Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 Afmæli Guðni Guðmundsson Guöni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, Laufás- vegi 45, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1944, próíi í forspjallsvísind- um við HÍ1945, MA-prófi í ensku og frönsku við Edinborgarháskóla 1951, stundaði nám við Sorbonne- háskólann í París 1948-49, sótti sum- arnámskeið við sama skóla 1951 og tók próf í uppeldis- og kennslufræði viðHÍ. Guðni var stundakennari við gagnfræðadeild Miðbæjarskólans í Reykjavík 1950-52, við Gagnfræða- skóla verknáms 1952-53, stunda- kennari við MR frá 1951, fastur kennari þar frá 1956 og rektor skól- ans frá 1970. Hann kenndijafnframt lítils háttar við Málaskóla Halldórs Þorsteinssonar og á flugfreyjunám- skeiðum, var blaðamaður við Al- þýðublaðið 1955-56 og sumrin 1952-68. Guðni sat í stjórn Félags mennta- skólakennara 1962-70, í nefnd er samdi siðareglur Blaðamannafélags íslands og var starfsmaður hennar, í stjórn Fulbrightstofnunarinnar 1967-87 og situr í Útvarpsráði frá 1987. Hann var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1980. Fjölskylda Guðni kvæntist 21.6.1951 Katrínu Ólafsdóttur, f. 30.9.1927, d. 23.1.1994, húsmóður. Foreldrar hennar voru Ólafur Hjalti Sveinsson, kennari í Mjóafirði og Norðfirði og verslunar- maður á Eskifirði, síðar útsölustjóri ÁTVR í Reykjavík, og k.h., Guðrún Ingvarsdóttir húsmóðir. Börn Guöna og Katrínar eru Guð- mundur Helgi, f. 4.11.1951, rafvirki og fangavörður, kvæntur Lilju Ingu Jónatansdóttur meinatækni; Guð- rún,f.9.1.1953, gullsmiðuroghús- móðir í Reykjavík, gift Jóhanni S. Haukssyni, múrara, lögfræðingi og fulltrúa hjá lögreglustjóraembætt- inu í Reykjavík; Ólafur Bjami, f. 1.6.1954, blaðamaður og þýðandi í Reykjavík, kvæntur Önnu G. Sig- urðardóttur meinatækni; Hildur Nikólína, f. 2.6.1957, húsmóðir í Reykjavík, gift Friðrik Jóhanns- syni, viöskiptafræðingi og forstjóra Scandia; Anna Sigríður, f. 22.7.1959, bókasafnsfræðingur í Hafnarfirði, gift Gylfa Dýrmundssyni heyrnar- meinafræðingi og fulltrúa hjá RLR; Sveinn Guðni, f. 15.1.1964, lögreglu- þjónn í Reykjavík, en kona hans er Erna Jensen prentmyndasmiður; Sigurður Sverrir, f. 12.11.1965, raf- eindavirki í Reykjavík, en kona hans er Margrét Gestsdóttir, BA og kennari. Barnaböm Guðna eru nú sautjántalsins. Systkini Guðna: Bjarni, f. 27.8. 1908, d. 28.1.1975, blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar; Gunnar, f. 25.3.1912, d. 23.4.1976, framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands; Kjartan, f. 16.1.1914, d. 16.9.1988, tannlæknir í Reykjavík; Sigríður, f. 16.9.1917, húsmóöir í Reykjavík. Foreldrar Guðna voru Guðmund- ur Helgi Guðnason, f. 6.1.1884, d. 10.3.1953, gullsmiður í Reykjavík, og k.h., Nikólína Hildur Sigurðar- dóttir, f. 8.11.1885, d. 28.1.1965, hús- móðir. Ætt Guðmundur var sonur Guðna, gullsmiðs í Reykjavík, Símonarson- ar, hreppstjóra í Gröf í Mosfellsbæ, bróður Guðmundar, prests á Borg á Mýrum. Símon var sonur Bjarna, hreppstjóra í Laugardælum, bróður Magnúsar, langafa Einars Bjarna- sonar, prófessors ogættfræðings. Bjarni var sonur Símonar, hrepp- stjóra í Laugardælum, Þorkelsson- ar. Móðir Guðmundar var Guörún Sigurðardóttir, í Bjamabæ í Þing- holtum, Bjarnasonar, b. í