Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Side 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMlr (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Flokkaflakk
Langvinn aðild að stjórnmálaflokki er ekki lengur
aðgöngumiði að öruggu sæti eða vonarsæti á lista flokks-
ins í kosningum. í vaxandi mæli leita flokkar í nánasta
umhverfi sínu að nýju, en þekktu fólki, sem talið er geta
selt ímynd flokksins, dregið fleiri atkvæði í dilk hans.
Jafnframt kemur fyrir, að sama persónan íhugar opin-
berlega, hvort hún eigi að taka boði þessa flokksins eða
hins um öruggt sæti eða vonarsæti á hsta. Sem dæmi
um þetta má nefna formann félags sjúkraliða, sem átti
kost á sæti fyrir tvo flokka í tveimur kjördæmum.
Landamærin eru orðin sérstaklega óljós mihi Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Þar rambar fólk
inn og út án vegabréfaskoðunar, síðan Þjóðvaki losaði
um flokkstengsl fólks á vinstri væng stjórnmálanna.
Þama eru greinilega þrír flokkar á sama markaði.
Af formlegri stjórnmálastefnu þessara flokka mætti
ætla, að einhver munur væri milli Alþýðuflokks og Þjóð-
vaka annars vegar og Alþýðubandalags hins vegar. Fólk-
ið, sem flakkar milh þessara flokka, telur þennan form-
lega stefnumun þeirra þó ekki skipta sköpum.
Er þó til dæmis Alþýðuflokkurinn með aðra stefnu í
Evrópumálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmál-
um en til dæmis Alþýðubandalagið. Þetta hindrar for-
mann félags sjúkrahða ekki í að íhuga, hvort hún eigi
að velja framboð á vegum þessa flokksins eða hins.
Fleiri flokkar koma við sögu í flakki fólks. Ýmsir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins tala eins og þeir æth að
styðja Alþýðuflokkinn að þessu sinni, sumpart vegna
stefnunnar í málum Evrópu, sjávarútvegs og landbúnað-
ar og sumpart til að verja flokkinn fylgishruni.
Framsóknarflokkurinn sætti flokkaflakki á fyrri hluta
þessa vetrar, en virðist að mestu hafa endurheimt lausa-
göngufólkið. Minnkandi fylgi Þjóðvaka í skoðanakönn-
unum hefur meðal annars stafað af, að framsóknarfólkið
í Þjóðvaka er horfið heim th föðurhúsanna.
Kvennahstinn hefur þá sérstöðu að hafa á þessu kjör-
tímabih skyndhega tekizt að stimpla sig sem kerfiskarla-
flokk án þess að eiga neina aðhd að landsstjórninni.
Stuðningur þingflokksformannsins við mannréttinda-
frumvarp kerfiskarlanna er punkturinn yfir i-ið.
Sem stimpluðum kerfiskarlaflokki hefur kvennahst-
anum ekki tekizt að endurheimta sinn hluta af fylginu,
sem Þjóðvaki sópaði th sín á öndverðum vetri, þótt öðrum
flokkum hafi tekizt að krafsa í sinn hluta. En hann bíður
færis eins og aðrir flokkar í nágrenni við Þjóðvaka.
Flestir búast við, að fylgi Þjóðvaka muni halda áfram
að dala, þegar komið er í ljós, að stefhuskráin er gamal-
kunn og frambjóðendur gamalkunnir falhstar úr öðrum
flokkum. Þess vegna keppast aðrir flokkar við að ná í
þingmannsefni, sem geta höfðað th Þjóðvakafólks.
Flokkaflakkið sýnir, að áhugafólk um stjómmál er
hætt að gefa mikið fyrir formlegar stefnuskrár, sem draga
hvort eð er dám hver af annarri. Þetta viðhorf endur-
speglast hjá kjósendum almennt, sem eiga margir hveij-
ir fremur erfitt með að ákveða síg í skoðanakönnunum.
Þeim mun meiri áherzlu leggur fólk á frambjóðendur
og einkum flokksforingja, sem það telur sig geta treyst.
