Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 Fréttir Nýr fjölmiðla- risi er orðinn til - sagði Ólafur Ragnar - sé enga hættu, sagði Ólafur G. Einarsson Ólafur Ragnar Grímsson, formaö- ur Alþýðubandalagsins, hóf í gær utandagskrárumræðu um fjölmiöla- vald. Ástæða umræðunnar var kaup íslenska útvarpsfélagsins á 35 pró- senta hlut í Frjálsri fjölmiðlun. „Hringamyndamir á sviði íjöl- miðla ganga þvert á nútíma hugsun á vettvangi lýðræðis. Þannig hefur í ýmsum lýðræðisríkjum, eins og í Bandaríkjunum og í Evrópu, verið sett í lög margvísleg ákvæði sem koma í veg fyrir hringamyndanir. Ákvæði sem koma í veg fyrir það að sömu aðilar geti haft ráðandi vald í dagblöðum, á sjónvarpsstöðvum og á útvarpsstöðvum. Engin slík lög eru til hér á íslandi. Nú hefur það gerst að myndaður hefur verið fyrir nokkrum dögum síðan öflugur fjöl- miðlarisi í okkar landi. Svo öflugur að hann er að umfangi og veltu stærri en Morgunblaðið. Með sam- runa DV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar og fjölmargra annarra fjölmiðla hef- ur orðið til nýr fjölmiðlarisi," sagði Ólafur Ragnar. Áhrifamenn úr Sjálfstæðisflokki Hann benti á að margir áhrifamenn á þessum fjölmiðlum hefðu margvís- leg tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. „Það kemur í Ijós að í nýrri þriggja manna stjórn þessa fjölmiðlarisa sit- ur aðstoöarmaður forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Fréttastjóri er fyrrum aðstoðarmaöur mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður Sjálfstæðisflokksins. Annar ritstjórinn er fyrrum þing- maður Sjálfstæðisflokksins og þann- ig mætti lengi telja. Nú er ég ekki að halda því fram að Sjálfstæðisflokkur- inn sem heild standi á bak við þessa atburði. En þaö vekur óneitanlega tortryggni og dregur úr tiltrú á óháöa og sjálfstæða fjölmiðla að svo mikil Ólafur Ragnar Grímsson hefur um ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. ítök áhrifamanna í einum stjórn- málaflokki skuli vera innan þessa nýja fjölmiðlarisa," sagði Ólafur. Ekki tilefni til að setja reglur „Fyrst vil ég segja það að þótt ís- lenska útvarpsfélagið kaupi stóran hlut í Fijálsri fjölmiðlun hf. held ég að það út af fyrir sig gefi varla tilefni til að setja reglur um samruna fyrir- tækja á sviði fjölmiölunar. Segja má aö annað væri upp á teningnum ef meirihluti hefði verið keyptur,“ sagði Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra. Hann vitnaði síðan til samkeppnis- laga í þessu sambandi. Benti á að 18. grein laganna væri ætlað að spoma gegn hringamyndun og gæti sam- keppnisráð ógilt samruna sem þegar hefur átt sér staö telji það að sam- runi fyrirtækja eða yfirtaka fyrir- tækis á öðra fyrirtæki leiði til mark- aðsyfirráða þess eða dragi verulega úr samkeppni. Víða sériög um fjölmiðia Menntamálaráðherra sagði að víð- ast hvar á Norðurlöndum hefði verið sett ákvæði um þessi mál eða að þau væru í athugun. Hann benti á að hann hefði árið 1992 faliö' útvarp- slaganefnd að fjalla sérstaklega um það hvaða kröfur beri að gera um eignaraðild einkarekinna ljósvak- amiðla sérstaklega með tilliti til sam- þjöppunar eignarhalds á þessu sviði. „Niðurstaða nefndarinnar var að ekki væri ástæða til að setja önnur og strangari skilyrði um eignaraðild einkarekinna ljósvakamiðla en gilda um aðra fjölmiðla