Kjartans- staðakoti í Skagafirði, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Hann- esdóttir frá Reykjarhóli, systir Guð- bjargar, móður Stephans G. Step- hanssonar skálds. Guðni Guðmundsson. Meðal systkina Nikólínu var Jafet skipstjóri, afi Jafets Ólafssonar sjónvarpsstjóra, og Sigurður í Þor- steinsbúð, faðir Sigurðar íþrótta- fréttamanns. Nikólína var dóttir Sigurðar, útvegsb. í Litla-Seli, bróð- ur Guðmundar í Nesi. Sigurður var sonur Einars, b. í Bollagörðum, Hjörtssonar, af Bollagarðaætt. Móð- ir Nikóhnu var Sigríður Jafetsdótt- ir, gullsmiðs í Reykjavík, bróður Ingibjargar, konu Jóns forseta. Jafet var sonur Einars, stúdents og borg- ara í Reykjavík, bróður Sigurðar, föður Jóns forseta. Móðir Sigríðar var Guðrún Kristinsdóttir. Guðni verður í Átthagasalnum á Hótel Sögu milh kl. 17 og 19 í dag. Til hamingju með afmælið 14. febrúar 90 ára Magnús Árna- sonxnúrara- meistari, Blönduhhð31, Reykjavík. Magnústekurá mótigestumí Víkingasal Hótel Loftleiöaeftir kl. lðíkvöld. Hulda Sigurðardóttir, Lönguhhð 3, Reykjavík. 85 ára Hólmfríður Sigurðardóttir, Borgarbraut 65, Borgarbyggð. Jórunn Guðjónsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Kársnesbraut 72, Kópavogi. Bjarni Ágústsson, Stórási7,Garðabæ. 60 ára Árni R. Guðmundsson, Fjörugranda 16, Reykjavík. Ali'ce Pauline G. Berg, Bláhömmm 4, Reykjavik. 50 ára Ketill Ágústsson, Brúnastöðum II, Hraungerðis- hreppi. Erna Thorstensen, Kaldaseli 20, Reykjavík. Nýjabæjarbraut 8 A, Vestmanna- eyjum. Birna Björnsdóttir, Hornbrekku, Ólafsfiröi. Vesturbrún 14, Reykjavík. Jóhanna Hauksdóttir, Neðra-Hreppi, Skorradalshreppi. 40ára Kar I Kristmimdsson, 75ára Jóna Aðalheiður Aðólfsdóttir, --------------------------------- Logafold 102, Reykjavík. Sigriöur Bjarnadóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Lyngmóum 14, Garðabæ. Austurbrún 2, Reykjavík. Þóra Margrét Friðriksdóttir, Ásavegi 28, Vestmannaeyjum. 70 ára Ber gþór Arngrím sson, Skarðshhð 18 C, Akureyri. Silfurbrúðkaup: Jakob Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir Einar Júlíusson Einar Júhusson, fyrrv. byggingar- fuhtrúi í Kópavogi, Fannborg 8, Kópavogi, er áttræður í dag. Starfsferill Einar fæddist í Hafnarfiröi en ólst upp í Seli í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi. Hann lauk námi í húsa- smíði, lauk iðnskólaprófi 1939 og stundað námskeið í arkitektúr. Hann starfaði síðan lengst af sem byggingarfulltrúi í Kópavogi auk þess sem hann teiknaði þar ahmörg hús. Er Einar og kona hans hófu sam- búð í árslok 1944 fluttu þau í Kópa- voginn og voru því í hópi frum- byggja Kópavogs. Þau festu þá kaup á sumarbústað í smíðum að Álfhóls- vegi 15, byggðu hann upp og bættu síðan við hann eftir þörfum. Þar bjuggu þau í fjörutíu og sex ár. Fjölskylda Einar kvæntist 17.3.1945 Ólafíu G. Jóhannesdóttur, f. 10.12.1913, d. 3.9.1994, húsmóður og skrifstofu- manni. Hún var dóttir Jóhannesar Jónssonar og Sigurrósar Þórðar- dóttur, bænda í Hrútafirði. Börn Einars og Ólafíu eru Helga Sigurrós, f. 10.1.1947, húsmóðir í Reykjavík og á hún tvö börn; Herdís Júha, f. 24.8.1948, innanhússarki- tekt í Danmörku en hennar maður er Ivan Andersen og á hún þrjú böm; Sigríður Jóhanna, f. 28.1.1950, húsmóðir í Kópavogi, gift Jóhannesi Jonsson og eiga þau tvö börn; Sig- rún Ólöf, f. 10.1.1952, glerlistakona á Kjalarnesi en hennar maður er Soren Larsen og á hún dóttur og stjúpson; dr. Jón Magnús, f. 25.9. 