Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
7
Fréttir
Svissneska skýrslan um að Seljalandsdalur sé hættusvæði:
»
Við þurf um að skoða
málið í nýju Ijósi
- segir Ingibjörg Pálmadóttir, varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis
„Viö í heilbrigðis- og trygginga-
nefnd höfðum ekM heyrt um þessa
svissnesku skýrslu, sem bæjarstjórn
ísafjarðar hefur undir höndum, fyrr
en í fréttum um helgina. Að sjálf-
sögðu munum við krefjast þess að fá
að sjá hana áður en við afgreiðum
' frumvarpið frá okkur. Það að svæðið
skuh talið hættusvæði gæti breytt
miklu. Þetta er greinilega hið versta
mál,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir al-
þingismaðuir, varaformaður heil-
brigðis- og trygginganefndar Alþing-
is.
Össur Skarphéðinsson umhverfis-
ráðherra sagði að sér hefði ekki ver-
ið kunnugt um þessa skýrslu fyrr en
hann heyrði hennar getið í fréttum.
Hann sagðist mundu óska eftir að fá
að sjá hana.
Skýrsluna samdi svissneskt fyrir-
tæki sem gert hefur úttekt á skíða-
svæðinu. Telja Svisslendingamir
það svo hættulegt að ekki yrði leyft
að byggja á því í Sviss. Þessari
skýrslu hefur verið haldið leyndri
síðan í haust, merktri sem trúnaðar-
mál. Það var ísafjarðarbær sem fékk
svissneska fyrirtækið til að gera út-
tektina.
Heilbrigðis- og trygginganefnd Al-
þingis hefur verið að fjalla um frum-
varp sem lagt var fram í nóvember
síðasthðinn um að Viðlagasjóður
greiddi ísafjarðarbæ 90 milljónir
króna til uppbyggingar skíðasvæðis-
ins á Seljalandsdal, sem rústaðist í
snjóflóði í fyrra. ísfirðingar eru þeg-
ar farnir að byggja þarna upp skíða-
svæðið. Er tahð að kostnaðurinn við
alla uppbygginguna nemi um 140
milljónum króna.
Innan heilbrigðis- og trygginga-
nefndar hefur komið fram gagnrýni
á slíka eftirátryggingu. Ingibjörg
Pálmadóttir sagði að menn vildu
fremur að ríkissjóður stæði straum
af þessari sérstöku greiðslu í stað
þess að taka upp eftirátryggingar.
Alþýðubandalagið á Akureyri:
Varafor-
maðurinn
hyggst hætta
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Ég er bara að fara að gera aðra
hluti,“ segir Logi Einarsson, vara-
formaður Alþýðubandalagsfélagsins
á Akureyri, en samkvæmt áreiðan-
legum heimildum hefur hann ákveð-
ið að segja af sér trúnaðarstörfum
fyrir félagið og orðrómur er um að
hann segi sig einnig úr félaginu.
Ástæðan er afstaða Alþýðubanda-
lagsins í ÚA-málinu svokallaða, en
þar varð það ofan á að styðja SH í
baráttunni um viðskiptin við Útgerð-
arfélag Akureyringa. Logi vildi ekki
staðfesta þetta í samtali við DV og
sagði þetta ekki vera neitt stórmál.
„Ég ætla bara ekkert að ræða um
þetta, það er endanlegt af minni
hálfu,“ sagði Logi.
EyjaQörður:
Eining fékk
heimild til
verkfalls
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Yfirgnæfandi meirihluti félags-
manna í Verkalýðsfélaginu Einingu
í Eyjafirði, sem þátt tóku í atkvæða-
greiðslu um verkfafisheimild til
handa stjórn og trúnaðarmannaráði
félagsins, greiddi atkvæði með verk-
fallsheimildinni.
Fundir voru í öllum deildum Ein-
ingar og segir Sigríður Lárusdóttir,
skrifstofustjóri Einingar, að 216 fé-
lagar hafi tekið þátt í atkvæða-
greiðslunni. Já sögðu 181, nei sögðu
34 og einn seðill var ógildur. Að sögn
Sigríðar hefur engin ákvörðun verið
tekin um það hvort eða hvenær verk-
fallsheimildinni verður beitt.
Námstefna VIB um bestu ávöxtun
og uppbyggingu eigna
DAGSKRÁ:
Námstefhustjóri: Vilborg Lofts aðstoðarframkvamdastjóri VÍB.
Kl. 11:00 - 12:00. Skráning gesta í Súlnasal.
Kynning á þjónustu VÍB við ávöxtun peninga í verðbréf-
um, m.a. sérstakri fjárvörslu, kaup og sölu á verðbréfum,
eignastýringu og bókum VIB um fjármál og verðbréf.
aKl. 12:00 -13:15. Hádegisverður.
Hádegisverðarerindi um fjármál
einstaklinga og skattlagningu
sparnaðar.
Friðrik Sophusson jjármálaráðherra.
Kl. 13:30 -13:35. Námstefnan sett.
Margrét Sveinsdóttirforstöðumaður Einstaklingspjónustu VÍB.
Kl. 13:35 -13:45. Inngangsorð og kynning.
Vúborg Lofts aðstoðarframkvœmdastjóri VIB.
Kl. 13:45 -14:15. Hvernig er hægt að ná bestu ávöxtun
á sparifé á árinu 1995 og á næstu árum?
Horfur um ávöxtun á árinu 1995 og á næstu árum.
Erlend verðbréf og eignastýring. Stýring á milli
innlendra og erlendra verðbréfa í safni.
Sigurður B. Stefánsson framkvamdastjóri VÍB.
Kl. 14:15 -14:30. Kynning á niðurstöðum
skoðanakönnunar Gallup á íslandi um fjármál fólks á
eftirlaunaárunum.
Hvað þarft þú að eiga mikla peninga tíl að geta hætt að
vinna? Ásgeir Þórðarson forstöðumaður Verðbréfamiðlunar og
fyrirtakjaþjónustu VIB.
Kl. 14:30 -15:00. Hvernig tryggja lífeyrissjóðir hag þiim?
Hvað getur þú átt von á miklum eftirlaunum frá
lífeyrissjóðnum þínum? Hrafii Magnússon framkvamdastjóri
SAL, Sambands almennra lífeyrissjóða.
Kl. 15:30 -16:00. Eignir fólks og sparifé frá 45 ára aldri
til starfsloka og fyrstu árin eftir starfslok.
Hvernig byggjast eignir og sparifé upp eftir því sem líður
á starfsævina? Hve mikill hlutí af heildareignum er í
formi réttinda í lífeyrissjóði? Gunnar Baldvinsson
forstöðumaður Reksturs sjóða hjá VÍB.
Kl. 16:00 -16:30. Hvaða ávöxtunarleiðir bjóðast nú og
hvaða skref þarf að taka til að byggja upp eignir til
eftirlaunaáranna?
Hvernig er best að fjárfesta núna? Hvernig á að byggja
upp eignir til lengri tíma? Skattar, eignastýring og
erfðamál. Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður
Einstaklingspjónustu VÍB.
Kl. 16:30. Námstefnulok. I námstefuulok býður VIB upp á léttar veitingar.
Þátttökuverð:
Almennt verðfyrir einstaklinga er 5.900 krónur ogfyrir hjón
7.900 krónur. Sérstakur afsláttur er veittur viðskiptavinum
VÍB. Einstaklingargreiða 3.900 krónur og hjón 5-900 krónur.
Þátttaka greiðist við skráningu.
Sérrit með erindum
námstefnunnar liggja frammi
í lok dagsins.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi Isiands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.
Islei isk kjölsúpa