Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 15 Kjarasamningamir frá 1993: Ríkisstjórnin - standi fyrst viö þá Þar sem kjarasamningar standa nú fyrir dyrum og verkalýðshreyf- ingin hefur birt forsætisráðherra kröfur sínar á ríkissjóð þá hlýtur að vera eðlilegt að líta um öxl og spyrja sig áður en lengra er haldið; Hvemig hefur ríkisstjómin staðið við þau fyrirheit sem hún gaf við síðustu kjarasamninga? - Það hef- ur ekki staðið á ríkisstjóminni að gefa út yfirlýsingar og þær flestar veriö hástemmdar, áferðarfallegar og stóryrtar í fyrirsögnum en því miður innihaldslausar og ekkert á þeim byggjandi. Síðasta yfirlýsing, sem ríkis- stjórnin gaf út, var 10. desember sl. og bar yfirskriftina: Aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöð- ugleika og kjarajöfnun. Sú yfirlýs- ing fól í sér endurtekningu á áður gefnum loforðum sem svikin höfðu verið, fyrirheit um að lögfesta hluti Kjallariim Finnur Ingólfsson aiþingismaður Framsóknar- flokksins í Reykjavík „Það er því áhyggjuefni allra þeirra sem vilja eða þurfa að treysta á yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar og ekki síst aðila vmnumarkaðarins hversu lítið er á yfirlýsingum byggjandi.“ sem ríkisstjómin ætlaði ekki að bera ábyrgð á og aðgerðir sem hafa kjarajöfnun sem yfirskrift en fela í raun í sér mismunun. Enn vantar 700 milljónir í tengslum við kjarasamninga í maí 1993 voru gefin fyrirheit af hálfu ríkisstjórnarinnar um að verja 2.000 millj. kr. til verklegra framkvæmda. Samkvæmt upplýs- ingum frá Alþýðusambandi íslands vantar enn um 700 millj. kr. til þess að staðið sé við þau fyrirheit er þá voru gefin. Væri nú ekki rétt að fá ríkisstjómina til að efna fyrirheitin frá síðustu kjarasamningum áður en þeir næstu verða gerðir. Sennilega er yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar frá því í desember sl. sú fjórða þar sem kynnt eru sérstök áform í vegamálum. í tengslum við endurskoðun kjarasamninga um mitt ár 1994 gaf ríkisstjórnin út yf- irlýsingu þar sem sérstök áhersla var lögð á samgöngumál á höfuð- borgarsvæðinu. Þær yfirlýsingar, sem síðar komu í kjölfarið, hafa byggst á vandræðagangi og úr- ræðaleysi um fjármögnun fram- kvæmdanna. Loforðið frá 1993 svikið Vorið 1993 lýsti ríkisstjórnin því yfir í tengslum við kjarasamninga að skattur yrði lagður á fjármagns- tekjur frá 1. janúar 1994 og miðað yrði við 10% skatt á nafnvexti sem Finnur telur það forgangsverkefni verkalýðshreyfingarinar, áður en lengra er haldið, að fá ríkisstjórnina til að standa við gefin fyrirheit. innheimtur yrði í staögreiðslu. Ekkert af þessum áformum hefur komið til framkvæmda. Nú er enn ein yfirlýsingin frá ríkisstjórninni um að setja nefnd í málið; aðila vinnumarkaðarins og stjórnmála- flokkanna. Slík yfirlýsing var gefin án þess að ræða við stjórnarand- stöðuflokkana um skipun shkrar nefndar. Það sem var þó alvarleg- ast var að fresta átti málinu fram til ársins 1996 eftir að ríkisstjórnin var farin frá völdum og ætlaði ekki að bera neina ábyrgö á framkvæmd málsins. •C Hækkun skattleysismark- anna var blekking í desemberyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar var fagurlega fjallað um hækkun skattleysismarka um 2.150 kr. eöa úr 57.228 kr. í rúmlega 59.300 kr. Hér var um hreinar blekkingar að ræða. Þær komu best fram í