Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Blaðsíða 28
Veðriðámorgun: Frost 0-5stig Á morgun veröur noröankaldi austanlands en hæg austlæg átt í öðrum landshlutum. Dálítil él verða á víð og dreif, síst þó í inn- sveitum norðvestanlands. Milt við suður- og suövesturströndina en annars frost á bilinu 0-5 stig að deginum. Veðrið í dag er á bls. 36 I.ANDSSAMBAND ÍSI.. KAKVKRKTAKA Vestmannaeyj ar: Kristsmynd slapp við eldinn -ásíðustustundu „Allt í einu sló allt út í verksmiðj- unni og ég fór að kanna máhð þvi mér fannst þetta dálítið dularfullt. Þegar ég skoðaði færibandið þá var þarna mynd af Jesú Kristi sem sneri upp. Hún.var heii í ramma með gleri og vó salt á barmi færibandsins og átti bara eftir að detta ofan í brennsluofninn. Ég tók myndina al bandinu og kom henni til varðveislu hjá Betel-söfnuðinum,“ segir Guö- mundur Richardsson hjá Sorpeyð- ingarstöð Vestmannaeyja. Atburðurinn átti sér stað fyrir skömmu og segir Guðmundur að annaðhvort hafi þetta verið röð aí tilviljunum eða eitthvað annað. Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir Betel-safnaðarins í Vestmannaeyjum er hins vegar ekki í vafa um hvað þama var á ferðinni. „Þegar svona lagað gerist er það einungis til að sýna mönnum fram á að Jesús Kristur er eitthvað meira en það sem oftast nær er sagt. Þetta er fyrst og fremst vitjun Jesú Krists til þeirra stráka sem vom að störfum í sorpbrennslustöðinni," segir Snorri. -pp Verkfall kennara: Prestarnýta tímann fyrir fermingarbörn „Við höfum óljósar fregnir af því að hlaupið hafi óvæntur vöxtur í fermingarundirbúning hjá einhverj- um prestum. Ég veit ekki hvort við förum að skipta okkur mikið af því en við ætlum að kanna málið,“ segir Gunnlaugur Ástgeirsson, formaður verkfallsstjómar kennara. Verkfallsstjórn sendir í dag íþrótta- félögum bréf með ósk um samvinnu við íþróttafélögin í verkfallinu. Ekkert gekk í samningaviðræðum kennara og ríkisins í gær og hefur nýr fundur verið boðaður í dag. Lokad vegna lodnu Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur fyrirskipað að hætt verði að aka loðnu um Strandgötu sem er aðalgatan í bænum. Að sögn Georgs Lámssonar sýslumanns var gripið til þessa vegna þeirra óþrifa sem TT-fylgja flutningunum. Hann segir fjöl- margar kvartanir hafa borist emb- ættinuvegnaþessa. -rt LOKI Það sleppa nú ekki allir svona auðveldlega við vítislogana! Krakkarnir í fjölbýlishúsinu að Krummahólum 10 í Reykjavík hafa ekki verið aðgerðarlausir á meðan verkfall kennara hefur staðið yfir. Stórum snjóskafli á lóðinni var umbreytt i 10 metra langa höll sem að mati barnanna hýsir meö góðu móti allt að 60 manns. DV-mynd GVA Kosninga- ræðurá eldhúsdegi Það var auðheyrt á ræðumönnum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöld að stutt er til kosninga. Stjórnarsinnar hældu sinni ríkis- stjórn og töldu henni flest til tekna en stjómarandstæðingar gagnrýndu ríkisstjórnina og kynntu sínar kosn- ingastefnuskrár. Kristín Ástgeirsdóttir ræddi um jafnréttisbaráttu kvenna í 100 ár. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að nú væri allt á uppleið eftir mikla efnahagslægð undanfarinna ára og væri það verkum ríkisstjórn- arinnar að þakka. Halldór Ásgríms- son sagði að Framsóknarflokkurinn hafnaði alfarið umsókn að ESB. Jón Baldvin Hannibalsson sagði aftur á móti að íslendingar myndu sækja um aðild að ESB á næsta kjörtímabili, jafnvel á næsta ári. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að ríkisstjórnin hefði fært skattbyrðina af fyrirtækjunum yfir á almenning og sagði Alþýðu- bandalagið valkost til vinstri. Jó- hanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að treysta flórflokkunum og sagði Þjóðvaka nýja von htla manns- ins. Aðrir ræðumenn vom líka í kosningaham. Stal tæplega 200 eyrnalokkum 24 ára kona hefur verið dæmd í eins árs fangelsi fyrir stórfellt inn- brot í einbýlishús við Laugarásveg síðastliðið vor auk annarra auðg- unarbrota sem hún framdi á árinu. í málinu krafðist kona, sem er eig- andi mikils magns af skartgripum, 5,5 milljóna króna i skaöabætur. Þegar unga konan braust inn í einbýlishúsið lét hún greipar sópa um skartgripahirslu konunnar sem þar bjó. Dóraurinn sakfelldi hana fyrir að hafa stolið 183 eyrna- lokkum, 31 armbandi, 13 hálsfest- um, 11 armbandsúrum, 12 hring- um, 11 nælum, myndbandstæki, geislaspilara, tösku, skartgripas- kríni og koniaksflösku. Mánuði fyrir innbrotið stal kon- an silfurhring i skartgripaverslun við Skólavörðustíg. Um sumariö stal hún sfðan töskum, veskjum og buddum úr verslun í Hafnarfirði en í þeim voru andvirði tæprar hálfrar milljónar króna i greiðslu- kortanótum, 78 þúsund krónur í peningtun og fleira. Konan stal og falsaði síðan fjölda tékka sem hún var einnig dæmd fyrir í þessu máh. Undir meðferð málsins lagði eig- andi skartgripanna á Laugarásveg- inum fram skaðabótakröfu upp á 5.533.996 krónur. í dóminum kemur hins vegar fram að öllu þýfmu, að undanskilinni koníaksflöskunni, skartgripaskríni og tösku, heföi verið skilað. Dómurinn segir að i bótakröfunni sé krafist bóta fyrir hvarf á miklu fleiri munum en ákært var fyrir. Auk þess komi heldur ekki fram í gögnum málsins ástand skartgripanna sem skilað var né nákvæmt verömæti þeirra. Því var bótakröfunni vísað frá dómi. Konan sem nú var dæmd hlaut annan eins árs fangelsisdóm þann 21. júlí 1994 og þá fyrir fjársvik og skjalafals. Hún var úrskuröuð í gæsluvarðhald i haust og hefur set- ið í afplánun upp frá því. Þrátt fyr- ir þessa tvo eins árs fangelsisdóma má gera ráð fyrir að konan sleppi út um eða upp úr næstu áramótum. -Ótt FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - ÐREIFING: 563 2700 BUÐAAFGREIÐSU OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN AFGREIÐSLU: 563 2777 KLS-fi LAUGARDAGS- OG MANUDA6SM0RG NA Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 23. FEBRUAR 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.