Þetta kom í ljós, þegar Þjóðvaki skauzt fyrst upp á himin
skoðanakannana. Og þetta hefur haldið áfram að koma
fram í leit flokka að söluhæfum frambjóðendum.
En þrátt fyrir flokkaflakk verður víðast hvar í fram-
boði gamalkunnugt kerfisfólk, sumt undir nýjum for-
merkjum. Byltingin á flokkakerfinu verður ekki núna.
Jónas Kristjánsson
„Félagsmenn hinna ýmsu félaga og fjölmiölar eiga nú að halda vöku sinni og setja mörk fyrir formenn fé-
laga ...,“ segir m.a. i grein Halldórs.
Blaðrað í umboði annarra
í þessum undanfara kosninga
sem nú stendur yfir hefur borið æ
meira á því að forsvarsmenn alls
kyns félaga og hópa hafa tekið upp
á því að rita greinar í blöð. Er
næsta víst að þessir aðilar hafa oft
á tíðum í farteskinu dáhtið af póli-
tískum metnaði fyrir hönd sjálfs
sín. Greinar þessara forsvars-
manna hafa á stundum engin
tengsl við félagið sem þeir koma
fram fyrir.
Skrifin hafa hins vegar rík tengsl
við pólitískar skoðanir höfundar
sem „lita“ þannig félag sitt og með-
limi þess. Skrif af þessu tagi hafa
einkum með höndum formenn
verkalýðs- og stéttarfélaga eða
neytenda- og sjúklingasamtaka.
Stundum kemur og fyrir að starfs-
menn stofnana taka upp pennann,
s.s. önnum kafnir starfsmenn Há-
skóla íslands.
Framsal
Þeir sem taka við forystuhlut-
verki í félagi eða öðrum hópum
gangast eðh máls samkvæmt undir
vissar skyldur en öðlast einnig viss
réttindi. Þeir framselja hluta af
persónu sinni til félagsins en fá í
staðinn nýtt hlutverk - verða mál-
pípa þess. Þeim ber og skylda til
að vinna að framgangi félagsins.
Formenn sumra félaga, einkum
stéttar- og sérhagsmunafélaga, eru
á launum við störf sín og er það
þeim þá vonandi oftast aukinn
hvati til afreka.
Umboðið
Formenn félaga hafa einkum
umboð eða heimild til þess að rita
um markmið eða hagsmunamál
félagsins eins og þau eru skilgreind
í skráðum lögum eða samþykktum
þess. Einnig kann að vera um að
ræða óskráð lög eða venjur sem
myndast hafa innan félagsskapar-
ins í tímans rás. Umboðið nær
einnig til samþykkta opins félags-
fundar eða formlegra ákvarðana
félagsstjóma. Eðh félagsins kann
einnig að veita þeim eitthvaö rýmri
heimildir en þá eru mörkin.umdeil-
Kjallarinn
Halldór E. Sigurbjörnsson
þjóðréttarfræðingur
aniegri. í raun virðist hins vegar
oft sem formenn félaga telji að
hvaöeina sé tilefni til greinaskrifa.
Kann það að tengjast stjórnmála-
legum „ambisjónum" þeirra. Er
slíkt frumhlaup oft alveg án tillits
til formlegs umboðs þeirra eins og
það er skilgreint hér.
Þetta háttalag á sér sumpart ræt-
ur í því að lýðræði í mörgum félög-
um hér á landi er „kyrkt". Með
„kyrktu“ lýðræði er átt við að
venjulega er einungis einn ákvarð-
andi fundur á ári eða á nokkurra
ára fresti. Þar er stefnan ákvörðuð,
valin stjóm og formaður. Ekki er
því um að ræða sívirkt lýðræði.
Síðan bætist það við aö ekki þykir
fært að stjórn félagsins fundi um
sérhvert fyrirsvar. Þar með fá for-
ystumenn félagsins, einkum for-
menn, „allan boltann". Á þessum
gmnni rís það áhtaefni er hér um
ræöir - hver ritar fyrir hvern og
um hvað.
