Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 Afrnæli Siguröur Kristófer Árnason skip- stjóri, Eskihlíö 24, Reykjavik, er sjö- tugurídag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk skipstjórn- arprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavíkl949. Sigurður hóf sjómennskuferil sinn á bv. Gulltoppi RE1943 og var síðan háseti á ýmsum togurum. Að námi loknu var hann stýrimaður á ýmsum togurum, lengst af hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa og BÚR. Hann réðst til Hafrannsóknastofn- unar 1968 og starfaði þar við veiðar- færarannsóknir til haustsins 1973, var síðan yfirstýrimaður á rann- sóknarskipinu Bjama Sæmunds- syni frá 1973 og skipstjóri þar frá 1977 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1992. Fjölskylda Sigurður kvæntist 19.10.1955, Þor- björgu J. Friðriksdóttur, f. 25.10. 1933, d. 12.4.1983, hjúkrunarfram- kvæmdastjóra á Landspítalanum. Hún var dóttir Friðriks Jónssonar, b. frá Hömrum í Lýtingsstaða- hreppi, og Soffiu Stefánsdóttur, hjúkrunarkonu frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal í Húnaþingi. Þau voru bú- sett á Akureyri frá 1938 þar sem Friðrik vann verkamannavinnu en Soffia var hjúkrunarkona við Barnaskóla Akureyrar. Börn Sigurðar og Þorbjargar eru Friðrik, f. 22.5.1957, framkvæmda- stjóri Celite China Inc. í Kína, kvæntur Margréti Eydal félagsráð- gjafa og eiga þau þrjú börn, Hrefnu, Sindra Má og Brynjar Þór; Steinar, f. 13.9.1958, kvæntur Helgu Sigur- jónsdóttur, B A í sálfæði, og eiga þau eina dóttur, Þorbjörgu Onnu; Ámi Þór, f. 30.7.1960, borgarfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur ónæmisfræðingi og eiga þau þrjú börn, Sigurð Kára, Arnbjörgu Soffiu og Ragnar Auðun; Þórhallur, f. 7.8.1964, innanhúss- arkitekt í Kaupmannahöfn, kvænt- ur Guðnýju Ingadóttúr nema; Sig- urður Páll, f. 10.9.1968, ljósmyndari í Reykjavík. Systkini Siguröar eru Gestur Kristinn, f. 21.9.1918, málari í Hafn- arfirði; Jóhannes Kristberg, f. 24.7. 1921, pípulagningameistari í Reykja- vík; Guðríöur, f. 22.10.1930, starfs- maður Öldrunarlækningadeildar Landspítalans í Hátúni. Foreldrar Sigurðar voru Árni Kristófer Sigurðsson, f. 2.11.1895, d. 17.9.1969, sjómaður ogverkamað- ur í Ólafsvík og Reykjavík, og k.h., Sigurborg Þórkatla Jóhannesdóttir, f. 7.9.1894, d. 23.12.1966, húsmóðir. Þau hófu búskap 1917 í Ólafsvík en fluttu til Reykjavíkur 1924 og bjuggu þaruppfráþví. Ætt Systkini Árna voru Hulda og Frið- rik, faðir Amar, fyrrv. varaforseta ASÍ. Árni Kristófer var sonur Sig- urðar, sjómanns í Sandholti í Ólafs- vík, Vigíússonar, b. í Pétursbúð undir Jökli, Sigurössonar. Móðir Árna Kristófers var Guðríður J. Árnadóttir frá Stapabæ. Sigurborg var dóttir Jóhannesar, b. á Brimilsvöllum, Bjarnasonar, í Bakkabæ í Fróðárhreppi, Hallsson- ar. Móðir Sigurborgar var Anna Sig- urðardóttir frá Klettakoti í Fróðár- hreppi. Móðir Önnu var Þorkatla Jóhannsdóttir, móðir Sigurðar Kristófers Péturssonar rithöfundar, Sigurður Kristófer Arnason. ogamma HaUdórs E. Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. 80 ára Sigrún Jensdóttir, Naustum 3, Akureyri. Guðrún Sigurðardóttir, Blesugróf 34, Reykjavik. 75 ára Guðrún Soffia Hansen, dvalarheimilinu Fellsenda, Dala- byggð. * Júliana Bjamadóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Júlíanaeraðheiman. Eyjólfur T. Eyjólfsson, Sóleyjargötu 25, Reykjavík. 70 ára Pálína Bjarnadóttir, Háaleitisbraut 56, Reykjavík. Ásgrimur Halldórsson, Vtkurbraut 30, Hornafjarðarbæ. Vigfús Baidvinsson, Miðbraut 7, Dalabyggð. Helga Guðvarðsdóttir, Helgamagrastræti 23, Akureyri. 