1955, lífræðingur í Reykjavík, kona hans er Anna K. Daníelsdóttir og eiga þau tvö börn; Ólöf, f. 24.6.1959, Einar Júlíusson. textíllistakona í Kópavogi, gift Sturlu Frostasyni og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Einars voru Júhus Þor- láksson, verkamaður í Reykjavík, og Herdís Stígsdóttir verkakona. Einar tekur á móti gestum á heim- ili sínu, Fannborg 8, Kópavogi, kl. 17-20 á afmæhsdaginn. Guðíinna Sigurbjömsdóttir Guðfinna Sigurbjömsdóttir kaup- maður, Stekkjarhvammi 10, Hafn- arfirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðfinna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu tíu árin og síðan í Kópavoginum. Hún flutti í Hafnar- fiörð 1965 og hefur átt þar heima síðan. Guðfinna fór snemma aö sjá sér farborða við landbúnaðarstörf, fisk- vinnslustörf, sem háseti og við af- greiðslustörf. Hún hefur stundaö kaupmennsku í Hafnarfirði frá 1973 og rekur nú, ásamt eiginmanni sín- um, verslunina Holtanesti í Hafnar- firði. Fjölskylda Guðfinna giftist 4.9.1965 Elfari Berg, f. 21.3.1939, kaupmanni og hljómlistarmanni. Hann er sonur Sigurðar G. Jóhannssonar og Berg- ljótar Sturludóttur sem bæði eru látin. Börn Guðfinnu og Elfars eru Unn- ur Berg Elfarsdóttir, f. 30.3.1966, einkaritari en sambýhsmaður hennar er Guðgeir Magnússon verslunarmaður; Bjarni Berg Elf- arsson, f. 20.7.1969, flugmaöur en sambýliskona hans er Berglind Gerða Libungan, læknisfræðinemi viðHÍ. Systur Guðfinnu em Erla Sigur- björnsdóttir, f. 31.3.1938, húsmóðir í Hafnarfirði; Sigurbjörg Sigur- björnsdóttir, f. 26.7.1951, gjaldkeri í Hafnarfirði. Foreldrar Guðfinnu voru Sigur- björn Frímann Meyvantsson, f. 26.6. 1913, d. 31.1.1951,sölumaðurí Reykjavík, og k.h., Unnur Guðna- Guðfinna Sigurbjörnsdóttir. dóttir, f. 1.8.1917, d. 15.11.1990. Guðfinna verður að heiman á af- mæhsdaginn. Hjónin'Jakob Magnússon og Val- gerður Jóhannsdóttir eiga silfur- brúðkaupsafmæh í dag. Jakob fæddist í Reykjavík 2.8. 1950, sonur Magnúsar Jósefssonar sem er látinn, og Ingibjargar Vil- þjálmsdóttur húsmóður. Valgerður fæddist í Reykjavík 14.2.1951, dóttir Jóhanns Vilhjálms- sonar prentara og Margrétar Ólafs- dótturhúsmóður. Böm Jakobs og Valgerðar era Hlynur Sölvi, Jakob Reynir og Ólöf. Jakob og Valgerður munu taka á móti gestum að heimih sínu, Skild- inganesi 3,14.2.1995 mihi kl. 17 og 19. Valgerður Jóhannsdóttir og Jakob Magnússon. GuðbjarturJónsson Guðbjartur Jónsson veitingamaður, Öldugötu 1, Flateyri, er fertugur í dag. Starfsferill Guðbjartur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Flateyri. Hann lauk versl- unarprófi frá Samvinnuskólanum 1982. Guðbjartur stundaði sjómennsku frá 1965 en hefur verið veitingamað- ur og starfrækt veitingastaðinn Vagninn á Flateyri frá 1982. Guðbjartur hefur starfað í verka- lýðsfélaginu Skildi og verið vara- formaður þess, hefur setið í stjórn íþróttafélagsins Grettis og starfað í Kiwanishreyfingunni. Foreldrar Guðbjarts: Jón Guð- björnsspn, bifreiðastjóri í Reykja- vík, og Ásgerður Guðbjartsdóttir húsmóðir. Guðbjartur Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.