Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 1
6. MARS 1995 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn: 1x2-22x-1xx-12xx ítalski bottinn: 1x1-211-22x-1x12 Lottó 5/38: 814202930(38) Martha þriðja í Mílanó Martha Emstsdóttir varð í þriðja sæti á alþjóðlegu stiga- móti í víðavangshlaupi í Mílanó á Ítalíu á laugardaginn var. Martha hefur tekið þátt í stiga- mótunum í vetur og að loknu þessu móti í Mílanó er Martha í 8.-9. sæti sem gefur henni keppnisrétt á heimsmeistaramót- inu sem haldið verður í Englandi 25. mars. A mótinu í Mflanó hlupu 35 keppendur alls 5 km og varð sig- urvegari Albertina Diaz frá Portúgal, hljóp vegalengdina á 20.14 mínútiun. í öðru sæti lenti hlaupari að nafni Katarina frá Kenía á 20,20 mínútum og í þriðja sætinu kom Martha Ernstsdóttir á 20,41 mínútunum. Martha hefúr hlotið alls 63 stig í vetur. Anna fékk 70 þús. og 15. sæti Anna Sigurðardóttir, nýkrýnd- ur íslandsmeistari í þolfimi, hafiiaði I 15. sæti á heimsmeist- aramótinu (Fitness) sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum um helgina. Peningaverðlaun voru í boði og fýrir 15. sætið fékk Anna þúsund dollara sem gerir um 70 þúsund krónur íslenskar. Árangur Önnu verður að telj- ast góður þar sem um er ræöa sterkasta mótiö sem haldið er í heiminum. Anna var fremst nor- rænu keppendanna en sjálfúr Norðurlandameistarinn lenti í 18. sæti. Heimsmeistaramótið er kennt við hinn heimsfræga leik- ara Arnold Schwarzenegger. Arnar Þór æfir meðliði Ekeren Kri»t)4n Betabnxg, PV, Belgin: Hinn ungi og efnflegi Amar Þór Viðarsson úr FH er nú þessa dagana við æfingar híá belgíska liðinu Germinal Ekeren. Amar lék með varaliði félagsins um helgina og skoraðí annað markið í jafhteflisleik, 2-2, gegn St. Truiden. Markið h)á Arnari kom af stuttu færi eftir stutt og vel út- fært samspfl. Amar átti að öðru leyti góöan leik. Ekeren lék ein- um manni nær allan síðari hálf- leikinn þar sem fyrirliða liðsins var vikið af leikvelli vegna tveggja gulra spjalda. Þess má geta að Simon Tahamata, sem verður 39 ára gamall í maí, er enn í fullu fjöri og einn besti leikmaöur Ekeren. Gott hjá Vernharð - tryggði sér rétt til að keppa á EM og HM með 7. sæti í Búdapest •Vernharð Þorlelfsson, KA, náðl frábærum árangri f BúdapesL „Ég er alveg í skýjunum yfir þessum árangri. Þetta var gríðar- lega sterkt mót og nú hef ég tryggt mér réttinn til að keppa á Evrópu- meistaramótinu og heimsmeistara- mótinu, en bæöi mótin fara fram á þessu ári,“ sagði júdókappinn Vemharð Þorleifsson frá Akureyri í samtali við DV í gær. Vemharð keppti í 95 kg flokki á opna ungverska meistaramótinu um helgina en það er svokallað a- mót og sterkari verða mótin varla í júdóinu. Vernharö sat yfir í fyrstu umferð. Næsta glíma hans var gegn sterkum Ungveija og Vernharð sigraði hann glæsilega á ippon. í 3. umferð tapaði Vemharð fýrir Rúmena en sigraði svo Spán- verja á ippon í 4. rnnferð. „Þegar hér var komiö sögu taldi ég mig vera kominn í úrslitaglímu um bronsverðlaun á mótinu en það reyndist ekki rétt. Ég var kallaður upp í aukaglímu gegn Þjóðverja og tapaði þeirri glímu enda orðinn al- veg örmagna," sagði Vemharð í gær. Hann hafhaöi í 7. sæti á mót- inu og öðlaðist þar með rétt til að keppa á Evrópu- og heimsmeist- aramótinu. „Það var aðalmarkmið- ið hjá mér og þessi frammistaða hlýtur að lyfta mér upp um nokk- ur sæti á Evrópulistanum. Þetta er besti árangur minn í júdóinu hing- að til,“ sagði Vernharð. Höskuldur Einarsson, Ármaxmi, keppti í -60 kg flokki á mótinu og var þetta hans fyrsta a-mót. Hann sigraöi Úkraínumann í 1. umferð en tapaði síðan fyrir Ungverja og Rússa. Halldór Hafsteinsson og Ei- ríkur Kristinsson, báðir í Ár- manni, töpuðu sínum glímum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.