Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
11
Fréttir
Matargerðarlist við afhendingu Menningarverðlauna D V í dag:
Kúf skel í ravíólí og
steikt skrápf lúra
Kúfskel í ravíóli og pönnusteikt-
skrápflúra eru á matseðlinum við
afhendingu Menningarverðlauna
DV í dag.
Matargerðarlist hefur aUtaf verið
gert jafnhátt undir höföi og annarri
list við þetta tækifæri. Samkvæmt
venju er verðlaunahöfum og dóm-
nefnd boðið tif hádegisverðar á Hótel
Hofti og sem fyrr er boðið upp á
óvenjulega rétti úr sjávarfangi. í
fyrra var boðið upp á kryddfegin
svil, hámeri og eldisþorsk, árið áður
var skötukjaftur og háfur á matseðl-
inum og þar áður búri og ígulkera-
hrogn.
Erfitt að útvega hráefni
Að sögn Hallgríms Inga Þorláks-
sonar, yfirmatreiðslumanns á Hótel
Holti, er þetta í fyrsta sinn sem kúf-
skel og skrápflúra eru á menningar-
matseðlinum. Fyrir um mánuði byij-
uðu matreiðslumennirnir að huga
að hráefni og prófa sig áfram með
rétti í samráði við Jónas Kristjáns-
son, ritstjóra DV. Vegna ótíðar síð-
ustu vikur hefur reynst erfitt að út-
vega hráefni að þessu sinni. Kúfskel-
ina fá þeir frá íslenska lúðubankan-
um í Höfnum. Þar er hún geymd lif-
andi í kerum eftir að hún hefur verið
fonguð. í kerunum hreinsar hún sig
af sandi og öðrum botnefnum. Kúf-
skelina hafa matreiðslumenn hingað
til að mestu notað í súpur. Skehn er
algeng umhverfis allt land á 0-100
metra dýpi og stöku sinnum dýpra.
Um langan aldur hafa íslendingar
nýtt hana í beitu með góðum ár-
angri.
Kúfskehn er í forrétt en eftir að hún
hefur verið tekin úr skehnni er vöðv-
inn settur í ravíóh (pastadeig). Fisk-
urinn er soðinn í örstutta stund. Með
þessu er borin fram sósa úr seherí-
rót, gulrótum, hvítlauk og skahott-
lauk sem flamberuð eru í brandí og
madeiravíni. Saman við þetta er sett
kúfskelssoð, smjör og örlítið af þeytt-
um ijóma.
Skrápflúra á Japansmarkað
í aðalrétt er skrápflúra sem er
steikt á pönnu. Skrápflúra hefur hka
heitin skrápkoh, flúra, brosma og
skráplúra. Hún er lík lúðu í vexti,
þunn og breið en frekar smá eða á
bilinu 25-38 cm að lengd. Nytsemi
hennar hefur verið htil hér á landi
og oftast tahn með sandkola í afla-
skýrslum. Það er Ámes í Þorláks-
höfn sem útvegar hráefnið fyrir
menningarmatseðihnn en þar er
fiskurinn unninn fyrir Japansmark-
að.
Fiskurinn er borinn fram heill með
hrognum en hausinn er tekinn af.
Fiskurinn er steiktur í ólífuolíu og
kryddaður með salti og pipar. Með
þessu eru bomar fram röstý-kartöfl-
ur og sítrónugrassósa. Kartöflumar
em rifnar í ræmur og mótaðar í
lengjur sem steiktar em á pönnu.
Meðlætið er smátt saxaðar snjóbaun-
ir, sólþurrkaðir tómatar, furuhnetur,
vihisveppir og vihigrjón. Grænmetiö
er steikt í smjöri þar th það er meyrt.
í sósuna er notað nautasoð í grunn-
inn, þá hvítvín, sítrónugras og
kryddað með salti og pipar og jafnað
með smjöri.
Sérstök hefö hefur myndast varð-
andi drykki við þetta tækifæri. Sem
áður er borið fram Tio Pepe sérrí í
fordrykk og máltíðinni lýkur með
Noval púrtvíni, kaffi og konfekti.
Með fiskinum er drukkið Gewurz-
traminer og vatn.
Aö sögn Hahgríms Inga verður
boðið upp á menningarmatseðihnn
komandi vikur og geta því aðrir en
menningarverðlaunahafar prófað
réttina. -JJ
Hallgrímur Ingi Þorláksson og Hákon Már Örvarsson nostra við réttina sem
boðið verður upp á við afhendingu Menningarverðlauna DV i dag.
Fanga synjaö um leyfi:
Ástæðan grunur
um svikaáform
Fangelsismálayfirvöld hafa gripið
th aðgerða og takmarkað leyfisveit-
ingar th langtímafanga á Litla-
Hrauni sem grunaöur var um að
hafa ætlað aö komast yfir fjármuni
vinkonu sinnar á meðan hann af-
plánaði refsivistina.
Máhð er sprottiö í kjölfar kvartana
aðstandenda konunnar sem höfðu
áhyggjur af því að fanginn hefði ekki
hreint mjöl í pokahorninu varðandi
áform hans gagnvart henni og fjár-
málum hennar. Fangaprestur var
beðinn um að gefa fangann og kon-
una saman en hann hafnaði beiðn-
inni eftir að viðkomandi aðhar höfðu
rætt máhð.
