Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 6. MARS 1995 23 Heimsmeistarakeppnin 1 handknattleik á Akureyri: Framkvæmt fyrir milljónir í höllinni Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri; Ýmsar framkvæmdir eiga sér stað í íþróttahöllinni á Akureyri, þar sem einn riðill Heimsmeistara- keppninnar í handknattleik fer fram í næsta mánuði, og lætur nærri aö þær framkvæmdir kosti um 16 milljónir króna. Þar vegur þyngst að sett veröur nýtt efni á salargólfið og það ein- ungis merkt með handboltahnum meðan á keppninni stendur en kostnaður við nýja gólfefnið er um 6,3 milljónir króna. Að undanfómu hefur verið unnið að uppsetningu á nýjum ljósum í aðalsal. Lýsingin í salnum mun stórbatna og kostar rúmar 4 milljónir króna. Byggð hefur verið varanleg blaðamannastúka og bráðabirgða- stúka fyrir sjónvarpsmenn og fleiri verður byggð yfir ritaraborðinu. Þessar framkvæmdir kosta tæpar 3 milljónir. Af öðrum framkvæmd- um í íþróttahölbnni má nefna að sett verður upp ný markatafla, hljóðkerfi verður endumýjað, nýj- ir varamannabekkir keyptir sem og tímavarðarborð og mörk og ör- yggisnet fyrir aftan mörkin. Urslitakeppnin í Nissan-deildinni í handknattleik: Þrír þjáKarar verða kærðir til aganef ndar - Stjaman kærð vegna árása á dómara eftir leikinn gegn KA Þrír þjálfarar í Nissan-deiidinni í handknattleik eiga yfir höfði sér leik- bönn vegna ummæla í íjölmiðlum um dómara í úrslitakeppninni. Þá á Stjarnan yfir höfði sér fjársekt eða röskun á heimaleik eða leikjum vegna árása á dómara eftir leik Stjörnunnar og KA í Garðabæ á fóstudagskvöldiö. Þeir Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Arnaldsson senda inn kæru til aganefndar vegna ummæla Guð- mundar Karlssonar, þjálfara FH, í fjölmiðlum sl. laugardag. Bræðurnir Egill Már og Örn Mar- kússynir senda inn kæru til aga- nefndar vegna ummæla Eyjólfs Bragasonar, þjálfara ÍR. Loks kæra þeir Sigurgeir Sveins- son og Gunnar Viðarsson þjálfara Stjömunnar, Viggó Sigurðsson, fyrir ummæh í sinn garð í fjölmiölum. Reiknað er með að aganefnd HSÍ taki þessi mál fyrir næstu daga og þjálfaramir þrír eiga yfir höfði sér leikbann taki aganefnd kærurnar til greina. Börn og fullorðnir veittust að dómurum Eftir að leik Stjörnunnar og KA lauk í Garðabæ sl. fóstudagskvöld veittust böm og fullorðnir að dómumm leiksins, þeim Gunnari Kjartanssyni og Óla Ólsen. Þeir hafa sent inn kæru til mótanefndar HSÍ. Verði kæran tekin til greina getur Stjaman átt yfir höfði sér fjársekt, allt að 50 þús- und krónum, að missa heimaleik eða leiki, að heimaleikur eða leikir hðs- ins verði færðir úr Garðabænum og einnig kemur til greina að Stjarnan þurfi að leika fyrir tómu húsi í upp- hafi næsta keppnistímabils. Margir sem DV ræddi við í gær- kvöldi vom þeirrar skoöunar að við- urlög við agabrotum í handknatt- leiknum væru alltof væg. Reikna má með að viöurlög verði hert til muna á næsta ársþingi Handknattleiks- sambands íslands sem fram fer í maí. Kjartan Steinbach, eftirlitsdóm- ari og stjómarmaður í HSÍ, er þeirrar skoðunar að til greina komi að hækka 50 þúsund króna sektina í 500 þúsund krónur. „Viðurlögin í dag em alltof væg og það er ljóst að taka verður á þessum málum á næsta árs- þingi,“ sagði Kjartan í samtah við DV í gærkvöldi. • Guðmundur Karlsson, FH. • Viggó Sigurðsson, Stjörnunni. • Eyjólfur Bragason, ÍR. Dómaraskandall DV hefur borist eftirfarandi bréf frá Ólafi Steingrímssyni, eftirlitsdómara í handknattleik: „Ekki er hægt aö sitja lengur hjá og hlusta á og lesa um hvemig nokkrir þjálfarar handknattleiksliða trana sér fram í fjölmiðlum með yfirlýsingar um hvern dómaraskandahnn á fætur öðr- um. Áhorfendur handboltans eiga rétt á að fá að vita hvað er á seyði. Eru þessir dómarar einhveijir pervertar sem gagngert em að gefa sig í þetta til að skemma íþróttina eða hvað er að gerast? Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að geta þess að þessir þjálfarar, sem ég er aö beina orðum mínum tíl, eru fáein skemmd eph í kassanum. Flestir em íþróttinni tíl sóma og starfi sínu vaxnir. Ef skoðaður er grunnurinn að þessu öllu þá þarf að Utátil upphafs keppnis- tímabilanna þegar forráðamenn félag- anna fara á stúfana th að „krækja" í leikmenn fyrir félögin 1 samræmi við kröfur þjáífaranna. Þá er lofað guUi og grænum skógum, þó svo að engir peningar séu til, til að borga með. AUt lagt í sölumar til að komast í úrslita- keppnina því að þar koma inn pening- amir, sem tíl þarf til að geta borgað reikningana. í Morgunblaðinu sl. laugardag lét þjálfari FH hafa eftír sér setningu, sem styður það sem ég er að segja, „MUljón króna fríkast"! Hún er mikil, ábyrgð dómaranna. Ég get ekki fullyrt það, en á mUU manna er sagt að þjálfarar og jafnvel einstaka leikmenn fái einhvers konar uppbót ef Uðið kemst í 8 Uða úrsUt, eitthvað í viðbót fyrir 4 liða úrslit og enn meira fyrir lokaúrsUt. Er ekki þama komin skýringin á öllum þess- um látum núna? Það er eins og við manninn mælt aö þegar dregur að lokum deildarkeppni og Uð af einhverjum orsökum em ekki komin í þægUega stöðu, t.d. í 4. sæti eða neðar, þá byrja einstakir þjálfarar að ókyrrast og láta öllum Ulum látum á bekkjunum og reyna að koma sér í fjölmiðlana. Oftar en ekki benda þjálf- arar þá á lélega dómgæslu sem orsök fyrir slæmu gengi liösins. Ekki kemur tíl greina aö líta í eigin barm. Nei, það þarf að finna blóraböggul. Hvernig er það, gætí ekki verið eitthvað að í þjálf- uninni? Þaö sem ég er mest updrandi á er hve stjómir félaga em rólegar yfir þessari framkomu þjálfaranna, þvi þetta ættu að vera leiðtogar félagsins og ungir iökendur hjá félaginu líta upp tU þessara manna og taka mið af því sem þeir em að gera, enda hefúr aldr- ei verið eins mikið af málum sem hafa komið upp á borð hjá aganefnd HSÍ varðandi brot og slæma framkomu í keppni hjá yngri flokkum og sl. tvo vetur. Greinilegt samhengi er þama á milli. Þessu verður aö breyta, foreldr- ar treysta því að barnið verði að betri manni í íþróttum en í sjoppunni og þannig á það að vera. Sem eftirlitsdómari í handbolta og með starfsreynslu við handboltann í 23 ár get ég fuUyrt og stend við það hvar og hvenær sem er, að öll þau dómarapör sem em að dæma í deild- unum taka starf sitt alvarlega og ráða fullkomlega við þau verkefni sem þeim em fahn af þeim sem raða á leik- ina. Það sannar frammistaða ís- lenskra dómara erlendis. Á fundi sem haldinn var nýlega, lýstu sumir af þeim þjálfurum sem núna dæma harðast, yfir því að þeir treystu þessum dómurum fullkomlega til að dæma í úrslitakeppninni. Hvað breyttist? Eitt af því sem þarf að vera til staðar er vinnufriður á veUinum fyrir dóm- ara. Ef liðin hugsa um að spila hand- bolta þá er auövelt að dæma. Ef dag- skipunin er að „taka á andstæðingn- um“ þá fer eins og á Akureyri sl. mið- vikudag, þar sem frá fyrstu mínútu var tekist á og voru menn hreinlega að leita eftir slagsmálum. Þá er erfitt verkefni hjá dómurum, því ekki hafa verið búnar til reglur um hvemig á að taka á þannig bardaga, samblandi af handbolta og slagsmálum. Ég vil að lokum beina þeim tilmæl- um tU allra sem málið varðar aö ekki