því að væri um 2.150 kr. raunhækkun skattleysismarka að ræða þýddi það útgjöld fyrir rík- issjóð á bilinu 1.500-1.700 millj. kr. Fjármálaráðuneytið gerði hins vegar ekki ráð fyrir að útgjöld rík- isins mundu aukast meira en um 200-300 millj. kr. Af því má ráða hvaða blekkingaleikur var hér á ferðinni. Varðandi þau atriði í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar frá 10. desember sl. er snúa að greiðsluvanda heimil- anna vegna húsnæðislána og lækk- unar húshitunarkostnaðar er þar fyrst og fremst um fógur orð á blaöi að ræða. Þar eru engar tillögur um framkvæmd og ekkert fjármagn til að standa undir kostnaöinum. Það er því áhyggjuefni allra þeirra sem vilja eða þurfa að treysta á yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar og ekki síst aðila vinnumark- aðarins hversu lítið er á yfirlýsing- unum byggjandi. Þaö ætti þvi að vera forgangsverkefni verkalýðs- hreyfingarinnar áöur en lengra er haldið að leita leiða með hvaða hætti hægt er að fá ríkisstjómina til að standa við gefin fyrirheit. Finnur Ingólfsson Þjóðvaki: Manngildið í öndvegi Þann 27. nóvember 1994 kom úr burðarliðnum nýr stjórnmála- flokkur, Þjóðvaki, eftir áfallalaus- an og ánægjiúegan meðgöngutíma. Þessi flokkur var stofnaður þrátt fyrir tilvist þeirra fimm stjóm- málaflokka sem fyrir em en jafn- framt og ekki síður vegna sívax- andi tilvistarkreppu þessara sömu flokka. Má því færa til þess nokkur rök að fimmflokkamir séu með óbeinum hætti eins konar foreldrar þessa nýja stjórnmálaafls. Skipuleggjendur Þjóðvaka hafa átt í óformlegum könnunarviðræð- um við forystumenn stjórnarand- stöðuflokkanna um samstarf og samstöðu í einhverri mynd varð- andi næstu alþingiskosningar en þar á hæjum hefur mönnum vafist tunga um tönn of lengi sem m.a. birtist í undangenginni og yfir- standandi úlfúð og óeiningu vegna prófkjörsmála og uppstillingaæv- intýra. Sérkennilegust vom viðbrögðin í forystu Kvennahstans en þar var nánast fyrirfram slegið á framrétta samstarfshönd. Hingað til hefur Kvennalistinn verið karlmanns- laus en nú er svo komið að hann KjaUaiinn Lúðvíg Thorberg verkamaður er líka að verða kvenmannslaus. Framsóknarleiðtogar virðast enn halda fast í sína fomu jájá-neinei hugsjón og eru galopnir í báða enda sem fyrr. Helst var að finna í for- ystusveit Alþýðubandalagsins áhugavott um samstarf en fljótlega kom í ljós að hugmyndir foringj- anna um samstöðu vom flestar í skötuhki. En Þjóðvakavagninn er kominn á ferð og mun auka hrað- ann á næstu vikum og mánuðum. Það er hryggileg staðreynd að vinstri- og miðflokkar á íslandi hafa um langt árabil staðið í deilum og stundum stríði hver gegn öðr- um, þrátt fyrir svipaðar grundvall- arskoðanir á fjölmörgum sviðum. Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkur- inn fitnað eins og púki á fjósbita. Enn er mönnum í fersku minni hvað gerðist og hvemig fór fyrir fjósbitapúkanum í Reykjavík sl. vor í borgarstjórnarkosningunum. Gjörbreyttar áherslur Sá hræðsluskjálfti sem nú þegar hefur gert vart við sig í fremstu röðum fimmflokkanna vegna stofnunar Þjóðvaka er síður en svo ástæðulaus. Hér er mætt til starfa nýtt stjórnmálaafl með gjörbreytt- ar áherslur í eldri sem yngri mála- flokkum, breiðfylking fólks með manneskjulegra gildismat en tiðk- ast hefur til þessa, hafandi mann- gildið að