Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 Spumingin Hvaða bók ertu með á náttborðinu hjá þér? Jónas Guðmundsson, atvinnulaus: Ég hef enga bók á náttborðinu. Bryndís Harðardóttir nemi: Ég er með Animal Farm á borðinu mínu. Heiður Vigfúsdóttir nemi: Það er engin eins og er. Ingibjörg Helgadóttir nemi: Ég þori varla að segja það en ég er með Egils sögu á borðinu. Pétur Runólfsson sjómaður: Ég er með Óskars sögu Halldórssonar. Þórdís Sigurðardóttir húsmóðir: Ég er að lesa Voru guðimir geimfarar? Lesendur Skuldahalinn og lof- orð stjórnmálamanna Sigurður G. skrifar: Nú líður að kosningum og fólkið og flokkamir, sem bjóöa sig fram, fara senn að gera það sem ber: Gefa loforð. - Þetta er svo sem gömul saga og ný. Stjórnmálamenn lofa að gefa peninga, færa þá til og ráðstafa þeim. Ekkert nýtt þar. Það er þó orðið óhugnanlegt að fylgjast með því hvaða afleiðingar þessi stefna hefur. - Við, þessi litla þjóð, höfum átt svo marga stjóm- málamenn, sem hafa gert þetta svo lengi, að nú birtast óhugnanlegar tölur um skuldir. Erlendur skulda- hali ógnar nú aikomu barnanna okk- ar og jafnvel því sjálfstæði sem for- feður okkar börðust svo hart fyrir. Það virðist enginn ílokkur eða stjómmálamaður þora að lofa að horfast í augu við þetta vandamál og taka á því. Umræðan er ekki haf- in. Það er vel skiljanlegt því það eru til stjómmálamenn sem eru tilbúnir að skjóta allar hugmyndir í kaf í skjóh slagorðaflaums um „velferð", „húmanisma" o.s.frv. Umræðan er fóst í gömlum khsjum og ekki mikiö um frjó eða hreinskiptin svör. Við eigum líklega ekki nógu þrosk- aða stjómmálamenn til að gera það sem gera þarf og þeir sem sólunduðu öhu því sem nú stendur fast í óarð- bærum fjárfestingum láta eins og ekkert sé og búa sjálfum sér þæghegt ævikvöld. Nú þurfum við íslendingar að opna augun. Sýnum einu sinni að við get- um horfst í augu við og tekið á hinum óþægilegu staðreyndum. Kreíjumst „Erlendur skuldahali ógnar nú afkomu barnanna okkar og jafnvel þvi sjátf- stæði sem forfeður okkar börðust svo hart fyrir,“ segir m.a. I bréfinu. svara frá þingmönnum okkar um fjárlagahaha fortíðar og framtíðar. Leyfum ekki þeim sem við kjósum á þing að ljúga að okkur og sjálfum sér um leið. Það hefur enginn leyfi tíl að flytja mál sitt þannig að hann losni undan því að taka tillit th raunveru- leikans eins og hann er. Margir hér hafa sára reynslu af gjaldþrotum. Þegar í hlut á heh þjóð er máhð orð- ið alvarlegt. Nýgerðir kjarasamningar: Engin nýmæli, engar úrbætur Magnús Ólafsson skrifar: Nýir kjarasamningar hafa verið samþykktir. Rikisstjórnin ætlar að útdeha nærfellt 2 niilljörðum króna th að innsigla herlegheitin. Ég bjóst aldrei við miklum launahækkunum, enda kannski ekki ástæða th að hugsa th þeirra. Hér er ekki úr miklu aö spha hvort eð er og við römbum á barmi gjaldþrots. Hinu hefði mátt búast við að áskoranir til vinnu- markaðarins frá ýmsum einstakhng- um gegnum tíðina um ýmsar tilslak- anir og nýmæh th úrbóta fyrir laun- þega hefðu verið teknar til greina. Aðhar vinnumarkaðarins tóku hins vegar þá afstöðu að hunsa öll slík tilmæli. - Megi þeir hafa skömm fyr- ir og svívirðu, alhr sem einn. í þessum dálkum ykkar í DV hafa iðulega birst áskoranir frá almenn- um launþegum sem eru orðnir lang- þreyttir á stöðnuðu félagskerfi sem lýtur að hagsmunum launamanna. Eitt er það að ekki skuh vera lækkað- ur lífeyrisaldur fólks þannig að það geti hætt að vinna fyrr en nú er (67 ára), t.d. 60 eða 65 ára, og fengið þá hámarkslífeyrisgreiðslur úr sínum lífeyrissjóði. Annað, sem margoft hefur verið minnst á, er að í stað mánaðargreiðslna launamanna eigi þeh' kost á hálfsmánaðargreiðslum eða jafnvel vikugreiðslum hkt og verkamenn og iðnaðarmenn. Allar slíkar óskir og ábendingar eru virtar að vettugi. Það eitt gengur fyrir híá verkalýðsrekendunum að I þeir haldi sinni stöðu og réttindum - ! geti ráðskast með kaup og kjör og réttindi félagsmanna séu negld fóst til þess aö þeir sjálfir hafi nóg að sýsla og geti beitt fyrir sig aumum og hthsmegandi launþegunum. Tilvísunarkerf i ekki til bóta J.J. skrifar: Ég hef th þessa ekki tjáö mig opin- berlega en nú þykir mér tími til kom- inn. Og það er tilvísunarkerfið sem ég vh andmæla. Mér finnst lítið hafa heyrst frá hinum