Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1995, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
RITSTiORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA OG
ASKRIFT ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokaö
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 63 27 77
Kl. SS LAUGARDAGS OG MÁNUDAGSMORGNA
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRUAR 1995.
Guðni rektor hress að vanda i morg-
un. DV-mynd GVA
Guðni siötugur:
Ætla að
leiðrétta
stflabunka
„Mér liöur bærilega enda hef ég
nóg að gera. Skrifborðið er löðrandi.
Áður en ég fer heim og held upp á
afmælið ætla ég að leiðrétta stila-
bunka og kenna tvo tima,“ sagði
Guðni Guðmundsson, rektor
Menntaskólans í Reykjavík, í samtali
viö DV í morgun.
Guðni, sem hefur verið rektor í ald-
aríjórðung, er sjötugur í dag og ætlar
í tilefni dagsins að taka sér frí eftir
hádegi. Síðdegis ætlar hann aö taka
á móti gestum í Átthagasal Hótel
Sögu, milli klukkan 17 og 19. -kaa
- sjá afmælisgrein á bls. 26
Ævintýralegt
innbrot í nótt
Lögreglunni barst í nótt tilkynning
um slasaðan mann sem lá á þaki
bakhúss við Bankastræti.
Þegar lögreglan kom á staðinn kom
í ljós að maðurinn hafði prílað upp
bEdíhlið húss íslandsbanka við
Bankastræti og brotið glugga á 2.
hæð og farið þar inn. Síðan hafði
hann brotið aðra rúðu á sömu hæð
og farið út. Hafði hann sigið niður á
þak bakhúss húss númer 5 við sömu
götu. Er hann stökk hins vegar yfir
á þak bakhúss húss númer 3 virðist
hann hafa fipast og brotið á sér fót-
inn. Lá hann því á þakinu þegar lög-
reglan kom aö honum.
Maðurinn, sem er 18 ára, var flutt-
ur á slysadeild og var þar enn í morg-
un. Grunur leikur á að sami maður
hafi brotið rúðu í íbúð við Þingholts-
stræti með því að beija skóílu í hana
hálftíma áður. -PP
LOKI
Þetta er tæpast fæddur
bankaræningi!
Þetta hangir allt
á afskaplega
þunnum þrseði
- segir Kristján Gunnarsson, formaður VSFK
„Þetta gekk afar hægt og stirt í
gær. Vinnuveitendur sýndu okkur
þetta blað sem er nú ekki tilboð
heldur hugmynd að viðræðuleið.
Það féll í grýttan jarðveg híá okkur
það sem á þvi stóð. Og það verður
ekki annað sagt en að samninga-
viðræðurnar hangi á afskaplega
þunnum þræði eftir þennan samn-
ingafund sem stóð fram á nótt,“
sagði Kristján Gunnarsson, for-
maður Verkalýös- og sjómannafé-
lags Keflavíkur, í samtali við DV í
morgun.
Annar samningafundur hefur
verið boðaöur í dag. Áður en til
hans kemur munu atvinnurekend-
ur ræða saman í sinn hóp. Þeir
voru beðnir um að endurskoða það
sem þeir höfðu sett á blað í gær sem
hugsanlegan útgangspunkt
Flóabandalagsfélögin þijú hafa
boðað stjórnir og trúnaðarmanna-
ráð sín til fundar á morgun, mið-
vikudag. Ef ekkert gerist á samn-
ingafundi sem boðaöur er síðdegis
í dag eru allar líkur á að þau og
jafhvel fleiri félög innan Verka-
mannasambandsins boði til verk-
falls.
„Þolinmæðin er á þrotum og því
miður óttast ég að það fari mjög
aö styttast i að verkalýðsfélögin
boði verkíoll ef ekki fer að koma
meiri alvara i þessar samningavíð-
ræður,“ sagði Kristján Gunnars-
son.
Á því blaði vinnuveitenda, sem
Kristján segir að sé ekki tilboð, er
rætt um launahækkun sem verka-
lýðsfélögin meta um 7 prósent. Þá
er talaö um 3 prósent aukagreiösl-
ur um næstu áramót. Samningur-
inn verði til tveggja ára. Það vilja
verkalýðsfélögin ekki, heldur að
um fasta krónutölu verði að ræða.
