Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1995, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 6. MARS 1995 íþróttir Yfírheyrsla ámánudegi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Erlingur Kristjáns- son er ann- ar tveggja íslendinga sem hefur tekið á móti íslands- meistara- bikarnum í knatt- spyrnu og bikarnum fyrir sigur í bikar- keppninni í handknattleik. Hann var fyrirbði KA sem varð íslands- meistari í knattspyrnu 1989 og er fyrirliði KA-liðsins sem á dögun- um varð bikarmeistari í hand- knattleik. Erlingur hefur lengi verið í eldbnunni í íþróttum, hann lék um langt árabb með KA í knattspyrnu og þjálfaði lið fé- lagsins í 2. deild sl. sumar. Á þess- um sama tíma hefur hann verið einn af máttarstólpum KA-bðsins í handknattleik og er enn að á þeim vettvangi. Nafn: Erbngur Kristjánsson. Aldur: 32 ára. Maki: Karitas Jónsdóttir. Börn: Arna Valgerður, 3 ára. Starf: Kennari. Eftirminnbegast frá síðasta ári: Þjálfunin hjá KA og aö okkur tókst að forða okkur frá falb í 3. deild. Besti íþróttamaður á íslandi: Magnús Scheving. Erfiðasti andstæðingur: Man ekki eftir neinum öðrum fremur. Eftirminnbegasta atvikið á ferl- inum: íslandsmeistaratitilbnn í knattspyrnu 1989. Bestu vinir: Fjölskyldan mín og fjölskyida Gunnars Níelssonar. Erfiðasta stundin í lífinu: Fæð- ing dótturinnar. Ánægjulegasta stundin í lífinu: Fæðing dótturinnar. Helsta markmið: Að verða ís- landsmeistari í handboltanum. Fabegasti staður á íslandi: Eg- bsstaðir. Uppáhaldsbð í NBA: Golden State Warriors. Uppáhaldsbð í ensku knatt- spyrnunni: QPR. Hverjir verða íslandsmeistarar í körfuknattleik? Njarðvík. Hverjir verða íslandsmeistarar í handknattleik? KA. í hvaða sæti lendir ísland á HM í handknattieik? 6. sæti. 9 9*17*00 Verð aöeins 39,90 mín. iJd [2] 11 _4j 5 I Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ítalski boltinn i boltinn Önnur úrslit NBA-deildin • Guðmundur Þóröur Guðmundsson, þjálfari Aftureldingar, í faðmi fjölskyldunnar. Eiginkona hans heitir Helga Björg Hermannsdóttir. Með þeim á myndinni eru synirnir, Guðmundur Lúðvík, 2ja ára, og Hermann, 5 ára. DV-mynd S Guðmundur X>. Guðmundsson handknattleiksþjálfari Erfidur dagur á urridaveidum Stefán Kristjánsson skrifar: Árangur Aftureldingar í Nissan- debdinni í handknattieik í vetur hefur vakið mikla athygli og án vafa er bðið úr Mosfebsbæ „spútn- ikbð“ debdarinnar þetta tímabibö. Guðmundur tók við bðinu í 2. deild og kom því snarlega í 1. deild. Aft- urelding er nú komið í 4 bða úrsbt í fyrsta skipti þar sem bðið mætir Val og ef marka má viðureignir bð- anna í vetur eiga lærisveinar Guö- mundar að eiga góða möguleika á að komast aba leið í úrsbtaleikinn. Guðmundur er einn af mörgum lærisveinum Bogdans Kowalczyks sem þjálfaði landsbðið um árabb. Hann er mjög skipulagður þjálfari og áralöng reynsla hans sem landsbðsmanns undir stjórn Bog- dans hefur án efa skilað sér í hans mikla og árangursríka starfi hjá Aftureldingu. Guðmundur er mikill áhugamað- ur um stangaveiði og það er hans helsta áhugamál fyrir utan hand- boltann og fjölskylduna: „Ég byijaði snemma að veiða en deban blossaði upp fyrir alvöru í kringum 17 ára aldurinn. Ég veiði mikið á hverju sumri og nánast eins mikið og ég mögulega get. Ég veiði eingöngu á flugu og hnýti all- ar mínar flugur sjálfur." - Geturðu ekki sagt okkur eina góða veiðisögu? „Við vorum einn daginn að veiða saman hjónin í Laxá í Þingeyjar- sýslu á urriðasvæði sem heitir Geirastaðir. Það er oft nokkur keppni á mbli okkar en þó abt í góðu. Mér var ekki farið að standa á sama þegar staðan var orðin 0-3 fyrir hana enda mikill keppnis- maður. Þá stóð ég mig að því að njósna um annan veiðimann í fyrsta skipti. Ég reyndi að fylgjast með því hvað hún var að gera og sá að hún beitti svokölluðu Port- landbragði og dró fluguna nokkuð hratt eftir yfirborðinu. Þegar dagur var að kvöldi kominn haföi hún fengið sex urriða en ég tvo. Þetta var erfiður dagur og næstu dagar á eftir líka. Það var erfitt að láta baka sig svona.“ - Þið Aftureldingarmenn ætlið væntanlega ekki að láta Valsmenn baka ykkur í undanúrsbtunum? „Nei, það ætlum við ekki að gera. Við unnum heimaleikinn gegn Val í vetur og gerðum jafntefb að Hlíð- arenda. Við mætum fullir sjábs- trausts í þessa leiki.“ - Eru albr þínir leikmenn heibr fyrir átökin framundan? „Já, það eru engin meiðsb sem hrjá liðið í dag.“ - Nú hefur Gunnar Andrésson náð sér að fullu eftir langvarandi meiðsb. Það hefur haft mikið að segja fyrir ykkur? „Já, Gunnar er sterkur leikmað- ur og lék mjög vel fljótlega eftir að hann náði sér af meiðslunum. Síð- an dalaði hann aðeins, eins og eðb- legt er, en er síðan að koma mjög sterkur þessa dagana. Leikirnir gegn Val verða vonandi skemmti- legir og við fórum í þessa leiki til aö sigra," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.