almenna borgara en því meira frá hinum lærðu og sérfræðingunum. Mér finnst aö skoðanakannanir ættu að taka á málinu og sýna fólki niðurstöðurnar sem ég held aö verði ahar á einn veg; fólk vhji ekki thvísunarkerfið. Sjálfsákvörðunarréttur okkar er skertur verulega með tilvísunarkerfi og okkur er brigslað um dómgreind- arleysi. - í htlum bæjarfélögum sé ég fyrir mér að sú staða geti komið upp að sjúkhngur veigri sér við því að leita hjálpar eftir breytinguna þar sem hann kæri sig ekki um ap allt að 3 læknar, læknaritarar og e.t.v. fleiri komi inn í málið. Sérstaklega virðist mér þetta geta gerst varðandi geðkvhla sem gjarnan er fjallað um eins og óhreinu bömin hennar Evu. Sömuleiðis detta mér í hug ungar stúlkur sem þurfa t.d. að leita th kvensjúkdómalæknis og finnst það nógu erfitt þótt þær þurfi ekki líka að opinbera sig fyrir fleira fólki. Einnig má benda á ýmis vensl Bréfritari telur ekki þörf á mörgum aðilum í sum persónuleg og viðkvæm mál einstaklinga. og tengsl á fámennum stöðum sem geta verið Þrándur í götu í viðkvæm- um persónulegum málum. Hvað það varöar að Sighvatur set- ur samasemmerki mihi einnar heim- sóknar th sérfræðings og óþarfrar heimsóknar þá er þaö rangt. Þótt manneskja væri með tilvísun gæti aht eins dugað ein heimsókn. Þaö gerir enginn sér th dægrastyttingar aö leita læknis. Hvað spamaðinn varöar sýnist mér þegar upp er stað- ið að enn sé verið að seilast í vasa almennings th að ná honum fram. Oþarfaríkisút" Friðrik hringdi: Maður veit ekki hvar ríkið æti- ar að taka þá fjármuni sem það er búið að lofa að borga til að greiða fyrir samningunum ný- gerðu. Ef að likum iætur verður að efha th enn nýrrar skatt- heimtu af þeim sem ekki geta annað en staöið í skilum, hinum fastlaunuðu launþegum. Hins vegar eru ríkisútgjöld vegna þessara samninga alveg óþörf. Hér heföi mátt ganga á lífeyris- sjóöina, sem margir eiga mihj- arða króna, og gera þeim einfald- lega að greiða félagsmönnum sín- um hluta þeirra íjármuna. Betri lausn er það a.m.k. en þegar þess- ir sömu sjóöir gera eignir sjóðfé- laga sinna upptækar við andlát þeirra. Sjönvarpiðí ísrael! Fríða hringdi: Ég ias nýlega frétt þess efnis að starfsfóik Ríkissjónvarpsins væri í ísrael og væri búiö að vera þar í nokkra mánuði við að gera fréttamyndir um átökin þar. Öðru hvoru höfum viö séð frétta- manni Sjónvarps bregða fyrir þar eystra með stutta pistla. Að Sjón- varpið sé að eyða fjármunum í að gera sérstaka mynd til að sýna okkur er hneyksh. Við getum fengið marga ódýra þætti og fréttapistia þaðan án þess að hafa þar fólk frá Sjónvarpinu. Eiga kennarar aðráða? Sigurður skrifar: Mér finnst nú skörin færast upp í bekkinn þegar einhver sjálfskip- uö verkfallsnefnd kennara er far- in aö ráðskast með að banna starfsemi þá sem fram fer í íþróttasölum vítt og breitt. Verk- fahsverðir vaða um með frekju og heimta skýrslu frá fólki sem er að hafa ofan af fyrir krökkum með hehbrigðri og hollri iðju í íþróttasölunum. Það á aö sjálf- sögðu að taka fyrir svona ófyrir- leitni. íslensktsælgæti vantar Björn hringdi: Alltaf þegar ég kem heim frá útlöndum og fer í gegnum Frí- höfnina th að kaupa eitt og annaö er lítið sem ekkert af íslensku sælgæti á boöstólum. Þarna úir og grúir hins vegar af erlendu sælgæti. Hvar er nú átakið „Velj- um íslenskt"? Mér þykir þetta vera afar einlcennhegt, ekki síst meö tilhti th þessa átaks. Einnig sýnir þetta hve íslenskir fram- leíðendur í þessum geira eru áhugahtlir um sölu á sínum vör- um. - Er þama kannski einhver annarlegur skilningur á ferð? Þakkirtil Jónai Hafnarfirði Árni Stefán Árnason skrifar: Ég þurfti að festa kaup á vöru- gároi og koma honum fyrír þar sem aðstæður eru erfiðar. Fékk „fagmann" á þar til geröu flutningatæki til að annast flutn- inginn. Hann stóö sig vel á mal- bikuðum götum Hafnarfjaröar en þar kom að hann gafst upp og sagði síðasta spölinn ófæran. Mér varð Ijóst aö þama skorti vhja fremur en getu og gámurinn end- aði úti í kanti við mikla umferð- argötu. Þá var mér bent á lyftara- strákana hjá fyrirtækinu Jónum í bænum. Þarna voru fagmenn í raun pg þeir leystu málið snar- lega. Ég vh senda þeim þakkir mínar og viðurkenningu fyrir fagmannleg vinnubrögð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.