eða atvinnufyrir- tæki almennt á grandvélli sam- keppnislaga. Það er þó mitt mat að við verðum að skoða þessi mál í viö- ara samhengi og fylgjast vel með þróuninni. Meðal annars þeirri sem á sér stað innan Evrópusambandsins og snertir okkur vegna aðildar að evrópska efnahagssvæöinu. Ég vil ekki útiloka að lögfesta sérlög um samrana fjölmiðla hér á landi,“ sagði Ólafur G. Einarsson. Fjölmargir þingmenn tóku til máls í umræðunum. Margir lýstu áhyggj- um sínum vegna þessa samruna og töldu aö eina svarið væri að efla Rík- isútvarp og -sjónvarp sem frekast er unnt. Aðrir töldu hér enga hættu á ferðum og enn aðrir að skoða yrði svona mál vel vegna þess hve flókiö þar væri. Switzerland Hungary Skriður virðist kominn á miðasölumál HM í handknattleik. Aðgöngumiðasala á HM í handknattleik: Ábyrgðir Akureyrar- bæjar ekki í hæltu - hótel að verða fullbókuð á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfum fylgst vel með þessu máh og þótt miðasalan hafi ekki gengið sem skyldi til þessa teljum við ekki nokkum möguleika á að það komi til þess að á ábyrgðir bæjarins reyni,“ segir Jakob Bjömsson, bæj- arstjóri á Akureyri, um ábyrgðir Akureyrarbæjar vegna aðgöngu- miðasölunnar á heimsmeistara- keppnina í handknattleik, en ábyrgð Akureyrarbæjar nemur 20 milljón- um króna. Valdimar Grímsson, landsliösmað- ur í handknattleik, starfar við sölu aðgöngumiða á keppnina fyrir Hall- dór Jóhannsson á Akureyri. Valdi- mar sagði í samtali við DV að svo virtist sem skriður væri að komast á miðasölumálin, fyrirspurnir væru mjög miklar erlendis frá en staðfest- ingar á pöntunum væra enn ekki orðnar mjög margar. Þannig munu fyrirspumir frá Sví- þjóð vera um eitt þúsund talsins en staðfestingar ekki nema um 100. Eins mun vera um fyrirspumir frá mörg- um öðram löndum, þær era margar en staðfestingar láta á sér standa. „Ég er bjartsýnn á að þetta dæmi gangi upp og við erum að vinna okk- ur út úr þeirri neikvæðu umræðu sem hefur verið um þetta mál allt saman. Hér innanlands eram við með ýmislegt í gangi til að örva söl- una, ég get nefnt samvinnu við Essó og Eymundsson í Reykjavík og á Akureyri höfum við samið við KEA sem dreifir sértilboði um aðgöngu- miðaverð til allra starfsmanna sinna,“ segir Valdimar Grímsson. Á Akureyri eru Hótel KEA, Hótel Harpa og Hótel Óðal öll fullbókuð vegna keppninnar en þessi hótel munu hýsa leikmenn, fararstjóra og aðra aðstandendur keppninnar. Byrjað er að bóka á Hótel Norður- land og einnig utan bæjarins. Þannig hafa um 60 Svíar þegar verið bókaðir á hótel á Þelamörk eða í Hrafnagili. Baráttan gegn lífskjörunum íslendingar hafa það of gott. Hér er nánast engin verðbólga, stöðug- leiki hefur ríkt hér lengur en áður hefur þekkst, kaupmátturinn mjakast upp á viö og þjóðartekj- umar hafa hækkaö ef eitthvað er. Kreppan hefur með öðrum orðum vakiö þjóðina af dvala og atvinnu- lífið hefur gengið í gegnum hreins- unareld með þeim árangri að þjóð- arhagur hefur vænkast. Þessi batamerki valda áhyggjum, verulegum áhyggjum og þjóðin hef- m- smám saman verið að þjappa sér saman um einhveijar aðgerðir til að koma í veg fyrir áframhaldandi bata. Það gengur ekki til lengdar að hafa það of gott og allir heilvita menn geta séð að stöðugleikinn er að drepa okkur og gera að engu áratugareynslu íslendinga af verð- bólgu