Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
5
Fréttir
Útsala Samvinnuferöa á ódýrum utanlandsferðum
Með tíu þúsund kall á
tímann í biðröðinni
„Við spörum okkur tvö hundruð
þúsund krónur með þessari bið. Ég
mætti héma klukkan 4 í gærdag og
tilgangurinn var sá aö ná í ferð til
Benidorm. Þaö gekk upp sem betur
fer,“ segir Richard Svendsen sendi-
bílstjóri sem var með fyrstu mönnum
í biörööina hjá Samvinnuferðum. í
hans tilviki kostaði ferðin til Beni-
dorm og vikudvöl á hóteh fyrir fjöl-
skylduna tæpar 42 þúsund krónur.
Hefði Richard keypt miða á almenn-
um kjörum þá hefði ferðin kostað 230
þúsund krónur. Spamaðurinn er því
188 þúsund. Tímakaup hans í biðröð-
inni losaði þvi 10 þúsund krónur.
„í staðinn fyrir 70 þúsund króna
dæmi til Kýpur er nú sjö þúsund
króna ferö til Þrándheims á dagskrá.
Þetta er toppurinn á tilverunni og
þetta verður útskriftarferðin okkar í
vor,“ sögðu þær stallsystur Ólöf Ei-
ríksdóttir og Brynhildur Bjömsdótt-
ir himinlifandi eftir að hafa hreppt
Noregsferð. Þær em nemendur í
Menntaskólanum við Sund og höfðu
beðið í 12 tíma fyrir utan skrifstofu
Samvinnuferða.
50 manns vom í biðröðinni í Aust-
urstræti og vildu freista þess að kom-
ast til útlanda á ódým fargjaldi. Af
þeim sem biðu höfðu innan við 40
- sendibílstjóri fékk sólarlandaferð fyrir flölskylduna
Starfsmaður Samvinnuferða stóð uppi á stól og tryggði að viðskiptin gengju
sem hraðast. Það var mikiö i húfi og margir um hituna.
DV-mynd GVA
Þær vinkonur Ólöf Eiríksdóttir og
Brynhildur Björnsdóttir himinlifandi
eftír að hafa krækt í ódýra ferð til
Þrándheims. Þær höfðu beðið i 12
tima í biðröð í Austurstræti.
DV-mynd GVA
þriðja tug manna. Halldóra María
Einarsdóttir var ein þeirra sem þar
gripu í tómt.
„Við ætluðum til Kaupmannahafn-
ar en fengum ekkert. Þetta var mjög
einkennilegt því sá sem komst fyrst
að fékk ekki miða. Hún vildi fara tíl
erindi sem erfiöi. Þeir fyrstu mættu
um miðjan sunnudag og höfðu því
beðið 118 klukkustundir þegar skrif-
stofur voru opnaðar klukkan níu í
gærmorgun. Það var mikih handa-
gangur í öskjunni þegar byrjað var
að selja, alls voru í boði 155 miðar á
7900 krónur hver fyrir utan skatt.
Miðamir seldust upp á 15 mínútum
og sátu fáir eftir. Dæmi voru þó um
að menn gripu í tómt. Pétur Gunn-
arsson var einn þeirra. Hann sagðist
hafa ætlað til Noregs á þessum kosta-
kjörum en þrátt fyrir tólf tíma bið
fékk hann ekkert. Fyrir utan sölu-
skrifstofuna á Hótel Sögu biðu á
Benidorm eða Kaupmannahafnar en
það var þegar uppselt. Það urðu
þama talsverð leiðindi," segir Hah-
dóra María.
Ahs vora seldir 111 miðar í Austur-
stræti, þá var seldur 31 miði á Akur-
eyri og 14 miðar í Keflavík. í sárabæt-
ur fyrir þá sem ekki fengu miða átti
fólk þess kost að fylla út seðil með
ósk um ákvörðunarstað. Dregnar
verða úr pottinum 85 ferðir sem þeim
heppnu verður gefmn kostur á að
kaupa. -rt
★ ★ ★ ★
Sýndu á þér kæti
og fáðu þér sæti
í stól frá okkur
★ ★ ★
HúsgagnahölliD
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK ■ sImI 5871108
> HYUnDRI
ILADA
(jrciðshtkför lil allt uð 36 mánttöa áa átbor^unar
RENAULT
GOÐIR NOTAÐIR BII.AR
Opift virka </<ix<i frá kl. 9 - 1H,
laii^íirdíi^ti 10 - 14
Hyundai Pony GSI 1500 '93,
5 g„ 3 d„ grænn, ek. 17 þús.
km. Verð 850.000.
Lada Samara 1500 92, 5 g„
4 d„ grænn, ek. 20 þús. km
Verð 490.000.
Renault Clio RT 1400 '91, 5
g„ 5 d„ brúnn, ek. 58 þús.
km. Verð 680.000.
Skoda Favorit GLXi 1300 '93,
5 g„ 5 d„ blár, ek. 30 þús.
km. Verð 550.000.
NOTAÐIR BILAR
SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 581 4060
Renault 19 Chamade, 1700
'92, ss„ 4 d„ grár, ek. 32
þús. km. Verð 980.000.
MMC Lancer GLXi 1500
ss„ 5 d„ rauður, ek. 60 þús.
km. Verð 960.000.
Toyota Corolla 1300 '88, ss„
4 d„ rauður, ek. 50 þús. km.
Verð 550.000.
Citroén BX TZS 1600 '91, 5
g„ 5 d„ grár, ek. 80 þús. km.
Verð 670.000.
Lada Samara 1500 '91, 5 g„
5 d„ rauður, ek. 36 þús. km.
Verð 390.000.
Daihatsu Applause 1600 '91,
5 g„ 5 d„ hvítur, ek. 22 þús.
km. Verð 970.000.
Lada Sport 1600 '91, 5 g„ 3
d„ hvítur, ek. 48 þús. km.
Verð 480.000.
J
Hyundai Pony GLSi 1500 '93,
5 g„ 4 d„ rauður, ek. 30 þús.
km. Verð 890.000.
Toyota Corolla 1300 '88, ss„
5 d„ grár, ek. 105 þús. km.
Verð 490.000.
MMC Lancer GLX 1500 '89,
ss„ 4 d„ bleikur, ek. 46 þús.
km. Verð 700.000.
Subaru E-12 4x4 1200 '91, 5
g„ 4 d„ hvítur, ek. 51 þús.
km. Verð 590.000.