seinna en núna er mál að linni. Viö verðum að taka höndum saman. Fé- lögin aö losa íþróttina við þá þjálfara sem eru að vinna félögunum ógagn með framkomu sinni í meistaraflokki jafnt sem yngri flokkum, þjálfara seifi ekki treysta sér tU að vera með og vinna þetta af drengskap. Þeir verða að fá útrás fyrir geðvonsku sína ann- ars staðar. Til þess að fá skemmtilegan leik, leik sem fólkið vill koma til að horfa á, þarf tvö lið, dómara, þjálfara, áhorf- endur og aðila til aö Qalla um leikinn og koma honum til þeirra sem ekki áttu þess kost að komast á völhnn. Allt fyrir ánægjuna því þetta er jú einu sinni leikur og á að vera fjölskyldu- skemmtun. Við verðum að losna við þessa illsku sem er að byrja að koma upp í leikjum eða eftir leiki. Mér finnst megin- markmiðið að hafa gaman af leiknum, á leiðinni út í buskann og við er að taka eldheitur bisness. Ef það verður ofan á er Ula komið fyrir handboltan- um og tími til kominn að finna sér annað áhugamál. Ólafur Steingrímsson, eftirlitsdómari með meiru i hand- bolta. íþróttir Knattspyma: Islenska landsliðiö i knatt spymu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraöi á 4 landa móti sem lauk á Kýpur í gær. í síðásta leik liðsins á mótinu voru Eistlendingar teknir i kennslu- stund en áöur en yfir lauk höfðu íslendingar skorað 7 mörk gegn engu. í hálfleik var staðan 3-0. Sigurvin Ólafsson, Kári Steinn og Eiður Smári Guöjohnsen skor- uðu mörkin í fyrri hálfleik. Eiöur Smári var aftur á ferðinni á 57. mínútu en síðustu þrjú mörkin komu frá þeim Ivari Bjarklind, Guðmundi Benediktssyni og Sig- urbimi Hreiðarssyni. ísland hlaut sjö stig á mótinu og markatala liðsins var 11-2. ís- land vann Finnland í fyrsta leikn- um, 3-1, en gerði jafntefli við Norðmenn, 1-1. Norömenn unnu Finna í lokaleíknum, 2-0. Handknattleikur: Einn vinsælasti íþróttaþáttur í Þýskalandi Deutsche Sport Fernsehen ætlar á næstu vikum að vera með spurningakeppni í þáttum sínum og innihalda verð- launin 20 flugfarseöla, að- gönguraiða og gistingu á topphót- eh meðan heímsmeistarakeppnin í handknattleik stendur yfir. Hver verðlaun munu gilda fyrir tvo einstaklinga. Verðlaunahöfum gefst einnig kostúr á kynniferðum ýmiskonar fyrir utan leikina, meðal annars að Gullfossi og Geysi. Hópúr upp- töku- og tæknimaxma frá sjón- varpsstöðinni mun einnig verða með í fór til íslands og verður þáttur um ferðina til íslands sýndur í þýska sjónvarpinu. Knattspyma: Kjartan Einarsson, knatt- spymumaður frá Keflavík, er þessa dagana til reynslu hjá enska 3. deildar liðinu Preston NorthEnd. Prestoner eittafforn- frægustu félögum Englands og varð enskur meistari tvö fyrstu ár deildakeppninnar en hefur verið í neöri deildunum um langt árabil. gömlumetin 25. meistaramót íslands i kraft- lyftingum fór fram um helghia. Jón Reynisson fékk verðlaun fyr- ir besta árangurinn á stigum í réttstöðulyftu, hnébeygju og samanlagðan árangur. Þá setti Arnar Gunnarsson nýtt ungl- ingamet í 82,5 kg flokki með 155,5 kg í bekkpressu. Eini keppandinn sem setti íslandsmet i opnum flokki var Jón Gunnarsson í 100 kg flokki. Hairn lyfö í hnébevgju 352.5 kg, 335,5 kg í réttstöðulyftu og tvíbætti svo íslandsmetið í samanlögðu. Jón áttí gömlu met- in sjálfur. Aörir sigurvegarar 1 einstökum flokkum urðu eftirtaldin Jó- lannes Eiríksson sigraði í 60 kg flokki, Helgi Gislason sigraði í 67.5 kg flokki, Halldór Eyþórsson - 75 kg flokki, Bárður B. OJsen í 82.5 kg flokki, Ingimumdur Ingi- mundarson og Flosi Jónsson í 110 kg flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.