og efnahagserfiöleikum, sem hafa fleytt þjóðinni til framfara og velmegunar og harðrar lífsbaráttu. Það er þetta ástand sem lands- menn horfa fram á og verkalýðs- hreyfmgin, sem ávallt hefur verið ábyrg fyrir velmegun þjóðarinnar, hefur ákveðið að taka forystu í viðnámi gegn þe'ssari þróun. Það má ekki gerast að batahorfumar fari með allt til andskotans áður en menn ná vopnum sínum og bregðist rétt við. Það er auðvitað styrkur fyrir verkalýðshreyfinguna aö kennarar ætla að ríða á vaðiö og heíja fyrstir verkföil. Hinir koma svo á eftir og hafa móralskan stuðning af kenn- araverkfallinu. Kennarar ætla að ryðja brautina og hafa hafnað því tilboði að fá sama og aðrir. Þetta er lofsvert og fómfúst framtak hjá kennurum og sýnir hvað þeir leggja mikið upp úr þjóðarhag. Þeir ætla ekki að þiggja sömu launa- hækkun og aðrir, því þeir geta auð- vitaö ekki treyst því að aðrir semji ekki um smánarlaun, sem bjarga efnahagnum og viðhalda stöðug- leikanum. Kennarar ryðja brautina og aö þvi er mikill styrkur að menntað fólk og uppalendur í þjóðfélaginu séu í fararbroddi þegar aörir óbreyttir íslendingar þurfa aö taka höndum saman gegn fjandsamleg- um öflum. Kennarar verða ekki sakaöir um landráð eða óábyrga verkalýðspólitík. Kennarar kenna bömunum okkar að bera virðingu fyrir lögum og virðingu fyrir fram- tíöinni og þess vegna er verkfall í góðum höndum þegar kennarar taka upp merki þeirrar örlagaríku baráttu sem nú er fram undan. Sú barátta felst í því að rústa efnahag- inn í landinu, sem hefur tekið þá óhugnanlegu stefnu að rétta úr kútnum. Það má aldrei veröa. Þegar skólahald er lamaö og at- vinnulífið verður sett í spenni- treyju verkfalla og óvissu era miklu meiri líkur á að verkalýðs- hreyfingunni takist að stöðva bat- ann og sprengja upp verðbólguna og leiða yfir þjóðina hið gamla og góða ástand sem allir bíða spenntir eftir. Fólk er orðið þreytt á þessari lá- deyðu sem fylgir stööugleikanum. Fólk er orðiö uppgefið á skilvirkari atvinnurekstri og lægra verðlagi. Fólk neitar að viðurkenna ósigur sinn fyrir betri afkomu. Þessu verður að linna og það annaðhvort nú eða aldrei. Það er fagnaðarefni hversu víð- tæk samstaða er um að brjóta efna- hagsbatann á bak aftur. Langflest verkalýðsfélög eru nú búin að fá verkfallsheimild og bíða nú átekta. Hjóhn hafa verið að snúast í loðn- unni og iðnaðurinn er á uppleið og góðar horfur í ferðamannabrans- anum. Þess vegna er lag á næst- unni til að rústa þetta ástand og verkfólhn koma á heppilegasta tíma sem hugsast getur. Svo ekki sé nú talaö um ef þau geta haft áhrif í alþingiskosningunum í vor. Nú er um að gera að fá eins marga menn á þing og mögulegt er, sem styðja verulegar og myndarlegar launahækkanir og styðja þá stefnu þjóðarinnar aö sprengja allan stöð- ugleika í loft upp og vinna að bætt- um kjörum alþýðunnar í dúndr- andi verðbólgu. Það er verðbólgan sem bætir hfskjörin og þaö er verð- bólgan sem fólkið saknar og vih fá aftur. Þetta verða stjórnmálamenn að skilja og þar af leiðandi era verk- föll nauðsynleg og beinhnis ómiss- andi á næstunni, ef menn vilja á annað borð koma í veg fyrir efna- hagsbata. Nú ríður á að þjóðin standi sam- an. Allir sem einn. Það verður að vekja þjóðina af dvala efnahagsbat- ans. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.