Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 6. MARS 1995 Iþróttir Frjálsar íþróttir: Heimsmet Johnsons Bandaríkjamaðurinn Michael Johnson setti um helgina nýtt og glæsilegt heimsmet í 400 metra hlaupi á bandaríska meistara- mótinu innanhúss. Johnson hljóp á 44,63 sekúnd- um og bætti þar með eigið met sem hann setti í siðasta mánuði en það var 44,97 sekúndur. John- son hefur verið ósigrandi í 400 metrunum síðan 1990. Hann hef- ur nú sigrað í 40 hlaupum í röð, 26 utanhúss og 14 innahúss. Sklði-HM: Naumursigur Streets í bruni Picabo Street frá Bandaríkjun- um vann nauman sigur í bruni kvenna í heimsbikarkeppninni á skíðum um helgina en keppt var í Saalbach í Austurríki. Þetta var fjórði brunsigurinn hjá Street og sá þriðji í röð. Hún fékk tímann 1:37,87 mín. en önnur varð Isolde Kostner á 1:38,03 mín. og þriðja Renate Götschal frá Austurriki á 1:38,10 mín. Knattspyrna: ChrisArmstrong slapp mjög vel Greinarmunur er gerður á Jóni og séra Jóni í ensku knattspym- unni. Þann 23. janúar var Chris Armstrong, leikmaður Crystal Palace, tekinn í lyíjapróf og reyndist hafa neytt marijúana. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu verður Armstrong ekki dæmdur í bann af enska knattspymusam- bandinu. Hann hefur að vísu ver- ið settur út úr liði Palace en reiknað er með að hann leiki að nýju eftir tvær vikur. „Það em þjóðir í heiminum sem vilja leyfa neyslu kannabisefna svo það væri rangt að refsa Armstrong," sagði Gordon Taylor, formaður samtaka leikmanna í enska bolt- anum. Heimsmet Mihaela Melinte frá Rúmeníu setti heimsmet í sleggjukasti kvenna um helgina er hún kastaði 66,86 metra. Eldra metið, 66,84 metra, átti Olga Kuzenkova frá Rússlandi og var það ársgamalt. % m 1 1 I ■liPI tk Má 'JW H * JjSjfe mm 1 1 • Patrick Ewing i liði New York Knicks sést hér sækja að körfu Cleveland Cavaliers um helgina en til varnar er John Williams. Símamynd Reuter Fjörugir leikir í bandaríska körfuknattleiknum um helgina: Tvíframlengt í Forum John Starks skoraði sjö 3ja stiga körfur þegar New York sigraði Cleveland, 76-89, í NBA á laugar- dagskvöldið. Karl Malone átti frábæran leik með Utah gegn Portland, skoraði alls 31 stig íg tók 11 fráköst. Utah sigraði 98-88. Dino Radja skoraði 26 stig fyrir Boston sem sigraði Indiana, 101-107. Chicago vann Philadelphia á úti- velli, 94-106, og skoraði Toni Kukoc 21 stig fyrir Chicago. Boston tapaði heima fyrir Detroit, 91-98, og skoraði Oliver Miller 17 stig fyrir Detroit. Dikembe Mutombo skoraði 21 stig og tók 16 fráköst þegar Denver vann Clippers á útivelli, 89-101. Stórleikur á fóstudagskvöldið var háður í Texas þar sem áttust við heimamenn í San Antonio og Or- lando Magic. Augu manna beindust að miðherjum liðanna, Davids Rob- insons og Shaquilles O’Neals. Leik- urinn var mjög jafn og spennandi en svo fór að heimamenn sigruðu með eins stigs mun, 112-111. Þetta var sjötti sigurleikur San Antonio í röð og liðið hefur ekki beðið ósigur á heimavelli í tíu leikjum. David Robinson var stigahæstur í liði San Antonio með 24 stig en Shaquille O’Neal gerði 36 stig fyrir Orlando Magic. í miðvesturriðlinum er einvígi á milli Utah Jazz og San Antonio um efsta sætið. Utah stend- ur aðeins betur en hefur leikið þrem- ur leikjum meira en San Antonio. í Ingelwood í Kalifomíu þurfti að tvíframlengja leik Los Angeles Lak- ers og Sacramento Kings, 109-104. Vlade Divac átti stjömuleik hjá Lak- ers, skoraði 27 stig og tók 19 fráköst. Anthony Miller skoraði 18 stig, þar af fimm þeirra í annarri framleng- ingu. Miller átti sömuleiöis góðan leik í vöminni og tók samtals 15 frá- köst. Nick Van Exel skoraði 16 stig og átti 11 stoösendingar. Nýliðinn hjá Sacramento, Brian Grant, skoraði 29 stig og maður stjörnuleiksins á dög- unum, Mitch Richmond, skoraði 28 stig. Denver Nuggets marði sigur á Miami Heat, 100-98. Nuggets var undir þegar tvær sekúndur vom til leiksloka. Mahmoud Abdul-Rauf skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti en hann gerði alls 22 stig í leiknum. Glenn Rice skoraði aðeins úr öðra vitaskotinu fyrir Heat þegar 16 sekúndur vora eftir en hann var stigahæstur hjá Heat með 24 stig. Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsriðill: Miðvesturriðill: OrlandoMagic..... 44 14 75,9% UtahJazz.......... 41 16 71,9% NewYorkKnicks.... 36 19 65,5% San AntinaSpurs.... 38 16 70,4% BostonCeltics.... 23 33 41,1% Houston Rockets.. 35 22 61,4% NewJerseyNets.... 22 36 37,9% Denver Nuggets... 25 31 44,6% MiamíHeat........ 21 35 37,5% DallasMavericks.... 22 32 40,7% Philadelphia..... 17 40 29,8% MinnesotaTWolv. 16 41 28,1% WashingtonBullets 15 41 26,8% Kyrrahafsriðill: Miðriðill: Phoenix Suns..... 44 14 75,9% CharlotteHomets... 37 21 63,8% Seattle SuperSonics 38 17 69,1% IndianaPacers.... 34 22 60,7% LosAngelesLakers. 35 20 63,6% Cleveland Cavaliers 33 23 58,9% PortlandT’blazers... 30 24 55,6% AtlantaHawks..... 28 29 49,1% SacramentoKings... 28 27 50„9% ChicagoBulls..... 28 30 48,3% Golden S'Warrios.... 16 39 29,1% MilwaukeeBucks.... 22 36 37,9% LAClippers......... H 47 19,0% DetroitPistons... 21 35 37,5%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.