Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Page 10
10 ÞRIÐJUDAÍjUR 14. FEBRÚAR 1995 Meiming Menningarverðlaun DV: Menningai*verðlauu DV: Tðnefning- arífimm list- greinum Dóranefndir um Menningar- verðlaun DV hafa starfaö ötul- lega að tilnefningum síðustu vik- urnar. Þegar hafa borist tilnefn- ingar í fimm listgreinum. Hér til hliðar er gerð grein fyrir tilnefn- ingmn í kvikmyndum. Til upp- rifjunar fylgja tilnefningar í þeim górum listgreinum sem þegar hefur verið skýrt frá í ÐV. Tónlist Atli Heimh- Sveinsson: Stór- virkið Tíminn og vatnið. EUn Ósk Óskarsdóttir: Frammistaða í óperunni Á valdi örlaganna. Caput-hópurinn: Flutningur ís- lenskrar og erlendrar samtíma- tónlistar innanlands og utan. Haukur Tómasson: Tónsmíðar undanfarinna ára sem skipahon- um í hóp athyglisverðustu yngri höfunda okkar. Sinfóniuhljómsveit íslands: Æ metnaðarfyllri og vandaðri starf- semi. Listhönnun Jan Davidsson: Hönnun úti- fatnaðar fyrir Sjóklæöagerðma hf. Gunnlaugur S. E. Briem: Ítalíu- skriftin BriemScript. Þórdis Zoe...ga: Stólarnir Tjaldu] og Stelkur. Sigurjón Pálsson: Stakir stólar og SÓfl. Gísli B. Björnsson: Hönnun á bókinni Gersemar og þarfaþing og merkjum fyrirtækja og félaga. Myndlist Steina Vasulka: Hljóðlistaverk á sýningunni Borealis í Listasafni Islands. Magnús Kjartansson: Tilbrigði um trúarleg stef að Kjarvalsstöö- um. Sigurður Árni Sigurðsson: Áhrifamikil ogpersónuleg mynd- sýn að Kjarvalsstöðum. Ragnheiður Jónsdóttir: Mikil- fenglegar teikjiingar að Kjarvals- stöðum. Anna Líndal: Installasjón og margvíslega samsett þrmddar- verk í Nýlistasafninu og að Kjarvalsstöðum. Bókmenntir Jakobína Sigurðardóttir: í bamdómi. Sjón: Augu þín sáu mig. Vigdís Grímsdóttir: Grandaveg- ur 7. Baldur Óskarsson: Rauðhjallar. Hallgrímur Helgason: Þetta er allt aö koma. Zóphonías Torfason, Kristín Gestsdóttir og Magnús Magnússon, formaður Leikfélags Hornafjarðar, sem veitti viðurkenningarskjalinu móttöku. DV-mynd Júlía Menningarverðlaun Austur-Skaftafellssýslu afhent: Verðlaunahaf inn var Leikfélag Hornafjarðar Júlía Imsland, DV, Höfn: Menningarverðlaun Austur- Skaftafellssýslu fyrir árið 1994 voru afhent á Hótel Höfn sl. fóstudag en þau hlaut Leikfélag Homafjarðar. Formaður menningarmálanefndar, Zóphonías Torfason, rakti hugmynd- ina að baki verðlaunanna og sagði aö markmiðið með þeim væri að örva menningarlíf í sýslunni og það væri von nefndarinnar að þau mundu efla áhuga einstaklinga, félaga og stofn- ana á menningarmálum. Lista- og menningarlíf hefur verið blómlegt á árinu 1994 og var því úr mörgu að velja. Zóphonías sagði að menn hefðu verið einróma um að velja Leikfélag Homaflarðar. Af- henti Sturlaugur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri sýslunefndar Austur- Skaftafellssýslu, verðlaunin sem voru áritað heiðursskjal. Leikfélag Hornaíjarðar hefur stað- ið fyrir kröftugu og blómlegu leiklist- arstarii á liðnu ári. Leikfélagið var valið fyrst íslenskra áhugaleikfélaga til að sýna í Þjóðleikhúsinu og þann 12. júni sýndi það leikverkið „Þar sem Djöflaeyjan rís“. Sturlaugur gat þess að þessi dagur, 12. júní, yrði leik- húsfólkinu eilaust minnisstæður en hann væri einnig stofndagur nýs sveitarfélags í Homafirði. Þetta er í fyrsta sinn sem tnenningarverðlaun eru veitt á vegum sýslunnar en þau verða framvegis afhent árlega. Heimildarmyndin Nína - listakonan sem ísland hafnaði eftir Valdimar Leifsson. Stuttmyndin Nifl eftir Þór Elís Pálsson. Egill Eðvarðsson, sjónvarpsmyndir um Björk Guðmundsdóttur. Heimili dökku fiðrildanna Æfingar á ílnnska leikritinu Heimili dökku fiðriidanna standa nú yfir í Borgarlelkhúslnu. Um er aö ræðaleikgerð á samnefndri skáidsögu eftir skáldkonuna Leenu Lander. Um sviösetning- una hér sér finnski leikstjórinn