglugerö samgöngu- ráðuneytisins. Búist er við aö nokkur af stærri fiugféiögunum í Evrópu fylgi í kjölfar Flugleiða og banni reykingar á þessari flug- leið. Innlandsflug Flugleiða hefur verið reyklaust frá 1984 og Evr- ópuflug félagsins frá 1993. árangri. Menn verða alltaf að reyna að fmna leið sem uppfyllir venjuleg- ar kröfur. Það er nokkuð sama hvað við gerum og hve miklu fé við eyðum; við getum aldrei ráðið við þær að- stæður sem einstaka sinnum skapast hérna. Þær aðstæður sem sköpuðust um síðustu helgi voru ekki til komn- ar vegna slælegrar frámmistöðu né vanbúinna tækja að mínu mati,“ seg- ir Sigurður. -PP MnniR £Ilis fyrstu tvær bækurnar komnar! Miöaldamunkurinn ógleymanlegi er þegar kominn í flokk sígildra sögupersóna og höfundinum, Ellis Peters, er skipað ó bekk með snillingum spennusögunnar eins og Agöthu Christie og Arthur Conan Doyie. ITV sjónvarpið breska hefur gert sjónvarpskvikmyndir eftir fjórum bókanna með Sir Derek Jacobi í aðalhlutverki. Vinsœldirnar eru þvrlíkar að 6 í viðbót eru í undirbúningi! Önnur myndin, Bláhjálmur verður sýnd í Sjónvarpinu 17. febrúar nk. Bróðir Cadfael 1: Líki ofaukið Bróðir Cadfael 2: Bláhjálmur Aðeins 895 krónur bókin - eða sérstakt kynningarboð: Báðar saman í pakka á 1.340! Á næsta sölustað m : is BróSir CADFAKX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.