60 ára Húsatóftum 1A, Skeiðahreppi. Walter Óskar Ehrat, Haltfríðarstöðum, Skriðuhreppi. ÓskarEinarsson, Austurströnd2, Seltjarnamesi. Guðbjörg Björgvinsdóttir, Birtingarhotli I, Hrunamanna- hreppi. Dagbjört Flórentsdóttir, Kaldaseli3, Reykjavík, erfimmtugidag. Eiginmaöur Dagbjartar er Sæ- mundur Alfreösson framkvæmda- stjóri, en hann verður fimmtugur þann26,2.nk. . I tilefni afmælanna taka þau hjónin á móti gestum í Kiwanishús- inu, Engjateigi 11, Reykjavík, laug- ardaginn 11.2. nk. milli kl. 18.00 og 22.00. Erna Hj artardóttir, Fannafold 40, Reykjavík. Jóhanna Kristín Sigurðardóttir, Stórateigi 9, Mosfellsbæ. EinarÞórarinsson, Greniteigi 30, Keflavfk. Alda Jóna Vigfúsdóttir, Miðbraut9, Seltjamamesi. Jóhanna Þovarðardóttir, Smárabraut 8, Hornarfjarðarbæ. Jón Gunnarsson, Staðarbakka 16, Reykjavík. Liv Synöve Þorsteinsson, Stórageröí 34, Reykjavík. HjaltiHjaltason, Skarðshlið 2 J, AkureyrL Þorsteinn Vigfússon, 40 ára Konráð Einarsson, Ólafsbraut 52, Snæfellsbæ. Guðmundur Valdi Einarsson, Sogavegi 128, Reykjavík. Hólmfríður G. Júlíusdóttir, Búhamri 76, Vestmannaeyjum. Lína María Aradóttir, Brautarholti 2, ísaflrði. Óskar Ingi Húnfjörð, Garðabyggð 1, Blönduósl Guðbj örg í sleifsdóttir, Heiðvangi23, Rangárvallahreppi. Lárus Luciano Tosti, Logafold 192, Reykjavík. EKn Stephensen, Munkaþverárstræli 12, Akureyri. Einar Olgeir Gíslason, Löngumýri9, Garðabæ. Andlát Pétur Guðjónsson Pétur Guðjónsson rakari, til heimil- is að Grundaríandi 10, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn31.1. sl. Hannvar jarðsunginn frá Bústaðakirkju í gærmorgun. Starisferill Pétur fæddist í Reykjavik og ólst þar upp. Hann hóf nám í rakaraiðn hjá Pétri Ó. Jónssyni hárskera- meistara 1942, lauk prófi frá Iön- skólanum í Reykjavík og sveins- prófi í þeirri grein og öðlaðist síðar meistararéttindi. Pétur opnaði rakarastofu ásamt félaga sínum, Val Magnússyni, 1951 að Skólavörðustíg 10 í Reykjavík og starfrækti stofuna með Val og síðan einn eftir að Valur hvarf til annarra starfa. Er gamla húsið að Skólavörðustíg 10 varð að víkjafyrir nýbyggingu fyrir íjórum árum flutti Pétur stofu sína um set í næsta hús en keypti síðan húsnæði í nýbyggingunni að Skólavörðustíg 10 og starfrækti þar áfram rakarastofu sína til dánar- dags. Pétur hóf umboðsstörf fyrir hljómsveitir og ýmsa þekkta skemmtikrafta 1952 og hafði umboð fyrir slíka aðila um árabil. Pétur stundaði fimleika hjá Ár- manni á sínum yngri árum og sýndi m.a. fimleika með sýningarflokki félagsins á lýðveldishátíðinni 1944. Hann var alla tíð mikill áhugamað- ur um íþróttir og landsþekktur fyrir áhuga sinn á knattspyrnu og dyggan stuðning við knattspyrnufélagið Val. Hann starfaði mikið fyrir Meist- arafélag hárskera, var lengi formað- ur þess ogheiðursfélagi. Þá starfaði hann í Lionshreyfingunni og frí- múrarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum þeirra samtaka. Fjölskylda Pétur kvæntist 13.10.1951 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Hjördísi Ágústsdóttur, f. 19.4.1934, húsmóð- ur. Hún er dóttir Ágústs Guðmunds- sonar, rafmagnsveitustjóra Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Elliða- ár, og k.h., Sigríöar Pálsdóttur hús- móður. Börn Péturs og Hjördísar eru Anna Sigríður Pétursdóttir, f. 17.2. 1952, kennari í Reykjavík, gift Magnúsi Ólafssyni kennara pg eiga þau þrjú börn; Guðmundur Ágúst Pétursson, f. 3.5.1953, vélvirki með eigið fyrirtæki, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Huldu Björgu Sigurð- ardóttur og eiga þau þrjú börn; Sturla, f. 14.9.1954, þjónn í Reykja- vík, kvæntur Rósu Þorvaldsdóttur Pétur Guðjónsson. og eiga þau þrjú börn; Bryndís, f. 9.6.1957, sjúkraliði í Reykjavík; Pét- ur, f. 11.1.1963, nemi í Kaupmanna- höfn. Alsystkini Péturs: Sigurjón, nú látinn, málarameistari í Reykjavík; Anton, leigubílstj óri í Reykjavík; Rósa, húsmóðir í Reykjavík. Hálfbræður Péturs; Erlingur Ól- afsson, fyrrv. bæjarstjóri á Nes- kaupstað, ogKjartan Ólafsson, dó ungurmaður. Foreldrar Péturs voru Guðjón Jónsson, fisksali í Reykjavík, og k.h„ Þuríður Guðfinna Sigurðar- dóttirhúsmóðir. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ PIJA MAA EÐA I ÁSKRIFT I SÍMA VWV fclUU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.