„Við gerðum kröfu um að laun
verkafólks hækkuðu um 10 þúsund
krónur á mánuði. Viö höfum ekk-
ert hvikað frá því,“ sagði Kristján
Gunnarsson.
„Við ætlum að borða yndislegan morgunverð með börnunum okkar og hafa það rómantískt, hafa kokkteil og
húllumhæ. Fyrir 25 árum var umræðan um Valentinusardaginn ekki byrjuð og við uppgötvuðum ekki fyrr en löngu
seinna að við hefðum gift okkur á Valentínusardaginn," segir Valgerður Jóhannsdóttir veitingakona en hún og
eiginmaður hennar, Jakob H. Magnússon veitingamaður, eiga silfurbrúðkaupsafmæli í dag. Hátiðahöldin hjá þeim
hjónum verða tvöföld því að Valgerður og Jakob giftu sig á afmælisdegi Valgerðar fyrir 25 árum, þá 19 ára gömul.
DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Hiti náiægt
frostmarki
Á morgun verður norðaustlæg
átt, hvöss á Vestfjörðum, stinn-
ingskaldi eða allhvasst vestan-
lands en mun hægari austan-
lands. Á Vestfjörðum verður élja-
gangur eða snjókoma, snjó- eöa
slydduél norðanlands en skýjað
meö köflum sunnan heiða. Hiti
verður nálægt frostmarki.
Veðrið í dag er á bls. 28
gær voru 40 skip aö
veiðum í Lónsbugt
Loðnuveiðarnar
jxay
Loðnuflotinn
með f ullfermi
„Það er obbinn af flotanum á land-
leið. Það voru ágætir loðnuflekkir
þarna en erfitt að eiga við hana. Skip-
in voru að fá mikið 50 til 100 tonn í
kasti. Við fylltum í 11 köstum,“ sagði
Kristján Ragnarsson, stýrimaður á
Júpíter ÞH, í samtali við DV í morg-
im. Kristján segir loðnuna vera á
suðausturleið en veiðin fékkst á
Lónsbugt og inni á Lónsvík. Júpiter
var í morgun á leið noröur um til
Vopnafjarðar. Sunnuberg, Hábergog
Víkurberg voru á leið til Grindavik-
ur og önnur skip dreifðust á Aust-
fjarðahafnir. Þegar er orðin löndun-
arbið sums staðar.
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur, sem er um borð í hafrann-
sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni
á loðnumiðunum, segir ekki hafa
tekist að ná heildarsýn yfir það
hversu mikið er af loðnu á ferðinni.
„Það eru alltaf helvítis brælur og
þetta er erfitt viðureignar. Við erum
að reyna að sauma að þessu. Það er
þó aðalatriðið að menn eru farnir að
veiðaloðnu,“segirHjálmar. -rt
Ráðist á 12 ára dreng:
Ein tannanna
fórútmeðrót
„Strákarnir sögðu að þeir sem
töluðu við þá yrðu lamdir. Ég sagði:
„Hei! Elli“. Þá hljóp annar þeirra á
eftir mér og kýldi mig í handlegginn
og öxlina og ég datt. Síðan tók hann
í báðar hendurnar á mér og ég stóð
upp en hann felldi mig og ég skall
beint á andlitið," segir Björn Steinar
Brynjólfsson, 12 ára drengur í
Grunnskóla Grindavíkur.
Björn Steinar var á leið heim úr
skólanum í gær þegar tveir 11 ára
skólaþræður hans réðust á hann með
fyrrgreindum afleiðingum. Ein tönn
brotnaði úr munni Björns Steinars
og þrjár aðrar tennur losnuðu.
„Þetta voru vinir mínir og þeir
þáðust ekki einu sinni afsökunar.
Mér er illt í munninum núna. Ein
tönnin fór úr með rótinni og öllu og
tannlæknirinn gat ekkert gert í gær
því það þlæddi svo mikið," sagði
Bjöm Steinar sem fór ekki í skólann
í morgun.
Faðir Björns, Brynjólfur Óskars-
son, segist ekki vera búinn að ákveða
hvaðgertverðiímálinu. -pp
LfTl#
alltaf á
Miðvikudögum