Fanganum var synjað um dagsleyfi
en það fá fangar jafnan að uppfyht-
um ákveönum skhyrðum. Kæra hgg-
ur ekki fyrir í máhnu og verður því
ekki aðhafst frekar í því að óbreyttu,
samkvæmt upplýsingum DV.
-Ött
Skrápffúran er steikt á pönnu og borin fram heil en án haussins.
DV-mynd GVA
Áhrifloðnunnar:
Allir í vinnu í Grindavík
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum;
Eftir að loðnufrysting hófst í
Grindavík er þar enginn á atvinnu-
leysisskrá. Þeir 32 sem voru án at-
vinnu eru komnir í loðnuna.
Að sögn Halldórs Ingvasonar hjá
Grindavíkurbæ eru menn ánægðir
með stöðuna og einnig að fjöldi
skólakrakka hefur fengið vinnu í
loðnunni meðan kennaraverkfalhð
stendur.
Öm Þóiarinssan, DV, Fljóturn;
Ibúum áSigluflrðí fækkaði um
47 á síðasta ári samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofu íslands.
Þetta kemur ekki beint á óvart
því íbúum staöarins hefur fækk-
að árlega undanfarin ár en 1994
var atvhmuástand þó mjög gott í
bænum. Fyrir 10 árum voru íbú-
ar 1915 en voru 1. des. sl. 1734.
„Ég hef ekki skýringar á hvers
vegna íbúum fækkar hér þrátt
fyrir gott atvinnuástand," sagði
Björn Valdimarsson, bæjarstjóri
á Siglufirði, við DV. „Ég hef veriö
að velta fyrir mér þróuninni á
nokkrum stööum sem eru í svip-
aðri stöðu og Siglufjörður. Það er
að atvinnulífið byggist mest á
fiskvinnslu en staðirnir talsvert
frá stærri þjónustukjömum og
þar virðist svipuð þróun eiga sér
stað. Veturinn 1993-1994 var tals-
vert erfiður hér veöurfarslega og
kann það aö spila iim í.“
Eskifjöröur:
Hótel Askja
fær vínveit-
ingaleyfi
-ertilsölu
Emtt Thoiarensen, DV, Eskifirói:
Bæjarstjóm Eskifjarðar sam-
þykkti nýlega með 5 atkvæðum
gegn 2 að Hótel Askja fái vinveit-
ingaleyfi en það er eina hótelið á
staðnum, Áður hafði Áfengis-
vamanefnd Eskifiarðar sam-
þykkt samlhjóða að leggjast gegn
því að hótehð fengi leyfið.
Þá hefur bæjarstjórnin sam-
þykkt að selja hótelið. Viggó
Loftsson hóf rekstur þess á sjö-
unda áratugnum en bæjarsjóður
eignaðist það 1972 þegar Viggó
flutti frá Eskifirði. Síðustu árin
hefur Bergleif Joensen rekið hót-
ehð viö góðan orðstír án þess að
þurfa til þess styrk frá bænum.
AnnirhjáOddi
Björgunarbáturinn Oddur
Gíslason úr Grindavík sótti í gær-
morgun veikan sjómann um borð
í togarann Margréti EA. Þetta er
í annað skiptið á jafnmörgum
dögum. -pp
VEGNA HAGSTÆÐRA SAMNINGA, GETUM VIÐ NÚ UM SINN
BOÐIÐ FLESTAR GERÐIR DÖNSKU GRAM KÆLISKÁPANNA Á
FRÁBÆRU VERÐI, T.D. NEOANGREINDAR:
fyrir þá, sem gefa gæðunum gaum!
rfffrrrtrrrt! s*rf
:...
ÍE
-;i bágrr:
GRAM gerð: Ytri mál mm. br. x dýpt x hæð Rými kæl. + Itr. fr. kWst 24 t. Staðgr. verð *
KS-201T 550x601 x 1085 200 + 0 0,57 45.980,-
KS-245T 550 x 601 x 1285 245 + 0 0,60 49.990,-
KS-300E 595 x 601 x 1342 274 + 0 0,67 54.980,-
KS-350E 595 x 601 x 1542 327 + 0 0,70 64.900,-
KS-400E 595 x 601 x 1742 379+. 0 0,72 72.980,-
KF-185T 550x601 x 1085 146 + 37 0,97 46.990,-
KF-232T 550x601 x 1285 193 + 37 1,07 49.990,-
KF-263 550 x 601 x 1465 200 + 55 1,25 56.980,-
KF-245E 595 x 601 x 1342 172 + 63 1,05 58.990,-
KF-355E 595 x 601 x 1742 275 + 63 1,45 72.960,-
KF-335E 595 x 601 x 1742 196 + 145 1,80 77.980,-
*Staðgreiðsluafsláttur er 5% Úrvalið er miklu meira, því við bjóðum alls 20 gerðir GRAM kæliskápa. Að auki 8 gerðir GRAM frystiskápa og 6 gerðir af GRAM frystikistum. Komdu í Fönix og kynntu þér úrvalið - eða hafðu samband við næsta umboðsmann okkar. Upplýsingar um umboðsmenn hjá GULU LÍNUNNI s. 562 6262.
GRAM KF 355E
GOÐIR SKILMALAR
FRÍ HEIMSENDING
TRAUST ÞJÓNUSTA
/rDniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420