leiðarljósi ofar öðru. Of lengi hefur of mörgum stjóm- málamönnum hðist að ljúga sig frá sannleikanum, oft með hörmuleg- um og jafnvel hættulegum afleið- ingum. Þessu vill og ætlar Þjóðvaki að hreyta. Kjósendur ættu að hafa í huga þegar næst verður gengið til al- þingiskosninga að oft hefur htil þúfa velt þungu hlassi. Og þessi samlíkingarþúfa - Þjóðvaki - er bráðþroska og hefur nú þegar öh einkenni fjöldahreyfinga. Lúðvíg Thorberg „Of lengi hefur of mörgum stjórnmála- mönnum liðist að ljúga sig frá sannleik- anum, oft með hörmulegum og jafnvel hættulegum afleiðingum. Þessu vill og ætlar Þjóðvaki að breyta.“ Frumvarpum mannréttindakafla stfómarskrárinnar „I þessu frumvarpi er styrkt vernd mannréttinda á mörgum sviðum og mörg þýðing- arraikil ákvæði í frumvarpinu. Gagnrýni sem fram hef- 900 hrl- ur komið á frumvarpið hefur lot- ið að því að taka eigi inn í frum- varpið meira af svoköUuðum efnahagslegum og félagslegum réttindum. Ég er andvígur því. Ég tel að þar sé um að ræöa rétt- indi sem eru að flestu leyti þann- ig að ekki sé hægt að tryggja þau í stjómarskrá. Þar sé meira um einhvers konar stefnuyfirlýsingu að ræða sem ekki eigi heima í stjómarskránni. Þar eigi að vera reglur sem veiti mönnum raun- verulega vernd gegn misbeitingu ríkisvalds þegar á það reynir. Vemd sem sé hægt að leita með tfi dómstólanna. Sú gagnrýni sem að öðru leyti hefur komiö fram á frumvarpiö er sú að menn gera athugasemdir viö ákvæði um tjáningarfrelsi. Það eru athuga- semdir sem ég tel að mestu byggj- ast á misskilningi. í frumvarpinu er verið að auka vemd tjáningar- innar verulega frá því sem nú er. Ritskoðun er bönnuð svo sem verið hefur en aukið við þar. Og nú er sett inn í stjórnarskrána takmörkun á því á hvaða grund- velli löggjafinn má skerða tján- ingarfrelsið. En í núgildandi stjórnarskrá getur löggjafinn skert tjáningarfrelsíð án þess að á' þvi séu nokkrar hömlur í stjómarskránni." Margir gallar „Ég fagna því að sjálf- sögöu að það skuh vera svo mikil mann- réttindavakn- ing á raeðal þingmanna sem raun ber vitni og vissu- lega er ýmis .. ....WBI............ réttarbótfólg- |öo|r®a|''our así in í fmmvarpinu. Ég er þó á móti samþykkt þess í þeirri mynd sem það er lagt fram og fyrir því eru nokkrar ástæður. I fyrsta lagi tel ég rétt kvenna ekki nægilega tryggðan. Ég heföi viljað sjá sér- stakt ákvæði um að jafnrétti karla og kvenna skuh tryggt í framkvæmd en ekki bara í lögum eins og nú er. í öðra lagi tel ég ákvæði um rétt fólks til aö standa utan félaga geti leitt til mikillar réttaróvissu um stöðu launafólks og samtaka þess. Þá er ég fyrst og fremst aö vísa til greinargerð- ar frumvarpsins sem er mjög loð- in og óskýr. Hún er í raun rajög árennilegt vopnabúr fyrir and- stæðinga verkalýðshreyfingar- innar i ókominni framtíð. Ég er í sjálfu sér ekki á móti þvi aö hafa ákvæði í sijórnarskránni um rétt fólks til að standa utan félaga. Það þarf hins vegar aö vera skýrt hvaöa áhrif slíkar breytingar hafa i fór með sér á forgangsréttarákvæði kjara- samninga og skyldugreiðslur til stéttarfélaga. Ég tel að ef það er tilgangur löggjafans að leggja þetta fyrirkomulag niður þá þurfi shkt að gerast fýrir opnum {jöld- um í stað þess að niöurstaðan ráðist i skylmingum lögmanna í : réttarsölum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.