Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Qupperneq 29
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 29 Gretar Reynisson á sýningu sinni í Nýlistasafninu. Skúlptúr og teikningar Hinn kunni myndlistarmaöur og leikmyndahönnuður, Gretar Reynisson, sýnir um þessar mundir verk sín í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Gretar sýnir í öllum sölum safnsins skúlptúrverk og teikningar, allt nýleg verk, flest frá síðasta ári. Skúlptúrverkin eru unnin í krossvið og dúk. í krossviðarverkunum og teikn- ingunum eru blýantur og göt alls- ráðandi. Sýningar Gretar lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands ár- ið 1978 og dvaldi í Amsterdam veturinn 1978-1979. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga hér heima og erlendis. Auk starfa við myndlist hefur Gretar gert leikmyndir fyrir leikhús í Reykjavík. Sýning Gretars í Ný- listasafninu er opin daglega kl. 14-20 fram til 12. febrúar. Hallgrímskirkjuorgelið er full- komið, stórt og voldugt en stærri orgel eru til. Stærsta hljóð- færi heims Stærsta hljóðfæri heims, og jafnframt hiö hljómsterkasta, er orgel í Atlantic City í Bandaríkj- unum. Það var fullgert 1930 en er nú aðeins nothæft að hluta. Hljóðfærið hefur tvö leikborð, annað með sjö nótnaborðum og hitt hreyfanlegt með fimm nótna- borðum, 1477 stillitakka og 33.112 Blessuð veröldin pípur, hina stystu 4,7 mm og lengstu 19 m. Orgel þetta hafði styrkleika 25 lúðrasveita og tón- sviö þess náði yfir sjö áttundir. Stærsta orgelið í fullkomnu standi er í Fíladelfíu í Bandaríkj- unum en það var smíðað 1911 og hefur síðan verið stækkað jafnt og þétt fram til ársins 1930. Það hefur sex nótnaborð og 30.067 píp- ur. Sú lengsta er 19,5 m grav- issima-pípa. Café Romance er pianóbar eins og þannig bar getur bestur orðið. Þar hafa ávallt veriö fengnir er- lendir píanóleikarar og söngvarar sem hafa mikla reynslu af aö leika á slíkum bömum og er einn slíkur Skemmtanir staddur hér á landi sem skemmtir gestum staöarins á hverju kvöldi. Ricky Daniels heitir hann og hóf leik síðastliðið fímmtudagskvöld og mun hann skemmta gestum staðarins næstu tvo mánuði. Einn- ig leikur hann fyrir matargesti á Café Óperu. Ricky Daniels er þekktur fyrir líflega framkomu í söng og leik og hefur hann skemmt gestum flestra vinsælustu píanóbara á Spáni, í Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Sviss og Hollandi en þar hefur HicKy uameis vio pianoio a c-aie Homance. hann verið vinsæll skemmtikraft- ur á Maxim’s, þess fræga píanóbars sem margir íslendingar þekkja. Eins og allir píanóleikarar sem leika á píanóbörum hefur Ricky Daniels yfírgripsmikið lagasvið og er öruggt að hann leikur lög sem flestir þekkja. Góðvetrar- færðá helstuvegum Góð vetrarfærð er á öllum helstu vegum landsins, þó er þungfært á norðurleiðinni í Langadal og á Vatns- skarði. Einnig er þungfært til Siglu- fjarðar úr Skagafirði. Austan Akur- Færðávegum eyrar er þungfært frá Húsavík aust- ur um Tjörnes til Kópaskers og upp í Mývatnssveit. Möðrudalsöræfi eru ófær. Sömuleiðis vegurinn um Gils- fjörð og Bröttubrekku. r Astand vega EJ Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaðrSt°OU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Stærsta kirkjuorgelið og háværasta röddin Stærsta kirkjuorgel heims er í dómkirkjunni í Passau í Bæjara- landi í Þýskalandi. það var full- gert árið 1928 af D.F. Steinmeyer & Co. með 16.000 pípur og fimm nótnaborð. Háværasta orgelrödd heims er Ophicleide-rödd í fyrr- nefndu orgeli í Atlantic City. Tónninn myndast viö þrýsting sem samsvarar 1,59 kg/cm- vatnssúlu. Þessi hreini og ærandi trompettónn orgelsins er sex sinnum sterkari en háværustu eimflautur. Sindn Mar og SandraSif Tvíburarmr á myndinni heita Sindri Már og Sandra Sif. Þeir fæddust á fæðingardeild Landspit- alans 18. janúar. Sindri Már fædd ist kl. 1.36. Hann var 3670 grömm að þyngd og 51,5 sentimetra langur og Sandra Sif fæddist mínútu siðar og var 3490 grömm og 52 sentímetra löng. Foreldrar þeirra eru Kolbrún Bjamadótttr og Gunnar Þór Gunn- arsson. Tvíburarnir eiga eintt bróð- ur, Pétur Þór, sem er 6 ára. Steve Martin og Alana Austin i hlutverkum sínum í Pabbi óskast. Tveir feður, ein dóttir Saga bíó frumsýndi um helgina nýjustu kvikmynd Stevs Martins, Pabbi óskast (A Simple Twist of Fate). Leikur Steve Martin Mic- hael McCann sem nágrannar hans líta á sem nískan sérvitring. Nótt eina breytist líf hans þegar lítið bam bókstaflega skríöur inn í hús hans. Hann tekur barnið, sem er lítil stúlka, að sér og ætt- leiðir það. Michael veit ekki að Kvikmyndir faðir stúlkunnar er ríkur stjórn- málamaður sem fylgist með upp- eldinu úr fjarlægð og gerir sínar áætlanir um framtíð barnsins en hann hafði afneitað því þegar það fæddist. Þegar svo hinn raun- verulegi faðir kemur og vill taka að sér stúlkuna upphefst stríð um *. forræðisréttinn. Steve Martin skrifaði handritið að Pabbi óskast og er búinn að vinna að því lengi. Hann segist hafa fengið hugmyndina að myndinni þegar hann las nítj- ándu aldar skáldsöguna Silas Marner. Leikarar auk Martins í myndinni eru Gabriel Byrne, Catherine O’Hara og Stephen Baldwin. Nýjar myndir Háskólabíó: Skuggalendur . Laugarásbíó: Timecop Saga-bíó: Pabbi óskast Bíóhöllin: Wyatt Earp Stjörnubíó: Frankenstein Bíóborgin: Leon Regnboginn: Litbrigði næturinnar Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 35. 07. febrúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Doliar 67,150 67,350 67,440 Pund 104,730 105,040 107,140 Kan. dollar 48,110 48,300 47,750 Dönsk kr. 11,1450 11,1890 11,2820 Norsk kr. 10,0260 10,0660 10,1710 Sænsk kr. 9,0270 9,0630 9,0710 Fi. mark 14,2330 14,2900 14,2810 Fra. franki 12,6710 12,7210 12,8370 Belg. franki 2,1323 ■ 2,1409 2,1614 Sviss. franki 61,8500 52,0600 52,9100 Holl. gyllini 39,1400 39,3000 39,7700 Þýsktmark 43,8800 44,0100 44,5500 it. líra 0,04169 0,04189 0,04218 Aust. sch. 6,2300 6,2610 6,3370 Port. escudo 0,4250 0,4272 0,4311 Spá. peseti 0,5068 0,5094 0,5129 Jap. yen 0,67670 0,67870 0,68240 frskt pund 103,710 104,230 105,960 SDR 98,35000 98,84000 99,49000 ECU 82,7800 83,1200 84,1700 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 2 t éT L 7 £ 10 II u I ,s W H J 17 I I# W 'V Lárétt: 1 yfirsjónin, 8 karlmannsnafn, 9 keyrir, 10 trjákróna, 11 hópur, 13 spil, 15 lömb, 16 stöng, 18 getur, 20 lensku, 21 vafi. Lóðrétt: 1 högg, 2 háls, 3 dá, 4 drengs, 5 ávaxtamauk, 6 fugl, 7 skynja, 12 ekki, 14 bindi, 15 dolla, 17 púki, 19 umdæmisstaf- ir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þorp, 5 árs, 8 erill, 9 op, 10 yl, 11 kafla, 12 bol, 13 stuð, 15 fítu, 16 na, 17 asna, 19 rak, 21 kúgunar. Lóðrétt: 1 þey, 2 orlofs, 3 rikling, 4 plast, 5 álf, 6 roluna, 7 spaða, 12 blak, 14 tum, 18 au, 20 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.