Eija-Elæína Bergholm en ætlunin er að frumsýna verkið í byrjun tnars. í ieikritinu segir frá ungum manni sem stendur á tímamót- um. Voldugt byggingafyrirtæki viil ráða hann tú starfa en hann er spurður óþægfiegra spurainga um atvik úr bemsku sinni. Með aöalhlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttír og Siguröur Karls- son en fjöldi ieikara kemur fram í sýningunni. Fimm tilnef ningar í kvikmyndum Dómnefnd um kvikmyndir hefur skilað fimm tilnefningum tíl Menn- ingarverðlauna DV sem afhent verða í Þingholti, Hótel Holti, fimmtudag- inn 23. febrúar. Hefur nefndin valið að tilnefna Ara Kristinsson, Egil Eð- varðsson, kvikmyndina Skýjahöll- ina, stuttmyndina Nifl og heimildar- myndina Nínu - listakonuna sem ís- land hafnaði. Menningarverðlaun DV em veitt fyrir markverða atburði eða sérstakt framtak í sjö listgreinum á árinu 1994: myndlist, tóniist, leiklist, list- hönnun, byggingarlist, bókmenntum og kvikmyndum. Þegar hefur verið gerð grein fyrir tilnefningum í tón- list, bókmenntum, listhönnun og myndlist. Á fóstudag verða tilnefn- ingar í byggingarlist kynntar og á þriðjudag í næstu viku, tveimur dög- um fyrir afhendingu verðlaunanna, verður gerð grein fyrir tilnefningum í leiklist. í dómnefnd um kvikmyndir eiga sæti þeir Hilmar Karlsson, blaöa- maður og kvikmyndagagnrýnandi DV, Baldur Hjaltason, forstjóri og kvikmyndagagnrýnandi, og Þorfinn- ur Ómarsson dagskrárgerðarmaður. Hér á eftir gerir nefndin grein fyrir tilnefningum sínum: Ari Kristinsson er tilnefndur fyrir kvikmyndatöku sína í Bíódögum sem ber vott um listrænan metnað og er sérlega vel heppnuð. Strax í byrjun- aratriðinu vekur góð kvikmynda- taka athygli. Þeirri alúð sem kvik- myndavélin veitir viðfangsefninu í þessu atriði er fylgt eftir aUa mynd- ina. Á Ari ríkan þátt í að skapa and- rúmsloft sem nauðsynlegt er til aö gera myndina trúverðuga. í heild sinni er kvikmyndatakan á heims- mælikvarða. Egill Eðvarðsson er tilnefndur fyrir tvær sjónvarpsmyndir . sínar um Björk Guðmundsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur ræddi viö Björk í Lundúnum um líf hennar og list, frægð og frama. Egill bryddar upp á ýmsum nýjungum í heimildar- myndagerð og færir hana í átt til framtíðar. Form Egils vekur í senn undrun og áhuga áhorfandans og ítr- ekar sérstöðu Bjarkar sem frægasta og dáðasta íslendingsins í dag. Skýjahöllin er góður fulltrúi ís- lenskra bamamynda. Hefur Þor- steini Jónssyni tekist, sem handrits- höfundi og leikstjóra, að gera áhuga- verða og skemmtilega kvikmynd byggða á verðlaunasögunni Emil og Skundi. Kvikmyndin er ekki síður einlæg en sagan í frásögn sinni af barni sem sér veröldina í öðru ljósi en foreldrar þess. Nifl er verðugur fulltrúi stutt- mynda hér á landi sem og á alþjóðleg- um vettvangi. í myndinni takast á fortíö og framtíð og dulúðlegur blær myndarinnar heldur áhorfandanum í heljargreipum. Öll tæknivinnsla er til fyrirmyndar og leikstjórinn, Þór Elís Pálsson, hefur gott vald á ílókn- ustu þáttum myndarinnar. Nifl und- irstrikar mikilvæga stöðu stutt- mynda í landslagi kvikmyndanna. Nína - Listakonan sem ísland hafn- aði.í þessari heimildarmynd fiallar Valdimar Leifsson um lífshlaup Nínu Sæmundsson, fyrstu höggmynda- listakonu íslands. Þetta er heilsteypt verk þar sem Valdimar hefur bland- að smekklega saman gömlum heim- ildarmyndum og sviðsettum og leiknum atburöum úr lífi Nínu. Myndin hefst þegar Nína er á barns- aldri og spannar allt líf hennar sem lá um Danmörku, Frakkland, Banda- ríkin og ísland. Valdimar Leifsson hefur dregið upp afskaplega eftir- minniiega mynd af frábærri lista- konu. Ari Kristinsson, kvikmyndataka Bíódögum. í Kvikmyndin Skýjahöllin eftir Þorstein Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.