Mörkin
Formaðurinn hefur ekki rýmri
heimildir en umboð hans frá félag-
inu leyfir til þess að rita undir per-
sónuleg stjórnmálaskrif sín í þess
nafni. Formaður stéttarfélags get-
ur ekki án heimildar t.d. ritað um
persónuleg eða stjórnmálaleg
áhugamál sín „f.h. félagsins", s.s.
um gæði ákveðins tölvuhugbúnað-
ar eða veðbandslausnir. Undir slík
skrif ber honum aö skrifa nafn sitt
og starfsheiti eins og venja er. Gild-
ir þá einu hvort formenn eru einn-
ig starfsmenn félagsins. Ættu for-
menn í kosningaframboði að sjá
sóma sinn í því aö draga mörkin
þröngt. Félagsmenn eiga ekki að
láta það líðast að þeir eöa félag
þeirra sé pólitískt „litað" með þess-
um hætti.
Ofangreint áhtaefni tengist um-
ræðum um siðareglur í stjórnmál-
ium sem svo mjög hafa verið til
umræðu undanfarin misseri. Fé-
lagsmenn hinna ýmsu félaga og
fjölmiðlar eiga að halda vöku sinni
og setja mörk fyrir formenn félaga
sem skortir siðhvöt til að draga þau
, sjálfir fyrir sína hönd, félagsins og
iekki síst (lögskyldra) meðhma
þess.
Halldór E. Sigurbjörnsson
„Þeir sem taka við forystuhlutverki 1
félagi eða öðrum hópum gangast eðli
málsins samkvæmt undir vissar skyld-
ur en öðlast einnig viss réttindi. Þeir
framselja hluta af persónu sinni til fé-
lagsins en fá í staðinn nýtt hlutverk -
verða málpípa þess.“
Skoðanir annarra
Eff illa fer...
„Eitt er alveg ljóst: við búum yfir svo mikihi vitn-
eskju um gangverk efnahagslífsins að þjóðinni allri
verður ljóst, að verði samið við kennara um launa-
hækkanir umfram það, sem atvinnuhfið getur staðið
undir, breiðast þær launahækkanir út til annarra
launþega, og þar með út í verðlagið. ... Ef illa fer
getur enginn haldið því fram, að við höfum ekki vit-
að hvað við vorum að gera. Þjóðin hefur þá gengið
sjálfviljug fram af brúninni."
Úr forystugrein Mbl. 12. febr.
Áminning I öryggismálum
„Umræður um öryggismál hafa upp á síökastið
fremur snúist um viðskipti en öryggismál. Síðan
kalda stríðinu lauk, virðist sú umræða hggja nokkuð
í láginni hér. Ég get ekki að því gert, að mér finnst
stundum ríkja nokkuð fölsk öryggiskennd hérlendis
og fólk vera sannfært um það að óvinurinn sé horf-
inn og friður genginn í garð.... Þau hörðu átök, sem
nú eru innan gömlu Evrópu, eru áminning um að
enn er langt frá því að friður sé genginn í garð.“
Jón Kristjánsson í Tímanum 11. febr.
Miðstýring á vinnumarkaði
„Við búum enn við miöstýringu kauplags á vinnu-
markaði. Fáeinir forkólfar verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda semja beint eða óbeint um kaup og kjör
langflestra launþega. Þeir eru búnir að eyðileggja
launakeríið, en þeir halda samt uppteknum hætti í
skjóh löngu úreltrar vinnulöggjafar. Þeir hafa það í
hendi sér að hleypa efnahagslífinu í bál og brand
meö gamla laginu, hvenær sem þeim þóknast. ...
Núverandi ríkisstjórn bar skylda til að taka á þessum
vanda til að búa í haginn fyrir framtíðina. Það hefur
hún ekki gert.“
Þorvaldur Gylfason, prófessor i Hl, í Mbl. 11. febr.